Morgunblaðið - 14.11.2018, Side 30

Morgunblaðið - 14.11.2018, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2018 Ford F-350 Platinum BREYTTUR 37” Litur: Platinum hvítur, svartur að innan. 6,7L Diesel , 450 Hö, 925 ft of torque. Með Ultimate pakka, sóllúgu, power running boards, hita,kæling og nudd í sætum, heithúðaðan pall, dráttarpakki í palli, fjarstart og margt fleira. Breyttur með Carli suspention 2,0 lift kit, Fox demparar og 37 dekk. Stórglæsilegur! ATH á myndum vantar kanta. VERÐ 12.490.000 m.vsk 2018 GMC Denali 3500 Litur: Onyx black, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, sóllúga, BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti, heithúðaður pallur og kúla í palli (5th wheel pakki) og fleira. VERÐ 10.890.000 m.vsk 2018 Nissan Titan XD PRO4X Litur: Dökkgrár, svartur að innan. Með nýrri 5,0L V8 Cummins Diesel (310 hö) og Aisin sjálfskipting. VERÐ 12.840.000 m.vsk 2018 Ford F-350 King Ranch Litur: Ruby red, java að innan. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque Með upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í belti í aftursæti. Öll standsetning er innifalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. VERÐ 10.990.000 m.vsk Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Við erum að reyna að rugla og ringla fólk, ekki endilega gefa upp einhverjar svart-hvítar myndir eða svör á reiðum höndum heldur sýna fram á fáránleika hlutanna og sam- hengisleysi,“ segir Gréta Kristín Ómarsdóttir, leik- stjóri sýningar- innar Insomnia (ísl. Svefnleysi) eftir Amalie Ole- sen og leikhópinn Stertabendu sem frumsýnd verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 19.30. Gréta Kristín bætir við að sýn- ingin miði að því að skoða samtímann og samhengi hlutanna í gamansömu máli með dýpri og drungalegri und- irtónum. Meginforsenda verksins er að heimurinn hafi glatast með ein- hverjum hætti og eini vitnisburð- urinn sem sex einstaklingar sem lifa harmleikinn af hafa um vestræna menningu er svartur kassi með dvd- diskum með tíu þáttaröðum Friends-þáttanna. „Hvaða sam- félagsreglur og gildi eru þar? Hvern- ig samfélag væri hægt að endur- byggja ef þessi samfélagslegu lögmál [þáttanna] væru allsráðandi? Við rannsökum þetta fyrirbæri frá sjón- arhóli okkar kynslóðar, sem er þessi pólitískt réttþenkjandi kynslóð.“ Hinir sex sem lifa af keppa um hlutskipti sitt í þessu litla samfélagi og þá hvaða hlutverki úr þáttunum þau gegna innan hópsins, en þætt- irnir um vinina Ross, Rachel, Joey, Monicu, Chandler og Pheobe nutu gríðarlegra vinsælda árin 1994-2004. Mótuðu kynslóð „Þetta er hugmynd sem ég hef gengið með í þrjú eða fjögur ár og kemur til mín sem einhver vitnis- burður um tíðaranda. Þarna er eitt- hvert fyrirbæri sem heilu kynslóð- irnar hafa aðgang að og ég fékk það á heilann að þarna væri eitthvert samhengi, sem sagt hvað gerist í þessu innræti á tíu árum sem þessir þættir eru í loftinu. Þetta eru mín mestu mótunarár og ég fór að skoða mína kynslóð í sambandi við kæru- leysi og sinnuleysi, ekki síst þessa hugmynd að það sé réttur okkar að vera sinnulaus. Sem sagt þessi mikla einstaklingshyggja, hvernig við er- um hætt að hugsa sem borgarar og kjósendur og hugsum meira sem bara neytendur,“ útskýrir Gréta Kristín. Þegar hún hóf skoðun viðfangsefn- isins segist hún hafa kynnst leik- skáldinu Amalie Olesen, sem er á svipuðum aldri, og fóru þær að skoða Friends-þættina sem vitnisburð ákveðins tíðaranda í samhengi við stöðuna í dag. Þá segir Gréta Kristín fólk aldrei hafa haft meiri aðgang að upplýsingum og þessi kynslóð sé oft fyrst til þess að hlaupa upp til handa og fóta til að gagnrýna and- femínisma, kynþáttafordóma og aðra slíka þætti. „Um leið erum við svolítið sljó og varnarlaus gagnvart öllu sem er í gangi í kringum okkur í pólitíkinni og alls staðar. Maður getur ekki brugðist við vegna þess að það er bú- ið að deyfa okkur og allan samtaka- mátt. Þetta eru ákveðnar þversagnir sem við fáum áhuga á og þá hvaða heimsmynd kristallast í þessum þátt- um.“ Kvíðavaldandi að vera upplýst Að sögn Grétu Kristínar höfðu þættirnir gríðarleg áhrif á heila kyn- slóð, jafnvel svo mikil að hún lýsir þeim sem eins konar uppeldisaðila og goðsögum sinnar kynslóðar. „Við tökum persónur þáttanna alvarlega og köfum djúpt í þær. Skoðum ein- kenni þeirra og reynum að komast að því hvort þar sé að finna einhvern sannleika um manneskjuna.