Morgunblaðið - 20.11.2018, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018
✝ SigurbjörgKristín Guð-
mundsdóttir fædd-
ist í Hólakoti í
Dýrafirði 26. apríl
1927. Hún lést 11.
nóvember 2018 á
Hrafnistu í Reykja-
vík.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmundur
Ásgeir Sigurðsson,
f. 6. febrúar 1896 í
Lambadal, d. 18. október 1965,
og Þórdís Þorlaug Guðmunds-
dóttir, f. 16. ágúst 1883 í Álfadal,
d. 3. janúar 1941. Systir Krist-
ínar var Guðrún, f. 18. septem-
ber 1923, d. 17. júní 2015. Auk
þess fæddist foreldrum hennar
andvana drengur 16. júlí 1922.
Dóttir Kristínar með Garðari
Ágústssyni: 1) Þórdís, f. 14. febr-
Jacobsson, f. 1992. Seinni eigin-
maður Kristínar var Guðmundur
Magnússon, f. 8. desember 1913
á Kjörvogi, d. 3. desember 1999.
Synir þeirra: 4) Magnús Rúnar, f.
19. mars 1961, maki Hrönn
Harðardóttir, f. 28. janúar 1965.
Börn þeirra: Hanna Kristín, f.
1987, og Arna Margrét, f. 1993.
5) Níels Pétur, f. 23. nóvember
1967. Kristín átti fimm lang-
ömmubörn þegar hún lést.
Kristín gekk í barnaskólann á
Núpi og var einn vetur á hús-
mæðraskólanum á Staðarfelli í
Dölum. Hún var ráðskona á Núpi
einn vetur og á Reykjaskóla í
Hrútafirði nokkur sumur, vann á
saumastofu í Reykjavík, við
ræstingar í Sundhöll Reykja-
víkur og var starfsmaður á
magaspeglun Landspítalans um
árabil. Auk ofangreinds rak
Kristín heimili á Hólakoti og í
Reykjavík, lengst af á Miklu-
braut 16.
Kristín verður jarðsungin í
Fossvogskirkju í dag, 20. nóvem-
ber, og hefst athöfnin klukkan
13.
úar 1944, maki Lúð-
vík Björnsson, f. 8.
maí 1944. Börn
þeirra: Árni Ragn-
ar, f. 1966, d. 1990,
og Elínborg Hall-
dóra, f. 1978. Fyrri
eiginmaður Krist-
ínar var Níels P.
Guðmundsson, f. 26.
febrúar 1922 í
Hnífsdal, d. 5. mars
1954. Börn þeirra:
2) Guðmundur Elías, f. 3. sept-
ember 1953, maki Karólína Guð-
mundsdóttir, f. 28. janúar 1955.
Börn þeirra: Elías Karl, f. 1990,
Kristín, f. 1993, og Guðmundur
Ásgeir, f. 1997. 3) Elsa Margrét,
f. 4. nóvember 1954, maki Jacob
Alexander de Ridder, f. 15. júlí
1951. Börn hennar: Hlín, f. 1974,
Stephanie, f. 1990, og Alexander
Amma mín og alnafna, Kristín
Guðmundsdóttir, lést sunnudag-
inn 11. nóvember 2018 á aldar-
afmæli friðar í Evrópu. Hún færði
mér svo margt, þar á meðal nafnið
mitt, en það er mér sannur heiður
að vera skírð í höfuðið á henni.
Mér hlýnar um hjartarætur
þegar ég hugsa til þess þegar ég
kom til hennar, hún leit upp,
brosti sínu bjarta og glettna brosi
með glitrandi augu og sagði svo:
„Sæl nafna mín.“
Margar af mínum bestu minn-
ingum um ömmu eru frá nýliðn-
um árum og þar má nefna söng-
stundirnar og dansiböllin á
Hrafnistu. Þar söng hún með
hverju lagi án þess að hafa text-
ann fyrir framan sig enda kunni
hún þau öll upp á staf. Þó sökn-
uðurinn verði mikill þá munu
minningarnar ylja mér um
ókomna tíð. Þegar ég sat hjá
ömmu hélt hún í hendurnar á mér
og spurði hvort ég ætti ekki vett-
linga, þær væru jú frosnar. Því
næst fór hún með þetta ljóð sem
mig langar að kveðja hana með.
