Morgunblaðið - 14.11.2018, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.11.2018, Qupperneq 27
fjölbreytt jóga og hugleiðslunám- skeið fyrir fólk á öllum aldri, allt frá vanfærum konum til eldri borgara. Hún er einnig með kenn- aramenntun og hefur sótt fjölda námskeiða.. Auður hefur ferðast víða um heim, dansandi eða í jógaferðum. Undanfarin ár hefur hún sameinað ferðaáhuga og jóga og kennt á Krít og Korfú: „Í rauninni eru fleiri staðir í startholunum enda er ég alsæl með starfsvettvang minn og að sinna honum víða um heim. Ég vinn við það sem ég elska: mannrækt, heilsu og andleg málefni.“ Fjölskylda Eiginmaður Auðar er Hákon Leifsson, f. 7.5. 1958, tónlistar- maður. Foreldrar hans: Inga Huld Hákonardóttir, f. 15.3. 1936, d. 27.5. 2014, sagnfræðingur og lista- kona, og Leifur Þórarinsson, f. 13.8. 1934, d. 24.4. 1998, tónskáld. Börn Auðar eru 1) Hlynur Helgi Hallgrímsson, f. 12.9. 1987, fjöl- listamaður í Reykjavík; Inga Huld Hákonardóttir, f. 15.12. 1990, dansari í Brüssel, og Ólafur Bjarni Hákonarson, f. 26.4. 2000, nemi í Garðabæ. Systkini Auðar: Laufey Bjarna- dóttir, f. 13.2. 1955, kennari í Reykjavík, gift Torfa Magnússyni lækni og eru synir þeirra Magnús Þór Torfason, háskólakennari og verkfræðingur, Bjarni Kristinn Torfason fjármálahagfræðingur, og Ólafur Páll Torfason fram- kvæmdastjóri; Birna Kristín Bjarnadóttir, f. 4.8. 1956, d. 25.2. 1981, nemi í Reykjavík en dóttir hennar er Tinna Laufey Ásgeirs- dóttir, prófessor í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands; Ragnhildur Bjarnadóttir, f. 24.11 1961, búsett í Mosfellsbæ, og Bjarni Þór Bjarnason, f. 25.9. 1965, búsettur í Reykjavík.. Foreldrar Auðar voru Bjarni Kristinn Bjarnason, f. 31.8. 1926, d. 22.11. 1998, hæstaréttardómari í Reykjavík, og k.h., Ólöf Pálsdóttir, f. 30.4. 1930, fv. skrifstofustjóri og húsfreyja í Reykjavík. Auður Bjarnadóttir Jón Árnason b. í Alviðru Margrét Sigurðardóttir húsfr. í Alviðru í Ölfusi Bjarni Jónsson b. í Öndverðarnesi Bjarni K. Bjarnason hæstaréttadómari í Rvík Kristín Halldórsdóttir húsfr. í Öndverðarnesi í Grímsnesi Halldór Stígsson b. í Öndverðarnesi Þórunn Ísleifsdóttir húsfr. í Öndverðarnesi Edda Guðmundsdóttir húsfr. í Garðabæ Hlíf Böðvarsdóttir húsfr. frá LaugarvatniHlíf Steingrímsdóttir læknir og framkv.stj. lyflæknissviðs LSH Guðmundur Steingrímsson tónlistarm. og fyrrv. alþm. Eiður Smári Guðjohnsen fyrrv. landsliðsmaður og atvinnum. í knattspyrnu Ólöf Stefánsdóttir húsfr. í Rvík Ólöf Ragnheiður Einarsdóttir leiðsögum. í Rvík. Ragnheiður Böðvarsdóttir símstöðvarstj. og organisti á Minni-Borg í Grímsnesi Ingólfur Þórarins- son (Ingó veðurguð) tónlistar- maður Ingunn Páls- dóttir bankam. á Sel- fossi Anna Guðmunds- dóttir bankam. á Selfossi Arnheiður Böðvarsdóttir húsfr. á Efri-Brú í Grímsnesi Böðvar Magnús Guðmundsson b. og búfr. á Efri-Brú Jón Helgi Guðmundsson fv. forstj. BYKO Bjarnheiður Kristín Guðmundsdóttir örverufræðingur