Morgunblaðið - 20.11.2018, Side 25

Morgunblaðið - 20.11.2018, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018 25 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30 - Stólajóga kl.9:30 - Gönguferð, gengið góðan hring um hverfið kl.10:15 - Tálgað í tré kl.13:00 - Postulínsmálun kl.13:00 - Línudans kl.13:30, 500 kr. tíminn - Bíó í miðrými kl.13:20 - Kaffi kl.14:30 -15:20 Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Boccia með Guðmundi kl. 10.Leshringur með Heiðrúnu kl.11. Bridge kl. 13-16. Bónusbíll, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leib. kl. 12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS-fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Boccia kl. 10.30. Fuglatálgun kl. 12.30. Bridge og Kanasta kl. 13.00. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12:00 Súpa og brauð eftir stundina á vægu verði. Fataverslunin Logy mætir á með nýjustu fötin í haustlínunni hjá sér. Tilvalið tækifæri að versla jólafötin. Spilum, spjöllum og eigum góða samveru. Allir velkomnir Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverkstofa kl. 13.00. Landið skoðað með nútímatækni kl.13.50. Kaffiveitingar kl.14.30. Allir vel- komnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi 9-10, bútasaumur 9-12, hópþjálfun með sjúkraþjálfara 10:30-11:15, bókband 13-17, frjáls spila- mennska 13-16, opin handverkstofa 13-16, félagsvist 13:30-16. Verið velkomin í Samfélagshúsið á Vitatorgi, Lindargötu 59. Síminn er 411- 9450 Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. 7:30/15:00. Qi Gong Sjál. kl. 9:00. Karlaleikf. Ásg.kl.12:00. Boccia. Ásg. kl. 12:45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14:45. Tréskurður/smíði kl. 9:00 /13:00 í Kirkjuhvoli. Línudans í Kirkju- hvoli kl. 13:30/14:30. Félagsvist í Jónshúsi kl. 20:00. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl.08:30-16:00. Keramik málun kl. 09:00-12:00. Glervinnustofa m/leiðb. kl 13:00-16:00. Línudans kl. 13:00-14:00. Leikfimi gönguhóps kl. 10:00-10:30 Qigong 10:30-11:30. Gönguhópur um hverfið kl. 10:30-. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9.00 handavinna, kl. 10.00 stólaleikfimi, kl. 13.00 handa- vinna, kl. 13.00 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14.00 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 15.00 dans. Grafarvogskirkja Í dag er opið hús í Grafarvogskirkju. Hefðbundin dagskrá sem byrjar með kyrrðarstund klukkan 12:00. Brauð og súpa í boði fyrir vægt gjald eftir stundina og svo byrjar söngstund með Hilmari klukkan 13:00. Handavinna, spil og spjall fyrir þau sem vilja og stundinni líkur svo með kaffisopa klukkan 15:00. Verið öll hjartan- lega velkomin. Grensaskirkja Kyrrðarstund kl 12 Gullsmári Myndlist kl. 9.00. Boccia kl 9.30. Málm og Sifursmíður Ca- nasta / Tréskurður kl. 13.00. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Bridge í handavinnustofu kl. 13, gönguferð um hverfið með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður Við byrjum daginn við Hringborðið, heitt á könnunni. Myndlist hjá Margréti frá kl. 09:00. Thai Chi með Guðnýju kl. 09:00, leikfimi kl. 10:00. Spekingar og spaugarar með Ásdísi Skúlad. kl. 10:45. Hádegismatur. Myndilistarhópurinn Kríurnar kl. 13:00. Bridge kl. 13:00. Leiðbeiningar á tölvu kl. 13:10. Enskunámskeið kl. 13:00. Síðdegiskaffi. U3A félagsmenn koma í hús kl. 16:30. Korpúlfar Listmálun og postulínsmálun kl. 9 í dag í Borgum. Boccia kl. 10 og 16 í Borgum. Helgistund kl. 10:30 í Borgum og leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11 allir velkomnir, Ársæll leiðbeinir. Sundleik- fimi í Grafarvogssundlaug kl. 13:30 í dag og heimanámskennsla í Borgum kl. 16:30. Neskirkja Krossgötur kl. 13.00. Sett út af sakramentinu. Sakamál fyrri alda. Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju fjallar um efnið. Kaffiveitingar Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Bridge í Eiðismýri 30 kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14.00. Munið bingóið í salnum á Skólabraut nk. fimmtudag 22. nóv. kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13.00. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.00. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568- 2586. Stangarhylur 4 Skák kl. 13.00, allir velkomnir. Fimmtudaginn 22. nóvember bókmenntaklúbbur, kl. 14:00 -15:45. Þá verður lesin og rædd bók Bjarna Harðarsonar "Í skugga drottins". Félagslíf  EDDA 6018112019 III ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, verður gestur á hádegisfundi SES á morgun, miðvikudaginn 21. nóvember kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Vala mun þar ræða við okkur um nýjar áherslur í heilbrigðismálum Húsið opnað kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 1000 krónur. Allir velkomnir. Stjórnin. Fundir/Mannfagnaðir Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bókhald NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn- ingsfærslur o.fl. Hafið samband í síma 649-6134. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bátar      Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, 235x217, 217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000 kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein- angruð og koma með 10 cm svuntu. Sterkustu lokin á markaðnum. Litir: Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að auðvelda opnun á loki. www.heitirpottar.is Sími 777 2000 Haffi og 777 2001 Grétar Til sölu KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibæ Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristals- ljósakrónur, veggljós, matarstell, kristalsglös til sölu. BOHEMIA KRISTALL, Glæsibær Sími 7730273 Vantar þig pípara? FINNA.is Smá- og raðauglýsingar ✝ Gissur Jensenfæddist í Múla á Selfossi 12. janúar 1944. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 13. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Jóna Gissurar- dóttir, f. 22.9. 1908 í Votmúla í Sand- víkurhreppi, og Ró- bert Georg Jensen, f. 16.8. 1910 í Álaborg í Danmörku. Systkini hans eru Björn, f. 6.4. 1939, og Jóhanna, f. 17.8. 1946. Gissur kvæntist Hansínu Ástu Stefánsdóttur 14.1. 1967, f. 2.2. 1949, d. 24.6. 2007. Foreldar hennar voru Unnur Sigursteins- dóttir og Stefán Jónsson. Synir Hansínu Ástu og Giss- urar eru: 1. Stefán Róbert, f. 10.7. 1967, eiginkona hans er Sigrún Sigurðardóttir, f. 9.9. 1967, börn þeirra eru: Diðrik, f. 10.11. 1988, hann á tvö börn, og Ásta Lilja, f. 18.6. 1995. 2. Axel Þór, f. 11.3. 1974, börn hans frá fyrra hjónabandi með Ásdísi Björgu Ingvars- dóttur eru: Gísli Þór, f. 6.5. 1995, Inga Dís, f. 10.2. 2008, og Eva Sól, f. 10.3. 2011. Axel er í sambúð með And- reu Ingimundar- dóttur, f. 22.11. 1971, börn hennar eru Arnar Freyr og Logi Freyr. Síð- ustu ár bjó Gissur með Guðrúnu Berglindi Einarsdóttur, f. 9.7. 1949. Gissur gekk í barnaskóla á Selfossi og hann hóf störf við Mjólkurbú Flóamanna aðeins 14 ára. Hann lærði mjólkurfræði í Danmörku. Hjá MBF starfaði hann í 53 ár, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann starfaði í flestum deildum mjólkurbúsins, lengst af sem verkstjóri og síðustu ár sem for- stöðumaður rannsóknarstof- unnar. Útför hans fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 20. nóvember 2018, klukkan 14. Eftir skammvinn alvarleg veik- indi lést faðir minn á sjúkrahúsinu á Selfossi. Allt bar þetta frekar brátt að og hefði ég gjarnan viljað njóta nærveru hans mikið lengur. Mér varð þó ljóst fyrir alllöngu hvert stefndi. Fljótlega eftir and- lát móður minnar 2007, sem var honum mjög þungbært, fóru að láta á sér kræla veikindi, veikindi sem herja á alltof stóran hluta þjóðarinnar. Þetta eru framleidd og seld veikindi sem nærast á ein- manaleika og söknuði, veikindi sem eru illa skilgreind og erfið viðureignar því að hver maður nærir þau sjálfur. Erfitt er fyrir þá er standa hjá að veita hjálp því hennar er alls ekki alltaf óskað. Þetta eru veikindi sem valda dauða og sorg. Þegar ég horfi til baka og hugsa um æsku mína minnist ég margra ljúfra stunda sem við feðgar og fjölskyldan áttum. Og ekki síst koma upp í hugann allar veiðiferðirnar sem farnar voru í hin ýmsu vötn og voru framvötnin að