Morgunblaðið - 14.11.2018, Síða 21

Morgunblaðið - 14.11.2018, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 ✝ Elsa BirgittGuðsteins- dóttir fæddist í Reykjavík 16. desember 1932. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar 26. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðsteinn Einarsson og Hertha Einarsson. Hún var elst þriggja systkina. Bróðir hennar er Bent Guðsteinsson og systir hennar er Anný Guðsteins- dóttir. Elsa giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Margeiri Ingólfs- syni húsasmíðameistara, 16. desember 1951. Börn þeirra eru: 1) Ingólfur Steinar tæknifræð- ingur, sambýlis- kona Linda Húmdís Hafsteinsdóttir. Börn hans eru: Margeir Steinar, Gísli Steinar, Harpa, Elsa og Ing- ólfur Steinar. 2) Gyða Hafdís, BA í ensku, gift Páli Árnasyni. Börn hennar eru: Haraldur Kristinn, Arnar Steinn og Alexandra Bergdís. 3) Erla Margrét, toll- fulltrúi og leiðsögumaður. Dætur hennar eru Rut og Rakel Ragnarsdætur. Útför Elsu fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Hún kvaddi okkur eins og sum- arið, síðasta sumardag 26. októ- ber. Hún var elskuð eiginkona, móðir, amma og langamma og eru afkomendur hennar og pabba orðnir 33 í dag. Á þessari kveðju- stund er gott að eiga allar þær yndislegu minningar sem hún mamma skildi eftir hjá okkur sem nú syrgjum hana sárt. Hún fædd- ist í Reykjavík hinn 16. desember árið 1932, elst þriggja systkina, yngri voru Anný og Bent, og voru foreldrar þeirra þau Hertha Ein- arsson og Guðsteinn Einarsson. Mamma stundaði sína kaþ- ólsku trú af miklum trúnaði og leiddi okkur afkomendur sína í gegnum lífið með kristilegu upp- eldi og bænum. Hún var svo lán- söm að hitta ástina í lífi sínu, hann pabba okkar, Margeir Ingólfsson húsasmíðameistara, þegar hún var aðeins 15 ára. Það var skemmtileg tilviljun að þau áttu sama afmælisdag en fjögur ár voru á milli þeirra og var pabba boðið í 16 ára afmæli mömmu sama dag og hann varð 20 ára. Þau hafa því gengið samstiga í gegnum lífið í 70 ár. Hennar lífs- barátta var oft þyrnum stráð en ávallt tókst henni að sigrast á öll- um erfiðleikum með ótrúlegri seiglu sem í henni bjó. Hún var frumkvöðull og kvenréttindakona sem setti ekki fyrir sig að feta ótroðnar slóðir. Hún var ein af fyrstu konum á Íslandi til þess að taka meiraprófið á bifreið, hún stofnaði ferðaskrifstofu fyrir am- eríska hermenn á Keflavíkurvelli og hún kom á fót heimagistingu á vegum Flugleiða. Það var bara þannig með hana mömmu að hún gat allt. Hún saumaði jólafötin á okkur börnin þegar hún kom heim frá því að salta síld allan daginn, prjónaði peysur og saum- aði út mörg falleg listaverk. Hún hafði vald á mörgum tungumálum og var leiðsögumað- ur um allan heim. Hún var leið- sögumaður á hálendi Íslands í mörg ár og fór með ótal ferða- menn norður Sprengisand og suð- ur Kjöl. Í þessum ferðum brýndi hún fyrir ferðamönnum að leyfa viðkvæmum heiðarblómum að vera í friði og að það mætti alls ekki hreyfa við steinum á hálend- inu. Hún var mikil hugsjónakona þegar kom að náttúruvernd og sporgöngukona í því að uppfræða erlenda ferðamenn um Ísland. Hún var ávallt tilbúin að miðla sinni þekkingu um lífið og til- veruna. Hún tók ömmuhlutverkið föst- um tökum og er elskuð og dáð af barnabörnum og barnabarna- börnum sínum sem nú minnast glettni hennar og elsku. Þau pabbi byggðu þrjú hús saman hér á Íslandi í sinni sambúð og þegar þau komust á