Morgunblaðið - 21.11.2018, Page 27

Morgunblaðið - 21.11.2018, Page 27
og starfaði þar til 1973. Þá flutti hún til Hellu á Rangárvöllum og kenndi þar til ársins 1984. Hún flutti þá til Selfoss, kenndi þar í eitt ár og flutti síðan til Akureyrar. Þar kenndi hún við Lundarskóla í þrjú ár og starfaði einnig í Stjörnuapóteki. Árið 1988 flutti Guðný svo aftur heim á æskuslóðirnar, til Siglu- fjarðar, og kenndi við Grunnskóla Siglufjarðar í 20 ár. Hún hætti kennslu árið 2008 og í kjölfarið dvaldi hún á Spáni í tæpt ár. Siglfirðingurinn Guðný sótti sinn pólitíska áhuga suður í Rangárvalla- sýslu: „Áhuginn á pólitík kviknaði þegar ég var búsett á Hellu og var enn til staðar þegar ég kom aftur til Siglufjarðar. Þar starfaði ég í Alþýðu- bandalaginu og síðar Samfylking- unni, sat í bæjarstjórn á Siglufirði frá 1994-2006 og var forseti bæjar- stjórnar síðustu fjögur árin.“ Guðný situr í sóknarnefnd Siglu- fjarðarkirkju og í stjórn Norræna fé- lagsins. Hún vann að uppbyggingu Síldarminjasafnsins og er félagi í FÁUM, félagi áhugamanna um minjasafn. Þá situr hún í stjórn kvæðamannafélagsins Rímu og kveð- ur við raust með félögum sínum þar við ýmis tækifæri. Guðný er músíkölsk og hefur sung- ið í fjölda kóra: „Ég byrjaði að syngja í kirkjukór í Oddakirkju á Rang- árvöllum og hef sungið síðan í kirkju- kórum á Akureyri og Siglufirði. Ég var einn stofnandi sönghópsins Fim- mundar sem kom fram við mörg tækifæri. Ég hef stundað nám í tón- list bæði á píanó, þverflautu og í söng og er enn nemandi við tónlistarskól- ann á Siglufirði. Það er alltaf hægt að bæta einhverju við sig í tónlistinni.“ Fjölskylda Sambýlismaður Guðnýjar er Haf- þór Rósmundsson, f. 4.6. 1943, fyrrv. sjómaður og forstöðumaður lífeyr- issjóðs verkalýðsfélaganna á Norður- landi vestra. Foreldrar hans voru María Jóhannsdóttir, f. 26.7. 1891, d. 26.11. 1969, húsfreyja, og Rósmundur Guðnason, f. 6.3. 1900, d. 23.7. 1967, sjómaður. Þau voru búsett á Siglu- firði. Eiginmaður Guðnýjar frá því áður var Steindór Hjörleifsson, f. 1938, d. 2011, en þau skildu 1972. Hún var í sambúð með Stefáni M. Halldórssyni, f. 1949, en þau skildu 1973. Þá var hún gift Daníel Þorsteinssyni, f. 1955, en þau skildu 1986. Börn Guðnýjar: 1) Páll Steindór Steindórsson, f. 3.12. 1966, d. 5.8. 2013, flugmaður, var búsettur á Ak- ureyri en eftirlifandi kona hans er Sigríður María Hammer viðskipta- fræðingur og eru barnabörnin Guðný Birta og Sara Elísabet; 2) Halldór Már Stefánsson, f. 12.7. 1972, tónlist- arkennari, búsettur í Barselóna á Spáni en kona hans er María Jose Boira Sales tónlistarkennari og eru barnabörnin Stefán, Katrín og María, og 3) Ólöf Kristín Daníelsdóttir, f. 17.1. 1979, skjalastjóri, búsett á Siglu- firði en maður hennar er Jón Hrólfur Baldursson rakari og eru barnabörn- in Emma Hrólfdís og Ellen Daðey Systkini Guðnýjar eru Jón Pálsson, f. 22.2. 1942, rafvirki, búsettur í Þor- lákshöfn; Þórunn Pálsdóttir, f. 6.5. 1945, hárgreiðslukona á Akureyri; Unnur Björk Pálsdóttir, f. 29.7. 1946, húsfreyja og verslunarmaður á Ak- ureyri, og Magnús Pálsson, f. 15.10. 1955, yfirfélagsráðgjafi á Reykja- lundi, búsettur í Reykjavík.. Foreldrar Guðnýjar: Páll Magn- ússon, f. 21.3. 1918, d. 23.7. 