Morgunblaðið - 14.11.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018
Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk | S. 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Við útvegum hæfa starfskrafta
í flestar greinar atvinnulífsins
Traust og fagleg starfsmannaveita
sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gerðu breytingar til batnaðar á
vinnustað, heimili og í hverfinu, og þú munt
njóta vinsælda fyrir það. Ný sjónarhorn varpa
oft fersku ljósi á gamalkunnar aðstæður.
20. apríl - 20. maí
Naut Hlutirnir ganga oft betur og hraðar fyrir
sig ef þú reynir að verja þig fyrir umhverfinu.
Ef einhver réttir þér verk á silfurfati skaltu
njóta þess til hins ýtrasta.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það kann ekki góðri lukku að stýra
að útiloka suma vinnufélagana en hampa
öðrum meira en góðu hófi gegnir. Gættu þess
að vera ekki of smámunasamur.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Vertu á verði gagnvart viðsjálu fólki
og taktu ekki þátt í neinum skrípaleikjum að-
eins til að þóknast því. Nú er komið að þér að
leggja í púkk mannlegrar þekkingar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er hætt við erfiðleikum í nánustu
samböndum þínum á næstunni. Taktu þig nú
til og skoðaðu í hvaða ástandi þú ert andlega
sem líkamlega.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þig langar til að kaupa þér einhvern
munað í dag eða láta fé af hendi rakna til ein-
hvers sem biður þig um aðstoð. Gefðu þér
tíma til þess.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þetta er hinn fínasti dagur til að reikna
út hversu mikið þú hefur handanna á milli og
leggja drög að framtíðarplönum. Notaðu tím-
ann til að vinna að takmörkum þínum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sýndu skilning þegar náinn vinur
færist undan að svara spurningum þínum.
Gefðu þér tíma til að hlusta á þinn innri mann
og komast að því hvað bjátar á.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér finnst allir vera í andstöðu við
þig en láttu það ekki brjóta þig niður. Sýndu
því skoðunum annarra þá virðingu sem þú
vilt að menn sýni þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert ekki giftur eigin skoðana-
heimi og hefðir gott af því að kíkja inn í skoð-
anaheim einhvers annars. Láttu það ekki
draga úr þér kjarkinn þótt einhverjir efist.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er að mörgu að hyggja þegar
samningar eru gerðir. Tímamörk þrýsta á þig,
þú þarft að leggja nokkuð á þig til þess að
mæta þeim, en getur það alveg.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt þú vitir að allir hafi sína leið að
rata í lífinu hefurðu samt mikla samúð með
þeim sem fara villir vegar. Gerðu þér far um
að vera sannur og tillitssamur.
Helgi R. Einarsson er kominnheim eftir ævintýralega ferð
og heilsar með þessum orðum: „Það
er sama hvert maður fer, alltaf er
gott að komast í heiðardalinn aftur.
Hér færðu þrjár limrur í hausinn,
allar úr sveitinni:
Raunir
Eitt sinn var gömul geit
sem gleymdi að fara á beit.
Hafurinn grét,
Glæsir ’ann hét.
Þetta gerðist víst uppi í sveit
og eitt sinn var kollótt kind
sem kvaðst vilja vera hyrnd.
Lagðist hún því
þunglyndi í
og það var nú mikil synd.
Nóg er komið af raunum, fengi-
tíðin nálgast og sumir því eftir-
væntingarfullir.
Sæla
Hrúturinn gamli hló
(hann fær víst aldrei nóg)
því á fengitíð einn
og annar ei neinn
fékk að afgreiða heila kró.
Síra Gunnar Pálsson orti um
Goðafoss:
Goðafoss grjóti ryður,
glymjandi klettar rymja,
þröng hefur þar hinn strangi
þungfær á bjarga klungri,
þúsund naut þó að geysi,
þar með öll hamratröllin,
yfir þó eins hans gnæfir
öskur, svo mönnum blöskrar.