“ Þessi skoðun er, að sögn leikstjór- ans, síðan sett í samhengi við spurn- inguna hvað það sé sem geri fólk góðar manneskjur og góða sam- félagsþegna. „Það er rosalega gott að vera upplýstur, meðvitaður og gagnrýninn, en það er líka kvíðavald- andi. Það heldur fyrir okkur vöku og lamar okkur vegna þess að það er ekki hægt að berjast á öllum víg- stöðvum í einu. Er þá hinn kosturinn að deyfa sig og sefa, gleyma öllu? Til dæmis með því að horfa á eitthvert svona léttmeti eins og Friends,“ spyr Gréta Kristín. Hún tekur þó fram að tilgangur verksins sé að spyrja spurninganna en ekki endilega veita nein svör. „Við erum að leika okkur með það að áhorfendur sjálfir fái að taka af- stöðu.“ Leikstjórinn segir ekki sérstakan tilgang að dæma þættina sem slíka og telur hún algengt að það sé gert meðal nýrrar kynslóðar sem nú get- ur nálgast þættina á Netflix. „Nú er ný kynslóð af ungu fólki sem tekur þáttunum svolítið illa og gagnrýnir þar hommafóbíu, fitufordóma, kven- fyrirlitningu og alls konar. Við erum að skoða þetta sem barn síns tíma, en líka hvað það er sem hefur síast inn í undirmeðvitund okkar.“ Húmorinn í fyrsta sæti Spurð um alvöru viðfangsefnisins játar Gréta Kristín því að það séu djúpar hugsanir að baki verkinu en þrátt fyrir beitta samfélagsrýni sé umfjöllunin á léttum nótum. „Húm- orinn er í fyrsta sæti hjá okkur og það er mikilvægur þáttur í sjón- varpsþáttunum sem við höfum skoð- að sérstaklega. Ekki síst uppbygging brandarans sjálfs og fáránleikinn gera þetta sprenghlægilegt,“ full- yrðir leikstjórinn sem segir sýn- inguna líklega til þess að þykja rugl- andi, en skemmtileg. Þá segir hún mikið verið að vísa í sígild atvik úr sjónvarpsþáttunum sem margir aðdáendur eru líklegir til þess að þekkja. „Það er mikil almenn þekking á Friends. Margir hafa horft á þessa þætti allt frá því að þeir voru unglingar og horfa aftur og aftur. Við gerum líka mikið grín að þessum persónum og höfum haft rosalega gaman af því að setja þetta saman. Svo eru til alls konar persónu- leikapróf um hvaða persóna í þátt- unum þú sért. Við tökum líka á þess- ari sjálfhverfuíhugun; hvernig sjálfsmynd verður til og hvaða per- sónu þú tengir mest við. Einnig skoð- um við formúlu vel heppnaðs skemmtiþáttar af þessum toga. Þetta eru strangar reglur og ákveðin blanda af persónum og einkennum þeirra sem þarf að koma saman. Brandara verður að byggja upp með ákveðnum hætti til þess að passa í hina fullkomnu uppskrift að hinu fullkomna afþreyingarefni. Þessu er síðan blandað saman við harmleiks- formúluna,“ segir Gréta Kristín. Hún bætir við að það sé mikið um tónlist í verkinu sem áhorfendur séu líklegir til þess að þekkja til en eigi hugsanlega erfitt með að staðsetja. Þess má að lokum geta að Insomnia er hluti af alþjóðlegu sviðs- listahátíðinni í Reykjavík, Every- body’s Spectacular. „Vitnisburður um tíðaranda“ Ljósmynd/Owen Fiene Ragnarök Sex einstaklingar lifa af ragnarök og byggja nýjan heim á grundvelli Friends-þáttanna.  Í verkinu Insomnia eru Friends-þættirnir skoðaðir sem undirstaða samfélagslegra gilda  Vilja rugla og ringla Gréta Kristín Ómarsdóttir Sviðslistahátíðin Everybody’s Spectacular 2018, sem LÓKAL og Reykjavík Dance Festival standa að, hefst í dag og stendur til sunnudags. Hátíðin er hugsuð sem vettvangur fyrir þá sem vilja kynna sér nýjustu strauma og stefnur í sviðslistum, en boðið verður upp á frumsýningar á ís- lenskum verkum í bland við ný verk alþjóðlegra listamanna. Hér til hliðar má sjá viðtöl vegna sýn- inganna Insomnia og Moving Mountains in Three Essays sem báðar eru sýndar í Þjóðleikhúsinu og á morgun er væntanlegt viðtal vegna Dísablóts sem Íslenski dans- flokkurinn sýnir í Borgarleikhús- inu. Hluti af alþjóðlegri dagskrá há- tíðarinnar fer fram í Tjarnarbíói. Á fimmtudag kl. 19 sýnir sviðslistahópurinn Superamas Chekhov: Fast & Furious sem er afrakstur af vinnu með íslenskum ungmennum þar sem Vanja frændi eftir Tsjékhov var til skoðunar. Föstudaginn 16. nóvember kl. 20.30 fer Samira Elagoz með áhorfendur í „rannsóknarleið- angur um kynferðisofbeldi, karla- störu, hið kvenlega vald, stefnumó- tasíður, femínisma og allt þar á milli“ í sýningunni Cock, Cock … Who’s There? Samkvæmt upplýs- ingum skipuleggjenda er sýningin ekki við hæfi barna undir 16 ára. Laugardaginn 17. nóvember kl. 20.30 sýnir danshöfundurinn Dana Michel verkið Mercurial George. „Verkið er sjálfsrannsókn og menningarlegur fornleifagröftur í senn,“ segir í kynningu frá hátíð- inni. Allar nánari upplýsingar og tæmandi dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefnum spectacular.is. Nýjustu straumar og stefnur í sviðslistum  Everybody’s Spectacular hefst í dag Sóló Danshöfundurinn Dana Michel í verki sínu Mercurial George.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.