eftirlaunaaldur fluttu þau til Spánar þar sem við tók mikil vinna við að endurbæta hús sem þau keyptu. Þar áttu þau saman ellefu góð ár og nutum við börnin og barnabörnin þess að heimsækja þau þangað. Mamma fór auðvitað strax að læra spænsku og var altalandi eftir stuttan tíma. Nú hefur þessi heimskona þegið hvíldina og eftir sitjum við sem elskuðum hana og þökkum henni fyrir allt sem hún hefur gefið okkur. Megi algóður Guð styrkja og styðja föður okkar í hans hyldjúpu sorg. Hvíl í friði, elsku mamma. Hennar elskandi börn, Ingólfur, Gyða og Erla. Það er með þakklæti sem ég kveð Elsu tengdamóður mína sem tók mér vel og varð okkur ekki sundurorða á þeim tæpu 14 árum sem við vorum samferða. Tengdamamma var glæsileg kona og töffari sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Hún var ekki þessi dæmigerða heimavinnandi húsmóðir eins og tíðkaðist hjá hennar kynslóð. Hún starfaði lengi á ferðaskrif- stofum og sem fararstjóri um landið með erlenda ferðamenn. Á sjöunda áratugnum tók hún svo meirapróf til þess að geta farið í slíkar ferðir á eigin vegum. Það var gaman að heyra sögurnar hennar frá þessum tímum, enda frá mörgu að segja og óvanalegt að kona væri í slíku starfi á þess- um árum. Elsa elskaði að ferðast og fór víða um heiminn á marga fram- andi staði með Margeiri og börn- um þeirra þremur, Ingólfi, Gyðu og Erlu. Ferðamátinn var fjöl- breyttur, þau keyrðu um Evrópu, fóru í siglingar, safarí í Afríku og göngu- og skíðaferðir svo eitthvað sé nefnt. Eftir að þau Margeir voru hætt að vinna ferðuðust þau mikið um landið á húsbílnum sem hún hafði unun af að keyra. Fyrstu árin eftir að ég kynntist þeim hélt ég að tengdapabbi væri ekki með bílpróf því Elsa var allt- af við stýrið. En það var einungis vegna ástríðu hennar fyrir akstri sem hún var ávallt í bílstjórasæt- inu. Einn var sá staður sem hún tal- aði um af mikilli hlýju og með blik í auga, en það var Fáskrúðsfjörð- ur og reyndi hún að fara þangað allavega einu sinni á ári. Margeir er ættaður þaðan og hafði hún sterkar taugar austur á hans æskuslóðir. Hún talaði fallega um tengdaforeldra sína og var gott samband þeirra á milli. Ingólfur var þar oft á sumrin hjá ömmu Klöru sem honum þótti afar vænt um. Elsa og Margeir eignuðust sumarbústað í Borgarfirði og áttu þar margar góðar stundir. Þang- að var gott að koma og í nokkur ár héldu þau þorrablót þar fyrir börn og maka. Frá þeim er ekki nema um hálftíma akstur yfir í bústaðinn okkar Ingólfs og komu þau stundum við hjá okkur. Elsu fannst alltaf gaman að koma í framandi matargerð til okkar eins og hún kallaði það og var óspör á hrósið. Hún var hreinskiptin, sem ég kunni að meta, og lá ekki á skoðunum sínum svo maður vissi alltaf hvar maður hafði hana. Hún dáðist að litla húsinu okkar og var stolt af stráknum sínum eins og hún var vön að kalla Ingólf. Það var tengdamömmu þung- bært að verða veikburða og gleymin. Að geta ekki ferðast lengur og gert það sem hana langaði til. Að hoppa upp í húsbílinn og keyra á vit nýrra ævintýra. Hún nefndi nokkrum sinnum í því samhengi hvað henni fannst leiðinlegt að hafa ekki farið til Galapagos-eyja en þangað langaði hana mikið til að komast. Elsku Elsa, ég vona svo sannarlega að þitt fyrsta stopp á leið til næsta áfangastaðar verði á draumaeyjunum þínum. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Elsku Margeir, Ingólfur, Gyða, Erla og fjölskyldur. Ég sendi ykk- ur mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Linda Húmdís. Elsa Birgitt Guðsteinsdóttir Laugardaginn þriðja nóvember fylgdi ég kærum móðurbróður mín- um, Sigurjóni Kristinssyni, til grafar. Ég var svo lánsamur að kynn- ast Sigurjóni vel þegar hann var ungur og ég sumarstrákur hjá afa og ömmu í Lónshúsum í Garði. Hann flutti í Lónshús ásamt systrum sínum þegar hann var tveggja ára. Systurnar Guðrún og Sólveig fluttu snemma að heiman og eftir hjá öldruðum foreldrum sínum var Nonni eins og hann var kallaður af mörgum. Ungur fór hann að vinna og lagði til heimilisins af bestu getu. Hann barst ekki á og leyfði sér lítið en gaf sér samt tíma til að gleðjast og skemmta sér með jafnöldrum sínum. Þegar ég var hjá þeim var afi orðinn aldraður og slitinn og amma glímdi við heilsubrest. Áður en ég fór að vera hjá þeim höfðu þau verið með vinnumenn Sigurjón Kristinsson ✝ Sigurjón Krist-insson fæddist 20. júní 1944. Hann lést 26. október 2018. Útför Sigurjóns fór fram 3. nóvem- ber 2018. til að hjálpa við bú- skapinn en þau voru með kindur, hænur og kýr. Ég man ekki mikið eft- ir Nonna við bú- störfin en hann hef- ur ekki dregið af sér við þau frekar en önnur verk. Ég man að við fórum saman í smalamennskur, sóttum rekavið í fjöruna, girð- ingavinnu og að bera húsdýra- áburð á túnin. Röskur var hann að snúa í og raka saman heyi. Þessu stjórnaði afi, gamli bú- stjórinn úr Ölfusinu og Þing- vallasveitinni. Svo réri hann með pabba sínum til fiskjar á litlu kænunni þeirra. Það þurfti ekki að róa langt úr vörinni þeirra í Lóni á feng- sæl mið. Ekki var veraldlegum auði fyrir að fara en nægjusöm voru þau og kærleikurinn var allt um lykjandi og ef eitthvað vantaði gátu þau treyst á syst- urnar og mágana. Það var gestkvæmt í Lóni enda afi og amma og Nonni gestrisin með afbrigðum. Þang- að komu margir til þess að heyra sögur, segja sögur eða láta spá fyrir sér. Nonni var góður sögumaður og sögurnar hans urðu betri eft- ir því sem hann sagði þær oftar. Hann lét öðrum um að flytja skýrslur af atburðum. Amma tók fullan þátt í glensinu en afa fannst óþarfi að vera sífellt að skemmta skrattanum. Þegar ég hafði aldur til fékk ég vinnu í fiskvinnslu og oft þar sem Nonni vann. Ég var afar stoltur af honum. Hann var harðduglegur, ósérhlífinn og geðgóður með afbrigðum. Það var oft kátt í vinnunni eins og heima í Lóni. Ýmislegt var látið flakka og þá gilti að vera snögg- ur að svara og láta engan eiga neitt inni hjá sér. Og Nonni var ekki í vandræðum með að svara fyrir sig því hann var orð- heppinn. Það er svo merkilegt hvað eiginleikar ganga í ættir en sagt var í afmælisgrein um móðurafa hans, hann Jón Matthíasson (f. 1862) bónda að Alviðru og Hálsi á Ingjaldssandi að hann hafi verið léttur í lund, getað grátið með öðru auganu og hlegið með hinu, verið hjálpsamur, vinnu- samur og haft skemmtilega frá- sagnargáfu og verið vinsæll af samferðamönnum. Þetta væri hægt að segja um Nonna nema þetta með að gráta og hlæja samtímis. Það kannast ég ekki við. En líf hans var ekki eintómt glens og gaman. Hann fór ekki varhluta af sorg og mótlæti en raunir sínar bar hann með jafn- aðargeði og hans góða lund hef- ur létt honum byrðarnar eins og sagt var um afa hans. Fjölskyldu Nonna votta ég samúð mína og minning um góð- an dreng mun lifa. Kristinn Hilmarsson. Í dag kveð ég með söknuði einn af mínum dyggustu stuðn- ingsmönnum í gegnum