Takk fyrir allt, elsku besta amma
mín.
Kristín litla komdu hér
með kalda fingur þína;
ég skal bráðum bjóða þér
báða lófa mína.
Eitthvað tvennt á hné ég hef,
heitir annað Stína.
Hún er að láta lítið bréf
í litlu nösina sína.
Fuglinn segir bí, bí, bí,
bí, bí segir Stína.
Kvöldúlfur er kominn í
kerlinguna mína.
(Sveinbjörn Egilsson)
Kristín Guðmundsdóttir.
Það er erfitt að skrifa stutta
minningargrein um ömmu mína,
enda kæmust þær góðu minning-
ar sem ég á um hana auðveldlega
fyrir í doðranti, frekar en nokkr-
um línum á síðum dagblaðs.
Óteljandi minningar sem ég á
um heimsóknir mínar á Miklu-
braut, Dalbraut og nú síðast
Hrafnistu munu ylja mér um
ókomna tíð, hvort sem um er að
ræða minningar af ísblómum og
hafragraut sem við fengum á
Miklubraut eða af dansiböllum á
Hrafnistu, þar sem við amma
slógum í gegn á dansgólfinu og
sungum með, enda kunni frúin
alla textana upp á tíu.
Heimsóknirnar á Hrafnistu
einkenndust einnig af samveru-
stundum á hinu ágæta kaffihúsi
Skálafelli, þar sem ófáar rjóma-
pönnukökur voru hesthúsaðar,
oftar en ekki á meðan amma gerði
athugasemdir við óreiðuna í hári
föður míns eða var aðalstjarnan í
snapchat-skilaboðum viðstaddra,
en í því hlutverki naut hún sín
mjög.
Ömmu minnar verður auðvitað
sárt saknað, en það góða sem hún
gaf okkur situr eftir hjá okkur
sem hana þekktum. Takk fyrir
allt elsku amma mín.
Elías Karl Guðmundsson.
Við kveðjum nú elsku frænku
og systur móður okkar, Guðrúnar
Ásgeirsdóttur. Á milli systranna
var góð og mikil vinátta og kom
„Stína systir“, eins og hún var
alltaf kölluð af okkur systkinum,
heim til okkar á Garðaveginn
meðan móðir okkar lá á sæng, því
faðir okkar var mikið að heiman
vegna sjósóknar.
Við eigum eingöngu góðar
minningar af veru hennar þegar
við vorum lítil, enda stjanaði hún
við okkur.
Að heimsækja Kristínu og
Guðmund eiginmann hennar var
dásamlegt, heimilið fallegt og allt-
af tekið vel á móti okkur.
Kæru börn, barnabörn og
barnabarnabörn, yljið ykkur við
minningar um yndislega konu
sem gaf mikið af sér og vildi gera
allt fyrir alla.
Við minnumst þessarar góðu
móðursystur með kærleika og
virðingu. Vottum nánum ættingj-
um innilega samúð.
Hvíl í friði.
Lilja, Guðmundur
Ásgeir, Þórdís, Erla, Kristín
og Steinunn Sölvabörn.
Kristín
Guðmundsdóttir
✝ SveindísHelgadóttir
fæddist á Staðar-
hóli í Saurbæjar-
hreppi í Dalasýslu
24. nóvember
1938. Hún lést 7.
nóvember 2018 á
Landspítalanum
við Hringbraut
eftir erfið veikindi
síðustu mánuði.
Foreldar henn-
ar voru Helgi Felix Ásmunds-
son, f. á Neðri-Brekku í
Saurbæ, Dalasýslu, 19. janúar
1915, d. 3. janúar 2004, og
Guðlaug Sveinsdóttir, f. á
Öxnalæk í Ölfushreppi, Árn.,
12. júní 1907, d. 12. nóvember
1970. Sveindís var fjórða í röð
sjö systkina. Elstur er
Ásmundur Markús, f. 1934;
Sigríður, f. 1936, d. 1989;
Nanna f. 1937, d. 1986; Viðar,
f. 1945, d. 1956; Erla, f. 1948,
d. 2011, og Björk, f. 1950.
