Morgunblaðið - 20.11.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018
Börn áfengis- og
vímuefnaneytenda
eiga oft um sárt að
binda. Enn verri var
staða þeirra hér áður
fyrr þegar samfélagið
var komið stutt á leið
með skilning og þekk-
ingu á alkóhólisma.
Þetta þekki ég af eig-
in raun sem barn
alkóhólista sem ólst
upp á 7. og 8. áratug síðustu aldar.
Fersk er í minni skömmin sem því
fylgdi að eiga foreldri sem drakk
ótæpilega. Enginn í nágrenninu
eða í skólanum mátti frétta hver
staðan var enda var þá vís stríðni,
útskúfun og einelti. Börnin sem ól-
ust upp í þögninni og skömminni í
skugga alkóhólisma foreldris glíma
mörg við vanmáttarkennd, sekt-
arkennd og kvíða sem fylgir jafn-
vel ævilangt.
Annar sjúkdómur sem tengist
alkóhólisma er meðvirkni og herjar
hann einna helst á aðstandendur.
Meðvirkni nær einnig að festa ræt-
ur í hjörtum barnanna. Í að-
stæðum sem einkennast af með-
virkni lærir maður að þegja. Allt
verður að líta vel út á yfirborðinu
þótt vandinn kraumi. Því miður er
meðvirknin, með feluleikinn í far-
arbroddi, oft svo mikil að jafnvel
þótt einhver í fjölskyldunni sé far-
inn að sýna alvarleg einkenni van-
líðanar er hvorki horfst í augu við
rót vandans né leitað meðferðar.
Að alast upp í aðstæðum sem ein-
kennast af meðvirkni hefur skað-
leg áhrif á manneskjuna. Hún
missir hæfileikann til að greina og
meta aðstæður og getur ekki
brugðist við áreiti
samkvæmt innstu
sannfæringu. Fjöl-
mörg börn áfengis- og
vímuefnaneytenda
koma út í lífið með
erfiðar byrðar með-
virkni, sárra tilfinn-
inga, brostinna vona
og verst af öllu brotna
sjálfsmynd. Sjálfs-
matið er grunnur alls.
Innri sátt, árangur og
velgengni byggist að
mestu leyti á að við höfum trú á
okkur sjálfum, líður vel í eigin
skinni og treystum okkur til að
takast á við ólík verkefni.
Í dag er öldin önnur
Ég var barn í þessum sporum
og hef ég oft hugsað um hvað það
hefði hjálpað mikið að hafa ein-
hvern að tala við um þessi mál. Að
tala um veika foreldrið, fræðast
um sjúkdóminn, tala um meðvirkn-
ina allt um kring og um eigin líðan
og vanlíðan. En í þá daga var eðli
málsins samkvæmt engin slík að-
stoð fyrir börn alkóhólista. Nú eru
aðrir tímar. Rannsóknir hafa fært
okkur nýja vitneskju og aukinn
skilning. Í dag býðst börnum
áfengis- og vímuefnaneytenda að
hitta fagaðila og opna sig um þessi
mál, ræða aðstæðurnar, óttann og
vonirnar. Foreldrar hvetja börn
sín í auknum mæli að þiggja þjón-
ustuna. Viðtöl við fagaðila geta
breytt öllu í lífi barnanna sem hér
um ræðir. Stuðningur, skilningur
og fræðsla bjargar mörgum þess-
ara barna frá hyldýpi örvæntingar.
Með opinskárri umræðu og per-
sónulegum stuðningi er staðinn
vörður um sjálfsmynd þeirra, þeim
forðað frá sjálfsásökunum og að
verða krónískum kvíða að bráð. Í
samtali við fagaðila eru þau upp-
lýst um að þau eru ekki ein og
vandi veika foreldrisins er ekki
vandi þeirra.
Þjónusta SÁÁ við börnin
SÁÁ býður börnum áfengis- og
vímuefnaneytenda upp á þjónustu
af því tagi sem hér er lýst. Mikil-
vægt er að SÁÁ geti boðið öllum
börnum sem eru í þessum að-
stæðum upp á ráðgjöf og meðferð
án tillits til hvort foreldrið hafi
sótt meðferð. Það sama á við um
hvort barnið sjálft sé talið sýna
áhættumerki þess að leita í neyslu.
Umfram allt þarf að ná til sem
flestra barna og veita þeim ein-
staklingsmiðaða þjónustu til að
styðja og styrkja sjálfsmynd
þeirra, hvetja þau og fræða. Með
forvörnum af þessu tagi, í góðri
samvinnu við foreldra og for-
ráðamenn munu börn áfengis- og
vímuefnaneytenda eiga möguleika
á að lifa án kvíða, þunglyndis og
meðvirkni. Fyrir þau börn sem eru
í áhættu á að nota sjálf vímuefni
getur forvarnaþjónusta sem hefur
það að markmiði að finna þekkta
áhættuþætti jafnvel bjargað lífum.
