Morgunblaðið - 14.11.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018
Kæra vinkona.
Það er afskaplega
sárt að horfa á eftir
þér inn í þínar nýju
víddir sem við töluðum svo oft
um að dauðinn væri, sérstaklega
þegar maður veit ekki alveg
hvers konar tól og tæki þarf til
að koma á áframhaldandi sam-
bandi.
Þá segi ég samband því Eng-
landsárin þín hafa verið svo
mörg og þá var gott að grípa til
tækninnar og sleppa símanum en
vera í sambandi. Himnesk var sú
stund þegar við gátum spjallað í
mynd um öll heimsins málefni og
sötrað kaffi saman þótt hafið
væri á milli. Enn betra var þegar
þú labbaðir um og gast sýnt nýj-
ustu verkin þín og sagt sögur í
beinni en ég hef verið mikill
aðdáandi listsköpunar þinnar.
Man þegar við hittumst í
Grófinni; þið Jóga nýkomnar úr
Þórsmörk, alsælar og upp með
ykkur eftir vel heppnaða ferð.
Þannig byrjuðu vinatengslin sem
styrktust með ári hverju.
Nokkru síðar var stofnaður mat-
arklúbbur með frábærum konum
og fékk sá klúbbur nafnið Salt-
fiskurinn. Tilgangurinn var að
efla vináttu, fræðast og njóta
lífsins saman, nærast og borða
sem oftast saltfisk, en þá var
fiskurinn eitthvað það ódýrasta
sem hægt var að fá og kom það
sér vel fyrir frekar auralitlar vin-
konur sem vildu samt grand
veislur.
Var þetta hin besta skemmtun
og auðvitað góð næring. Hélst
þessi siður áfram löngu eftir að
hinn stóri heimur tók við okkur
og margar okkar búsettar er-
lendis en við vinkonurnar not-
uðum allar stundir til að hittast
og borða saltfisk þegar hópurinn
kom saman hér á landinu.
Allt var rætt og margvísleg
voru efnistökin og ekkert var
okkur óviðkomandi; það var eins
og saltfiskurinn og jú mögulega
rauðvínið líka losaði um málbein-
ið og allt fékk að koma upp á yf-
irborðið. Hlátur þinn og viska
komu sér oft vel þegar umræð-
urnar voru orðnar ansi heitar.
Held að ég geti sagt fyrir
hönd okkar Saltfisksins, sem
sjálfkjörinn formaður hópsins:
Þúsund þakkir, elsku Gunna
Sigga, fyrir allt þitt innlegg í líf
okkar, takk fyrir gæðastundir á
heimili þínu í London og hér
heima, öll símtölin, gleðina, vin-
áttuna og listina. Þakka þér allar
þær upplífgandi stundir sem við
höfum átt saman. Umvef þig ljósi
og kærleika sem ég sendi líka
þínum dásamlega Óðni, Brynju
og fjölskyldu. Missir ykkar er
mikill.
Kveð þig með fallegu ljóði eft-
ir vin okkar Sigurð Pálsson,
Náttmyrkrið.
Treystu náttmyrkrinu
fyrir ferð þinni
heitu ástríku náttmyrkrinu
þá verður ferð þín
full af birtu
frá fyrstu línu
til þeirrar síðustu
(Úr bókinni Ljóð muna rödd)
Þín vinkona,
Helga Mogensen.
Ég kynntist Guðrúnu Sigríði
vorið 1992 þegar Borgarskjala-
safn var að undirbúa sýningu
Guðrún Sigríður
Haraldsdóttir
✝ Guðrún Sigríð-ur Haralds-
dóttir fæddist 28.
febrúar 1956. Hún
lést 5. október
2018. Útför Guð-
rúnar fór fram 2.
nóvember 2018.
með Ljósmynda-
safni í Geysishúsi
um verslunarsögu
Reykjavíkur og hún
var fengin til að
hanna sýninguna.
Gunna Sigga kynnti
sér Borgarskjala-
safnið, safnkostinn
og fann leið til að
skjölin nytu sín og
kölluðust á við ljós-
myndirnar. Hug-
myndin gekk upp og sýningin
þótti takast frábærlega.