Sveindís eignaðist þrjú börn:
elstur er Gunnar Viðar Haf-
Fannar Snær, f. 28.11. 1996,
kærasta Esther Georgsdóttir,
f. 18.10. 1996.
Sveindís giftist árið 1994
Alberti Rúnari Ágústssyni
málarameistara, f. 15.9. 1938,
d. 26.5. 2018. Þau skildu.
Sveindís ólst upp á Neðri-
Brekku í Saurbæ í Dalasýslu.
Hún kynntist í uppvexti sín-
um hefðbundnu sveitalífi,
ekki svo ýkja breyttu frá
gamalli tíð, þar sem enn
eimdi eftir af verklagi fyrri
alda. Hún lærði ung að gera
gagn á barnmörgu heimili
fjölskyldunnar á Neðri-
Brekku, og gagnkvæm hjálp-
semi sveitarinnar, þar sem
samfélagið byggðist upp á
gagnkvæmri aðstoð og sam-
vinnu við öll meiri háttar
verk, varð henni fyrirmynd
til lífstíðar, og alla ævi var
hún boðin og búin að leggja
öðrum lið sem hún vissi hjálp-
ar þurfi. Hún hleypti heim-
draganum 16 ára gömul og
fór suður til Reykjavíkur og
átti hér heima síðan. Sveindís
vann ýmsa verkamannavinnu
um ævina, lengst af hjá Flug-
félagi Íslands, í mötuneyti
starfsmanna.
Útför hennar fór fram 15.
nóvember 2018.
steinsson, f. 4.10.
1956, í sambúð
með Ester Helga-
dóttur, f. 21.7.
1961. Börn Gunn-
ars eru: 1) Sif
Gunnarsdóttir, f.
19.7. 1994, og 2)
Gunnar Már Gunn-
arsson, f. 8.1.
2002. Faðir Gunn-
ars Viðars er Haf-
steinn Haf-
steinsson, f. 3.12. 1939.
Sveindís giftist síðar Herði
Sævari Gunnarssyni rafvirkja-
meistara, f. 2.3. 1941, d. 15.5.
1999. Þau skildu. Börn Harðar
og Sveindísar eru: 1) Rúnar
Ásmundur Harðarson, f. 2.12.
1965, maki Sylvía Bragadóttir,
f. 27.7. 1970, eiga þau einn
son, Anton Örn Rúnarsson, f.
28.2. 1996. 2) Helena Björg
Harðardóttir, f. 15.9. 1967,
maki Jón Gísli, f. 1.1. 1967,
synir, Andri Þór, f. 24.5. 1989,
í sambúð með Kristbjörgu
Bjarnadóttur, f. 21.7. 1986, og
Ég vil með nokkrum orðum
kveðja tengdamóður mína hana
Sveindísi Helgadóttur, mikla
sómakonu sem ég kynntist fyrir
um 24 árum þegar ég kynntist
Helenu dóttur hennar. Ég man
hvað ég dáðist að kraftinum í
þessari konu sem vann daglangt
og hlífði sér aldrei, allt fram á síð-
asta dag.
Dísa, eins og Sveindís var alltaf
kölluð, var mikill gleðigjafi og
hvers manns hugljúfi, hún var
mikil handverkskona, saumaði,
málaði og það var eiginlega ekk-
ert sem ekki lék í höndunum á
henni.
Sveindís starfaði lengst af hjá
Flugfélagi Íslands, í mötuneyti
starfsmanna.
Sveindís bjó á ýmsum stöðum
en síðast í Jökulgrunni í Reykja-
vík. Hún var börnum sínum stoð
og stytta, var alltaf reiðubúin að
hlaupa undir bagga með þeim og
var alltaf til staðar fyrir barna-
börnin þegar á þurfti að halda.
