Morgunblaðið - 20.11.2018, Page 10

Morgunblaðið - 20.11.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018 Svartur   Í ORMSSON OG SAMSUNG-SETRINU 23. Nóv. ...og þú gerir góð kaup á gæðavörum frá gæðamerkjum. Kannaðu okkur á facebook og þú gætir fengið forskot á veisluna. LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 FYRIR HEIMILIN Í LANDINU FACEBOOK.COM / ORMSSON.IS - INSTAGRAM.COM / ORMSSON.IS Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skipulagsyfirvöld í Kópavogi hafa auglýst til- lögu að breyttu deiliskipulagi í Urðarhvarfi 8. Gerir hún ráð fyrir að inndregin þakhæð verði stækkuð til vesturs um 350 fermetra. Tvennt vekur athygli við umsóknina. Annars vegar er húsið ekki fullbyggt og hins vegar er það ein stærsta skrifstofubygging landsins. Hún er um 16.500 fermetrar og að auki með um 9 þúsund fermetra bíla- geymslu. Til samanburðar er Norðurturninn við Smáralind í Kópavogi rúmir 18 þúsund fermetrar. ÞG Verk hóf smíði húss- ins árið 2006 en gerði hlé á framkvæmdum 2008. Íslandsbanki eignaðist húsið í skuldaupp- gjöri 2011 og eignaðist verktakafyrirtækið Þingvangur svo húsið. ÞG Verk keypti bygg- inguna aftur sl. vor og hyggst afhenda fyrstu leigutökum rými þar næsta sumar. Stórnotendur að skoða húsið Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk, segir eftirspurn eftir rými í húsinu eiga þátt í áformum um að stækka efstu hæðina. Þaðan er útsýni yfir Víðidalinn og út á sundin. „Þrír stórnotendur eru að skoða húsið og nokkrir minni aðilar líka. Húsið hefur fengið töluvert mikla athygli og út úr því kom m.a. þessi hugmynd um stækkun sem varð síðan að umsókn um breytingu á deiliskipulaginu,“ segir Þorvaldur sem telur Urðarhvarf 8 meðal fárra nýbygginga undir skrifstofustarfsemi sem komi til afhendingar á höfuðborgar- svæðinu á næstunni. Lítið hafi verið byggt af slíkum húsum á liðnum árum og fá hús séu í uppbyggingu eða á teikniborðinu „Síðustu ár hefur markaðurinn tekið við hús- næði sem til var á markaðnum. Fyrirtæki hafa fært sig um set. Þá hefur gamalt atvinnuhús- næði, á borð við Vodafone-húsið á Suðurlands- braut, verið gert upp fyrir nýja leigjendur. Það er hins vegar fyrst núna sem eftirspurn hefur skapast eftir nýju skrifstofuhúsnæði,“ segir Þorvaldur sem telur gott aðgengi að bílastæð- um við Urðarhvarf 8 eiga þátt í áhuganum. M.a. sé rætt um takmarkaðan fjölda bílastæða við eldra skrifstofuhúsnæði í Reykjavík og tafir á umferð til og frá miðborginni á álags- tímum. Hann segir erfitt að spá um eftir- spurnina eftir atvinnuhúsnæði á næstu árum. Farið að hægja á hagkerfinu „Það er með íslenska efnahagslífið eins og veðrið. Maður veit aldrei hvernig það er næsta daginn. Það er dálítið erfitt að átta sig á stöð- unni. Það er augljóslega að hægja verulega á öllu. Gengi krónunnar hefur gefið eftir og vextir eru byrjaðir að hækka. Svo vofa þessar kjaraviðræður yfir sem enginn veit hvernig munu fara. Við erum samt bjartsýn hvað varð- ar framhaldið og framtíðina,“ segir Þorvaldur. Áætlað er að um 700 til 900 manns muni starfa í Urðarhvarfi 8. Sunnan við húsið er skrifstofuturn í Urðarhvarfi 6 en þangað flutti verkfræðistofan Mannvit 2014. Útlit er fyrir að innan fárra ára muni þúsundir starfa í Hvarfa- hverfinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Kópavogi Byggð var inndregin þakhæð á austurhluta hússins. Áform eru um að stækka þakhæðina til vesturs. Húsið rúmar mörg fyrirtæki. Stækka hálfklárað stór- hýsi vegna eftirspurnar  ÞG Verk hyggst stækka þakhæð á Urðarhvarfi 8 vegna áhuga leigjenda Teikning/ÞG Verk Stórhýsi Skrifstofuhúsið Urðarhvarf 8 er í Kópavogi. Til norðurs er svæði Fáks í Víðidal. Þorvaldur Gissurarson Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir aðspurður að veiking krónu og vaxta- og launahækkanir muni að óbreyttu ýta undir byggingarkostnað íbúða. „Þetta eru liðir sem hafa bein áhrif á byggingarkostnað. Ég tel óhjákvæmilegt að það skili sér út í íbúðaverðið. Það er hætt við að við munum sjá einhverjar hækkanir. Hins vegar er íbúðamarkaður- inn að ná jafnvægi. Við höfum ekki séð verðhækkanir lungann af þessu ári. Ég held að það megi segja sem svo að mark- aðurinn sé að leiðrétta sig og ná ákveðnu jafnvægi,“ segir Þorvaldur. Óvissan hefur áhrif á markaðinn Sérfræðingur í sölu íbúða í miðborg Reykjavíkur segir óvissu um stöðu efna- hagsmála hafa haft áhrif á fasteignamark- aðinn. Þessi áhrif hafi komið fram í ágúst þegar umræða var um vanda WOW air og aukin harka fór að færast í kjaraviðræður. Þá séu skýr merki um að sumir lífeyris- sjóðir hafi lækkað lánshlutfall verð- tryggðra íbúðalána. Þeir séu að stíga á bremsuna. Sjóðirnir hafa aukið hlutdeild sína á markaðnum hratt og boðið jafnvel betri vexti en bankarnir. „Það er algengt að tveir til þrír kaup- endur séu í keðju við fasteignakaup. Síð- ustu mánuði er orðið algengara að brestir verði í keðjunni með þeim afleiðingum að hún slitnar og það þarf að byrja upp á nýtt. Annað sem vekur athygli er að er- lendir aðilar eru að kaupa dýrar eignir. Það getur tekið þá jafnvel nokkra mánuði að fá tilskilin leyfi fyrir kaupunum. Raunar selj- ast dýrari eignir betur en minni og ódýrari íbúðir,“ sagði umræddur heimildarmaður um markaðinn. Raunverðið breytist lítið Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir útlánatölur í september ekki benda til breytinga á út- lánum lífeyrissjóða. Hann segir aðspurður að ef samspil launahækkana og skatta- breytinga leiði til þess að ráðstöfunar- tekjur aukist hafi það líklega áhrif á íbúða- verð til hækkunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar og Þjóðskrár Íslands hækkaði raunverð fast- eigna á höfuðborgarsvæðinu um 1% í ágúst frá ágúst í fyrra og 1% í september frá sama mánuði í fyrra. Ýtir undir byggingar- kostnað HÆRRI LAUN OG VEXTIR Bryggjuhverfið Íbúðahverfi í byggingu. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.