lífið. Elsku Sigurjón minn, þú hefur alltaf staðið við bakið á mér í öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur og alla tíð höfum við átt einstakt samband sem einkenndist af mikilli væntum- þykju og húmor. Þú varst Víðismaður út í gegn og starfaðir í unglingaráði fé- lagsins í mörg ár. Þar vannstu algjörlega ómetanlegt starf, náð- ir öllum á þitt band með smá kjaftbrúki og fullt af húmor. Þú sagðir alltaf við mig að þú ætl- aðir ekki að hætta í unglingaráði fyrr en ég kæmist í landsliðið. Ég var ung að árum þegar þú nefndir þetta fyrst og alla tíð varstu alveg fastur á því að þetta gæti ég. Þegar ég spilaði svo minn fyrsta landsleik með U-17 ára landsliðinu á móti Finnlandi á Grindavíkurvelli var minn maður heldur betur stoltur og ánægður. Það gladdi mig mikið hversu montinn þú varst af mér. Þú hafðir ekki einungis trú á mér á fótboltavellinum því einn- ig hafðirðu ómælda trú á mér í verslunarferðunum. Þú hvattir mig áfram til að kaupa fleiri skó í hvert skipti sem við hittumst því þú áttir ekki til eitt einasta orð yfir allan þann fjölda af skópörum sem ég átti. Húmorinn var aldrei langt undan, elsku Sigurjón minn, þú varst alltaf til í smá sprell og mikið var alltaf gaman þegar við hittumst. Ég vissi að það væri eitthvað að angra þig en ekki grunaði mig að þetta myndi gerast svona hratt. Það var ekki fyrr en á mið- vikudaginn í síðustu viku þegar ég hitti þig í síðasta skipti að ég var tilbúin að vera sammála þér um að núna væri komið að leiðarlokum. Mig langar til að þakka þér fyrir allt, elsku Sigurjón minn. Þú hefur alltaf spilað stórt hlut- verk í mínu lífi og, eins og ég nefndi hérna í byrjun, verið minn dyggasti stuðningsmaður og fyrir það verð ég þér æv- inlega þakklát. Guð geymi þig og minningu þína, sem mun lifa um ókomna tíð. Þín Inga Lára Jónsdóttir. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Víði Það er skammt stórra högga á milli hjá Víðisfélögum, hinn ötuli heiðursmaður Sigurjón Kristinsson er látinn og missir okkar er mikill. Sigurjón Kristinsson hefur starfað fyrir Víði í nær þrjá ára- tugi eða frá því sonur hans Kristinn hóf að æfa fótbolta og hann ákvað að fylgja honum til að geta lagt sitt af mörkum fyrir unglingastarfið. Koma Sigurjóns í starf félagsins var mikill happafengur enda ósérhlífinn maður sem lét ekkert stoppa sig. Fáir ef nokkrir hafa lagt jafn mikið af mörkum við fjáröflun fyrir félagið og er ekki ofsögum sagt að flestir ef ekki allir at- vinnurekendur á Suðurnesjum þekktu Sigurjón og þótt víðar væri leitað. Með sinni einstöku list fékk hann alla til að styrkja unglingastarfið. Ef honum þótti menn eitthvað tregir til við að styrkja starfið sagði hann mönn- um bara að hann kæmi daginn eftir að sækja styrkinn og það stóð. Unglingaráð hóf að halda skötuhlaðborð árið 1995 og varð Sigurjón fljótt aðalmaðurinn á bak við þá fjáröflun alla tíð. Sig- urjón starfaði líka í aðalstjórn og lagði sitt af mörkun til meist- araflokksstarfsins. Hann sá um ýmis verkefni og ekki fór nokk- ur maður nú svangur úr hálf- leikskaffinu hjá honum. Síðustu ár stóð hann brosandi við inn- ganginn á völlinn og lét ýmis skemmtileg orð flakka þegar hann tók á móti félagsmönnum. Hann var skemmtilegur, hnytt- inn og því ekki annað hægt en fara brosandi inn á völlinn. Sigurjón var sæmdur gull- merki Víðis á aðalfundi félagsins árið 2000 og gullmerki KSÍ á 70 ára afmæli Víðis 2006. Nú