Vísa um Halldór boms, lestamann
á Hólum í tíð Steins biskups (1711-
1739):
Hörku sterkur Halldór boms
Hóla lestamaður –
einatt segir í ’onum hvoms,
þá er hann snoppungaður.
Geir biskup Vídalín skrifaði í
bréfi til Páls Hjálmarssonar, fyrr
skólameistara á Hólum, 3. apríl
1807:
Vinir fækka, heilsan hnignar,
hrannar þrýtur yl,
skuldir stækka, skapið dignar,
skammt að dánarhyl.
Steindór Finnsson í Krossanesi í
Eyrarsveit orti:
Ellin dregur ört í burt
álit, mælsku, sinni,
hugann, krafta, heyrn og kurt,
hljóðin, sjón og minni.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hafurinn Glæsir
og gamli hrúturinn
„ÉG SKIL ÞAÐ - ÉG BARA MISSKIL ÞAÐ
ALLTAF.” „Á ÉG AÐ BAKKA?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að trufla hann ekki
við lesturinn.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ER
GÁFAÐUR
HLJÓMAÐI ÞETTA
SANNFÆRANDI?
ÞÚ ERT Í
KRUMMAFÓT
HVER LUMAR Á
HROLLVEKJANDI
KVÖLDSÖGU?
EINA DIMMA ÓVEÐURSNÓTT KOM EIGINMAÐUR
KÆRUSTUNNAR MINNAR SNEMMA HEIM …
ÉG!
STOPP!
ÞETTA ER OF
HROLLVEKJANDI
Víkverji lítur ekki á innkaup semtómstundagaman. En þau eru
nauðsynlegur þáttur í hinu daglega
lífi og óumflýjanleg. Þess vegna fer
Víkverji yfirleitt í sömu búðina. Þá
veit hann hvar hlutina er að finna og
getur raðað hratt og skipulega í körf-
una og drifið sig á kassann.
x x x
Um þessar mundir er verið að gerabreytingar í verslun, sem Vík-
verji hefur skipt við um árabil. Engin
sýnileg ástæða er að baki þessum
breytingum. Vörur eru áfram í hill-
um, kælivörur í kælum og frystar
vörur í frystum. Sumt er áfram á sín-
um stað, en margt er það ekki.
x x x
Þetta veldur Víkverja miklum ama.Í stað þess að geta stikað mark-
visst um búðina er Víkverji nú eins
og þvottabjörn með hundaæði eða
villtur túristi, hringsólar um í leit að
brauðhleif eða ólífukrukku og finnur
ekki neitt. Það sem áður tók tíu mín-
útur eða kortér slagar nú hátt í hálf-
tíma.
x x x
Víkverji er ekki einn um að vera íhremmingum í þessari ágætu
verslun. Um daginn rakst hann í búð-
inni á kunningja, sem var jafn ráð-
villtur, og hann var ekki kátur. Kort-
éri síðar mættust þeir aftur í
bökunarvörudeildinni og þá var hann
reyndar sigri hrósandi. Hann hafði
fundið pítsudeigið og sá fram að geta
lokið verslunarferðinni fyrir lokun.
x x x
Víkverji áttar sig ekki á hvað veld-ur breytingum af þessum toga.
Ef til vill er einhver ávinningur. Til
dæmis mætti hugsa sér að þurfi
viðskiptavinir að hringsóla um versl-
unina í leit að hlutum sé líklegra að
fleira slæðist í innkaupakörfuna en
stendur á innkaupalistanum.
x x x
Víkverji veit líka að hann munbrátt læra á nýtt fyrirkomulag
og þá verður þetta ergelsi gleymt.
Þangað til næst verður hafist handa
við að snúa öllu á hvolf í búðinni
þannig að hann þurfi að læra á hana
upp á nýtt. vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég skil ekki hvað ég aðhefst. Það sem
ég vil geri ég ekki, hitt sem ég hata,
það geri ég.
(Rómverjabréfið 7.15)