Morgunblaðið - 21.11.2018, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Það gengur mikið á í Ljósmynda-
skólanum þegar blaðamann ber þar
að garði morgunn einn í liðinni viku.
Allir að hamast við að undirbúa tök-
ur á tónlistarmyndbandi fyrir hip-
hop-sveitina Cyber. Leikstjóri
myndbandsins, Kolfinna Nikulás-
dóttir, tekur á móti blaðamanni en
hún vakti mikla athygli fyrir fáein-
um árum sem ein liðskvenna
hipphopp-sveitarinnar Reykjavík-
urdætra líkt og Cyber-konur, þær
Salka Valsdóttir, Jóhanna Rakel
Jónasdóttir og Þura Stína Kristleifs-
dóttir.
Óljóst markmið
Cyber sendi á dögunum frá sér
konseptplötuna Bizness sem fjallar
um fyrirtæki sem selur gardínur og
demanta og gerist platan öll á einum
vinnudegi. Í stúd-
íói er einmitt ver-
ið að stilla upp
leikmynd fyrir
bankaútibú sem
kemur við sögu á
plötunni og Salka
og Þura eru á leið
í smink þegar blaðamaður nær tali
af þeim.
Þær eru fyrst spurðar að því hvað
sé eiginlega að gerast í myndband-
inu. „Það er nóg að gerast. Það er
verið að segja frá þremur konum
sem eru aðeins of uppteknar, eru að
vinna rosalega mikið en vita ekki
endilega hvert markmiðið er eða
hvert þetta stefnir. Það er aldrei
neitt sérstaklega glaðlegt yfir þessu
myndbandi,“ svarar Salka kímin.
Litirnir dofni og myndbandið verði
súrrealískara eftir því sem á líður.
Bið eftir hinu og þessu
Myndbandið er við lagið „Hold“
sem fjallar, eins og titillinn gefur til
kynna, um bið. „Að bíða eftir því að
eitthvað breytist eða gerist í þínum
starfsferli eða hverju sem þú ert að
bíða eftir,“ útskýrir Salka og Þura
bætir við að þetta geti líka verið bið
eftir hversdagslegum hlutum eins og
að fá afgreiðslu í banka.
– Þið eruð ekki að bíða eftir þjón-
ustufulltrúa?
„Líka en svo er það líka bara þessi
hversdagslega bið eftir hinu og
þessu sem maður skilur ekki endi-
lega af hverju maður er að bíða eft-
ir,“ segir Salka. „Það eru nokkrar
raðir í þessu myndbandi og banki,
við erum að smíða banka í þessu
stúdíói og erum líka að búa til útópíu
sem er í einhvers konar garðhúss-
teboði sem er þá meira eins og
himnaríki í þessum heimi. Að vera í
núinu að njóta án þess að vera að
bíða eftir einhverju.“
Cyber bregður sér líka inn í
skjalatösku í myndbandinu sem
verður án efa ansi skrautlegt. „Við
megum eiginlega ekki segja of mik-
ið,“ segir Þura.
Ekki rekið af ástríðu
– Þetta er konseptplata og sagan
gerist á einum degi í fyrirtæki sem
seldur gardínur og demanta, ekki
satt?
„Jú, á skrifstofunni hjá Cyber In-
corporated,“ svarar Þura og ber
fram nafn fyrirtækisins með miklum
bandarískum hreim.
– Hvers vegna urðu þessar vörur,
gardínur og demantar, fyrir valinu?
„Það er bara það sem fólk þarf í líf
sitt,“ svarar Þura stutt og laggott og
Salka bætir við: „Þetta gerðist eig-
inlega bara óvart, það hefur bara
verið gat í markaðnum þegar fyrir-
tækið var stofnað. Þetta er ekki fyr-
irtæki sem rekið er af ástríðu.“
– Hvaðan kom þessi hugmynd eða
konsept?
„Það þróaðist bara yfir svolítinn
tíma, við vinnum með fagurfræðilegt
konsept á hverju ári sem við endur-
nýjum alltaf. Í fyrra vorum við að
vinna með hrylling, gáfum þá út
plötuna Horror,“ segir Salka og
Þura segir að þeirri hugmynd hafi
fylgt latex- og leðurheimur. „Sviðs-
fatnaðurinn okkar var alltaf þann-
ig,“ segir hún. Salka segir að í kjöl-
farið hafi komið bissness-konsept en
þá meira fagurfræðilegt, „að fara yf-
ir í öðruvísi „powerplay“ sem er þá
meira að vera í jakkafötum eða í svo-
lítið karllægum heimi.“
Konur í bransanum
– Eru konur að taka völdin á þess-
ari plötu, af körlunum?
