Morgunblaðið - 20.11.2018, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 273. tölublað 106. árgangur
borgarleikhus.is
GJAFAKORTBORGARLEIKHÚSSINS
semlifnar við
Gefðugjöf
VERÐA BETRI
MANNESKJUR
AF BÓKLESTRI
MEÐ AUGA-
STAÐ Á TRYLLI-
TÆKJUM
HARRY POTER
KOM, SÁ
OG SIGRAÐI
BÍLAR 16 SÍÐUR NORÐURLANDAMEISTARI 12GUNNAR HELGASON 30
Að mati Víkings Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra Arnarlax, er
hugsanleg opnun Síberíuflugleiðar
spennandi möguleiki sem myndi
einfalda mjög fraktflutninga fyrir-
tækisins sem er langt komið með að
fá leyfi til þess að flytja inn íslensk-
ar eldisafurðir á Kínamarkað.
Rússnesk stjórnvöld gera ekki leng-
ur kröfu um að íslensk flugfélög
haldi uppi beinu áætlunarflugi til
Rússlands til þess að fá að nota
Síberíuflugleiðina, sem styttir flug-
leiðina frá Íslandi til Kína til muna.
Því ætti að vera raunhæfur mögu-
leiki að flytja bæði farþega og frakt
beint til Kína. Gunnar Már Sigur-
finnsson, framkvæmdastjóri sölu-
og markaðssviðs Icelandair, segir
möguleikann spennandi en fyrir-
tækið hafi ekki tekið neina ákvörð-
un í þessum efnum. Styttri leið og
auknar frakttekjur auka þó líkur á
beinu flugi til Kína. »16
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Kínaflug Leiðin til Kína styttist mjög með
því að fara Síberíuflugleiðina.
Aukinn áhugi á
beinu flugi til Kína
Ný leyfi fyrir
laxeldi í opnum
sjókvíum eru
gefin út og rekst-
ur hafinn með-
fram mestallri
strönd Noregs
nánast í viku
hverri. Þetta
segir Gunnar
Davíðsson, deild-
arstjóri atvinnu-
þróunar hjá Troms-fylki í Norður-
Noregi, í aðsendri grein í Morgun-
blaðinu í dag.
Gunnar segir það algengan mis-
skilning eða missögn í umræðu um
laxeldi á Íslandi að lokað hafi verið
fyrir útgáfu á eldisleyfum fyrir op-
ið sjókvíaeldi í Noregi og það sé
meginástæða þess að Norðmenn
sæki nú til Íslands með eldi í opnum
sjókvíum. Gunnar birtir tölur um
útgefin starfsleyfi í laxeldi í Noregi
en frá 1980 hafa verið gefin út ríf-
lega 1.000 leyfi. »20
Opið sjókvíaeldi
enn leyft í Noregi
Sjókvíaeldi víða
stundað í Noregi.
„Í fyrra vorum við búnir að vera stopp í þrjár vikur á þessum tíma,“ sagði
Vilhjálmur Þ. Matthíasson, framkvæmdastjóri Fagverks, verktaka-
fyrirtækis í fræsun og malbikun. Starfsmenn hans voru í gær að malbika
bílastæði við ný fjölbýlishús við Naustavör í Kópavogi í 9°C hita.
„Þetta er eiginlega betri tíð en var í sumar, þá var bara rigning,“ sagði
Vilhjálmur. Útlit er fyrir þokkalegt malbikunarveður næstu daga.
Morgunblaðið/Hari
Nóvemberhlýindin nýtast vel til malbikunar
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er komið á það stig að það verður að skerða
þjónustuna og það verða gríðarleg vonbrigði ef
það verður virkilega niðurstaðan,“ sagði Pétur
Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrir-
tækja í velferðarþjónustu, um rekstur hjúkrunar-
heimila. Rammasamningur Sjúkratrygginga Ís-
lands fyrir þjónustu hjúkrunarheimila rennur út
um áramótin. Pétur sagði að rekstraraðilum hefði
verið boðið að endurnýja núverandi samning.
„Semsagt á lakari kjörum því kröfurnar frá ríkinu
hafa aukist, til að mynda kröfur vegna persónu-
verndar. Það er ekkert komið til móts við þann
kostnað. Við eigum auðvitað eftir að sjá hvernig
þessi fjárlög líta út en að óbreyttu sjáum við ekki
fram á annað en að setjast niður með Sjúkratrygg-
ingum og ákveða hvaða þjónustu eigi að skerða.“
Vísa ábyrgðinni sitt á hvað
Nýtt 40 íbúða hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi
verður tilbúið um áramót. Ekki liggur fyrir samn-
ingur um rekstrarfyrirkomulag heimilisins. Vel-
ferðarráðuneytið og bæjarfélagið vísa hvort á ann-
að um hvar ábyrgðin liggur. Ásgerður Halldórs-
dóttir bæjarstjóri segir að reksturinn sé á ábyrgð
ríkisins. Hún veit til þess að nokkrir hafi lýst
áhuga á að reka heimilið, t.d. Sóltún, Hrafnista og
Grund.
Kreppir að í rekstrinum
Óvissa um rekstur hjúkrunarheimila á næsta ári og framlög ríkisins til þeirra
Morgunblaðið/Hari
Seltjarnarnes Nýtt hjúkrunarheimili að verða til. MStefnir í að skerða þurfi þjónustuna »6