Anna Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Diðrik Stefánsson b. í Vatnsholti Ólöf Eyjólfsdóttir húsfr. í Vatnsholti í Grímsnesi Páll Diðriksson b. og oddviti á Búrfelli Laufey Böðvarsdóttir húsfr. á Búrfelli í Grímsnesi Ragnheiður Jónsdóttir rithöfundur Guðrún Magnúsdóttir húsfr. á Stokkseyri Böðvar Magnússon hreppstj. á Laugarvatni Eyjólfur Brynjólfsson verkam. í Rvík Víglundur Þorsteinsson fyrrv. forstj. BM Vallár Brynjólfur Eyjólfsson b. í Miðhúsum í Biskupstungum Ásdís Eyjólfsdóttir skattafulltr. í Rvík Þorsteinn Víglundsson alþm. og fv. ráðherra Ingunn Eyjólfsdóttir húsfr. á Laugarvatni Úr frændgarði Auðar Bjarnadóttur Ólöf Pálsdóttir læknaritari í Rvík Auður í sólbaði Heillandi sönnun þess að jógaæfingar og hugleiðsla bæta heilsuna og halda fólki ungu. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 Aukin lífsgæði án verkja og eym Nutrilenk vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. „Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvarþjálfun, tabata ofl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar. Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði ég á að taka 6 töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir nú horfnir. Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum. Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus.“ Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhúsarkitekt NUTRILENK ACTIVE sla Björn fæddist í Sauðanesi14.11. 1823, sonur HalldórsBjörnssonar, prests þar, og f.k.h., Sigríðar Vigfúsdóttur hús- freyju. Kona Björns var Sigríður Einars- dóttir, bónda í Saltvík á Tjörnesi, Jónassonar. Synir Björns og Sigríðar sem upp komust voru Þórhallur, biskup í Laufási í Reykjavík, faðir Tryggva forsætisráðherra og Dóru forseta- frúar, og Vilhjálmur, bóndi, smiður og jarðræktarmaður á Rauðará við Reykjavík sem stóð þar sem nú eru höfuðstöðvar frímúrara, faðir Hall- dórs, skólastjóra á Hvanneyri, afa Sveins Runólfssonar landgræðslu- stjóra, og faðir Laufeyjar, móður Finnboga Guðmundssonar lands- bókavarðar. Auk þess áttu Björn og Sigríður, Laufeyju, sem lést 24 ára. Björn lauk stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla 1844 og guðfræði- prófi frá Prestaskólanum 1850. Hann var kennari að Laufási í Eyjafirði, varð aðstoðarprestur séra Gunnars Gunnarssonar þar 1852, fékk presta- kallið 1853 og var prófastur þar 1863-82. Hann var meðal Þjóðfund- armanna í Reykjavík 1851. Burstabærinn sem enn stendur í Laufási var einmitt reistur í tíð sr. Björns á árunum 1866-70. Elstu hlut- ar hans eru þó frá því um 1840. Björn var afar vel látinn prestur en í Íslenskum æviskrám er hann sagður vel gefinn, orðlagður kenni- maður og skáld gott. Auk þess var hann hinn besti búmaður, vefari og- smiður. Björn var eitt af kunnustu sálmas- kálum landsins á sinni tíð og orti fjölda sálma í sálmabókina 1886. Hann þýddi m.a. sálminn Á hendur fel þú honum og orti jólasálminn sem allir þekkja, Sjá himins opnast hlið. En hann orti einnig fjörug og stór- skemmtileg veraldleg kvæði og tæki- færisvísur um heimilisfólkið í Lauf- ási og ýmislegt sem að höndum bar. Slíkur skáldskapur hans birtist m.a. í ljóðasafninu Snót og í Sunnanfara. Björn lést 19.12. 