Morgunblaðið - 21.11.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.11.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 Útifuglafóður Mikið úrval, gott verð Smáratorg · Bíldshöfði · Grandi · Hafnarfjörður Lansoprazol Krka 15 mg - Magasýruþo y Nýtt lyf án lyfseðils við brjóstsviða og súru bakflæði. Lansoprazol Krka 15 mg er komið í sölu í flestum apótekum en hingað til hefur eingöngu verið hægt að fá þetta lyf gegn ávísun frá lækni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Ertu med bakflaedi Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ,,Uppgjörsmynt Landsvirkjunar er Bandaríkjadalur og eru tekjur fyr- irtækisins að stærstum hluta í þeirri mynt. Það gæti því farið vel að arð- greiðslur Landsvirkjunar verði í Bandaríkjadal en ekki í íslenskum krónum eins og verið hefur hingað til,“ segir Hörður Arnarson, for- stjóri Landsvirkjunar, í nýrri um- sögn við drög að frumvarpi fjár- mála- og efnahagsráðherra um Þjóðarsjóð. Sjóðnum er ætlað að vera varúð- arsjóður til að mæta fátíðum efna- hagslegum áföllum þjóðarbúsins í framtíðinni og er gert ráð fyrir að í hann renni tekjur af orkuauðlindum. Fyrst í stað verði það einkum arð- greiðslur Landsvirkjunar til ríkis- ins. Hörður fagnar frumvarpinu og bendir á að stoðir Landsvirkjunar hafi verið að styrkjast og áætlanir gefi til kynna að rekstur haldi áfram að batna. Síðustu ár hafi fyrirtækið greitt eiganda sínum 1,5 milljarða kr. árlega í arðgreiðslum með sterk- ari efnahag, minni framkvæmdum og tryggu sjóðstreymi séu nú for- sendur til að auka arðgreiðslur. Miðað við núverandi áætlanir sé stefnt að því að arðgreiðslur geti hækkað í skrefum og náð á nokkrum árum upp í 10-20 milljarða kr. Hörður bendir á að gert sé ráð fyrir að eignir Þjóðarsjóðs verði varðveittar og ávaxtaðar í erlendum gjaldmiðlum og fram komi í grein- argerð að kanna megi þann mögu- leika við arðgreiðslur að þær verði að hluta til í erlendri mynt. Erlendar tekjur gætu farið á erlenda innistæðureikninga Í mati fjármálaráðuneytisins á áhrifum frumvarpsins kemur fram að þar sem sjóðnum verður skylt að fjárfesta í erlendum verðbréfum muni hann að óbreyttu þurfa að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir fram- lögin sem hann fær úr ríkissjóði og hafi að því leyti til lítils háttar áhrif á gjaldeyrisjöfnuð landsins. ,,Einnig gæti komið til álita að haga arðgreiðslum þannig að er- lendar tekjur orkufyrirtækja fari beint inn á erlenda innistæðureikn- inga ríkissjóðs og renni þá ekki í gegnum gjaldeyrsjöfnuðinn,“ segir í umfjöllun ráðuneytisins. Þjóðarsjóður í Bandaríkjadölum  Auknar arðgreiðslur Landsvirkjunar Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hjónin Halla María Svansdóttir og Sigurpáll Jóhannsson hafa opnað veitingahúsið Hjá Höllu við C-hliðin í suðurbyggingu Keflavíkur- flugvallar. Halla María segir aðspurð að aðdragandinn hafi verið sá að hjónin sáu aug- lýst veitingarými í flugstöðinni. „Við sáum aug- lýsingu í blaðinu og fengum ábendingar frá fólki sem er vant að versla hjá okkur. Það sendi okkur línu á Facebook og spurði hvort við hefðum ekki ábyggilega tekið eftir þessu. Þetta væri tilvalið fyrir okk- ur. Við ákváðum því að senda inn umsókn og héldum að það yrði ferli sem við myndum læra af. Við vissum að senn verður farið í útboð á stækk- un flugstöðvarinnar og sáum um- sóknina því eins og æfingu fyrir um- sókn síðar meir,“ segir Halla María en þau hjónin urðu svo fyrir valinu. Byrjuðu í heimahúsi Þau hófu veitingarekstur með sölu svonefndra námskeiðspoka úr heimahúsi. Fengu viðskiptavinir þá útbúinn mat fyrir daginn, drykki og málsverði, að frátöldum kvöldmat. Áður höfðu þau reynt að fá leyfi til að opna kaffihús í Saltfiskshúsinu í Grindavík en án árangurs. Fyrsta árið gekk vel og árið 2012 fluttu þau reksturinn í gömlu Hafna- vigtina í Grindavík og deildu þar 60 fermetra húsnæði með öðrum. „Það var taktu-með-staður, ásamt því sem við seldum til fyrirtækja. Eftir eitt ár þar keyptum við hús- næði gamla sparisjóðsins sem hafði staðið autt árum saman. Við innrétt- uðum gamla húsið upp á nýtt og ætl- uðum að leigja hluta þess frá okkur undir aðra starfsemi. Það væri enda heldur stórt fyrir okkur. Annað kom á daginn. Við höfum verið þar með rekstur síðustu þrjú og hálft ár en starfsmennirnir eru orðnir 33. Við sóttum svo um aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli með það að leiðarljósi að útbúa matinn í Grinda- vík, nema hvað pítsurnar eru gerðar á staðnum. Samkvæmt útboðinu urðu að vera pítsur og salöt á staðn- um sem var boðinn út. Okkur langaði ekki að bjóða venjulegar upphitaðar pítsur heldur langaði okkur að bjóða almennilegar eldbakaðar pítsur. Þá var farið í það ferli að koma gasleiðslum í flugstöð- ina sem okkur tókst,“ segir Halla María um undirbúninginn. Á staðnum er sérhannaður pítsa- ofn frá Ítalíu og geta gestir látið sér- baka pítsur. Þá er m.a. boðið upp á salöt, samlokur, fisk, nýpressaðan safa, chia-grauta, ávaxtaþeyting og drykki. „Við erum með vegan- og glútenfría-kosti sem ekki hefur verið mikið framboð af á flugvellinum,“ segir Halla María. Veitingahúsið hjá Höllu á flugvellinum er opið frá fjög- ur að morgni til átta á kvöldin. Þar starfa átta manns. Ný matsala í flugstöðinni  Veitingahúsið Hjá Höllu opnað Morgunblaðið/Eggert Á Keflavíkurflugvelli Nýi staðurinn er við C-hliðin í suðurbyggingunni. Í bakgrunni má sjá glitta í pítsaofninn. Halla María Svansdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.