Þetta var upphafið að löngu og
farsælu samstarfi okkar við
Gunnu Siggu. Hver sýning var
ákveðið lærdómsferli og hún
kom stöðugt með nýjar víddir.
Sérstaklega minnisstætt er sam-
starf við Gunnu Siggu og Eggert
Þór sagnfræðing um sýninguna
„Mundu mig – ég man þig!“ árið
2000, sem fjallaði um líf barna og
unglinga í borginni á 20. öld. Vel
tókst til með sýninguna og hún
var líklega ein best sótta sýning
safnsins.
Ég missti aðeins tengslin við
Gunnu Siggu eftir að hún flutti
til London. Við heyrðumst þó
stundum og hittumst þegar hún
var á landinu. Árið 2013 bauð
Gunna Sigga mér á opnun sýn-
ingar sinnar í SÍM-salnum í
Hafnarstræti og ég var eiginlega
orðlaus. Verk hennar byggðust á
svo mikill hugsun og voru svo
flott og hugmyndarík. Ég sá svo
sýningar hennar í Iðnó og í
sendiráði Íslands í London sem
voru ólíkar en byggðust samt
nokkuð á sömu vangaveltum um
fortíðina. Gunna Sigga var frá-
bær listamaður, algjörlega með
sinn eigin stíl og hún hélt í Bret-
landi fjölda sýninga sem vöktu
athygli.
Árið 2014 var Gunna Sigga hjá
safninu í nokkrar vikur að kynna
sér skjöl. Í framhaldi af því feng-
um við hana til að hanna og sýn-
ingarstýra 60 ára afmælissýn-
ingu safnsins í Ráðhúsinu. Þar
voru sýningarkassar byggðir úr
ríflega 600 skjalakössum með
skjölum og fjölbreyttu innihaldi.
Hún notaði langa strimla sem
hún útbjó sjálf og varpaði á ljós-
myndum og myndum af skjölum.
Gunnar Sigga tók sömuleiðis
að sér sýningarstjórn fyrir kosn-
ingaréttindaafmælissýningu
Borgarskjalasafns vorið 2015 í
Grófarhúsi og um haustið í
breyttri mynd í Ráðhúsi. Á sama
tíma var hún með frábæra inn-
setningu sína, VERA:KVEN:-
VERA, í sal Ráðhússins.
Það var ánægjulegt að vinna
að sýningum með Gunnu Siggu,
sem geislaði af hugmyndaflugi
og jákvæðni. Hún kom með nýj-
ar lausnir, sannfærði okkur um
gildi þeirra, útfærði og fram-
kvæmdi. Hún var ósérhlífin og
dugleg, gekk í öll verk sem þurfti
og hélt utan um alla þræði í
stórum sýningum.
Umfram allt var Gunna Sigga
yndisleg manneskja, ótrúlega
skemmtileg og lífgaði upp á allt í
kring um sig. Hún sá björtu hlið-
arnar á öllu og það var alltaf
stutt í bros og glens.
Ég hitti Gunnu Siggu síðast í
vor og var hún þá bjartsýn á
framtíðina þrátt fyrir baráttu við
sjúkdóm sinn og ætlaði að vera í
sambandi í haust. Það símtal
kom aldrei.
Gunna Sigga er horfin á brott,
alltof snemma. Hún hafði svo
margt að segja og gera í lífinu.
Ég sakna þess að eiga ekki eftir
að hitta hana og heyra smitandi
hlátur hennar.
Ég kveð Gunnu Siggu með
söknuði og trega og þakka fyrir
kynnin. Ég vil senda Óðni syni
hennar, vinum og vandamönnum
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Svanhildur Bogadóttir.
