Morgunblaðið - 21.11.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.11.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is MEATER + ÞRÁÐLAUS KJÖTHITAMÆLIR Stórsniðugur þráðlaus hitamælir sem vinnur með WiFi og Bluetooth. Fylgst er með hitastigi og stillingum í appi í snjallsíma, tölvu eða spjaldtölvu. VERÐ: 19.995KR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nýr Cleopatra-bátur, Indriði Krist- ins BA 751, sem Þórsberg ehf. á Tálknafirði hefur keypt frá Trefjum gerir útgerðinni kleift að minnka olíukostnað. Áhöfnin getur lagt tvær lagnir í hverjum róðri og þannig minnkað stímið um helming. „Þetta er það eina sem við getum tekist á við í þessari útgerð, að nota minna eldsneyti. Við ráðum ekki við neitt annað, allt er á markaði,“ segir Guðjón Indriðason, framkvæmda- stjóri Þórsbergs. Báturinn er búinn til línuveiða með beitningarvél um borð. Hann er með búnað til að kæla fiskinn, í anda svokallaðrar ofurkælingar. „Það er öll stefnan í þessa átt, að kæla aflann eins fljótt og hugsast getur. Þeim mun betra verður hráefnið. Þetta er það sem markaðurinn kallar á, vönd- uð meðferð aflans. Við verðum að gera eins vel og kostur er á hverjum tíma,“ segir Guðjón. Eldri bátur fyrirtækisins með sama nafni var seldur í lok júlí. Hann var aðeins tveggja ára en ekki var hægt að koma þessum kælibún- aði fyrir í honum. Þess vegna var ráðist í kaup á nýjum báti. Skrítnar reglur Báturinn er 14 metra langur og mælist 30 brúttótonn. Guðjón segir að reglurnar í krókaaflamarkinu séu skrítnar. Bátar megi ekki fara yfir 15 metra lengd og 30 tonn. Það þýði að 15 metra bátur má ekki vera breiðari en 4,40 metrar. Þessi bátur og bátar sömu gerðar eru hugsaðir öðruvísi. Með því að hafa þá breiðari fæst meira rými. Báturinn er því 5,5 metrar á breidd og reiknuð lengd má þá ekki vera nema 13,20 metrar til þess að hann haldist innan 30 brúttótonna. „Þetta er eini útgerðarflokkurinn sem er girtur niður í tonnastærð. Ef við fengjum að hafa 15 metra langa báta myndum við láta þá vera 8 metra breiða og þá myndum við geta gert þetta almennilega. Við myndum skapa meira rekstraröryggi og ör- yggi og þægindi fyrir karlana. En reglurnar leyfa það ekki. Það er ver- ið að hanga í gömlu að einhverju leyti. Sumir vilja bara hafa 6 tonna trillur með einum karli eins og gert var í gamla daga. Markaðurinn vill hins vegar vandaðri vöru og henni náum við ekki nema hafa nægilegt pláss um borð,“ segir Guðjón. Byrjað er að róa á nýja bátnum og landað hefur verið úr honum nokkr- um sinnum. Hefur útgerðin gengið afskaplega vel, að sögn Guðjóns, og aðstaðan um borð til mikillar fyrir- myndar. Sex menn eru í áhöfn og notað er skiptikerfi. 4 eru um borð í hverjum róðri. Menn vinna í tvær vikur og fá síðan viku frí. Róið er alla daga vik- unnar, þegar veður leyfir. „Báturinn er smíðaður til að vera á sjó,“ segir Guðjón. Aflinn fer á fiskmarkað. Minni olía notuð til að ná í betra hráefni  Nýr Indriði Kristins í notkun hjá Þórsbergi á Tálknafirði Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Öflugur Nýr Indriði Kristins kemur til heimahafnar á Tálknafirði. Hann er Cleopatra-bátur, mjög vel útbúinn til línuveiða og hefur reynst vel. Áhöfn Jörgen Eiríksson, Sigurður Jónsson, Magnús Kr. Guðjónsson skip- stjóri, Bjarni Sigmar Guðnason og Guðjón Indriðason framkvæmdastjóri. Aðstandendur Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fór- ust í október 1988 við fjallgöngu á fjallinu Pumori í Nepal, hafa þegið boð Leifs Arnar Svavarssonar, hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, um að hann fari að þeim stað þar sem talið er að jarðneskar leifar þeirra séu nú, í um 5.500 metra hæð. „Staðurinn er talinn nægilega að- gengilegur þannig að Leifi og öðrum er ekki talin hætta búin, enda er að- standendum öryggi þeirra hugleikið. Hefur Leifur þegar lagt af stað og mun kanna möguleika á því að flytja jarðneskar leifar þeirra til Kat- mandú, höfuðborgar Nepals. Ráðgert er að þar muni fulltrúar aðstandenda taka við og annast nauðsynlegar ráðstafanir fyrir flutn- ing þeirra heim til Íslands,“ segir í yfirlýsingu frá aðstandendum Krist- ins og Þorsteins sem send var fjöl- miðlum í gær. Borgaraþjónusta ut- anríkisráðuneytisins og alþjóðadeild og kennslanefnd ríkislögreglustjóra hafa aðstoðað við skipulagningu flutningsins. „Nokkur tími mun líða þar til ljóst er hvort takmarki ferð- arinnar verði náð og biðja aðstand- endur fjölmiðla og aðra að virða þá ósk þeirra að nánari upplýsingar verði einvörðungu veittar við ferða- lok,“ segir í yfirlýsingunni og vilja aðstandendur að lokum koma á framfæri þökkum fyrir allan þann hlýhug sem þeir hafi svo sannarlega fundið fyrir. Styrktarreikningur stofnaður Vegna fyrirspurna um hvernig megi aðstoða hefur verið stofnaður styrktarreikningur í Arion banka á nafni sonar Kristins; Kristins Stein- ars Kristinssonar, kt. 310389-2939, nr. 0370-13-004559. Freista þess að flytja félagana heim  Leifur Arnar fer í leiðangur á fjallið Pumori Félagar Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson líklega fundnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.