Morgunblaðið - 21.11.2018, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018
Huldar lögreglumaður ogFreyja sálfræðingur eruí aðalhlutverki í nýjustubók Yrsu Sigurðardótt-
ur, Brúðunni. Bókin er sú fjórtánda
eftir Yrsu en fyrsta spennusagan
eftir hana, Þriðja táknið, kom út árið
2005.
Líkt og í fyrri bókum Yrsu þar
sem Huldar og Freyja eru í aðal-
hlutverki segir í lýsingu að sagan
tali beint inn í samtímann. Það pass-
ar ágætlega því auðvelt er að hugsa
sér að sagan hafi
gerst á nýliðnu
sumri. Það getur
bæði verið já-
kvætt og nei-
kvætt en sögu-
persónum varð til
að mynda nokkuð
tíðrætt um skíta
sumarveður; líkt
og síðasta sumar
var á höfuðborgarsvæðinu. Ein-
hverjir Reykvíkingar gætu orðið
þreyttir á upprifjuninni á sólarlausa
sumrinu en erlendum aðdáendum
Yrsu þykir þetta kannski skemmti-
legt.
Atburðir bókarinnar gætu vel
gerst á Íslandi í nútímanum; ferða-
menn sem hverfa sporlaust, úti-
gangsmaður myrtur og for-
stöðumaður vistheimilis sakaður um
alvarlegan glæp. Auk þess virðist
illa farin, dularfull og gömul brúða
skipta einhverju máli.
Persónur bókarinnar eru mis-
spennandi en aðdáendur Yrsu kann-
ast vel við Huldar og Freyju. Hann
virkar ekki spennandi pappír en
meira er spunnið í hana. Eins og áð-
ur er eitthvert neistaflug þeirra á
milli en meirihluti neistanna virðist
koma frá honum. Bestu hlutar bók-
arinnar eru þegar sagan er sögð frá
sjónarhóli Freyju.
Af öðrum er vert að nefna ung-
lingana sem dvöldu á vistheimilinu;
þau Rósu og Tristan. Bæði virðast
þau mjög klár þrátt fyrir að líf
þeirra hafi alls ekki verið neinn dans
á rósum.
Bókin skröltir af stað eins og gam-
all Rússajeppi á leið í ferðalag sem
hann hefur engan áhuga á að fara.
Það reyndist erfitt að halda aug-
unum opnum framan af en þegar
líða tók á bókina, sérstaklega þegar
svona ¾ hlutar hennar voru búnir,
reyndist erfitt að leggja hana frá
sér.
Fléttan sjálf dansar á mörkum
þess að vera einum of ótrúverðug en
nær þó að halda sig réttum megin
við mörkin. Þegar lesandi er kominn
að hápunkti spennunnar tekur við
nokkuð furðulegur kafli. Í staðinn
fyrir kafla með yfirheyrslum á
brotafólki, þar sem upp kemst hvað
gerðist og af hverju, kemur mestur
hluti atburðanna í ljós í frásögn frá
Huldari lögregluþjóni.
Mér fannst það heldur furðulegur
endir en komst svo fljótt að því að
enn voru nokkrar blaðsíður ólesnar.
Endirinn er algjör bomba og fær
mann til að velta fyrir sér lífinu og
sorglegum og oft á tíðum ótrúlegum
tilviljunum.
Yrsa hefur eignast marga aðdá-
endur síðan Þriðja táknið kom út
fyrir 13 árum og þeir munu ekki
verða fyrir vonbrigðum með Brúð-
una.
Fjórtánda bókin „Endirinn er algjör bomba og fær mann til að velta fyrir
sér lífinu,“ segir rýnir um nýja spennusögu Yrsu Sigurðardóttur.
Dansað á mörkum
Glæpasaga
Brúðan bbbnn
Eftir Yrsu Sigurðardóttur
Veröld 2018. 359 bls. innb.
JÓHANN
ÓLAFSSON
BÆKUR
Er til ein
kjarnamerking
hugtaksins full-
veldi eða eru
skoðanir skiptar
um inntak þess?
Hefur fullveld-
ishugtakið
breyst síðan
1918? Er skiln-
ingur Íslendinga
á fullveldis-
hugtakinu frábrugðinn því sem
gerist í nágrannalöndum? Leitað
verður svara við þessum spurn-
ingum á fundi í Norræna húsinu í
dag kl. 17.
Framsögumenn verða Guð-
mundur Hálfdanarson, prófessor í
sagnfræði, Ragnhildur Helgadóttir
prófessor í lögum, Birgir Ár-
mannsson alþingismaður og
Magnús K. Hannesson lögfræð-
ingur en fundarstjóri er Eiríkur
Bergmann Einarsson, prófessor í
stjórnmálafræði.