Kalli var elsti
bróðir mömmu og
ég umgekkst hann
mikið öll mín
bernsku- og unglingsár. Þrátt
fyrir að sjúkdómur Kalla hafi á
margan hátt einkennt mestallt líf
hans var hann einstakur per-
sónuleiki og skilur eftir stórt
skarð í fjölskyldunni. Hann
kenndi mér margt um lífið og þá
ekki síst að skilja að við erum
ekki öll eins. Kalli hafði stundum
aðra sýn á lífið en flestir og sagði
hann okkur t.d. frá því sl. vor að
hann hefði farið í aðgerð til þess
að láta skipta um augasteina í sér
og það hefði læknað í sér geðveik-
ina. Sagði svo við bróður sinn að
hann þyrfti líka að fara í svona
aðgerð og brosti. Þegar ég var
krakki fékk ég oft að sitja hjá
Kalla í herberginu hans.
Hann hafði sérstaklega gaman
af því að spila tónlist, stundum of
hátt að mati ömmu, og man ég
eftir því að Ási í Bæ var í uppá-
haldi hjá honum. Kalli kenndi
mér líka mannganginn en á sín-
um yngri árum hafði hann gaman
af því að tefla.
Hann var líka duglegur að
hjóla og þegar hann var á Kleppi
hjólaði hann oft vestan úr bæ inn
á Klepp og svo aftur heim seinni
partinn. Á þessum árum reykti
Kalli og það gerði hann öðruvísi
en flestir; náði að reykja hverja
sígarettu í tveimur til þremur
sogum, var ekkert að drolla við
verkefnið.
Hann var líka mikill hugsuður
í eðli sínu, hafði gaman af því að
taka tæki í sundur en átti kannski
erfiðara með að koma þeim aftur
saman.
Kalli hafði stundum gaman af
því að spjalla og rifjaði þá
stundum upp fyrir manni árin áð-
Karl Þórhalli
Haraldsson
✝ Karl ÞórhalliHaraldsson
fæddist 10. nóvem-
ber 1947. Hann lést
28. október 2018.
Útför Karls fór
fram 12. nóvember
2018.
ur en þau fjölskyld-
an fluttu suður,
hann hafði ótrúlega
gott minni. En
stundum var hann í
eigin heimi, vildi lít-
ið við mann tala eða
gat átt það til að
hlæja mikið alveg
upp úr þurru og
þegar hann var
spurður hvað væri
svona fyndið var
svarið yfirleitt „ég veit það ekki“
en stundum sagði hann frá því að
raddirnar hefðu verið að segja
sér einhverja vitleysu. Það var
líka oft svarið ef hann gerði ein-
hver asnastrik, eins og að henda
fölsku tönnunum í sjóinn.
Já, svona hafði sjúkdómur
Kalla mörg andlit.
Fyrir tæpum 20 árum var ljóst
að búsetuskilyrði Kalla þyrftu að
breytast. Þá opnuðu Ólöf og Pét-
ur heimili sitt á Breiðabólstað
fyrir Kalla þar sem hann naut
virðingar og góðs atlætis allt til
dauðadags.
Hann hafði þar tvö góð her-
bergi þar sem hann gat komið
fyrir öllu sínu dóti og verið aðeins
út af fyrir sig.
Ólöfu og Pétri verður seint
fullþakkað allt það sem þau gerðu
fyrir hann Kalla okkar en ég veit
að honum leið ákaflega vel á sín-
um síðustu árum.
Kalli var sérlega stundvís, eins
og við erum reyndar flest í fjöl-
skyldunni, og var alltaf tilbúinn
til brottfarar löngu áður en tími
var kominn til að fara. Kominn í
jakkann, húfuna og hanskana og
lét aldrei bíða eftir sér.
Þannig var það líka þegar
hann kvaddi. Ellefu dögum fyrir
andlátið fékk hann þann úrskurð
að hann væri með ólæknandi
mein.
Honum hefur greinilega ekki
þótt eftir neinu að bíða, gerði sig
kláran til brottfarar og ellefu
dögum síðar var hann allur.
Takk fyrir samfylgdina elsku
Kalli minn og takk fyrir allt sem
þú kenndir mér.
Elín Rós.
Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum vin okkar Kalla í
dag. Kalli var einstakt ljúfmenni
sem gerði aldrei flugu mein.
