Morgunblaðið - 20.11.2018, Side 11

Morgunblaðið - 20.11.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018 Vatnsheldir Kuldaskór SMÁRALIND www.skornirthinir.is Innbyggðir broddar sólaí Verð 16.995 Stærðir 36 - 47 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Buxnaleggings Kr. 6.900 - Str. S-XXL SVIÐSLJÓS Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Yfirskrift átaks UNICEF á alþjóða- degi barna sem haldinn er í dag er #börnfáorðið. Markmið dagsins er að gefa börnum og ungmennum orðið og skapa þeim vettvang til að tjá skoðanir sínir opinberlega og í nær- umhverfinu. Jökull Ingi Þorvaldsson 17 ára og Anna Arnarsdóttir 20 ára sitja í ungmennaráði UNICEF á Ís- landi. Jökull hefur setið í ráðinu í fjögur ár en Anna í þrjú. Þau segja að 12 sitji í ráðinu nú en 15 sé hámarkið og aldursbilið sé 15 til 20 ára. „Áhuginn á að komast í ungmenna- ráð UNICEF eykst með hverju árinu en allt starf ráðsins miðast við að fylgja eftir barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, koma upplýsingum til barna um hvaða réttindi þau hafa og láta sjónarmið og hagsmuni barna vera í fyrirrúmi, “ segja Anna og Jök- ull Ingi. Þau segja að ungmennaráðið hafi hrundið af stað verkefni í fyrra í tilefni dags barna með gerð þriggja myndbanda. Í myndböndunum var rætt við börn fimm til ellefu ára og þau spurð hvað þau vildu verða þegar þau yrðu stór, hvað þau myndu gera af þau yrðu forseti í einn dag, og ef þau gætu breytt einhverju, hverju myndu þau breyta. „Í ár gerðum við myndbönd þar sem leikararnir voru Jói og Króli og Inga og Begga en þau kynntu þrjú atriði úr barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem verður 30 ára á næsta ári.“ Anna og Jökull Ingi segja að geð- heilbrigðismál hvíli þungt á börnum og ungmennum. Kvíði hafi aukist mjög mikið og börn jafnvel í fyrstu bekkjum grunnskóla finni fyrir ein- kennum kvíða og þunglyndis. „Okkur finnst að sálfræðingar ættu að vera í öllum skólum landsins og stytta þyrfti biðlista eftir þjónustu í geðheilbrigðiskerfinu. Börn þurfa önnur úrræði en fullorðnir og Ísland hefur sérstöðu þegar kemur að mik- illi lyfjagjöf til barna vegna kvíða og annarra vandamála,“ segja Anna og Jökull Ingi sem segja ungmennaráðið einnig hafa staðið fyrir átakinu Heila- brotum til þess að ná til barna og ungmenna og selt boli á netinu til styrktar flóttabörnum. Jökull Ingi segir að ungmennaráð- ið hafi tekið þátt í degi rauða nefsins og sé nú farið af stað með réttinda- fræðslu fyrir nemendur í grunnskóla. Ráðið hafi meðal annars verið með fræðslu í Laugarnesskóla, sem sé einn af réttindaskólum UNICEF og haldi í dag sitt fyrsta barnaþing í um- sjón sjöttubekkinga. Hagsmunagæsla fyrir börn Eitt af hlutverkum ungmennaráðs er hagsmunagæsla barna og ung- menna gagnvart löggjafa og ráða- mönnum. „Við erum dugleg að fara á fundi með ráðamönnum og alþingismenn eru duglegir að hafa samband við okkur um mál sem varða börn og ungmenni. Ungmennaráð UNICEF, ungmennaráð Barnaheilla og ung- mennaráð Umboðsmanns barna eiga sameiginlegan fésbókarvettvang með talsmönnum barna á þingi en í þeim hópi eru tveir þingmenn úr hverjum flokki. Þar getum við komið sjónar- miðum okkar á framfæri og veitt þingmönnum hagnýt ráð þegar þeir hitta börn áður en þeir setja lög sem snúa að hagsmunum þeirra. Börn koma oft með öðruvísi og skemmti- legri og mikilvægari sýn á málin,“ segir Anna. „Í tilefni alþjóðadags barna sendi ungmennaráð UNICEF öllum þing- mönnum og sveitarstjórnarmönnum hagnýt ráð um samráð við börn og ungmenni. Með þessu erum við að benda á að samkvæmt 12. og 13. grein barnasáttmálans