Morgunblaðið - 21.11.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 21.11.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík NÝ OG FLOTT PARHÚS Á FRÁBÆRU VERÐI í ekta spænsku þorpi, stutt frá Alicante, strönd og golfvelli. Verð frá: 17.250.000 kr* • Veitingastaðir og verslanir í göngufæri • 10 mínútna akstur á Bonalba golfvöllinn • 10 - 15 mínútna akstur á El Campello ströndina • Fallegar hjóla- og gönguleiðir • 30 mínútna akstur til Alicante • Gott veður allt árið Los Altos De Alicante *(125.000 evrur + kostnaður. Gengi: 1 evra = 138 kr.) Kona virðir fyrir sér verk breska götulistamannsins Banksy á listasafni á Ítalíu. Verkið er sprautað á múrhúð, er frá árinu 2002 og ber heitið „Bomb Middle England“ á ensku eða „Sprengjum Mið-England“. Sýningin „The Art of Banksy“ stendur nú yfir á Museo delle Culture, MUDEC, lista- og menningarsafninu í Mílanó. Sýningin var opnuð í gær og verður opin til 14. apríl á næsta ári. Banksy var í fréttunum hér heima á dögunum vegna listaverkagjafar til Jóns Gnarr. AFP Verk götulistamannsins Banksy sýnd í Mílanó London, Moskvu. AFP. | Þær raddir verða háværari sem hvetja til að Rússinn Alexander Prókoptsjúk verði ekki valinn forseti alþjóðalög- reglunnar Interpol út af áhyggjum af að Rússar myndu misnota stöðuna til að koma höggi á stjórnarandstæð- inga. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað þessu og gagnrýna afskipti af at- kvæðagreiðslunni, sem fara á fram í dag á ársfundi Interpol í Dúbaí. Hópur bandarískra öldungadeild- arþingmanna úr röðum bæði demó- krata og repúblikana birti fyrr í vik- unni opið bréf þar sem þeir sögðu að það væri eins og að „fela ref stjórn hænsnabús“ að velja Prókoptsjúk. „Rússar misnota Interpol reglulega í þeim tilgangi að jafna sakir við og of- sækja pólitíska andstæðinga, and- ófsmenn og blaðamenn,“ skrifuðu þeir. Í opna bréfinu sagði að Pró- koptsjúk hefði persónulega tekið þátt í þessu eftir að hann var kjörinn í framkvæmdastjórn Interpol. Tveir menn, sem hafa verið þyrnir í augum rússneskra stjórnvalda, gengu í gær lengra í gagnrýni sinni og lýstu yfir því að þeir ætluðu að leita á náðir dómstóla til að fá Rúss- um vikið úr Interpol vegna misnotk- unar þeirra á alþjóðalögreglunni. Þeir eru fjárfestirinn Bill Brow- der, sem hefur leitað til dómstóla í Rússlandi með ásakanir um mann- réttindabrot rússneskra embættis- manna og aðild þeirra að dauða lög- manns síns í gæsluvarðhaldi í Moskvu fyrir níu árum, og auðkýf- ingurinn Míkhaíl Kodorkovskí, sem sat í fangelsi í Rússlandi í tíu ár og býr nú í útlegð í London. Ráðamenn í Kreml hafa ítrekað reynt að koma því til leiðar að gefin yrði út alþjóð- leg handtökuskipun á hendur þeim. Kjósa á arftaka Meng Hongwei frá Kína, sem hvarf í heimalandi sínu í september. Kínversk stjórnvöld upplýstu Interpol í kjölfarið um að hann hefði sagt af sér eftir að hann var kærður fyrir að þiggja mútur. Rússar stýri ekki Interpol  Vaxandi andstaða við forsetaefnið AFP Andóf Bill Browder og Míkhaíl Kodorkovskí héldu í gær blaðamannafund í London og sögðu að þeir hygðust leita leiða til að víkja Rússum úr Interpol. Að minnsta kosti 43 biðu bana og áttatíu særðust í sprengingu í Ka- búl, höfuðborg Afganistans, þegar æðstu klerkar landsins komu saman í gær. Heilbrigðisráðherra landsins Ahid Majroh, sagði að árásin hefði beinst að samkomu í veitingasal þar sem klerkarnir hefðu komið saman til að fagna afmæli spámannsins Múham- eðs. „Fyrstu vísbendingar benda til þess að um sjálfsmorðsárás hafi ver- ið að ræða,“ segir talsmaður innan- ríkisráðuneytisins, Najib Danish, í samtali við AFP. Sprengingin átti sér stað í Uranus Wedding Palace, sem er sam- komusalur fyrir pólitíska og trúar- lega viðburði í Kabúl. Rekstrarstjóri samkomusalarins sagði í samtali við AFP að maður hefði sprengt sjálfan sig í loft upp meðan á samkomunni stóð. „Það eru fjölmargir látnir. Ég hef persónulega talið þrjátíu látna,“ sagði rekstrarstjórinn í samtali við AFP á grundvelli nafnleyndar. mhj@mbl.is 43 létu lífið og 80 særðust í sjálfs- vígsárás í Kabúl í Afganistan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.