Sveindís ferðaðist þó nokkuð
um landið á árum áður og hafði
hún sterkar taugar til Dalanna,
þar sem hún ólst upp í æsku. Svo
sterkar voru þær taugar að á efri
árum keypti hún Neðri-Brekku
sem tómstundahús fyrir fjölskyld-
una, en þar undi hún sér alltaf vel.
Dýrmætar voru þær stundir
þegar fjölskyldan og frændsystk-
ini hittust vestur í Dölum á Neðri-
Brekku. Þá var yfirleitt farið að
sýsla eitthvað úti við og farið í
göngutúra um sveitina. Sveindís
hafði alltaf mikla ánægju af þess-
um ferðum en síðasta ferðin sem
var farin var þegar hún seldi
Neðri-Brekku fyrir nokkrum ár-
um.
Árið sem nú er að líða var
Sveindísi erfitt. Hún var með
ólæknandi sjúkdóm en aldrei
kvartaði hún, ef eitthvað var svar-
aði hún því til að sér hefði „aldrei
liðið betur“.
Ég vil fá að þakka fyrir að hafa
fengið að kynnast Sveindísi. Hún
hefur verið stór hluti af lífi mínu
síðastliðin 24 ár og ég hefði ekki
viljað missa af því. Hennar verður
sárt saknað en minningin lifir.
Guð og góðu englarnir geymi þig,
blessuð sé minning þín.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Jón Gísli Ragnarsson.
Það vex eitt blóm fyrir vestan,
og vornóttin mild og góð
kemur á ljósum klæðum
og kveður því vögguljóð.
Ég ann þessu eina blómi,
sem aldrei ég fékk að sjá.
Og þangað horfir minn hugur
í hljóðri og einmana þrá.
Og því geng ég fár og fölur
með framandi jörð við il.
Það vex eitt blóm fyrir vestan
og veit ekki, að ég er til.
(Steinn Steinarr)
Nú þegar Sveindís móðursystir
mín hefur kvatt okkur kemur ým-
islegt upp í hugann og helst eru
það sögur afa míns heitins, Helga
föður þeirra systra.
Sagan um flutninginn mikla frá
Kvennabrekku þegar afi og amma
fluttu með börnin þrjú í Saurbæ-
inn.
Ási sem var elstur sat í fangi
ömmu, afi sá um hest og kerru en
batt Siggu móður mína og Dísu á
baggahest sem fylgdi, laus auðvit-
að.
Og eins og hann sagði þá sváfu
þær vært alla leiðina þar sem
göngulag hestsins var rólegt og
taktfast.
Við erum að kveðja konu sem
fæddist inn í allt annan heim en
hún kvaddi – breytingarnar hafa
verið langt umfram allt sem hægt
var að ímynda sér.
Á þessari stund er hugur minn
hjá börnum Dísu, mökum þeirra
og börnum og fjölskyldu.
Dauðinn er fallegur en aldrei
auðveldur – tregi og sorg fylgja
alltaf þessum viðburði en minn-
ingarnar lifa og þeim fylgir gleði.
Hjartans kveðjur
Guðlaug (Gulla) og fjölskylda.
Sveindís
Helgadóttir
✝ Arnór Har-aldsson fædd-
ist 10. desember
1929 á Þorvalds-
stöðum, Skeggja-
staðahreppi,
Norður-Múlasýslu.
Hann lést á öldr-
unarheimilinu
Hlíð á Akureyri
31. október 2018.
Foreldrar hans
voru Haraldur
Guðmundsson, bóndi og kenn-
ari á Þorvaldsstöðum, f. 9.10.
1888 á Öngulsstöðum í Eyja-
firði, en ólst upp í Skagafirði
og víðar, d. 1.6. 1959 á Þor-
valdsstöðum, og Þórunn Björg
Þórarinsdóttir, húsfreyja og
ljósmóðir á Þorvaldsstöðum, f.
þar 18.12. 1891, d. þar 3.9.
1973. Önnur börn þeirra Ingv-
eldur, f. 8.12. 1917, bústýra á
Þorvaldsstöðum hjá bræðrum
sínum, býr nú á Þórshöfn.
Unnur, f. 17.3. 1919, d. 25.5.