Hann var alltaf reiðubúinn til að
aðstoða eða lána öðrum hluti
sína. Hann var mjög gjafmildur
og ótrúlega þolinmóður. Kalli var
líka mjög fróðleiksfús og hafði
gaman af að ræða sögulega hluti,
landafræði eða menningu. Oft
voru spurningar hans um menn
og málefni þess efnis að við gúgl-
uðum niðurstöðu. Hann var með
eindæmum klár og ef lífið hefði
ekki leitt hann niður veg veikinda
hefði hann án efa orðið prófessor
eða fræðimaður. Kalli var með
gott auga fyrir smáatriðum sem
sýndi sig í hvernig hann gat aftur
og aftur breytt herbergi sínu og
aldrei leit það eins út. Hann var
duglegur að finna notaða hluti á
nytjamörkuðum til að skreyta hjá
sér og var smekkmaður mikill.
Hann var listrænn og málaði fal-
legar myndir. Kalli auðgaði líf
okkar allra og við munum sakna
hans mikið. En minningin um
ljúfan og góðan mann lifir og þær
minningar eru margar. Við send-
um fjölskyldu Kalla okkar inni-
legustu samúðarkveðju.
Starfsfólk Breiðabólstaðar.
Minn kæri og besti vinur, Karl
Þórhalli Haraldsson, er látinn.
Hann var besti vinur sem ég hef
eignast í lífinu. Kærleiksríkur og
þolinmóður var hann. Hann þoldi
mig alltaf .Við bjuggum hér sam-
an á Breiðabólstað í 18 ár. Ég
sakna hans núna og mun alltaf
sakna hans. En ég er líka þakk-
látur fyrir allar samverustund-
irnar okkar hér. Mig langar að
kveðja hann með 23. Davíðssálmi.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
Ég vona að við hittumst á
himnum.
Hallgrímur.
Hann Kalli okkar, eins og við
kölluðum hann okkar á milli, hef-
ur kvatt þennan heim, saddur líf-
daga.
Lífið fór ekki alltaf mjúkum
höndum um vin okkar. Á ung-
lingsárum gerði skelfilegur sjúk-
dómur innrás og lífið tók u-
beygju. Þá sögu þekkja aðrir
betur.
Okkar kynni hófust á VISS,
vinnu- og hæfingarstöð í Þorláks-
höfn. Þar starfaði Kalli fram á
síðasta dag. Ljúfur og elskulegur
maður sem aldrei sagði styggðar-
yrði um eða við nokkurn mann.
Kalli var vel heima i landafræði
og sögu og nutum við oft frá-
sagna hans af ýmsum atburðum
fyrri tíma.
Ferðalög voru honum hugleik-
in og naut hann þess að ferðast
með sínu fólki bæði innan lands
og utan.
Kalli gat verið glettinn, skellti
oft fram skemmtilegum athuga-
semdum um tungumálið okkar og
samanburð þess við önnur.
Æskuslóðirnar norður í Húna-
vatnssýslu voru honum hugleikn-
ar og oft sagði hann okkur
skondnar og skemmtilegar sögur
úr sveitinni og frá barnaskóla-
árunum.
Lánið hans Kalla var að eiga
yndislega og góða fjölskyldu. Það
var honum mikils virði og styrk
stoð að eiga skjól hjá Ólöfu systur
sinni og Pétri manni hennar.
Með söknuð í hjarta kveðjum
við öðling og vin, með þakklæti
fyrir hnökralaust samstarf og
góð kynni.
Ég fel í sérhvert sinn
sál og líkama minn
í vald og vinskap þinn
vörn og skjól þar ég finn.
(Hallgrímur Pétursson)
Sigrún Hjördís
Grétarsdóttir,
D. Jóna Bjarnadóttir,
Jónína Sigurjónsdóttir.
Á menntaskóla-
árum mínum í MA
voru tveir kennarar
sem eru mér ein-
staklega minnis-
stæðir.
Þessir lærimeistarar voru
skólameistarinn Þórarinn
Björnsson sem var ógleyman-
legur persónuleiki og afburða
kennari og stærðfræðikennarinn
Jón Hafsteinn.