kveðjum við Víðisfélagar góðan mann sem lagði á sig mik- ið og óeigingjarnt starf fyrir fé- lagið sitt. Minningarnar eru ljúf- ar um góðan og traustan félaga sem ávallt var tilbúinn að vinna fyrir félagið og gera starfið skemmtilegra með sínum skemmtilega húmor. Víðisfélagar votta eiginkonu og öðrum aðstandendum sína dýpstu samúð með virðingu og þakklæti. Guð blessi minningu Sigur- jóns Kristinssonar. Fyrir hönd Víðis, Einar Jón Pálsson, Guðlaug Sigurðardóttir. ✝ Kristine JennyTveiten fædd- ist á Akureyri 20. september 1943. Hún lést á heimili sínu 30. júní 2018. Kristine var dóttir hjónanna Dagbjartar Emils- dóttur frá Öxnadal í Eyjafirði, f. 1. mars 1919, d. 12. september 2001, og Kristins Tveiten frá Ram- nes í Vestfold í Noregi, d. 1943. Hinn 13. nóvember 1962 giftist Kristine Jenny Herði Gunnarssyni, f. 28. mars 1942, og eignuðust þau þrjú börn. 1) Anton Þór Harðarson f. 23.11. 1961, eiginkona hans er Vigdís Sigurðardóttir, f. 2.8. 1962. Þeirra börn eru Ragnhildur Alís, f. 18.12. 1982, og Þórdís Jenný, f. 28.4. 1986. 2) Áslaug Hildur Harðardóttir Tveiten, f. 9.3. 1965, sam- býlismaður hennar er Hrafn Hrafns- son, f. 28.6. 1962. Þeirra barn er El- ísabet Þöll, f. 12.5. 1992. 3) Dagbjört Brynja Harðar- dóttir Tveiten, f. 18.6. 1971, eig- inmaður hennar er Valur Helgi Krist- insson, f. 5.8. 1972, þeirra börn eru Hörður Breki, f. 13.8. 1998, og Dagrún Krist- ín, f. 16.10. 2001. Kristine átti einn albróður, Einar Tveiten, f. 27.8. 1942, d. 30.11. 1970. Önnur systkini Kristine eru Emil Vilmundar- son, f. 22.5. 1938, Magnús Vil- mundarson, f. 22.5. 1938, Guð- mundur Hrafn Brynjarsson, f. 22.6. 1956, og Áslaug Herdís Brynjarsdóttir, f. 6.5. 1958. Útför Kristine fór fram í kyrrþey. Kristín mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér samfylgdina í gegnum árin, frá því þau Hrafn sonur minn og Áslaug dóttir þín fóru að vera saman, en þau ár eru nú orðin 32. Þú varst alltaf svo hlý og skapgóð kona, sem alltaf varðst að hafa eitt- hvað að gera. Þú fékkst Hörð til hjálpa þér að gera upp íbúðir, fyrst þessa íbúð og selja og gerðir svo upp næstu og seldir, svo flottar íbúðir, þú varst aldrei róleg fyrr en þið voruð komin í eina enn. Loksins varstu komin í næsta hús við mig. Ég hlakkaði til að heimsækja þig þar en Drottinn, sem öllu ræður, leyfði það ekki nema í nokkrar vikur. Þá kvaddir þú og hélst yfir landamærin miklu sem við öll verðum að fara yfir. Þið Hörð- ur fóruð nú yfir mörg landa- mæri, því þið ferðuðust um all- an heim og þú hlakkaðir alltaf svo mikið til. Ég sakna þín Stína mín, nú kemur þú ekki lengur á Hólinn, en Hörður kemur og það er gott. Stína mín, þú varst nú svolítið stríðin, því eftir að ég missti manninn minn, hann Hrafn, vildirðu endilega gefa mér mann. Þú bentir á þennan og hinn sem voru á lausu og skildir ekkert í mér að bíta ekki á agnið. En þeir litu bara ekkert á mig Stína mín, svo að ég er bara ein í dag, enda er nú aldurinn hár, 90 ár, þá er nú ekkert með karl að gera. Jæja Stína mín, ég bið Guð almáttugan að vernda þig og blessa alla tíð. Ég þakka þér innilega fyrir samveruna hér á jörð, fyrir yndislega tengda- dóttur og sonardóttur. Við hitt- umst aftur handan landamær- anna. Megi Guð vernda mann þinn, börn, barnabörn og aðra að- standendur. Vertu Guði falin Stína mín og hafðu þökk fyrir allt. Bára. Kristine Jenny Tveiten

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.