eiga öll börn rétt á því að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif,“ segir Anna og Jökull Ingi bæt- ir við að öll börn eigi rétt á að láta skoðanir sínar í ljós, hafa áhrif, að- gengi að upplýsingum og tjáningar- frelsi. „Mig langaði að gera eitthvað til að hjálpa og breyta og bæta. Mig langaði til að leggja mitt af mörkum til að hjálpa og fannst ungmennaráðið góð leið til að koma einhverju góðu til skila,“ segir Anna. „Ég var alltaf dálítið leiðinlegur krakki og í stað þess að lesa náms- efnið las ég um mannréttindi og ým- islegt annað. Ég reyndi þegar ég var í Kópavogsskóla að ná fram rétt- mætum breytingum að mér fannst en fékk þau svör að skólinn gæti ekkert gert, ríkið eða sveitarfélagið réði. Mér fannst ég alls staðar rekast á veggi þangað til ég komst í ungmennaráðið. Það var ekki liðin vika frá því ég byrj- aði og þar til ég sat fund með velferð- arráðherra,“ segir Jökull Ingi sem er sammála Önnu um að það sé gott að geta látið gott af sér leiða. Anna og Jökull Ingi segjast ein- ungis bundin af barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna og hagsmunagæslu fyrir börn og ungmenni. Sjónarmið barna í fyrirrúmi  Alþjóðadagur barna í dag  Ungmennaráð UNICEF berst fyrir réttindum barna og unglinga  Börn hafa áhyggjur af geðheilbrigðismálum  Ungmennaráð vill aukna þjónustu sálfræðinga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Baráttufólk Anna Arnardóttir og Jökull Ingi Þorvaldsson eru tvö af tólf ungmennum í ungmennaráði UNICEF sem berst fyrir því að réttindi barna og unglinga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna séu virt. Eliza Reid verð- ur verndari og förunautur ís- lenska kokka- landsliðsins sem tekur þátt í heimsmeist- arakeppni mat- reiðslumanna sem haldin verð- ur í Lúxemborg um komandi helgi. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti og nú er ætl- unin að fylgja eftir árangrinum á síðasta móti þegar lið Íslands náði 5. sæti. Kokkalandsliðið kappkostar að nota sérvalið, íslenskt hráefni og verða þorskur, lambakjöt og skyr í aðalhlutverkum í matargerð þess í Luxemborg nú. Eliza mun fylgja kokkalandsliðinu Eliza Reid Bílaapótek Lyfjavals við Hæðar- smára hefur fjölgað bílalúgum úr þremur í sjö, vegna aukinnar eft- irspurnar. Er þetta eina bílaapótek landsins. Þá voru tölvustýring og umferðarljós tekin í notkun við lúguafgreiðsluna. Til að auka afgreiðsluhraða voru settir upp skjáir í vinnuaðstöðu starfsmanna þar sem koma fram upplýsingar um við hvaða lúgu við- skiptavinur bíður. Með þessu á að stytta biðtíma, segir Lyfjaval. Lúgum í bílaapóteki Lyfjavals fjölgað í 7 Í tilefni alþjóðadags barna verður barnaþing í Laugarnesskóla í dag. Skólinn er fyrsti Réttindaskóli UNI- CEF í Reykjavík að sögn Sigríðar Helgu Bragadóttur, skólastjóra Laugarnesskóla, sem segir að krakkar í 6. bekk ásamt umsjón- arkennara hafi undirbúið þingið. Krakkarnir hafi sjálfir undirbúið umfjöllunarefni þingsins sem snúi að réttindum barna. Þau stjórni þinginu og leiði umræður. Sigríður Helga segir að í Réttindaskóla séu börnin meðvitaðri um réttindi og jafnframt ábyrgð sem þau bera á því að aðrir haldi sínum réttindum. Hún segir að börn séu fordómalaus og átti sig á gildi þess að virða samninga og að allur heimurinn sé undir. Rætt sé við börnin um mun- inn á réttindum og forréttindum. Barnaþingið er samstarfsverkefni UNICEF á Íslandi, embætti umboðs- manns barna, ráðgjafahóps emb- ættisins, félags Sameinuðu þjóð- anna og Laugarnesskóla. 6. bekkingar halda barnaþing LAUGARNESSKÓLI ER RÉTTINDASKÓLI UNICEF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.