Morgunblaðið - 20.11.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Gernot Blümel, Evrópumálaráðherra
Austurríkis, sagði að „sársaukafull
vika í evrópskum stjórmálum“ væri
að hefjast eftir að ráðherrar aðildar-
ríkja Evrópusambandsins sam-
þykktu drög að samningi um útgöngu
Bretlands úr sambandinu. Blümel
bætti við að „fyrsta og erfiðasta skref-
inu“ í samningaviðræðunum væri lok-
ið. Austurríkismenn eru í forsæti í
ráðherraráði ESB um þessar mundir.
Bretland mun ganga úr ESB 29.
mars á næsta ári en verður áfram
hluti af innri markaði sambandsins í
21 mánuð til viðbótar til að gefa við-
semjendum tækifæri á að leita eftir
viðskiptasamningum. Ef slíkir samn-
ingar nást ekki getur Bretland beðið
um framlengingu en þó aðeins einu
sinni. Michel Barnier, samningamað-
ur Evrópusambandsins, sagði að það
væri Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, sem hefði óskað eftir
möguleikanum á framlengingu til að
sefa áhyggjur fyrirtækja í landinu.
Fréttaveitan AFP hefur eftir May
að hún vilji ná viðskiptasamningum
fyrir lok ársins 2020 til að forðast að
þurfa að óska eftir framlengingu en ef
það verður gert segir hún nauðsyn-
legt að viðskiptasamningi verði komið
á fyrir næstu þingkosningar í Bret-
landi, árið 2022. Samninganefnd Evr-
ópusambandsins mun gefa út frétta-
tilkynningu í dag um hvernig hún sér
fyrir sér samskipti ESB við Bretland
á komandi árum.
Stefnt er að því að undirrita samn-
inginn um útgöngu Bretlands á
sunnudaginn. „Við erum á lokastigum
þess að ganga frá samningnum,“
sagði May en hún verður í Brussel í
vikunni til að funda með Jean-Claude
Juncker, forseta framkvæmdastjórn-
ar Evrópusambandsins.
„Sársaukafull vika“ fram undan
Ráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu samning um útgöngu Bretlands úr samband-
inu Theresa May fundar með Jean-Claude Juncker í vikunni „Fyrsta og erfiðasta skrefinu lokið“
AFP
Forsætisráðherra May hélt tölu á árlegum fundi samtaka breskra fyrir-
tækja í London í gær þar sem hún varði útgöngusamninginn við ESB.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Um 10.000 heimili hafa brunnið í
skógareldunum í Kaliforníu og
landsvæðið sem brunnið hefur er
álíka stórt og Chicago-borg. Þús-
undir hafa flúið heimili sín og
neyðst til að gista í gistiskýlum hjá
kirkjum eða í tjöldum.
Á sunnudaginn komu fórnarlömb
skógareldanna saman til messu í
kirkju í Chico nálægt bænum Para-
dise þar sem eldarnir hafa geisað.
„Við munum rísa úr öskunni“ stóð
á skilti yfir altari kirkjunnar þar
sem fórnarlömb eldanna komu
saman.
Að sögn veðurstofu Bandaríkj-
anna verður áfram lítill raki og
hvassviðri í Kaliforníu í vikunni en
það gæti breyst. Er spáð skúrum
þar í dag og síðan er von á mikilli
rigningu á miðvikudaginn.
Mannskæðustu eldar
í sögu Kaliforníu
Tala látinna í skógareldunum
hækkaði á sunnudaginn. Alls hafa
77 látið lífið í eldunum og kennsl
hafa verið borin á 67 þeirra. Eru
þetta mannskæðustu skógareldar í
sögu Kaliforníu. Þá hefur þeim
sem er saknað fækkað til muna. Á
sunnudaginn var enn leitað að 993
manns en um 1.200 var saknað fyr-
ir helgi.