Hvað er fullveldi?
Ragnhildur
Helgadóttir
Tríó píanóleikarans Tómasar Jóns-
sonar kemur fram í tónleikaröð
Jazzklúbbsins Múlans í kvöld kl. 21
á Björtuloftum sem eru á 5. hæð
Hörpu. „Tómas hefur getið sér gott
orð á undanförnum árum sem einn
af mest spennandi píanóleikurum
sinnar kynslóðar og hefur leikið
með helstu tónlistarmönnum þjóð-
arinnar frá unga aldri. Hann hefur
m.a. leikið með hljómsveit Ásgeirs
Trausta á tónlistarhátíðum víðs
vegar um heiminn ásamt hljóm-
sveitinni ADHD á tónleikum í Evr-
ópu. Tómas gaf út sinn fyrsta
geisladisk í lok árs 2016,“ segir í til-
kynningu.
Með Tómasi koma fram gítarleik-
arinn Rögnvaldur Borgþórsson og
Magnús Trygvason Elíassen sem
leikur á trommur. Tríóið spilar tón-
list eftir Tómas í opnum útsetn-
ingum.
Tríó Tómasar í Múlanum
Á stuttbuxum Tómas Jónsson pí-
anóleikari verður í Hörpu í kvöld.
Fyrstu nemendatónleikar Söng-
skólans í Reykjavík á þessu náms-
ári verða haldnir í Sturluhöllum
Söngskólans í Reykjavík í dag kl.
18.
Nemendur grunndeildar skól-
ans munu stíga á svið og flytja ís-
lensk og erlend þjóðlög. Skólinn
er kominn í nýtt húsnæði við
Laufásveg 49-51 og eru tónleik-
arnir þeir fyrstu sem haldnir eru
þar.
Hálftíma áður, kl. 17.30, verða
haldnir örstuttir garðtónleikar
undir hlyni sem er ljósum prýdd-
ur og verður boðið upp á heitt
súkkulaði.
Öllum heimill aðgangur og að-
gangur er ókeypis.
Nemendatónleikar
í nýju húsnæði
Marilyn Monroe vann Golden
Globe-verðlaun þrisvar sinnum og
ein þeirra árið 1962 en það voru
svokölluð Henriette-verðlaun, heið-
ursverðlaun sem veitt voru vinsæl-
ustu leikkonum hvers tíma en þau
eru ekki lengur afhent. Nú hefur
ónefndur evrópskur kaupandi
keypt á uppboði þennan verðlauna-
grip, sem Monroe átti dauðadags,
og greiddi fyrir hann 250 þúsund
dali, nær 31 milljón króna.
Hlutir úr eigu Monroe hafa lengi
verið vinsælir safngripir. Annar
Golden Globe-verðlaunagripur úr
hennar eigu var seldur fyrir 19 ár-
um fyrir 140 þúsund dali. Sama ár
greiddi safnari 1,26 milljónir dala
fyrir kjól sem Monroe klæddist er
hún söng afmælissönginn fyrir
John F. Kennedy Bandaríkja-
forseta. Kjóllinn var seldur aftur
fyrir tveimur árum, fyrir 4,8 millj-
ónir dala, 592 milljónir króna.
Dýr verðlaun Monroe
Verðmæti Marilyn Monroe með verð-
launagripinn dýra eftir afhendinguna.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn
Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn
Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn
Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn
Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn
Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn
Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn
Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s
Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn
Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn
Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn
Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 21.sýn
Fös 23/11 kl. 19:30 22.sýn Fös 7/12 kl. 19:30 20.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s
Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s
Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s
Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s
Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s
Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s
Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s
Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s
Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s
Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Insomnia (Kassinn)
Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn
Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 6.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 5/12 kl. 20:00
Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Elly (Stóra sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 172. s Lau 1/12 kl. 20:00 176. s Sun 9/12 kl. 20:00 180. s
Fös 23/11 kl. 20:00 173. s Sun 2/12 kl. 20:00 177. s Fim 13/12 kl. 20:00 181. s
Sun 25/11 kl. 20:00 174. s Fim 6/12 kl. 20:00 178. s Sun 30/12 kl. 15:00 aukas.
Fim 29/11 kl. 20:00 175. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas.
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 23/11 kl. 20:00 21. s Fös 7/12 kl. 20:00 23. s
Fös 30/11 kl. 20:00 22. s Fös 14/12 kl. 20:00 24. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas.
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas.
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tvískinnungur (Litla sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s
Ást er einvígi.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Lau 15/12 kl. 13:00 7. s
Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 16/12 kl. 13:00 8. s
Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s
Litrík jólasýning fyrir þau yngstu.
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 24/11 kl. 20:00 68. s Lau 8/12 kl. 20:00 70.s
Fös 30/11 kl. 20:00 69. s Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar!
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is