Morgunblaðið - 21.11.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.11.2018, Qupperneq 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég ólst upp við að borðaýsu á mánudögum. Þorsk-urinn var sendur út en viðheimamenn látnir borða ýsuna, því hún þótti ekki nógu góð. En hún er fínn fiskur sem hefur svolítið gleymst og sést sjaldnar á borðum Ís- lendinga núorðið. Nú er komin svo mikil velmegun að við borðum frekar þorsk eða annan fisk og ýsan er ekki mjög algeng á matseðlum á veitinga- stöðum,“ segir Kjartan Óli Guðmunds- son matreiðslumaður sem langaði að taka fyrir í listrænu samstarfi hans og Sögu þetta hefðbundna íslenska hrá- efni sem hann hefur á tilfinningunni að sé að hverfa. „Mig langaði að sýna hráefnið eins og það er í raun og veru, sýna upprunann og leyfa matargestum að fá bein tengsl, þess vegna steikti ég ýsuna í heilu lagi og bar hana þannig fram. Við höfum tilhneigingu til að móta matinn okkar og fela ferlið, mat- urinn birtist þá ekki sjónrænt eins og hráefnið raunverulega lítur út í náttúr- unni. Fyrir vikið getur upplifunin af því að borða mat verið svolítið ab- strakt, við sjáum matinn ekki verða til og margir sjá ekki kjöt og fisk sem fyrrum lifandi verur. Og sama er hægt að segja um grænmeti og annað með- læti, það er stundum maukað eða rifið og snyrt og ekki borið fram í því formi sem það kemur fyrir í náttúrunni,“ segir Kjartan Óli og bætir við að hann hafi oft rekið sig á að matargestir vilji ekki sjá hvaðan maturinn kemur, þeir vilja ekki sjá upprunalegt útlit hráefn- isins. Að borða saman tengir fólk „Við Saga ákváðum að halda mat- arboð fyrir myndaþáttinn okkar af því að matur og það að borða saman snýst mikið um að tengja fólk saman og tengja fólk við náttúruna. Að borða er kannski það sem tengir okkur á hverj- um degi mest við náttúruna. Auk þess finnst mér mjög óumhverfisvænt og það stríðir gegn öllu sem ég stend fyr- ir, að elda mat til að taka myndir af honum og henda honum að því loknu.“ Kjartan Óli segir að þar sem Saga sé hrifin af „seventís terracotta“, þá hafi það kveikti hugmynd um tengsl og gamlan tíma, fortíðarþrá. „Ýsan er matur áttunda áratugs- ins og ég vildi vera með eldamennsku sem er andstæða við skyndibitamenn- ingu dagsins í dag þar sem matur birt- ist oft sem pökkuð vara. Ég sótti með- lætið í nærumhverfið, til dæmis jurtir í fjöruna. Við notuðum einungis nátt- úruvín en ég er mikill áhugamaður um það. Þetta er ákveðin tíska í vínheim- inum sem gengur út á að nota engin súlfít og ekkert viðbætt ger í ræktun hráefnis í vínin, heldur er náttúrulega gerjunin úr vínberjunum sjálfum not- uð. Þannig er reynt að hverfa aftur til upprunalegrar víngerðar.“ Gúffað í sig af veisluborðinu Saga Sig ljósmyndari segir að sér hafi fundist svolítið skondið að taka að sér myndaþátt um mat. „Ég er ekki þekkt fyrir að vera með mikla hæfileika í eldhúsinu. Mín matreiðsla snýst yfirleitt um græn- meti með ólífuolíu og salti og pipar,“ segir hún og bætir við að þau Kjartan Óli eigi það sameiginlegt að elska ís- lenska náttúru. „Við erum líka bæði hrifin af útliti matar frá áttunda ára- tugnum svo við blönduðum þessu öllu saman og erum ánægð með útkom- una. Kjartan er ótrúlega skemmti- legur matreiðslumaður með heim- spekilegar pælingar í sinni matargerð og ég treysti honum fullkomlega. Ég nálgaðist þetta út frá hinu sjónræna og tók myndirnar á filmu til að skapa ákveðna áferð. Ég lagði mikla áherslu á smáatriðin, til dæmis eru allir disk- arnir úr keramiki, blómin eru þau sem fylgdu árstíðinni. Ég er ekki hrifin af hefðbundnum matarmyndum, mér finnst þær oft leiðinlegar og ég vildi gera þetta meira listrænt,“ segir Saga og bætir við að hún hafi gúffað í sig af veisluborðinu, því maturinn hafi smakkast afar vel, heilsteikta ýsan hafi verið fáránlega góð. „Kjartan gerði líka hreindýrapaté en leynitrixið hans fannst mér liggja í geggjuðu sós- unni með ýsunni.“ Ljósmyndari Saga Sig klædd í rautt og umvafin rauðu. Ýsan hefur ekki notið sannmælis Flestir tengja ýsuna við soðningu, en margt annað má gera við þennan fisk sem sést sjaldnar á borðum Íslendinga en áður var. Kjartan Óli matreiðslumaður og Saga Sig ljósmyndari voru leidd saman í listrænt samstarf fyrir myndaþátt sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins FÆÐA/FOOD. Þar var ýsan tekin á hærra og náttúrulegra stig, hún var borin fram með haus og sporði, til að tengja matargesti við upp- runa fæðunnar. Stemning áttunda áratugarins og fortíðarþráin réðu för í matarboðinu og myndatökunni. Ljósmyndir/Saga Sig Litir og áferð Meðlæti á keramiki. Svalur Kjartan Óli reiðir fram heilsteikta ýsu fyrir gestina. Girnileg Ýsan fór í ofninn eins og hún lítur út í náttúrunni. Borðað Það er gaman að borða heilsteikta ýsu og fagurt meðlæti. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Myndaþáttur Sögu og Kjartans er í blaðinu FÆÐA/FOOD, sem er árlegt tímarit um íslenskan mat og matarmenn- ingu. Það er skrifað bæði á íslensku og ensku, sent til áskrifenda og selt í búðum, þar af 25 búðum erlendis. Eigandi útgáfunnar Í boði náttúrunnar, er Guðbjörg Gissurardóttir. Á heimasíðu fyrirtækisins, ibn.is, kemur fram að: „Í boði náttúrunnar er fyrirtæki með hugsjón „og skilgreinum við okkur sem „hæga“ útgáfu sem hefur vaxið og dafnað „lífrænt“ síðan 2010. Við gefum út tíma- ritið, Í boði náttúrunnar, þrisvar sinnum á ári og sérritið FÆÐA/FOOD einu sinn á ári ásamt því að halda úti þessum tiltekna vefmiðli. Við framleiðum umhverfisvænar vörur sem við seljum og sendum til áskrifenda okkar.“ Fyrirtæki með hugsjón Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.