1882. Merkir Íslendingar Björn Halldórsson 100 ára Elísabet Þorkelsdóttir 85 ára Guðrún Sveinsdóttir Kristjana Lilja Eysteinsdóttir 80 ára Helena Ásdís Brynjólfsdóttir Jóhann J. Andersen Rannveig Káradóttir Þórður Marteinn Adólfsson Þuríður Bjarnadóttir 75 ára Karin Höjgaard Thomsen Snorri Jónsson Þormóður Jón Einarsson 70 ára Auður Hjaltadóttir Gísli Þórður Geir Magnússon Inga Ásgeirsdóttir Kjartan Guðmundsson Margrét Sveinsdóttir Sigríður Ingimarsdóttir Sigurbjörg Gísladóttir 60 ára Arndís Magnúsdóttir Auður Bjarnadóttir Ágústa Hansdóttir Elín Hrefna Garðarsdóttir Hanna Þórey Níelsdóttir Helgi Borgfjörð Kárason Hulda Svanhildur Björnsdóttir Ioan Abostanoae Kristinn Gunnarsson Soffía Kristín Sigurðardóttir Stefán Guðmundsson 50 ára Andrea Borgþórsdóttir Baldvin Hallgrímsson Beata Teresa Tarasiuk Guðmundur Erlingsson Guðmundur Þór Reynaldsson Guðrún Gunnarsdóttir Helga Guðjónsdóttir Hjördís Arnardóttir Kristín Gunnþórsdóttir Olga Hafsteinsdóttir Robert Senski Sigurður Arnljótsson Ægir Karl Ægisson 40 ára Alda Eir Helgadóttir Eik Elfarsdóttir Jocelyn Oberes Labandero Jóna Sigurðardóttir Katrín Jóna Ólafsdóttir Kristján Bragi Valsson Laufey Birna Þórðardóttir Marcin Buzun Pavels Anisimovs Rögnvaldur Helgi Guðmundsson Sebastian Jakub Zak Sigríður Dóra Karlsdóttir Valgeir Sigurðsson Wouter Winderix 30 ára Giedre Ciaplinskiene Gilles Kraft Grétar Jónsson Harpa Dögg Þorsteinsdóttir Helga Jóna Guðmundsd. Michelsen Ívar Eyjólfsson Jóhann Karl Reynisson Lukasz Baran Tryggvi Þór Jóhannsson Æsa Saga Otrsdóttir Árdal Til hamingju með daginn 30 ára Jóhann ólst upp í Hafnarfirði og í Dan- mörku, býr í Hafnarfirði, lauk MSc-prófi í fjár- málum frá CBS í Kaup- mannahöfn, leikur hand- bolta með meistarafl. FH og starfar við verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ. Maki: Diljá Barkardóttir, f. 1993, kennari. Foreldrar: Reynir Jó- hannsson, f. 1967, og Lára Björk Magnúsdóttir, f. 1962. Jóhann Karl Reynisson 30 ára Harpa ólst upp á Rauðafelli undir Eyjafjöll- um, býr í Hafnarfirði, lauk BA-prófi í félagsfr. og er deildarstjóri tómstunda- miðstöðva Setbergsskóla. Maki: Þór Reynir Jó- hannsson, f. 1986, starfar hjá PWC. Dóttir: Ása Margrét Þórs- dóttir, f. 2015. Foreldrar: Margrét Árný Guðlaugsdóttir, f. 1953, og Þorsteinn Jónasson, f. 1951. Harpa Dögg Þorsteinsdóttir 40 ára Laufey ólst upp í Reykjavík og hefur átt þar heima alla tíð, lauk BSc- prófi í viðskiptafræði frá HR og starfar við Seðla- bankann. Dóttir: Katla Dimmey, f. 2001. Foreldrar: Guðbjörg Ing- ólfsdóttir, f. 1957, sér- fræðingur hjá Fiskistofu, búsett í Reykjavík, og Þórður Eyþórsson, f. 1957, vörubifreiðastjóri í Reykjavík. Laufey Birna Þórðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.