Morgunblaðið - 14.11.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.11.2018, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 Bandaríski myndasagnateiknarinn Stan Lee lést í fyrradag, 95 ára að aldri. Lee var einn þekktasti mynda- sagnahöfundur heims enda skapaði hann fjölda þekktra ofurhetja þegar hann starfaði fyrir myndasagna- útgáfuna Marvel og má af þeim nefna Kóngulóarmanninn, Járnmanninn, beljakann Hulk og Svarta pardusinn. Þótt Lee hafi sest í helgan stein fyrir allmörgum árum sinnti hann aðdá- endum sínum ævina á enda og var fastagestur í hverri einustu kvik- mynd sem gerð var upp úr sagna- heimi Marvel, brá þar örstutt fyrir í ýmsum skondnum hlutverkum. Fjöldi kvikmyndastjarna og frægra einstaklinga hefur minnst Lee frá því tilkynnt var um andlát hans og má af þeim nefna leikara sem hafa brugðið sér í hlutverk sköp- unarverka Lees, þeirra á meðal Ro- bert Downey jr., Chris Evans og Ryan Reynolds. Lee, réttu nafni Stanley Martin Lieber, hóf feril sinn í myndasagna- gerð árið 1939 og skapaði einn eða í samstarfi við aðra fjölda ofurhetja. Áður hafði hann gegnt starfi teiknara fyrir bandaríska herinn, teiknaði skýringarmyndir í bækur fyrir her- menn. Hann gegndi lykilhlutverki í því að gera Marvel að þeim mynda- sagnarisa sem fyrirtækið varð upp úr sjöunda áratugnum og átti þar í sam- starfi við listamenn á borð við Jack Kirby og Steve Ditko. Lee samdi, teiknaði og ritstýrði fyrir útgáfuna og ungmenni víða um heim sökktu sér í ofurhetjuheim Marvel. Marvel varð fljótlega helsta myndasagnaútgáfa heims og síðar bættust við aðrir miðl- ar, m.a. netið og kvikmyndir. Árið 2009 keypti Walt Disney fyrirtækið Marvel Entertainment fyrir fjóra milljarða dollara og eru nú margar af tekjuhæstu kvikmyndum sögunnar Marvel-myndir. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Lees segir að hann hafi verið goðsögn í sínu fagi og aðdáendur hans hafi dýrkað hann og hversu gaman hon- um þótti að hitta þá. Lee hafi þótt vænt um aðdáendur sína og sýnt þeim sömu virðingu og þeir sýndu honum. helgisnaer@mbl.is Fyndinn Stan Lee í hlutverki sendils í Captain America: Civil War. Stan Lee látinn AFP Hress Lee á frumsýningu Doctor Strange í Hollywood árið 2016. Myndlistarmað- urinn Georg Óskar opnaði á laugardaginn sýninguna Í stof- unni heima í Kompunni í Al- þýðuhúsinu á Siglufirði. Í tilkynningu segir að verkin á sýningunni séu unnin sérstaklega fyrir Kompuna og Georg leiki sér með bakgrunnslit fyrir málverkin þannig að í raun megi tala um inn- setningu í rými. Sýningin stendur yfir til 25. nóv. og er opin daglega frá kl. 14 til 17. Georg Óskar sýnir í Kompunni Georg Óskar Óperan Marnie eftir bandaríska tónskáldið og Ís- landsvininn Nico Muhly verður sýnd í beinni út- sendingu frá Metropolitan- óperunni í Sam- bíóinu í Kringl- unni í dag kl. 18. Bandaríska söngkonan Isabel Leonard syngur titilhlutverkið og Dísella Lárus- dóttir hlutverk Skugga nr. 2. Rob- ert Spano stjórnar hljómsveitinni. Óperan er byggð á skáldsögunni Marnie eftir Winston Graham. Marnie sýnd í beinni útsendingu Dísella Lárusdóttir Sigrún Alba Sigurðardóttir verður gestur Listfræðafélags Íslands í dag þegar hún flytur hádegisfyr- irlestur félagsins í Safnahúsinu við Hverfisgötu kl. 12. Sigún er sýn- ingarstjóri sýningarinnar Lífs- blómið. Fullveldi Íslands í 100 ár sem var opnuð í Listasafni Íslands nú í sumar. Sigrún mun í fyr- irlestri sínum fjalla sérstaklega um þátt myndlistarinnar í sýning- unni og að fyrirlestri loknum verð- ur opnað fyrir almennar umræður. Sýningin fjallar um fullveldi Ís- lands og mun Sigrún beina sjónum að hugmyndaheimi sýningarinnar og ekki síst þætti myndlistarinnar á sýningunni en fjöldi listamanna á verk á sýning- unni og má af þeim nefna Ólöfu Nordal, Ragnar Kjart- ansson, Ólaf Elí- asson, Lindu Vil- hjálmsdóttur, Birgi Andrésson, Kristínu Jóns- dóttur, Jóhannes Kjarval, Rúrí, Pétur Thomsen og Libiu Castro og Ólaf Ólafsson. Sigrún er lektor og starfandi deildarforseti hönnunar- og arki- tektúrdeildar Listaháskóla Ís- lands. Sigrún Alba fjallar um Lífsblómið Sigrún Alba Sigurðardóttir The Guilty Morgunblaðið bbbbn Metacritic 82/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 20.00 Squadron 303 IMDb 5,4/10 Bíó Paradís 22.00 Cold War Metacritic 90/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 20.00, 22.00 Mæri Metacritic 78/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 18.00 Blindspotting Metacritic 76/100 IMDb 7,6/10 Bíó Paradís 22.00 Kona fer í stríð Morgunblaðið bbbbb Metacritic 81/100 IMDb 7,6/10 Bíó Paradís 18.00 Overlord 16 Metacritic 52/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 20.00 Sambíóin Álfabakka 17.10, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 22.15 Sambíóin Akureyri 19.30, 22.20 Sambíóin Keflavík 22.00 The Girl in the Spider’s Web 16 Metacritic 48/100 IMDb 5,7/10 Laugarásbíó 22.30 Sambíóin Kringlunni 19.20, 21.50 Sambíóin Keflavík 19.30 Smárabíó 17.30, 19.40, 22.00, 22.20 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 22.00 Hunter Killer 12 Metacritic 39/100 IMDb 6,6/10 Sambíóin Álfabakka 19.30 Sambíóin Egilshöll 22.40 Johnny English Strikes Again Metacritic 36/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 20.00 Smárabíó 15.20 Marnie Sambíóin Kringlunni 18.00 Undir halastjörnu 16 Morgunblaðið bbbmn IMDb 6,8/10 Háskólabíó 20.50 Lof mér að falla 14 Þegar Magnea 15 ára kynnist Stellu 18 ára breytist allt. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur al- varlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,8/10 Háskólabíó 17.50, 20.30 Bad Times at the El Royale 16 Metacritic 60/100 IMDb 7,5/10 Smárabíó 22.30 Venom 16 Eddie er sífellt að reyna að ná sér niðri á snillingnum Carlton Drake. Árátta Eddie gagnvart Carlton hefur haft vægast sagt slæm áhrif á starfsferil hans og einkalífið. Morgunblaðið bbnnn Metacritic 35/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 17.20, 22.50 The Grinch Laugarásbíó 17.50, 18.00 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.50 Smárabíó 15.10, 17.20 Háskólabíó 17.50 Borgarbíó Akureyri 17.30 The Nutcracker and the Four Realms Sambíóin Álfabakka 17.50 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 17.00 Sambíóin Akureyri 17.20 Háskólabíó 18.10 Smáfótur Snjómaðurinn Migo segir sögur af kynnum sínum af áður óþekktri goðsagna- kenndri dýrategund, mann- inum Percy. Metacritic 60/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Akureyri 17.20 Grami göldrótti Trausti er ungur drengur sem er óvart sendur yfir til annars heims þar sem hann verður að eiga við illgjarnan galdrakarl, Grami að nafni. IMDb 5,5/10 Smárabíó 15.00 Sagan um Freddie Mercury og árin fram að Live Aid tónleikunum árið 1985. Laugarásbíó 17.00, 19.50, 22.10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 19.00, 20.40, 21.45 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.00 Sambíóin Keflavík 22.20 Smárabíó 15.50, 16.40, 19.00, 19.30, 22.30 Háskólabíó 18.00, 20.40 Borgarbíó Akureyri 17.30, 19.30, 21.50 Bohemian Rhapsody 12 A Star Is Born 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.40, 22.00 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30, 21.20 Sambíóin Akureyri 19.30, 21.50 Sambíóin Keflavík 19.30 Halloween 16 Laura Strode og Michael Myers hittast enn og aftur, fjórum áratugum eftir að hún slapp naumlega frá honum fyrst. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 68/100 IMDb 7,5/10 Laugarásbíó 22.00 Sambíóin Álfabakka 22.20 Smárabíó 20.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.