Morgunblaðið - 20.11.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018
Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is
HVOLFARARKARA
Handhægir ryðfríir karahvolfarar
í ýmsum gerðum.
Tjakkur vökvadrifinn með
lyftigetu frá 900 kg.
Halli að 110 gráðum.
Vinsælt verkfæri í
matvælavinnslum
fiski – kjöti – grænmeti
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Hugsanleg opnun Síberíuflugleiðar
fyrir íslensk flugfélög er spennandi
möguleiki og einfaldar mjög frakt-
flutninga að mati Víkings Gunnars-
sonar, framkvæmdastjóra laxeldis-
fyrirtækisins Arnarlax, en fyrirtækið
virðist komið á fremsta hlunn með að
flytja út eldislax til Kína líkt og Morg-
unblaðið greindi frá í gær. Í ljósi þess
að rússnesk stjórnvöld gera ekki
lengur kröfu um að íslensk flugfélög
haldi uppi beinu áætlanaflugi til
áfangastaðar í Rússlandi til þess að fá
að nota Síberíuflugleiðina, sem er
stysta leið frá Íslandi til Kína, ætti að
vera raunhæfur möguleiki á að flytja
fiskinn beint þangað og milliliðalaust.
Til þess þyrfti þó að hefja farþegaflug
til Kína en í dag gera áætlanir Arn-
arlax ráð fyrir að flytja fiskinn til flug-
hafnar á meginlandi Evrópu, eða á
Bretlandi, og þaðan í flug til Kína að
sögn Víkings.
Beint flug til Kína smellpassar
„En það sem er mjög áhugavert
fyrir okkur er að ef beint flug frá
Keflavík til Kína verður að veruleika,
þá er það hlutur sem smellpassar við
þessi áform okkar. Það er ekkert
leyndarmál. Við erum fyrst og fremst
að búa okkur undir þessar breytingar
en það er ekki eina leiðin sem við get-
um farið. Ef Ísland gæti komið inn á
þennan markað með beint flug þá
munum við nýta okkur það,“ segir
Víkingur í samtali við Morgunblaðið.
Laxinn fluttur ferskur
„Beint flug er mjög spennandi
möguleiki fyrir okkur en fyrst og
fremst er laxinn mjög eftirsóttur í
Kína þannig að slík vara passar vel
inn í svona rútu. Önnur vara er frekar
flutt með gámum sem frystivara en
þetta yrði flutt ferskt. En við erum al-
veg með aðra leið og getum hafið inn-
flutning til Kína um leið og við fáum
grænt ljós en það er miklu flóknara,“
segir Víkingur.
Gunnar Már Sigurfinnsson, fram-
kvæmdastjóri sölu og markaðssviðs
Icelandair, segir að áform um að
fljúga til Kína séu ekki rædd þessa
dagana hjá flugfélaginu. Allt sem
hjálpar til við að auka tekjur eykur þó
líkur á að eitthvað gerist að hans
sögn. Gunnar segir að tekjuhlutfall
fraktar af heildartekjum á heimsvísu
sé í kringum 10-11%. „Frakttekjurn-
ar einar og sér myndu aldrei standa
undir farþegaflugi til Kína. Það þarf
að vera mjög góður farþegagrunnur.
Fraktin er svo stuðningur við það.“
Hann segir þó aðspurður að um
spennandi möguleika sé að ræða.
„Þetta er mjög spennandi mögu-
leiki. Ef það verða þarna verulegar
frakttekjur þá er það auðvitað mikið
tækifæri. Og við vitum það að við
fáum mikið af Kínverjum til Íslands í
dag,“ segir Gunnar.
„Allt sem að hjálpar til við að stytta
leiðina eykur auðvitað líkur á því að
hægt sé að gera eitthvað. En þetta er
nýkomið upp og engin ákvörðun hefur
verið tekin. Það er auðvitað mjög já-
kvætt að þessi lax skuli eiga greiðari
aðgang inn á markað en við eigum
fullt af leiðum til þess að taka þetta
áfram á meðan þetta er að þróast.
Þetta mun aldrei fara í einhverju gríð-
arlegu magni frá fyrsta degi. En síðan
þegar magnið er orðið töluvert og við
finnum fyrir áhuga í farþegaflutning-
um líka þá verður þetta áhugaverðara
verkefni.“
Eykur áhuga á Kínaflugi
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fraktflutningar Fyrirtækið Arnarlax stefnir á að selja ferskan lax til Kína.