Börn áfengis- og vímuefna-
neytenda og þjónusta SÁÁ
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur
»Mikilvægt er að SÁÁ
geti boðið öllum
börnum sem eru í þess-
um aðstæðum upp á
ráðgjöf og meðferð án
tillits til hvort foreldrið
hafi sótt meðferð.
Kolbrún Baldursdóttir
Höfundur er sálfræðingur og
borgarfulltrúi.
aldrei verið lengri,
fjöldi ótímabærra
dauðsfalla úr sjúk-
lingahópi SÁÁ fer
vaxandi auk þess sem
fíkniefnabrotum hefur
farið fjölgandi. Þá hef-
ur nýgengni örorku,
sem að hluta til er
hægt að rekja til fíkni-
vanda, aukist. Gríð-
arlega mikil tækifæri
eru í auknu samstarfi
Reykjavíkurborgar
við SÁÁ en víða eru
gloppur í þjónustu við viðkvæma
hópa samfélagsins. Þessi fram-
angreinda breyting sem orðið hefur
á samfélagsmynstri í Reykjavík á
skömmum tíma kallar á nýjar nálg-
anir og betrumbætur á þjónustu.
Vilja jafna hlut kynjanna
í þjónustu við fólk
með fíknivanda
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík
leggur til að stórauka samstarf við
SÁÁ með auknum fjárframlögum til
samtakanna. Markmið tillagna
borgarstjórnarhópsins sem lagðar
verða fram á borgarstjórnarfundi í
dag, 20. nóvember, er að stórauka
þjónustu við íbúa Reykjavíkur-
borgar með fíknivanda. Ekkert bú-
setuúrræði er t.a.m. fyrir konur með
langvarandi fíknivanda en Reykja-
víkurborg rekur sambærilegt úr-
ræði fyrir karlmenn í þessari stöðu.
Mikilvægt er að jafna stöðu
kynjanna hvað þetta varðar. Einnig
er vöntun á þjónustu við fjölskyldur
sem glíma við fíknivanda. Þá er
skortur á sérhæfðri þjónustu fyrir
einstaklinga 25 ára og yngri í formi
snemmíhlutunar, meðferðar og eft-
irfylgni. Auk þess þarf að bregðast
við þeim aðstæðum sem ein-
staklingar með langvarandi fíkni-
vanda á aldrinum 50-75 ára búa við
Ýmislegt bendir til þess að fíkni-
vandi hafi aukist gríðarlega síðustu
ár. Birtingarmyndir fíknivandans
eru margs konar og hafa mikil áhrif
á einstaklinga, fjölskyldur og stofn-
anir samfélagsins. Umræðan ber
með sér að einstaklingar og fjöl-
skyldur sem glíma við vandann
lendi á veggjum og upplifi þegar á
hólminn er komið úrræðaleysi. Eng-
ar líkur eru á að vandamálið gufi
upp. Staðreyndir tala sínu máli um
að nú þurfi án tafar að bregðast við.
Heimilislausum í Reykjavík fjölgaði
um 95% á árunum 2012-2017, bið-
listinn eftir meðferð á Vogi hefur
með þeim markmiðum
að stuðla að félagslegri
virkni þeirra og að
veita þeim stuðning til
lífs án vímuefna.
Verði tillagan sam-
þykkt mun Reykjavík-
urborg stíga stórt skref
í átt að því að auka
þjónustu við íbúa og
fjölskyldur borgarinnar
og viðurkenna um leið
breytta samfélags-
mynd. Ávinningurinn
felst meðal annars í því að jafna hlut
kynjanna í þjónustu við einstaklinga
með fíknivanda, hlúa að fyrr-
nefndum hópum samfélagsins með
það að markmiði að koma í veg fyrir
neyslu vímuefna, hjálpa fólki aftur
til sjálfshjálpar og stuðla að bættum
lífsgæðum þeirra sem hafa misstigið
sig í lífinu. Hljóti tillagan framgang
í borgarstjórn myndi Reykjavík
jafnframt setja gott fordæmi fyrir
önnur sveitarfélög. Borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins vilja hlúa betur
að einstaklingum sem hafa misstigið
sig og styrkja forvarnir með það að
markmiði að fyrirbyggja að aðrir og
sérstaklega þeir sem teljast vera í
áhættuhópum fari út af beinu braut-
inni.
Eftir Egil Þór Jónsson
Egil Þór Jónsson
» „Gríðarlega mikil
tækifæri eru í auknu
samstarfi Reykjavíkur-
borgar við SÁÁ en víða
eru gloppur í þjónustu
við viðkvæma hópa sam-
félagsins.“
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
egill.thor.jonsson@reykjavik.is
Stóraukið samstarf við SÁÁ
Það virðist algeng-
ur misskilningur eða
missögn í umræðu um
laxeldi á Íslandi að
lokað hafi verið fyrir
útgáfu á eldisleyfum
fyrir opið sjókvíaeldi í
Noregi og að það sé
meginástæða þess að
Norðmenn sæki nú til
Íslands með eldi í
opnum sjókvíum. Því
er haldið fram að aðeins sé hægt að
fá ný leyfi sé eldið flutt upp á land
eða í lokaðar sjókvíar.