1974, bif- reiðastjóri, búsettur á Siglufirði og síðar á Akureyri, og k.h., Auður Magnea Jónsdóttir, f. 21.4. 1921, hús- freyja og starfaði lengi í versluninni Amaró á Akureyri Úr frændgarði Guðnýjar Pálsdóttur Guðný Pálsdóttir Guðný Jónasdóttir húsfr. í Heiðarseli Magnús Benediktsson b. í Heiðarseli í Gönguskörðum Unnur Magnúsdóttir húsfr. á Sauðárkróki Auður M. Jónsdóttir húsfr. á Siglufirði og verslunarm. áAkureyri Jón Björnsson verslunarm. á Sauðárkróki Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfr. á Unastöðum Björn Björnsson b. á Unastöðum í Kolbeinsdal, síðar á Sauðárkróki Hrólfdís Hrólfsdóttir húsfr. á Siglufirði Hrólfur Baldursson rakari og bareigandi á Siglufirði Emma Magnúsdóttir verkakona á Siglufirði Brynja Magnúsdóttir verkak. á Siglufirði Gunnhildur Eldjárnsdóttir bankastarfsm. í Rvík og á Seyðisfirði Eldjárn Magnússon kjötiðnaðarmaður á Siglufirði og í Rvík Unnur Guðný Björnsdóttir hárgreiðsluk. á Sauðárkróki Björn Jónsson rafvirki á Sauðárkróki Kári Jónsson símstöðvarstj. á Sauðárkróki Óli Björn Kárason alþm. igríður Jónsdóttir húsfr. í Kópavogi SEgill Þórðarson ljóðskáld Magnús Jónsson fv. úsasmiður í Ástralíuh Sigríður Magnúsdóttir veitingak. á Sauðárkróki Anna Friðrika Daníelsdóttir húsfr. á Grund í Svarfaðardal Sigurður Halldórsson b. og skipstj. á Grund í Svarfaðardal Þórunn Sigurðardóttir húsfr. á Grund og á Siglufirði Magnús Pálsson búfr. og b. á Grund í Svarfaðardal og verkam. á Siglufirði Guðrún Magnúsdóttir húsfr. á Hóli Páll Björnsson b. á Hóli í Svarfaðardal Páll Magnússon bílstjóri á Siglufirði og síðar áAkureyri ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 Skapaðu þinn eigin stíl með Edge skápaeiningunum frá Hammel. Ótal möguleikar á uppröðun og útfærslum. Þú velur hvort þú hengir skápana upp á vegg eða setur fætur undir. Dönsk hönnun og framleiðsla. 95 ára Hilmar Hafsteinn Júlíusson 85 ára Sigurlaug Guðvarðsdóttir 80 ára Jónasína S. Hallmundsdóttir Svanborg Erla Ingvarsdóttir 75 ára Guðný Pálsdóttir Gunnar Valur Jónsson Hafdís Rut Pétursdóttir Jón Aðalsteinsson Kristín Halla Jónsdóttir Steinþóra Vilhelmsdóttir Vilhjálmur Björnsson 70 ára Ástríður Ólafsdóttir Guðmundur Guðmarsson Halldór Ingvason Kristín Árnadóttir Páll Guðjón Ágústsson Siggerður Aðalsteinsdóttir 60 ára Auður Stefánsdóttir Ásdís Harpa Guðmundsdóttir Bryndís Gertrud Hauksdóttir Hauth Gísli Petersen Guðbjörg Sigríður Pétursdóttir Hansína Kristjánsdóttir Ingi Khang Hoang Jóhannes E. Jóhannesson Jón Ingigeir Jónsson Ormur Helgi Sverrisson Páll Helgi Valdemarsson Ragnheiður Ingadóttir Sawai Kongkaeo Sigrún Jónsdóttir Sigrún Þorgeirsdóttir Sigurjón Haukur Valsson Sirina Margret Ayabadda Dewage Skúli Sveinsson 50 ára Ari Arnalds Jónasson Cinzia Epis Hafdís Hafsteinsdóttir Ilona Arlauskiené Joaquim I. Da Silva Eugénio Júlía Yanzhong Xiao Karvel Líndal Hinriksson Sigurgeir Ólafsson 40 ára Bruno Miguel Cardoso Correia Brynja Ástráðsdóttir Elsa Kristjánsdóttir Leifur Örn Gunnarsson Margrét Kolbeinsdóttir Ragnar Stefán Halldórsson Rögnvaldur Ingi Ólafsson Sigríður Pétursdóttir Sólveig Dögg Alfreðsdóttir Sturla Hilmarsson Örn Ægir Barkarson 30 ára Alda María Almarsdóttir Elvar Sigurðsson Eva Sif Helgadóttir Guðni Þór Einarsson Hjörtur Freyr Jóhannsson Hólmfríður Sunna Guðmundsdóttir Ingibjörg Elsa Turchi Jóhann Eyþór