Aukinn útflutningur til Kína og styttri flugleið þangað kann að ýta undir áhuga
á beinu flugi til Kína Ferskur lax frá Arnarlaxi verður fluttur með flugi til Kína
Flug til Kína
» Rússnesk stjórnvöld gera
ekki lengur kröfu um að ís-
lensk flugfélög sem vilja nota
Síberíuflugleiðina haldi jafn-
framt uppi áætlunarflugi til
Rússlands.
» Fyrirtækið Arnarlax hyggst
selja lax á Kínamarkað
króna miðað við stöðu Gamma í lok
júní síðastliðnum. Greiðast þessar ár-
angurstengdu greiðslur þegar lang-
tímakröfur á sjóði Gamma innheimt-
ast. Þá munu hluthafar Gamma einnig
eiga rétt á auknum greiðslum vegna
árangurstengdra þóknana fast-
eignasjóð félagsins. Fjárhæðir þeirra
greiðslna eru þó ekki nánar til-
greindar.
Afhenda ekki hlutabréf
Þegar gengið var frá viljayfirlýsing-
unni í sumar var miðað við að greiddar
yrðu 1.057 milljónir í formi reiðufjár
fyrir hlutafé Gamma, ásamt árangurs-
tengdri greiðslu sem metin var á 1.433
milljónir króna, m.v. stöðu félagsins í
árslok 2017. Þá var gert ráð fyrir af-
hendingu hluta í Kviku banka til hlut-
hafa Gamma, að nafnvirði allt að 165,1
milljón hluta að nafnvirði. Þar af var
miðað við að 56,1 milljón hluta yrði
greidd við frágang viðskipta og að allt
að 108,9 milljónir hluta gætu komið til
greiðslu vegna árangurstengingar.
Miðað við gengi Kviku við opnun
markaða í gær (8,2) næmi fyrrnefnda
greiðslan í formi hlutafjár 460,2 millj-
ónum króna og árangurstengdi hlut-
inn næmi allt að 893 milljónum króna-
.Gert er ráð fyrir að afkoma Kviku
fyrir skatta muni aukast um 300-400
milljónir á ári í kjölfar kaupanna. Met-
ur bankinn sem svo að hann sé að
greiða sem svarar 850 milljónum
króna í yfirverð fyrir Gamma. Gamma
verður rekið sem dótturfélag Kviku
banka eftir kaupin. Hins vegar er
stefnt að sameiningu starfsemi fyr-
irtækjanna í London.
Kvika hækkaði um ríflega 5% í við-
skiptum á First Nort-markaði Kaup-
hallar Íslands í gær í kjölfar þess að
tilkynnt var um kaupin.
Gísli Hauksson er stærsti hluthafi
Gamma í gegnum félagið Ægir Invest
ehf. Er hlutur félagsins 30,97%. Þá á
Agnar Tómas Möller 29,72% í félag-
inu. Aðrir hluthafar eiga undir 10%.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Kvika banki og hluthafar Gamma Capi-
tal Management hf. hafa undirritað
samning um kaup fyrrnefnda fyrirtæk-
isins á öllu hlutafé hins síðarnefnda.
Byggjast kaupin á viljayfirlýsingu sem
tilkynnt var um hinn 20. júní síðastlið-
inn. Á þeim tíma var tilkynnt að við-
ræðurnar miðuðu við að kaupverð fyrir
allt hlutafé Gamma næmi 3.750 millj-
ónum króna, m.v. stöðu félagsins í árs-
lok 2017 og stöðu árangurstengdra
greiðslna sem ætti eftir að tekjufæra.
Samkvæmt tilkynningu sem Kvika
sendi frá sér í gær er nú miðað við að
kaupverðið nemi 2.406 milljónum
króna. Því hefur virði félagsins lækkað
um 1.344 milljónir króna frá því að
viljayfirlýsingin var undirrituð fyrir
hartnær fimm mánuðum. Auk þess
gerir fyrirliggjandi samningur ráð fyrir
því að hlutahafar Gamma fái ekki hluti í
Kviku afhenta sem hluta kaupverð eins
og áður var gengið út frá.
