Morgunblaðið - 14.11.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 14.11.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 Salurinn.is John Scofield 44 17 500 Gwilym Simcock 26. mars 8. mars 17. febrúar 16. desember 16. nóvember Ef keyptir eru miðar á þrenna eða fleiri tónleika fæst 20% afsláttur af miðaverði. Rita Marcotulli Alessandro Lanzoni & Giovanni Guidi Jacky Terrasson Iðnaðarráðherra tjáði flokksystkinum sínum um daginn í tengslum við orku- pakkamálið, að til- finningar fólks bæri að virða. Þarna dró Þórdís Kolbrún fram skýrt dæmi um hvers vegna stjórn- um farnast oft betur með konur innan- borðs og mæli hún kvenna heilust. Á herðum venju- legs vel menntaðs og víðsýns fólks með góða tilfinningagreind hvílir lýðræði og sjálfstæði þjóðarinnar og það ber að virða. Með samþykkt orkupakkans eru öll völd á raforkumálum og þar með auðlindum Íslands færð í hendur landsreglaranum, sem verður reglusetningararmur Orku- stofnunar ESB, ACER á Íslandi. Þetta telur hinn venjulegi Íslend- ingur vera framsal á fullveldi og því stjórnarskrárbrot. Það breytir engu í huga fólks, þó landsregl- arinn þurfi annað slagið að bregða upp ráðgjafaandliti Orkustofnunar og ráðleggja ráðherra að veita til- teknum aðila leyfi til að nýta auð- lindirnar, en án þess getur ráð- herra ekki veitt slík leyfi. Ráðherra verður í þeim málum að- eins stimplari fyrir landsreglarann. Þó embætti landsreglara sé stofnað með íslenskum lögum, þá eru þau samin að forskrift ESB og fjárveitingar Alþingis til embættis- ins verða undir eftirliti ESB. Landsreglarinn má ekki hafa sam- ráð við önnur stjórn- völd undir öðru fororði en hann eigi sjálfur síðasta orðið og hann sækir línuna reglulega á fundi hjá ACER. Það er því alveg ljóst hvar trúnaður landsregl- arans mun liggja. Þetta er afsal sjálf- ræðis eftir krókaleið- um. Með samþykkt orku- pakkans virkjast ákvæði eldri orku- pakka um svo kallaðan frjálsan raforkumarkað, sem við höfum hingað til getað sneitt hjá og þannig minnkað skaðann sem pakkinn sá veldur okkur. Með því verða raforkufyrirtækjunum gefn- ar frjálsar hendur með að hækka raforkuverð heimilanna svo arð- greiðslurnar hækki og hugmyndin er að það fé renni í einhvern neyð- arsjóð fjármálaráðherra. Fólk er ekki hrifið af svona skattheimtu. Almenningur á Íslandi hefur séð hér byggt upp hagkvæmt og öruggt raforkukerfi með sam- félagslega hagsmuni að leiðarljósi án þess, að ESB hafi komið þar við sögu. Fólk sér í hendi sér, að með því að fela landsreglara sem skyldur er að hafa stefnu ESB að leiðarljósi stjórnun auðlindanna gegnum raforkumarkaðinn, þá er þeim árangri sem við höfum náð hætt. Annað hvort verður auðlind- inni stýrt með almannahag fyrir augum og þeim áhrifum sem það hefur á raforkuna, eða raf- orkumarkaðurinn stýrir auðlind- inni með gróðasjónarmið orkufyr- irtækjanna eitt fyrir augum. Fólk telur það sjálfstæðismál, að við höfum sjálf stjórn á okkar eig- in auðlindum og landsreglarinn sem aðrir verði að hlíta þeim fyr- irmælum sem honum eru gefnar vegna auðlindastýringar, en það bannar ESB. Venjulegt fólk telur viðurkenningu á slíku banni óvið- unandi framsal á fullveldi og því stjórnarskrárbrot. Þær yfirlýs- ingar sem ráðamenn höfðu upp í upphafi orkupakkamálsins þess efnis, að samþykkt pakkans breyti engu um yfirráð yfir auðlindum okkar standast heldur ekki þegar þetta bann er skoðað. Lög- fræðihjal um nákvæma túlkun orðanna valdaframsal og stjórn- arskrárbrot breytir engu um skoð- un Íslendinga á því hvað orðið sjálfstæði merkir. Fólk skilur líka ofur vel, að það er lítill akkur að því fyrir ESB að þvinga upp á okkur 3. orkupakk- anum og landsreglara til að yf- irtaka stjórn raforkumála hér, ef ekki kemur sæstrengur í kjölfarið. Eftir sæstreng kemur hækkun á verði orku til alls almennings og skerðir kjör hans auk þess sem það eykur kostnað fyrirtækja svo geta þeirra til að greiða fólki laun minnkar, fjárfestingar minnka og nýsköpun verður minni. Það, að tekjuauki raforkufyrirtækjanna fari allur í einhvern neyðarsjóð sem ekki má snerta eykur bara á þessi áhrif. Í tilfinningum fólks speglast oft djúpur skilningur á því hvernig okkar einangraða samfélag hér úti í höfum vinnur saman að því að gera lífskjör okkar bærileg í þessu harðbýla landi. Sá skilningur er grundvöllur þjóðfélags okkar og án hans verða öll Excelskjölin og lögfræðiálitin hjóm eitt. Fólk veit, að svo barnabörnin fái unað sér á Íslandi við sæmilega afkomu þurfa þau sjálf að geta að stjórnað nýt- ingu á auðlindunum og það gildir um orkuauðlindina ekki síður en sjávarauðlindina. Það er því rétt hjá iðnaðar- ráðherra, að tilfinningar fólks ber að virða í þessu máli. Orkuauðlind- in er takmörkuð ekki síður en sjávarauðlindin og við þurfum að geta geymt hluta hennar til nota fyrir þarfir framtíðar í stað þess að setja hana á markað erlendis og kaupa síðan aftur á yfirverði þegar okkur vantar orku. Þetta gildir hvort sem við hugsum bara til næsta vetrar eða kynslóðir fram í tímann. Fólk telur betra að selja þessa orku út sem iðnvarning frá okkar eigin fyrirtækjum. Óskorað vald yfir eigin auðlind- um er stór hluti sjálfstæðis. Þjóðin ætlast því til þess að Alþingi gangi svo frá málum, að allt framsal valds yfir þeim, hvort sem er beint eða eftir krókaleiðum þriðja orku- pakkans verði klárt stjórnar- skrárbrot, því svo er í vitund þjóð- arinnar. Tilfinningagreind og orkupakkinn Eftir Elías Elíasson »Með samþykkt orku- pakkans virkjast ákvæði eldri orkupakka um svo kallaðan frjálsan raforkumarkað. Elías Elíasson Höfundur er sérfræðingur í orku- málum. eliasbe@simnet.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.