Jóhannsson Jónas Halldór Friðriksson Mykhailo Ivanchyshyn Ólafur Davíð Friðriksson Stefán Páll Skarphéðinsson Valerio Ferrara Til hamingju með daginn 30 ára Ólafur Davíð ólst upp í Reykjavík og Dan- mörku, býr í Mosfellsbæ, lauk BSc-prófi í eðlisfræði frá HÍ og er að hefja nám í byggingaverkfræði. Bræður: Guðmundur Guðmundsson, f. 1980, og Daníel Friðriksson, f. 1990. Foreldrar: Valdís Guð- mundsdóttir, f. 1952, leik- skólakennari, og Friðrik Ólafsson, f. 1959, bygg- ingaverkfræðingur. Ólafur Davíð Friðriksson 30 ára Jóhann ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk stúdentsprófi frá Kvennó og starfar hjá Sorphirðu Reykjavíkurborgar. Unnusta: Saga Roman, f. 1992, MS-nemi við HÍ. Systkini: Hálldór Davíð, f. 1977; Ásthildur María, f. 1984, og Vilberg, f. 1991. Foreldrar: Jóhann Vil- bergsson, f. 1960, búsett- ur í Reykjavík, og Eygló Ástvaldsdóttir, f. 1958, d. 2003. Jóhann Eyþór Jóhannsson 30 ára Ingibjörg ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk BA-prófi í latínu og forn- grísku frá HÍ og stundar nú BA-nám í tónsmíðum og rythmísku kennara- námi við LHÍ. Maki: Hróðmar Sigurðs- son, f. 1991, tónlistar- maður og gítarkennari. Foreldrar: Paolo Turchi, f. 1964, kennari, og Sigríður E. Laxness, f. 1958, bók- menntafræðingur og rit- ari. Ingibjörg Elsa Turchi  Valgerður Pálmadóttir hefur varið doktorsritgerð sína í hugmyndasögu við háskólann í Umeå í Svíþjóð. Rit- gerðin ber heitið Perplexities of the Personal and the Political: How wo- men’s Liberation became Women’s Human Rights (ísl.: Um hið persónu- lega og hið pólitíska: Frá kvennabar- áttu til mannréttinda). Leiðbeinendur voru dr. Sara Eden- heim, dósent í sagnfræði og kynja- fræði, og dr. Lena Eskilsson, dósent í hugmyndasögu við Umeåháskóla. Í rannsókninni fjallar Valgerður um hvernig baráttan gegn ofbeldi gegn konum hefur tekið breytingum í ár- anna rás. Orðræða 7. áratugarins um kvenfrelsi var smám saman leyst af hólmi af orðræðu um mannréttindi kvenna. Áherslan á meðvitund kvenna og réttláta reiði yfir ranglátu kerfi vék smám saman fyrir áherslu á að auka skilning og meðlíðan annarra á stöðu kvenna, sérstaklega aðila með stofnanalegt og pólitískt vald. Rannsóknin sýnir að einkunnar- orðin „hið persónulega er pólitískt“ hafa mikilvæga og margræða þýð- ingu í sögu kvennabaráttunnar og þau hafa verið túlkuð á mismunandi hátt eftir sögulegu, pólitísku og fræðilegu samhengi. Slagorðið „hið persónulega er pólitískt“ er því ekki barn síns tíma heldur lifandi bar- áttutæki sem nýst getur undirskip- uðum og jaðarsettum hópum í marg- víslegu samhengi. Valgerður Pálmadóttir Valgerður Pálmadóttir er fædd í Svíþjóð árið 1984 en uppalin í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2004, BA námi í heimspeki og félagsfræði við Háskóla Íslands árið 2007 og mastersnámi í hug- myndasögu við Gautaborgarsháskóla árið 2010. Sambýlismaður Valgerðar heitir Kasper Kristensen og sonur þeirra Alvar Pálmi. Þau búa í Uppsölum í Svíþjóð. Í dag, miðvikudaginn 21. nóvember, heldur Valgerður fyrirlestur á vegum MARK Miðstöðvar margbreytileika og kynjarannsókna, og Heimspekistofnunar HÍ um rannsókn sína. Fyrirlesturinn er í sal HB 5 í Háskólabíói kl. 12-13. Doktor

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.