Greiðslufyrirkomulagi breytt
En auk þess sem verðmæti félagsins
hefur lækkað tekur greiðslufyr-
irkomulagið fyrir hlutabréfin miklum
breytingum frá því sem gengið var út
frá í lok júní. Þannig er nú miðað við að
greitt verði fyrir félagið með þrennu
móti. Í fyrsta lagi verði greiddar 839
milljónir í reiðufé sem greiðast við frá-
gang viðskiptanna, þá fái núverandi
hluthafar Gamma 535 milljónir króna í
formi hlutdeildarskírteina í sjóðum
Gamma og í þriðja lagi er um að ræða
árangurstengdar greiðslur sem metnar
eru í samningnum á 1.032 milljónir
Kaupverðið á Gamma
lækkar um 1.344 milljónir
Kvika kaupir allt hlutafé Gamma á 2,4 milljarða króna
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
10 ár Gamma Capital Management var stofnað í júní 2008. Fyrirtækið rekur
marga fjárfestingarsjóði og er með í dag um 140 milljarða króna í stýringu.
20. nóvember 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.64 124.24 123.94
Sterlingspund 158.5 159.28 158.89
Kanadadalur 93.86 94.4 94.13
Dönsk króna 18.76 18.87 18.815
Norsk króna 14.563 14.649 14.606
Sænsk króna 13.638 13.718 13.678
Svissn. franki 122.65 123.33 122.99
Japanskt jen 1.0905 1.0969 1.0937
SDR 170.79 171.81 171.3
Evra 140.01 140.79 140.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.7484
Hrávöruverð
Gull 1215.8 ($/únsa)
Ál 1913.5 ($/tonn) LME
Hráolía 66.68 ($/fatið) Brent
Tryggingafélagið Sjóvá sendi frá sér
afkomuviðvörun á sunnudag í kjölfar
brunans við Hvaleyrarbraut í Hafnar-
firði þar sem atvinnuhúsnæði við-
skiptavina Sjóvár brann til kaldra
kola á föstudag. Markaðurinn tók af-
komuviðvöruninni ekki mjög harka-
lega en gengi bréfa Sjóvár lækkaði
um 1,62%, í 29 milljóna króna við-
skiptum og stendur nú gengi bréfa
þess í 14,59.
Við uppgjör þriðja ársfjórðungs
2018 gerði Sjóvá ráð fyrir að samsett
hlutfall eftir fjórðunginn yrði 95% og
að samsett hlutfall ársins 2018 í heild
sinni yrði 97%. Vegna brunans er nú
hins vegar gert ráð fyrir að samsett
hlutfall félagsins verði 100% fyrir
fjórðunginn. Horfur gera ráð fyrir að
samsett hlutfall ársins 2018 verði nú
98% en með samsettu hlutfalli er átt
við hlutfallið milli rekstrar- og tjóna-
kostnaðar annars vegar og ið-
gjaldatekna hins vegar. Í tilkynning-
unni kemur jafnframt fram að vegna
endurtryggingasamninga takmarkast
eigin áhætta Sjóvár í brunatjónum við
200 milljónir króna. Í uppgjöri þriðja
ársfjórðungs kom fram að tilkynnt
yrði um frávik frá horfum umfram 5%
í samsettu hlutfalli innan fjórðunga.
peturhreins@mbl.is
Gengi Sjó-
vár lækkaði
um 2%
Samsett hlutfall
verði 100%
● Gengið á hlutabréfum Eimskips
hækkaði um 4,75% í Kauphöll Ís-
lands í gær í 158 milljóna króna
viðskiptum í kjölfar tilkynningar fé-
lagsins á sunnudag þar sem m.a.
kom fram að Gylfi Sigfússon, for-
stjóri félagsins, hygðist láta af
störfum sem slíkur um áramótin.
Gengi félagsins stendur nú í 209,5
kr. hluturinn. Gærdagurinn var ró-
legur í Kauphöllinni en Icelandair
hækkaði um 0,57% í 10 milljóna
króna viðskiptum og HB Grandi um
1,26%. Sjóvá lækkaði mest, um
1,62%, í kjölfar afkomuviðvörunar
vegna bruna, og Heimavellir um
0,92% í 77 milljóna króna við-
skiptum.
Bréf Eimskipafélags-
ins hækkuðu um
4,75% í Kauphöll