Fjallabaki alltaf í miklu uppá- haldi. Þangað var haldið í góðra vina hópi og oftar en ekki slegið upp tjöldum og veitt í tvo til þrjá daga því þá var þetta heilmikið ferðalag og iðulega miklar ævin- týraferðir. Pabbi var mikill veiðimaður og náttúruunnandi og stundaði veið- ar frá unga aldri. Hann var dug- legur að hafa okkur bræður með sér og kenndi okkur frá barnæsku að veiða og að skjóta þegar við höfðum aldur til. Þessi áhugi smitaðist til okkar beggja. Í seinni tíð var alltaf var ein af fyrstu spurningunum hvort eitthvað væri frétta af veiðiskap, næst á eftir að hann var búin að spyrja um hvort allir hefðu það ekki gott og hvort ekki væri örugglega nóg að gera í vinnunni. Hann hafði mikinn áhuga á barna- börnunum sínum og sýndi þeim mikla ást og hlýju. Hann var víð- lesinn og fróður og hafði miklar skoðanir á flestum málum. Oftar en ekki var hann ósammála síð- asta ræðumanni og hafði yfirleitt betur í þeim rökræðum sem fylgdu, kannski þvert á sínar skoðanir. Hann hafði skemmtileg- an húmor og oft hlógum við sam- an að einhverjum skrýtnum bröndurum. Mamma og pabbi voru óskap- lega samrýnd hjón. Það var því óskaplega sárt fyrir okkur og hann sérstaklega þegar móðir mín greindist með Alzheimer á besta aldri, en betri félaga hefði hún aldrei getað fengið í þeim veikindum. Undir það síðasta þegar hún dvaldi á Landkoti gerði hann sér ferðir alla daga til Reykjavíkur eftir vinnu þar sem hann sat með henni fram á kvöld. Elsku pabbi, ég veit að þú ert á góðum stað núna, búinn að hitta mömmu og allt hitt fólkið þitt, jafnvel farinn að kasta fyrir fisk og mamma situr kannski nærri og les í bók eða ræður krossgátu í fullkominni sátt og friði. Þinn sonur Axel Þór Gissurarson. Gissuri tengdapabba mínum kynntist ég fyrir rúmum 35 árum þegar ég fór að gera mig heima- komna á heimili hans. Mér var vel tekið frá fyrsta degi enda Gissur einn mesti öðlingsmaður sem ég hef þekkt. Hann var mikill fjölskyldumaður og barnabörnin í sérstöku dálæti hjá honum. Þolinmæði hans gagnvart þeim var einstök þar sem hann gat eytt löngum stund- um í spjall, hlustað og frætt. En Gissur var afar vel lesinn, fróð- leiksfús og skemmtilegur maður. Það þýddi lítið að gefa honum einhverja jólabók í jólapakkann því hann var búinn með þær flestar þegar kom að jólum. Tím- inn var fljótur að líða þegar sest var niður að spjalla og alltaf lærði maður eitthvað nýtt eða skildi hlutina betur að spjalli loknu. Tengdapabbi var einstakur maður, hlýr, góður og einlægur. Í veikindum tengdamömmu stóð hann eins og klettur allt þar til hún lést. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman þó að stundirnar hafi verið færri en ég hefði viljað síðustu ár. En minningarnar um yndislegan mann ylja. Þú munt ávallt eiga stórt pláss í hjarta mínu. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Sigrún. Nú kveð ég elsku góða afa minn í síðasta skipti. Þó að kveðj- an sé sár og söknuðurinn mikill er svo gott að minnast þeirra dásamlegu stunda sem ég var svo lánsöm að fá að njóta með hon- um. Það voru ófá skiptin þar sem afi sat uppi í sófa og ég hlammaði mér á afabumbu eins og amma kallaði það og við lásum saman fréttir eða spjölluðum um allt á milli himins og jarðar. Hann var svo stoltur, hvort sem það var af því ég var byrjuð að geta lesið heilu setningarnar, hverja á eftir annarri, eða af því að ég gekk á höndum fram og til baka í stof- unni. Hann gladdist yfir öllum litlu sigrunum og ég er svo ótrú- lega þakklát að hafa átt afa eins og hann. Elsku afi minn, það er svo margt sem mig langar að segja og rifja upp en ég ætla að geyma það í hjartanu mínu þang- að til við hittumst á ný. Skilaðu kveðju og kossum til ömmu frá mér. Við eigum minningar um brosið bjarta, lífsgleði og marga góða stund, um mann sem átti gott og göfugt hjarta sem gengið hefur á guðs síns fund. Hann afi lifa mun um eilífð alla til æðri heima stíga þetta spor. Og eins og blómin fljótt að frosti falla þau fögur lifna aftur næsta vor. (Guðrún Vagnsdóttir) Ásta Lilja Stefánsdóttir. Gissur Jensen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.