1941. Þórdís, f. 26.6. 1920, d.
2.8. 2008, húsfreyja á Patreks-
firði. Þórarinn, f. 27.11. 1921,
d. 12.5. 1995, bóndi og hrepp-
stjóri á Þorvaldsstöðum. Stein-
unn, f. 3.1. 1923, d. 16.2. 2012,
hússtjórnarkennari og mat-
ráðskona í Reykjavík. Sigrún,
f. 19.2. 1924, húsfreyja í
Reykjavík. Ragnar, f. 13.5.
1926, d. 11.3. 2016, sjómaður
og búfræðingur í Reykjavík.
Hálfdan, f. 30.7. 1927, kennari
og skólastjóri í Norðfjarðar-
hreppi. Auðunn, f. 8.10. 1928,
bóndi á Þorvaldsstöðum, býr
nú á Þórshöfn. Guðríður, f.
24.2. 1931, húsfreyja og
sjúkraliði í Reykjavík. Har-
aldur, f. 3.6. 1932, hús-
gagnasmiður og húsgagna-
bólstrari í Hafnarfirði.
Þórunn, f. 1.5. 1934, húsfreyja
í Hafnarfirði.
Ragnhildur, f.
22.6. 1939, sjúkra-
liði Reykjavík.
Arnór átti einnig
hálfsystur, Krist-
ínu Haraldsdóttur,
f. 16.7. 1920, d.
14.11. 1998.
Arnór kvæntist
14.9. 1962 Júlíu
Friðriksdóttur frá
Felli í Finnafirði,
f. 6.10. 1934. Dætur þeirra
eru: 1) Þórunn Björg, f. 26.6.
1963, maki Almar Björnsson,
f. 19.10. 1959, börn þeirra Júl-
ía Mist, f. 19.9. 1986, maki
Guðmundur Stefánsson, f.
14.1. 1987, börn þeirra eru
Arnór Breki, Dagur Hugi og
Sara Björg. Unnar Númi, f.
3.1. 1988, maki Elsa Rós
Smáradóttir, f. 12.4. 1987,
Alma Björg, 16.1. 1992, maki
Gísli Rúnar Víðisson, f. 27.9.
1983, börn þeirra Þórunn
Helga og Gunnar Páll, dóttir
Gísla, Berglind Heiða. Dóttir
Almars, Arnheiður Rán. 2)
Unnur Helga, f. 2.9. 1965. 3)
Eydís, f. 31.12. 1967, maki
Ingimar Tryggvason, f. 4.8.
1965. Börn þeirra Brynjar, f.
14.5. 1998, Karen, f. 30.5.
2005.
Arnór ólst upp á Þorvalds-
stöðum við almenn sveitastörf.
Hann stundaði nám við
Bændaskólann á Hvanneyri og
útskrifaðist sem búfræðingur
1955. Hann vann ýmis störf á
sínum yngri árum, s.s. vega-
vinnu, brúarsmíði, ýtustjóri,
fór á vertíðir og fleira. Arnór
bjó á Þórshöfn til ársins 1987,
flutti þá til Akureyrar og vann
við fiskvinnslu hjá ÚA.
Útför Arnórs fór fram 12.
nóvember 2018.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þórunn Björg, Unnur
Helga og Eydís.
Við viljum minnast góðs ná-
granna okkar, hans Arnórs.
Fljótt fundum við unga parið að
við áttum góða vini í hjónunum í
D, þeim Arnóri og Júlíu. Vinsam-
legt viðmót og elskulegheit varð
til þess að við leituðum til þeirra
með ýmislegt. Margt var brallað
og spaugað í Litluhlíðinni og gott
að ilja sér við góðar minningar.
Arnór var mikill listamaður og
skar út ýmsa dýrgripi sem
skreytir margt heimilið og feng-
um við líka að njóta þess.
Við þökkum Arnóri allt sem
hann var okkur og elsku Júlíu og
fjölskyldunni allri okkar dýpstu
samúð.
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær.
Hlýja í handartaki,
hjartað sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)
Ólína, Viðar og börn.
Arnór
Haraldsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar