Morgunblaðið - 14.11.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 14.11.2018, Qupperneq 36
TÍMINN VINNUR MEÐ FLUGKORTINU Hjá blómlegum fyrirtækjum eru starfsmenn gjarnan á ferð og flugi. Með sérstökum afsláttar- kjörum á flugi eykur Flugkortið hagkvæmni í rekstri og tryggir lægri ferðakostnað starfsmanna. Skerðu niður ferðakostnaðinn innanlands Tryggðu fyrirtækinu þínu Flugkortið á airicelandconnect.is Barbörukórinn syngur Requiem, sálumessu, eftir spænska tón- skáldið og prestinn Tomás Luis de Victoria á tónleikum í Kristskirkju í kvöld kl. 20. Verkið er í tilkynningu frá kórnum sagt rómað fyrir dáleið- andi fegurð og einstaklega djúpa túlkun á texta sálumessunnar. Það var samið fyrir útför spænsku keis- araynjunnar Maríu sem lést 1603. Barbörukórinn syngur sálumessu Victoria MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 318. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Ég er ekki tilbúin að gefast upp og hætta út af einhverju svona. Ég vil hætta á toppnum,“ segir tvöfaldi ólympíufarinn Eygló Ósk Gúst- afsdóttir. Þessi 23 ára gamla sund- kona hefur glímt við bakmeiðsli í hálft annað ár og sleppir heims- meistaramóti í desember, rétt eins og HM í fyrrasumar, af þeim sökum. Ástandið er þó að batna. »3 „Ég er ekki tilbúin að gefast upp“ ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta hjá Augsburg eða í Þýskalandi. Þýska deildin er frábær og ég er mjög ánægður að vera þar. Ég er ekkert að hugsa út í þessi mál en við sjáum til þegar nær dregur opn- un félagaskiptaglugg- ans,“ segir Alfreð Finnbogason, sem er hvergi banginn fyrir landsleikinn við Belgíu á morgun. Landsliðs- framherjinn hefur ver- ið sjóðheitur í haust og gæti orðið eft- irsóttur í janúar þeg- ar opnað verður fyrir félagaskipti í fótbolt- anum. »1 Mjög ánægður hjá Augsburg en sér til Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Það er óhætt að segja að stemningin hafi verið góð í Ár- bæjarskóla í gær en kvöldið áður stóð skólinn uppi sem sigurvegari í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanem- enda í Reykjavík. Allir grunnskólar með unglingadeild geta sent frá sér eitt atriði í keppnina. Alls tóku 26 skólar þátt í undankeppninni í ár og kepptu átta skólar til úr- slita á lokakvöldinu. Er þetta annað árið í röð sem Árbæjarskóli vinnur keppnina en þar áður sigraði skólinn síðast árið 1991. Skólastjórnendur minntust þess, þegar blaðamaður kom við í gær, að annað sætið sem skólinn hafnaði í árið 2016 hefði verið eins og sigur á sínum tíma. Nú eru hins vegar nemendur á unglingastigi skólans sem þekkja ekkert annað en verðlaunasæti í þessari stærstu hæfileika- keppni grunnskólanna. Atriði Árbæjarskóla í ár hét „Gott, betra, best“ og fjallaði um samvinnu. Bauð skólinn hópnum sem tók þátt í Skrekk upp á pítsu í gær til að fagna árangri nemend- anna eftir margra vikna vinnu. Tvöfaldir sigurvegarar „Magnað,“ var fyrsta orðið sem bæði Signý Lára Bjarnadóttir og Ólafur Rúnar Kaaber sögðu þegar þau voru spurð hvernig tilfinning það væri að vinna Skrekk. „Þetta var bara ótrúlega góð tilfinning,“ bætti Signý Lára við. Rúmur mánuður fór í undirbúning fyrir atriðið en nemendur unnu hugmyndina að atriðinu sjálf og æfðu síðan tvo til þrjá tíma á viku eftir skóla. „Nema svona síðustu vikuna, þá var þetta í leiklistartímum líka,“ segir Signý Lára. Spurð hvort það hafi verið stressandi að standa á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu svöruðu þau bæði neitandi, enda með reynslu frá árinu áður. „Við gerðum það líka í fyrra og þá unnum við líka,“ segir Ólafur. „Við vitum ekki hvernig það er að tapa í Skrekk,“ bætir Sigrún við í góðu gríni og brosir. Morgunblaðið/RAX Hæfileikaríkur hópur Nemendur í unglingadeild Árbæjarskóla fengu pítsu að launum eftir að hafa sigrað í Skrekk. Sigri í Skrekk fagnað  Nemendur á unglingastigi Árbæjarskóla þekkja bara verðlaunasæti í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna Morgunblaðið/RAX Sigurvegarar Signý og Ólafur voru hæstánægð með sigurinn en þau hafa nú unnið Skrekk tvisvar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.