Aðrir meistarar sem komu
mér til nokkurs þroska voru ís-
lenskukennararnir Árni Krist-
jánsson og Gísli Jónsson. Nú
hafa þessir heiðursmenn kvatt
þennan heim og ég minnist
þeirra með söknuði og þakklæti.
Ég kynntist Jóni Hafstein lít-
ið í skóla en á síðasta kennslu-
tíma fyrir jól í sjötta bekk tók
hann upp lítið kver og las sögu
úr Sjöstafakverinu eftir Halldór
Laxness sem þá var nýútkomið.
Hann las söguna af slíkri inn-
lifun og frásagnargleði að allir
hrifust með.
Þá gerði ég mér grein fyrir
að Jón var ekki aðeins strangur
Jón Hafsteinn
Jónsson
✝ Jón HafsteinnJónsson fædd-
ist 22. mars 1928.
Hann lést 17. októ-
ber 2018. Útför
hans fór fram 29.
október 2018.
og góður kennari
heldur einnig til-
finningaríkur og
hrifnæmur bóka-
maður.
Árið 1987 var
Jón fluttur suður
og kom þá stundum
í heimsókn til okk-
ar Kristjáns Ingv-
arssonar sem rák-
um þá tölvuskólann
Tölvufræðsluna.
Hann var spenntur fyrir skól-
anum og vildi fræðast um þessa
nýju tækni. Hann var langt á
undan þessum venjulegu stærð-
fræðikennurum sem hræðast
allar nýjungar og þegar vas-
areiknitækið kom til sögunnar
árið 1975 var Jón fyrstur manna
til að taka tækinu fagnandi og
sagði það auðvelda og bæta
kennsluna.
Hann var alltaf eins og ung-
lingur í andanum og var þá bú-
inn að tileinka sér basic-forritun
út í æsar.
Hann sá strax hvílík þekking-
arbylting var að verða til með
tilkomu einkatölvanna IBM PC
og Macintosh.
Tölvufræðslan gaf út nokkrar
bækur og var Jón prófarkales-
ari og góður gagnrýnandi og bjó
til nokkur reiknilíkön sem voru
notuð í Multiplan-bókinni.
Hann var stórhrifinn af nýju
námsbrautinni okkar „skrif-
stofutækni“ sem var 256 stunda
nám sem sló öll met í vinsæld-
um og gat útvegað þúsundum
nemenda ný og betur borguð
störf.
Eftir að ég stofnaði Tölvu- og
stærðfræðiþjónustuna í Braut-
arholti var Jón tíður gestur
enda bjó hann í næstu götu.
Ósjaldan kom hann með nýja
kennslubók frá Tölvunotum sem
var notuð í skólanum eða kynnti
flókna reikniþraut í geómetríu
sem var hans uppáhald.
Hann kom eitt sinn á stærð-
fræðinámskeið til mín þar sem
stærðfræðiforrit voru notuð í
kennslunni. Hann hafði í poka-
horninu mörg illa viðráðanleg
heildi og markgildisdæmi sem
voru hreinasta torf. En stærð-
fræðiforritið Maple gat leyst
þessar þrautir með glæsibrag,
Nokkuð sem Jón kunni vel að
meta.
Ég sá Jón síðast fyrir nokkr-
um árum þegar ég og Helgi
Jónsson stærðfræðikennari
heimsóttum hann. Hann tók á
móti okkur hýr á svip. Dóttir
hans var búin að dúka borð sem
ilmaði af gómsætu meðlæti með
kaffinu.
Jón lék á als oddi, sagði sög-
ur og ræddi af innlifun um
menntun fólks í dag sem var
hans hjartans mál.
Það var gaman að geta kvatt
þennan mikla velgjörðarmann
og vin á þennan hátt.
Ég kveð Jón með miklu
þakklæti og hann lifir áfram í
mínum huga.
Ellert Ólafsson.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja
mynd skal senda hana með æviá-
gripi í innsendikerfinu. Hafi
æviágrip þegar verið sent er ráð-
legt að senda myndina á net-
fangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar