Morgunblaðið - 21.11.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018
Víglundur Þorsteinsson
sumri 2002. Enn í sárum eftir
atvinnumissinn og áttavilltur enn
sem komið var. Þar sé ég Víglund
allt í einu og hann kemur til mín og
réttir út höndina. Hann tekur í
mína og heldur henni fastri. Hann
flytur langa ræðu með augunum
einum og svipbrigðum meðan við
horfumst í augu. Það streymir frá
honum þvílík hlýja og samúð að ég
hef ekki fundið neitt þvílíkt fyrr né
síðar. Ekkert orð fer okkur á milli.
Mér eru fyrirgefnar fornar van-
hugsanir. Ég veit ekki hversu
lengi við stöndum þarna meðan
gestirnir tínast út í kringum okk-
ur. Þegar þessu langa handabandi
lýkur förum við sitt í hvora áttina
og okkar samskipti verða ekki
fleiri þessa heims.
Nú er Víglundur allur án þess
að ég vissi hann veikan enda upp-
tekinn sjálfur af sama kvilla. Ég
tóri enn og get rifjað minningarn-
ar upp. Og þær eru miklu fleiri
sem eru góðar og hlýjar um mann-
inn Víglund en um þær stundir
sem hvassviðrin gengu yfir fyrir
margt löngu.
Áhrifamaður í lífi okkar beggja
og örlagavaldur að ýmsu leyti,
Benedikt Magnússon frá Vallá,
sagði eitt sinn við mig í öli okkar
og horfði fast á mig:
„Embættið þitt geta allir séð.
En ert þú, sem berð það, maður?“
Ég ber minn brest.
Víglundur Þorsteinsson var
mikill maður í mínum augum.
Halldór Jónsson.
„Hann Víglundur fór að leita
sannleikans.“ Þannig orðaði frú
Vigdís Finnbogadóttir, fyrr-
verandi forseti, það þegar við
ræddum baráttu Víglundar fyrir
réttlæti á árunum eftir fall banka-
kerfisins. Leit Víglundar að sann-
leikanum var ekki þrautalaus og
ýmsir urðu til að tefja fyrir henni.
Með mikilli eljusemi og harðfylgi
tókst honum að komast yfir gögn
sem haldið hafði verið leyndum
fyrir öllum almenningi. Ný ríkis-
stjórn sem tók við völdum í byrjun
febrúar 2009 brást íslenskum
hagsmunum. Víglundur sýndi
fram á með skjallegum heimildum
hvernig kerfisbundið var unnið
gegn íslenskum hagsmunum með
samningum við erlenda kröfuhafa
föllnu bankanna.
Ég kynntist Víglundi um það
leyti sem leit hans að sannleikan-
um stóð sem hæst. Við áttum
marga fundi um eftirmál hrunsins
og ég hreifst svo mjög af baráttu-
þreki hans að ég afréð að skrifa
bók um efnið sem kom út árið 2015
og fékk nafnið Bylting og hvað
svo? en Víglundur var einn aðal-
heimildarmaður minn við ritun
þeirrar bókar. Ekki eru enn öll
kurl komin til grafar og ég hygg
að Víglundur hafi haft rétt fyrir
sér þegar hann tjáði mér að lík-
lega væri um að ræða stórfelld-
asta svika- og blekkingamál
stjórnvalda sem sögur færu af hér
á landi.
Víglundur var stórbrotinn kar-
akter og alltaf þótti mér jafn
áhrifamikið að hitta hann. Eitt af
því sem hann uppgötvaði í rann-
sóknum sínum á eftirmálum
bankahrunsins var að stórveldin á
meginlandi Evrópu, Þýskaland og
Frakkland, höfðu staðið með Ís-
lendingum þegar flest önnur ríki
sneru við okkur baki. Samt sem
áður hafa íslenskir ráðamenn haft
lítinn áhuga á að rækta tengslin
við þessi ríki. Íslendingar gleyma
því gjarnan að ríki þeirra er í
reynd meginlandsríki. Við höfum
sótt okkar menningu, lög og
stjórnkerfi til meginlands Evrópu.
Þar eru þær þjóðir sem okkur eru
skyldastar og við eigum mesta
samleið með.
Við ræddum þessi mál gjarnan
á fundum okkar, en Víglundur sá
„stóru línurnar“. Meginatriðin.
Það hafði verið iðnrekendum og
íslensku atvinnulífi mikið lán að
hafa slíkan mann í forystu. Mann
sem skildi mikilvægi friðar og
sáttar í samfélaginu. Og skildi líka
mikilvægi þess að íslenskir ráða-
menn gættu umfram allt íslenskra
hagsmuna.
Blessuð sé minning Víglundar
Þorsteinssonar.
Björn Jón Bragason.
Kveðja frá Samtökum atvinnu-
lífsins.
Víglundur Þorsteinsson var at-
kvæðamikill í forystusveit sam-
taka atvinnurekenda á síðustu
tveimur áratugum síðustu aldar.
Hann tók við starfi framkvæmda-
stjóra BM Vallár árið 1971, þá inn-
an við þrítugt, og gegndi því í tæp
40 ár. Árið 1978 var hann kjörinn í
stjórn Félags íslenskra iðnrek-
enda og starfaði þar til ársins
1991, þar af síðustu níu árin sem
formaður. Víglundur var kjörinn í
framkvæmdastjórn Vinnuveit-
endasambands Íslands (forvera
Samtaka atvinnulífsins) á aðal-
fundi 1983. Það hefur ugglaust
verið afar sérstakt að koma að
gerð kjarasamninga við þær
óvenjulegu aðstæður sem þá ríktu
í þjóðfélaginu. Verðbólgan var lið-
lega 80% og vítahringur verð-
bólgu, kauphækkana og gengis-
lækkana hafði verið allsráðandi
um langa hríð.
Víglundur vildi breyta þessu og
skapa betri aðstæður fyrir at-
vinnureksturinn í landinu. Það var
hans hugsjón sem hann brann fyr-
ir og taldi það ekki eftir sér að
bjóða krafta sína við gerð kjara-
samninga til að ná því markmiði.
Reynsla hans og þrautseigja naut
sín vel þar sem tekist var á um
kaup og kjör og möguleika fyrir-
tækjanna að standa undir auknum
útgjöldum. Miklar efnahagssveifl-
ur einkenndu flest þessara ára og
erfitt var að ná niðurstöðu í kjara-
samningum sem atvinnulífið gæti
borið og tryggja um leið sæmilega
sátt í þjóðfélaginu.
Víglundur var ávallt mjög virk-
ur í starfi Vinnuveitendasam-
bandsins, tók fljótlega sæti í for-
ystusveit þess og sat í stjórn til
1998. Í þá daga gátu samninga-
fundir verið mjög langir og var
ekki spurt um hvíldartíma í
lengstu samningalotunum í Karp-
húsinu. Víglundur var ætíð ötul-
astur stjórnarmanna VSÍ í þess-
um viðræðum. Hann lá ekki á liði
sínu við að gæta hagsmuna at-
vinnulífsins og leita um leið lausna
í erfiðum deilumálum.
Þekking Víglundar á starfsemi
almennu lífeyrissjóðanna mjög
yfirgripsmikil, en hún er byggð á
kjarasamningi SA og ASÍ um
lífeyrismál. Samtök atvinnurek-
enda tilnefndu Víglund til starfa í
stjórn Lífeyrissjóðs verslunar-
manna árið 1986 og átti hann þar
sæti til ársfundar sjóðsins 2007,
þar af sem formaður stjórnar í
mörg ár. Þá sat hann í stjórn
Landssamtaka lífeyrissjóða frá
stofnun þeirra 1998 til ársins 2007.
Þessum trúnaðarstörfum, og
öðrum sem honum voru falin af
hálfu samtaka atvinnurekenda,
gegndi hann af alúð og trú-
mennsku. Víglundur setti mikinn
svip á öll verkefni sem hann kom
að.
Að leiðarlokum þökkum við,
fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins,
Víglundi fyrir umfangsmikil,
heilladrjúg og ósérhlífin störf í
þágu samtakanna og forvera
þeirra, en ekki síst fyrir að bera
ætíð hagsmuni atvinnulífsins og
fyrirtækja landsins fyrir brjósti.
Fáir gerðu sér betur grein fyrir
því að velgengni fyrirtækjanna er
samofin hag starfsmanna þeirra.
Á kveðjustund sendum við fjöl-
skyldunni innilegar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Víg-
lundar Þorsteinssonar.
Eyjólfur Árni Rafnsson,
Halldór Benjamín Þorbergsson.
Með Víglundi Þorsteinssyni er
genginn forystumaður sem setti
sterkan svip á samtíð sína hér á
landi í áratugi.
Honum voru falin margháttuð
trúnaðarstörf fyrir iðnaðinn og at-
vinnulífið í landinu.
Víglundur var m.a. formaður
Félags íslenskra iðnrekenda, for-
maður Útflutningsmiðstöðvar iðn-
aðarins, í stjórn Vinnuveitenda-
sambands Íslands og formaður
eða varaformaður Lífeyrissjóðs
verslunarmanna í 21 ár. Einnig
átti hann sæti í bankaráði Íslands-
banka um tíma og í stjórnum
fjölda atvinnufyrirtækja.
Ég kynntist Víglundi á vett-
vangi iðnaðarins sem óbilandi bar-
áttumanni, hugsjónamanni og for-
ystumanni.
Hann var stór og fyrirferðar-
mikill persónuleiki. Víglundur var
ráðríkur en hann var ráðhollur.
Ég gat alltaf leitað leiðsagnar
og stuðnings hjá Víglundi.
Hann var vinur vina sinna.
Betri bandamann var ekki hægt
að finna.
Sem einn af helstu forystu-
mönnum vinnuveitenda kom hann
að gerð þjóðarsáttarinnar svo-
nefndu árið 1990 sem átti eftir að
gjörbreyta efnahagslífi lands-
manna til hins betra. Þá var hann
einn þeirra sem áttu hvað mestan
þátt í því að móta grundvöll lífeyr-
issjóðanna hér á landi og gera þá
að því mikla afli sem þeir hafa orð-
ið þjóðinni allri til ómældrar gæfu.
Víglundur Þorsteinsson var vel
að sér á ótrúlega mörgum sviðum.
Þá var hann hugmyndaríkur og
víðsýnn.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst honum og fengið tækifæri
til að vinna með honum og njóta
leiðsagnar hans þar sem leiðir
lágu saman.
Ég mun sakna þessa mikla bar-
áttumanns. En mestur er missir
nánustu ættingja hans.
Ég sendi þeim öllum innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Víglundar Þorsteinssonar.
Helgi Magnússon.
Við Víglundur Þorsteinsson
áttum langt og farsælt samstarf í
stjórn Lífeyrissjóðs verzlunar-
manna.
Hann var einn þeirra manna
sem áttu hvað mestan þátt í upp-
byggingu Lífeyrissjóðsins síðustu
áratugi.
Víglundur kom inn í stjórn
sjóðsins sem fulltrúi iðnrekenda
árið 1986 og varð formaður sjóðs-
ins 1992. Iðnaðurinn lagði mikla
rækt við sjóðinn og til marks um
það hafa helztu forystumenn iðn-
rekenda átt sæti í stjórn sjóðsins
og hefur sú hefð haldizt fram á
þennan dag.
Með aðkomu iðnaðarins að
sjóðnum breikkaði grundvöllur
hans, en í breiddinni og stærðinni
hefur falizt mikill styrkur.
Sem forystumaður atvinnurek-
enda lagði Víglundur áherslu á
sátt í þjóðfélaginu, sátt milli
stétta, sátt milli launamanna og
atvinnurekenda, en líka sátt milli
kynslóðanna.
Hann sá „stóru línurnar“ ef svo
má að orði komast, var vakandi yf-
ir velferð lífeyrisþega og hvernig
mætti ávaxta fé sjóðsfélaga með
sem bestum hætti.
Eitt sinn kom hann með mér á
fund samtaka amerískra stofn-
fjárfesta og við kynntum okkur
fjárfestingar þarlendra lífeyris-
sjóða í hlutabréfum. Lífeyrissjóð-
ur verzlunarmanna átti eftir að
verða í fararbroddi lífeyrissjóða
þegar kom að fjárfestingum í ís-
lensku atvinnulífi. Sú stefna hefur
reynst afar farsæl fyrir ávöxtun
sjóðanna og um leið mikilvæg fyr-
ir fjármögnun stórra fyrirtækja.
Það var okkur verzlunarmönn-
um mikið lán að eiga samstarf við
ýmsa af reyndustu og farsælustu
athafnamönnum landsins í stjórn
Lífeyrissjóðsins, menn eins og
Víglund, sem störfuðu af einlægri
hugsjón fyrir bættum hag lífeyris-
þega og friði á vinnumarkaði. Með
Víglundi er genginn einn af
fremstu forystumönnum íslenzks
atvinnulífs.
Ég sendi Kristínu, sonum Víg-
lundar og öðrum aðstandendum
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Guðmundur H. Garðarsson.
✝ Kristín Árna-dóttir fæddist á
Ormarsstöðum í
Fellahreppi 12.
desember 1939.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Hrafnistu í Reykja-
vík 9. nóvember
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Árni Þór-
arinsson, f. 29.
ágúst 1893, d. 4. apríl 1975, og
Sólveig Eiríka Sigfúsdóttir, f. 23.
febrúar 1897, d. 12. júní 1985.
Kristín var yngst af Ormarsstaða-
systkinunum, þau voru: Þórarinn,
f. 25. janúar 1920, d. 12. júní 1996,
Sigfús, f. 29. mars 1921, d. 7. októ-
ber 1997, Bergsteinn, f. 17. júlí
1926, d. 18. mars 1991, Ormar, f.
óskírður, f. 6. nóvember 2018.
Kjaran tölvunarfræðingur, f. 13.
júní 1984, maki Fredrikke Bang
verkefnastjóri, f. 20. maí 1988.
Benedikt, f. 6. janúar 1993, nemi.
Sambýlismaður Halldóru er
Steindór Gunnlaugsson fram-
kvæmdastjóri, f. 11. október 1961.
Dóttir Kristínar er Þórdís, f. 9.
maí 1970, faðir hennar er Vil-
hjálmur Sigurlinnason, f. 6. jan-
úar 1944.
Kristín giftist Ívari Daníelssyni
lyfsala, f. 18. júlí 1920, d. 14.
nóvember 2017, þau skildu.
Sálufélagi Kristínar síðustu ár-
in var Adolf Haraldsson húsa-
smíðameistari, f. 5. ágúst 1939.
Kristín fluttist til Reykjavíkur
ung að árum. Hún vann við marg-
vísleg störf um ævina, meðal ann-
ars í verslun, banka og við
umönnun aldraðra.
Útför Kristínar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 21.
nóvember 2018, klukkan 13.
6. apríl 1928, d. 9.
maí 1993, og Guð-
rún, f. 28. september
1930, búsett á Egils-
stöðum.
Kristín giftist
Kjartani Sveinssyni
tæknifræðingi, f. 4.
september 1926, d.
27. september 2014,
þau skildu. Þeirra
sonur var Sveinn
Kjartansson pípu-
lagningameistari, f. 12. desember
1957, d. 25. september 2000.
Hans kona var Halldóra Lydía
Þórðardóttir sjúkraliði, f. 17.
september 1959, þeirra börn eru:
Þuríður Ósk hjúkrunarfræð-
ingur, f. 13. júní 1981, maki Ölvir
Styrr Sveinsson kerfisfræðingur,
f. 4. janúar 1975, sonur þeirra
Kristín eða Stína eins og við
kölluðum hana oftast var yngst
af börnum Árna og Eiríku á
Ormarsstöðum í Fellum.
Fyrstu minningar mínar af
Stínu voru þegar hún kom við á
æskuheimili mínu á Egilsstöðum
á leið í heimsókn á æskuslóðir
sínar, oft til að heimsækja Svein
son sinn sem var í sveit hjá afa og
ömmu. Það var alltaf tilhlökkun
að fá þau mæðgin frá Reykjavík í
heimsókn.
Stína var bæði falleg og glæsi-
leg kona. Auk þess heilluðu mig
fallegu og litríku fötin hennar,
túberaða hárið og mikil förðun
sem tíðkaðist hjá Reykjavíkur-
dömum þess tíma. Stína gladdi
alla og ekki síst Ormar föður
minn sem var alltaf með sérstak-
an gleðisvip þegar litla systir
kom í heimsókn. Góðlátleg
stríðni milli þeirra systkina hlát-
ur og gleði er okkur systkinum
minnisstætt. Síðar áttaði ég mig
á því hversu góðir vinir þau voru
og náin.
Í sumardvöl Svenna á Orm-
arsstöðum myndaðist góður vin-
skapur með okkur systkinum.
Við unnum með honum við ýmis
störf í sveitinni og eftir dags-
verkið var farið upp í kompur
eins og herbergi Svenna voru
kölluð. Þar var sérstök stemning
á sumarkvöldum þegar Svenni
sýndi okkur bíó. Hann átti for-
láta upptöku- og sýningarvél.
Svenni sýndi okkur myndir af líf-
inu í sveitinni og aðkeyptar bíó-
myndir.
Á þessari stundu er mér of-
arlega í huga þakklæti til Stínu
fyrir þá miklu aðstoð sem hún
veitti mér og fjölskyldu minni
gegnum árin. Hún tók á móti
okkur og aðstoðaði í heimsókn-
um til Reykjavíkur. Stína var
líka stoð og stytta í alvarlegum
veikindum móður minnar á mín-
um menntaskólaárum og síðar á
lífsleiðinni. Auk þess fékk ég að
leigja íbúð hennar hluta af mín-
um námsárum.
Eitt af síðustu skiptunum sem
þau systkin Ormar og Kristín
hittust austur á Egilsstöðum
ákváðu þau að fara á harmonik-
kudansleik í félagsheimilinu
Hjaltalundi og bjóða Þórarni
frænda þeirra á Hjarðarbóli
með. Stína var bílstjóri fyrir
„strákana“ og var tilhlökkunin
og gleðin líkt og unglingar væru
að fara á sinn fyrsta dansleik.
Þetta eru minningar sem ylja.
Áföll í lífi Stínu voru mörg en
alltaf hélt hún áfram hnarreist og
glæsileg. Lengi vel var hún ein-
stæð móðir í Reykjavík og bjó
börnum sínum fallegt heimili
enda var Stína mikill fagurkeri.
Sérstaklega er mér minnisstætt
handverk Stínu í fallegu útsaum-
uðu stólunum hennar.
Eftir veikindi Þórdísar og
hvarf Svenna var líf Kristínar oft
erfitt. Barnabörnin og Þórdís
voru hennar líf og yndi og í heim-
sóknum mínum til hennar fékk
ég alltaf nýjustu fréttir af þeim.
Hún var sérstaklega stolt af því
að segja frá gengi þeirra í námi. Í
síðustu heimsókn mín til Stínu
seinni partinn í október sá ég að
henni hafði hrakað en það gladdi
mig að sjá kunnuglegt bros og
heyra gleðihlátur þegar væntan-
legt langömmubarn bar á góma.
Þegar nýtt líf kviknar er það oft
að annað kveður. Fyrsta lang-
ömmubarn Stínu fæddist á
þriðjudegi og hún kvaddi aðfara-
nótt föstudags. Blessuð sé minn-
ing góðrar og fallegrar frænku.
Signý Ormarsdóttir.
Mig langar til að minnast
Kristínar Árnadóttur móðursyst-
ur minnar í nokkrum orðum.
Hún fór burt úr sinni heimasveit
Fellahreppi á Héraði suður til
Reykjavíkur fyrir mitt minni.
Giftist ung og eignaðist soninn
Svein. Ég á þó minningar um
hana í heimsókn hjá afa og ömmu
á Ormarsstöðum og ég man hvað
mér fannst hún alltaf fín og flott.
Þegar ég fór í Verslunarskól-
ann 16 ára gamall kynntist ég
Stínu fyrst í raun og veru. Hún
var þá einstæð móðir með ný-
fædda stúlku og son á ferm-
ingaraldri og hafði ekki mikið
handa á milli. Þó að íbúðin henn-
ar væri ekki stór vildi hún endi-
lega að ég byggi hjá sér og gerði
ég það annan veturinn minn í
bænum. Það var einstaklega gott
að búa hjá henni og ekki skaðaði
það að stutt var að labba frá
Grettisgötunni þar sem hún bjó
yfir í Versló sem þá var á Grund-
arstígnum.
