Morgunblaðið - 21.11.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Langreyður er ekki lengur flokkuð sem tegund í hættu (EN) á heims- lista Alþjóðlegu náttúruverndar- samtakanna (IUCN). Tegundin er nú flokkuð sem viðkvæm (VU). Talið er að fjöldi dýra af tegundinni hafi tvöfaldast frá því á sjöunda áratugn- um og eru þau nú talin vera um 100 þúsund í höfum heimsins. Í frétt IUCN er banni við veiðum síð- ustu áratugi þakkaður árang- urinn í uppbygg- ingu stofnsins. Gísli Víkings- son, hvala- sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir þetta vera talsverð tíðindi. Langreyði hafi á síðustu áratugum fjölgað mjög við Ísland og Austur-Grænland, en stofnar í suðurhöfum hafi hins vegar lengi átt í vök að verjast. Í mati Al- þjóðlegu náttúruverndarsamtakanna hafi verið miðað við tegundina í heild, en ekki tekið tillit til einstakra stofna þó svo að enginn samgangur sé á milli norðlægari stofna við þá sem lifa á suðurhveli jarðar. Gjörólíkt ástand stofna „Válistinn hefur verið sterkt vopn í höndum þeirra sem hafa gagnrýnt veiðar Íslendinga á langreyði,“ segir Gísli. „Það hefur verið óspart notað að við séum að veiða tegund í útrým- ingarhættu. Þessi breytta flokkun gerir það að verkum að ekki verður lengur hægt að halda slíku fram með því að vitna í þennan heimslista, sem hefur talsvert vægi. Við höfum reynt að útskýra að ástand stofna sé gjörólíkt á norður- og suðurhveli og okkur hefur ekki fundist mjög vísindalegt að slá norð- ur- og suðurstofnum saman í eitt mat á heimslista, enda ræðst niðurstaðan þá fyrst og fremst af ástandi hinna fyrrum geysistóru suðurhvelsstofna. Ekkert tillit hefur verið tekið til þess að í greinargerð með heimslistanum kemur skýrt fram að staða lang- reyðar í Norður-Atlantshafi sé góð þvert á það sem verið hefur í Suður- höfum.“ Við framkvæmd CITES- samningsins um bann við al- þjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýming- arhættu hefur verið tekið mið af banni Alþjóðahvalveiðiráðsins við hvalveiðum í atvinnuskyni. Fyrir all- mörgum áratugum var samþykkt að meðan það bann væri í gildi yrðu hvalir á lista CITES, án tillits til lista IUCN eða ástands einstakra stofna. Stofninn hér hefur náð sér Eins og áður sagði er talið að lang- reyðar séu nú alls um 100 þúsund. Af þeirri tölu er talið að í stofninum í Mið-Norður-Atlantshafi séu tæp 40 þúsund dýr og er talið að stofninn hér hafi náð sér eftir miklar veiðar fram eftir síðustu öld. Nýlega birti Náttúrufræðistofnun Íslands válista spendýra og er langreyður við Ísland flokkuð sem tegund ekki í hættu (LC) og er það í samræmi við válista Noregs og Grænlands. Síðustu áratugi hefur nánast ekk- ert verið veitt af langreyði í Suður- höfum fyrir utan fáein dýr sem Jap- anar hafa veitt í tilraunaskyni. Stofnar stórhvela voru risastórir en voru veiddir niður á 20. öldinni. Að sögn Gísla byrjuðu slíkar veiðar fyrir 1900 við Noreg, Ísland, víðar í Atl- antshafinu og síðan í Kyrrahafi. Upp úr 1920 var farið að veiða stórhveli af krafti í Suðurhöfum og var ofveiði í gangi fram eftir öldinni. Veiðibann Alþjóðahvalveiðiráðsins tók gildi 1986, en áður höfðu nokkrar teg- undir stórhvela verið friðaðar í suð- urhöfum. Langreyður ekki lengur „í hættu“  Breyting á válista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna  Langreyðar nú taldar 100 þúsund  „Válistinn hefur verið sterkt vopn í höndum þeirra sem hafa gagnrýnt veiðar Íslendinga“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Á sundi við sólarlag Stofn langreyðar hefur styrkst á síðustu árum, bæði á norðurhveli og í suðurhöfum.Gísli Víkingsson Önnur tegund virðist vera að rétta úr kútnum samkvæmt lista Alþjóðanáttúruverndarsam- takanna, en það eru fjalla-górillur. Þær eru ekki lengur flokkaðar sem tegund í bráðri hættu heldur sem tegund í hættu. Þessar górillur lifa í Rúanda, Úganda og Austur-Kongó. Fjöldi þeirra var talinn kominn niður í um 680 dýr fyrir tíu árum, en nú eru þær taldar vera rúmlega eitt þúsund. Ein- staklingar, samtök dýraverndarsinna og margir fleiri hafa lagst á árarnar til að bjarga fjallagórillunum. Þar var Dian Fossey fremst í flokki en hún dvaldi um hríð meðal górilla í Rúanda. Fossey kynntist lífsháttum þeirra, stundaði rann- sóknir og komið var á verndarsjóð í hennar nafni. Hún kallaði bók sína um þær „Gorillas in the Mist“, en Fossey lést 1985. Þremur ár- um síðar var gerð samnefnd kvikmynd og með hlutverk Fossey fór Sigourney Weaver. Fjalla-górillur hafa náð sér á strik síðustu ár BARÁTTA DIAN FOSSEY OG DÝRAVERNDARSAMTAKA SKILAR ÁRANGRI Minnisstæð Sigourney Weaver með mótleikara í myndinni um Dian Fossey. Börnin í Laugarnesskóla fengu orðið í gær þegar haldið var Barnaþing í tilefni al- þjóðadags barna. Krakkarnir fengu sjálf að undirbúa umræðuefnið, stjórnuðu þinginu og leiddu umræður, enda var yfirskrift dagsins í gær „Börnin fá orðið“. Réttindi barna voru til umræðu, líðan þeirra, hvernig hægt væri að hætta einelti, öryggismál við skólann voru rædd, mat- arsóun og umhverfismál í víðu samhengi. Kennarar voru fundarritarar og stuðn- ingsfulltrúar fylgdu nemendum sínum. Stóð þingið yfir frá kl. 9.15 til hádegis og þótti takast mjög vel. Var þinginu stjórnað af nemendum í 6. bekk, sem höfðu fengið rétt- indafræðslu frá ungmennaráði UNICEF. Laugarnesskóli er fyrsti réttindaskóli UNICEF í Reykjavík en Barnaþingið var samstarfsverkefni UNICEF, Laugarnes- skóla, embættis umboðsmanns barna, ráð- gjafahóps embættisins og félags Sameinuðu þjóðanna. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Málin krufin í Laugarnes- skóla á alþjóðadegi barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.