Þetta er alls ekki rétt, ný leyfi
fyrir laxeldi í opnum sjókvíum eru
gefin út og rekstur hafinn meðfram
mestallri strönd Noregs nánast í
viku hverri.
Fiskeldi í Noregi hefur þróast frá
því að vera lítil atvinnugrein upp í
stóriðnað á um það bil 40 árum.
Fyrstu árin voru í raun ekki gefin
út leyfi en leyfisveitingar hófust
skömmu fyrir 1980. Eldið er nú háð
leyfum sem takmarka framleiðslu í
svokölluðum hámarks lífmassa í
tonnum. Þannig er takmarkaður há-
marks lífmassi sem hvert fyrirtæki
má hafa í sjó, bæði samtals og á
hverri eldisstöð fyrir sig. Lífmassi
merkir hér hversu mörg tonn af
fiski fyrirtækið má vera með í eldi á
hverjum tímapunkti.
Hér má sjá tölur yfir útgefin ný
starfsleyfi eftir 1980 en alls hafa til
þessa verið gefin út rúmlega þúsund
leyfi fyrir rúmlega 1 milljónar tonna
lífmassa í öllum Noregi. Leyfin eru
að öllu jöfnu fyrir um 780 tonna líf-
massa en geta verið misjöfn að
stærð eftir því hvenær þau voru
gefin út.
1981 50 ný leyfi.
1984 100 ný leyfi.
1985 150 ný leyfi.
1989 30 ný leyfi.
1989-2002 þreföld stækkun allra
eldri leyfa.
2002 40 ný leyfi.
2003/4 60 ný leyfi.
2005 öll eldri leyfi stækkuð um
30%.
2009 65 ný leyfi.
2011 leyfi í Troms og Finnmark-
fylkjum stækkuð um 5%.
2013 45 ný leyfi.
2016 eldri leyfi má auka úr 780
tonnum í 838 tonn.
Árið 2016 hófst útgáfa þróunarleyfa,
en aðeins lokuð eld-
isker, úthafsbúr og
„eldisskip“ hafa fengið
slík leyfi.
2018 um 20 ný leyfi
(um 16 þúsund tonna
lífmassi).
Auk ofangreindra
leyfa hafa verið gefin út
ýmis sérleyfi til eld-
isrannsókna, sýn-
ingaleyfi og leyfi fyrir
menntastofnanir og
skóla. Alls hafa um 50
slík leyfi (um 40.000 tonna lífmassi)
verið gefin út.
Þegar norska sjávarútvegsráðu-
neytið gefur út starfsleyfi þá getur
það legið lengur eða skemur áður
en það er sett í rekstur. Fyrirtæki
sem fá starfsleyfi þurfa, áður en
rekstur hefst, að sækja um rekstr-
arleyfi á eldisstað sem hentar fyrir
eldið og þurfa þá að uppfylla ákveð-
in skilyrði um vistvænan og ábyrg-
an rekstur.
Enda þótt strandlengja Noregs sé
um 100.000 km og hafsvæði í efna-
hagslögsögunni nálægt 2 milljónum
ferkílómetra, þá er vissulega farið
að þrengja að vexti lax- og silungs-
eldis í Noregi, enda ársframleiðslan
af laxi og silungi nú orðin 1,3 millj-
ónir tonna. En því fer samt fjarri að
útgáfa eldisleyfa í opnum sjókvíum í
Noregi hafi verið stöðvuð eða bönn-
uð. Norsk yfirvöld hafa sett sér það
markmið að auka eldisframleiðsluna
í opnum sjókvíum um að jafnaði 3%
á ári sem felur í sér nálægt 30.000
tonna árlega aukningu á lífmassa í
útgefnum leyfum. Laxeldi á landi er
ekki takmarkað með starfsleyfum
eins og sjókvíaeldið. Enn sem komið
er, er samt ekki komin í rekstur
nein landeldisstöð af umtalsverðri
stærð. Það má því búast við því að
sjókvíaeldi með þeim lausnum sem
notaðar eru í dag bæði í Noregi og á
Íslandi muni áfram bera meg-
inþorra laxeldis í báðum löndum.
Er laxeldi í
opnum sjókvíum
bannað í Noregi?
Eftir Gunnar
Davíðsson
Gunnar Davíðsson
» Fiskeldi í Noregi
hefur þróast frá því
að vera lítil atvinnu-
grein upp í stóriðnað á
um það bil 40 árum.
Höfundur er deildarstjóri
atvinnuþróunar hjá Troms-fylki
í Norður-Noregi.
Allt um sjávarútveg