„Já, svona meðal annars. Ég
myndi segja að þessi plata væri
blanda af því að vera um þessar per-
sónur og þessa framvindu sem á sér
stað á skrifstofunni,“ segir Salka og
Þura bætir við að þær vinni allar á
skrifstofunni og að yfirmaðurinn sé
ekki til staðar en sonur hans, leikinn
af rapparanum Króla, stýri fyrir-
tækinu í hans stað.
Salka segir plötuna líka að hluta
til fjalla um þær Cyber-konur innan
tónlistarbransans, reynslu þeirra af
honum. Þær séu að segja frá reynslu
sinni en þó ekki með línulegri frá-
sögn.
„Undirtónarnir á plötunni eru líka
mjög mikið okkar reynsla af þeim
bisness sem við erum í. Hverju er
maður að bíða eftir innan hans, hvað
er maður að gera, hvenær er maður
ánægður, hvenær líður manni illa?
Ég hugsa stundum um hvernig væri
að vera ekki í þessum bisness og
finnst það setja mjög mikið tóninn
fyrir vangavelturnar á þessari
plötu,“ segir Salka og Þura tekur
undir þetta.
– Hafið þið fundið fyrir miklu and-
streymi?
„Auðvitað hefur maður gert það í
gegnum tíðina, við byrjum í Reykja-
víkurdætrum sem fengu gífurlega
mikið mótlæti til að byrja með,“
svarar Salka og Þura segir dæt-
urnar enn mæta miklu mótlæti. „Það
var og er ekki enn eitthvað brjálað
pláss fyrir konur í þessum bisness,
þessum tónlistargeira,“ segir Þura.
Salka kinkar kolli og segir þetta þó
ekki það eina sem liggi þeim á
hjarta. Tónlistarmenn þurfi almennt
að leggja mikið undir og hægara
sagt en gert að lifa af listinni.
Spaugilegri en Horror
– Horror var dálítið drungaleg en
Bizness er miklu léttari, það er
kannski meiri húmor á henni, eða
hvað? Eða virkar hún þannig á mann
af því tónlistin er léttari?
„Kannski. Á Horror vorum við að
vinna með svolítið persónuleg þemu
og m.a.s. að vinna markvisst að því
að gera þau drungalegri. Taka hluti
sem eru í raun ekkert svo drama-
tískir eða drungalegir,“ svarar Salka
og Þura tekur í sama streng. „Við
vorum ekki að vinna með eins mikla
sögu þá og karaktersköpun, leit-
uðum meira inn á við,“ segir hún.
Salka segir að á Bizness sé ekki
endilega verið að taka á léttari mál-
um en hins vegar unnið úr þeim á
ákveðnum ímynduðum stað, skrif-
stofu, sem skapi meiri spennu og
keyrslu. Þura bætir við að persónu-
sköpunin hafi skilað spaugilegri
plötu en þeirri á undan og að á Biz-
ness megi finna hreina frásögn frá
upphafi til enda.
„Við höfum alltaf séð þessa skrif-
stofu fyrir okkur sem eitthvert öm-
urlegt, bandarískt fyrirtæki. Þú
gætir aldrei selt demanta og gard-
ínur á Íslandi,“ segir Salka kímin og
Þura segist einmitt hafa séð mörg
álíka undarleg fyrirtæki á dögunum
þegar sveitin Cyber var stödd í Kan-
ada. „Þú myndir aldrei sjá svona
starfsemi á Íslandi,“ bendir hún á og
ef slíkt fyrirtæki myndi skjóta upp
kollinum hér á landi væri líklega
eitthvað vafasamt á ferð þar innan-
dyra.
Morgunblaðið/Eggert
Hugsi Kolfinna leikstjóri klórar sér
í kollinum við tökur í liðinni viku.
Fólk þarf gardínur og demanta
Cyber gefur út Bizness Einn dagur á skrifstofu Cyber Incorporated „Ég hugsa stundum um
hvernig væri að vera ekki í þessum bisness,“ segir ein Cyber-kvenna um tónlistarbransann
Bizness-konur Vinkonurnar í Cyber
komnar í skrifstofufötin og tilbúnar í
tökur á myndbandi við lagið „Hold“.