Þegar ég hóf sambúð með
Guðrúnu, verðandi eiginkonu
minni, skapaðist góður vinskapur
og mikill samgangur milli okkar
sérstaklega þegar við bjuggum á
Háteigsvegi og í Álftamýri og
hún á Rauðarárstíg.
Á þessum árum var hún smám
saman að reyna að komast í
betra og stærra húsnæði. Úr
kjallaraíbúð í Miðtúni, í hæð á
Grettisgötu, síðan í íbúð á Rauð-
arárstíg. Hún vildi hafa fínt í
kringum sig og við reyndum að
hjálpa henni eftir bestu getu við
að mála og veggfóðra.
Á þessum árum vann hún við
verslunarstörf, m.a. í Gjafahús-
inu á Skólavörðustíg og Hús-
gagnaversluninni Bláskógum.
Snemma á áttunda áratugnum
hóf hún sambúð með Ívari Daní-
elssyni lyfsala og bjuggu þau
fyrst í Garðabæ en síðar í lúxus-
íbúð í byggingu Borgarapóteks í
Álftamýri. Árin með Ívari hafa
án efa verið henni góð og meira
handa á milli en áður. En um
1990 dró ský fyrir sólu þegar
dóttir hennar hún Þórdís (Dísa)
veiktist alvarlega. Þau Ívar
skildu og við tóku ár mikils rót-
leysis. Hún var alltaf að leita eft-
ir betri aðstöðu til að geta haft
Dísu hjá sér. Á þessum árum
keypti hún og seldi fleiri íbúðir
en ég hef tölu á en endaði í Mos-
arima í Grafarvogi þar sem hún
bjó í mörg ár meðan hún gat en
síðustu árin hefur hún dvalið á
Hrafnistu.
Á árinu 2000 varð hún fyrir
öðru þungu áfalli þegar Sveinn
sonur hennar hvarf sporlaust frá
eiginkonu og börnum. Því miður
hefur lík hans aldrei fundist og
það gat hún aldrei sætt sig við.
Segja má að eftir þessi áföll
hafi líf Stínu orðið mjög erfitt og
hún sá lítið til sólar. Hún var ekki
sú Stína sem við þekktum áður.
Heilsu hennar hrakaði og hún
varð gömul langt fyrir aldur
fram.
Að leiðarlokum viljum við
þakka fyrir samfylgdina í gegn-
um árin.
Blessuð sé minning Kristínar
Árnadóttur.
Örn og Guðrún.
Kristín Árnadóttir
Ekki datt okkur í
hug þegar við kvödd-
um vin okkar Jón á
Spáni í október að við
værum að kveðjast í síðasta sinn.
Lífið er hverfult.
Ég man fyrst eftir Jóni sem lít-
il stelpa í Mjólkursamsölunni í
Reykjavík þar sem pabbar okkar
unnu, Gústi og Toni.
Síðan lágu leiðir okkar aftur
saman fyrir 30 árum. Jón og
Gullý eiginkona hans urðu góðir
vinir okkar og við höfum átt
margar góðar stundir saman, á
Íslandi, í Danmörku og ekki má
gleyma Spáni.
Jón Rafns
Antonsson
✝ Jón Rafns Ant-onsson fæddist
24. mars 1947. Hann
lést 7. nóvember
2018.
Útför hans fór
fram 19. nóvember
2018.
Gestrisni
þeirra í okkar
garð verður seint
fullþökkuð. Það
var alltaf gott að
leita ráða hjá Jóni
og kom það sér
vel þegar við
fluttum í vor. Jón,
eða Nonni eins og
hann var kallað-
ur, var vinur vina
sinna, traustur og
ljúfur.
Elsku Gullý, Sólveig, Svava og
Guðrún Andrea, ykkar missir er
mikill. Svava móðir Jóns sér á
eftir elsta syni sinum. Megi Guð
gefa þeim styrk.
Við viljum hugsa til Jóns vinar
okkar i Sumarlandinu á grænum
velli með 18 holum, þá vitum við
að hann er á góðum stað.
Minning um góðan dreng mun
lifa.
Jörgen og Svava.