Donald Trump, forseti Banda-
ríkjanna, og Jerry Brown, ríkis-
stjóri Kaliforníu, heimsóttu Para-
dise um helgina. „Ég er staðráðinn
í að tryggja að hér verði allt
hreinsað og varið að nýju. Við
verðum að passa upp á skóginn,
það er mjög mikilvægt,“ sagði
Trump. Nokkrum dögum áður
hafði forsetinn hótað að skera nið-
ur fjárframlög til Kaliforníu vegna
„mikill óstjórnunar“ á skógum rík-
isins. Brian Rice, forseti félags
slökkviliðsmanna í Kaliforníu,
sagði ummæli Trumps til marks
um að forsetinn væri illa upplýstur
og benti á að yfirvöld hefðu nú þeg-
ar skorið niður fjárframlög til opin-
bers eftirlits með skógum.
Trump skoðaði einnig brunnin
svæði í Malibu, þar sem þrír hafa
látið lífið. Alls hafa 61.000 hektarar
af landi brunnið í Kaliforníu en
slökkviliðið segist hafa náð stjórn á
um 65% af eldunum. Slökkviliðið
telur að hægt verði að ljúka
slökkvistarfi að mestu í lok mán-
aðarins. Um 5.000 manns og 28
þyrlur taka þátt í aðgerðunum.
Heimildir: Calfire, maps4news.com
KALÍFORNÍA
NEVADA
OREGON
KYRRAHAF
100 km BANDAR .
Sacramento
San Diego
Paradise
San Francisco
Thousand Oaks
Los Angeles
Durham
Stirling
City
99 Paradise
5 km
Chico
10 km
26.000
íbúar
1
Los
Angeles
Malibu
70
32 Eldar loga
Thousand
Oaks
staðan 18. nóv
„Við munum
rísa úr öskunni“
Um það bil 10.000 heimili hafa orðið
skógareldunum í Kaliforníu að bráð
Á sama tíma og Evrópusam-
bandslöndin hafa verið samstiga
í samningaferlinu hefur pólitíska
óeiningin um brexit aukist í Bret-
landi. Íhaldssamir þingmenn
Íhaldsflokksins hafa sagt að þeir
muni ekki greiða atkvæði með
útgöngusamningi May. Verka-
mannaflokkurinn hefur einnig
sagst ætla að leggjast gegn
samningnum í von um að póli-
tíski slagurinn heima fyrir gæti
velt May úr forsætisráð-
herrastóli, að sögn AFP.
Vandasöm
staða May
BREXIT Í BRETLANDI
Hluthafafundur
hjá Eik fasteignafélagi hf.
verður haldinn þann 12. desember 2018
Aðrar upplýsingar:
Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir
sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram dagsett og
skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í samræmi
við eyðublað sem er aðgengilegt á vef félagsins. Rafrænt
umboð skal senda á netfangið stjornun@eik.is áður en
fundur hefst. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé
gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við
afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins,
hvort heldur sem fyrr er. Umboðseyðublað má nálgast inn á
www.eik.is/fjarfestar/hluthafar.
Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á
hluthafafundinum og leggja fram ályktunartillögur ef hann
gerir skriflega eða rafræna kröfu um það til stjórnar félagsins
eigi síðar en kl. 10.00 sunnudaginn 2. desember 2018. Hægt
eraðsendatillögur fyrir fundinnánetfangið stjornun@eik.is.
Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekin til meðferðar
á fundinum eða lagt fram ályktunartillögur fyrir
framangreindan tíma, verða dagskrá og tillögur uppfærðar
á vefsíðu félagsins eins fljótt og auðið er eftir móttöku
þeirra. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar eigi síðar
en miðvikudaginn 5. desember 2018. Mál sem ekki hafa
verið greind í endanlegri dagskrá hluthafafundar er ekki
unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum nema
með samþykki allra hluthafa en gera má um þau ályktun til
leiðbeiningar fyrir félagsstjórn.
Á hluthafafundum félagsins fylgir eitt atkvæði hverri einni
krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.
Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á
fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst
þess. Kjör nefndarmanna í tilnefningarnefnd skal vera skriflegt
ef framboð fleiri aðila koma fram en nemur fjölda sæta sem
kjósa skal um. Hluthafar geta greitt atkvæði bréflega fyrir
fundinn með því að fylla með skýrum og greinilegum hætti
út atkvæðaseðil sem finna má á vefsíðu félagsins, undirrita og
votta seðilinn, og senda hann með pósti á lögheimili félagsins
eða rafrænt á netfangið stjornun@eik.is. Atkvæðaseðillinn
þarf að uppfylla framangreind skilyrði og berast í síðasta
lagi einni klukkustund fyrir upphaf hluthafafundarins svo
atkvæðið teljist gilt.
Frestur til að tilkynna um tilnefningar til tilnefningarnefndar á
netfangið stjornun@eik.is lýkur fimm dögum fyrir hluthafa
fund, nánar tiltekið kl. 10.00 föstudaginn 7. desember 2018.
Eyðublöð vegna framboðs til nefndarsetu er að finna á
vefsíðu félagsins og verða upplýsingar um frambjóðendur til
stjórnar birtar þar og verða til sýnis á skrifstofu þess eigi síðar
en sólarhring eftir að framboðsfrestur rennur út.
Hluthafafundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar ef
hann er löglega boðaður, sbr. 11. gr. samþykkta félagsins.
Hluthafafundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn
og atkvæðaseðlar, sem verða afhent á fundarstað, einnig
á íslensku.
Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa og annað sem
varðar hluthafafundinn, svo sem endanleg dagskrá, tillögur
stjórnar og hluthafa, eyðublöð vegna umboðs og tilnefningar
til tilnefningarnefndar, upplýsingar um atkvæðagreiðslu og
atkvæðaseðil vegna skriflegra kosninga og kosninga fyrir
hluthafafund, skjöl sem verða lögð fram á hluthafafundi,
upplýsingar um frambjóðendur, upplýsingar um fjölda hluta
og atkvæðafjölda í félaginu, er eða verður eftir því sem
þau verða til að finna á vefsíðu félagsins, www.eik.is/
fjarfestar/hluthafar. Auk þess munu viðeigandi gögn liggja
frammi í höfuðstöðvum félagsins, að Álfheimum 74, 104
Reykjavík, þremur vikum fyrir hluthafafundinn. Endanleg
dagskrá frá stjórn og tillögur verða birtar miðvikudaginn 5.
desember 2018.
Upplýsingar um tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum
félagsins og greinargerð með þeim má finna í heild sinni á
vefsíðu félagsins, www.eik.is/fjarfestar/hluthafar. Í stuttu
máli lúta tillögurnar að eftirfarandi atriðum:
• Breytingu á tilgreiningu á heimilisfangi félagsins.
• Breytingu á orðalagi tilgangs félagsins.
• Breytingar m.t.t. stofnunar tilnefningarnefndar.
Dagskrárliðir 2-4 eru háðir því að tillögur er varða
stofnun tilnefningarnefndar sem teknar hafa verið
til afgreiðslu í dagskrárlið 1 hafi náð samþykki
hluthafafundar. Að lokum er á dagskrá fundarins
tillaga stjórnar um að veitt verði heimild til kaupa
á eigin hlutum, sbr. dagskrárlið 5.
1. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins
2. Tillaga að starfsreglum tilnefningarnefndar
3. Kosning nefndarmanna í tilnefningarnefnd
4. Ákvörðun um þóknun til tilnefningarnefndar
5. Heimild til kaupa á eigin hlutum
6. Önnur mál löglega fram borin
Stjórn Eikar fasteignafélags hf. boðar til hluthafafundar í félaginu. Fundurinn verður
haldinn í salnum Ríma A í Hörpu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, miðvikudaginn
12. desember 2018 og hefst stundvíslega kl. 10.00.
Eik fasteignafélag hf.
Álfheimum 74, 104 Reykjavík
www.eik.is
Drög að dagskrá fundarins er svohljóðandi:
Reykjavík, 16. nóvember 2018
Stjórn Eikar fasteignafélags hf.