Morgunblaðið - 21.11.2018, Qupperneq 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018
Bandaríski grínstinn Bill Burr
verður með uppistand í Eldborg í
Hörpu 29. apríl á næsta ári. Burr er
með þekktari grínistum heims og
hefur komið fram í sjónvarpsþátt-
um, kvikmyndum og á sviði. Þá
stýrir hann einnig hlaðvarpsþætt-
inum Monday Morning Podcast og
talar inn á teiknimyndaþættina F is
for Family.
Burr er með vinsælan teiknaðan
þátt á Netflix, F is for Family, þar
sem hann, Laura Dern og Justin
Long fara á kostum. Í fyrra frum-
sýndi hann fimmta uppistandsþátt
sinn, Walk Your Way Out og af
kvikmyndum sem hann hefur leikið
í má nefna The Front Runner, Dad-
dy’s Home og The Heat. Af sjón-
varpsþáttum sem hann hefur leikið
í má nefna Breaking Bad.
Burr hefur áður verið með uppi-
stand á Íslandi, fyrir fimm árum í
Silfurbergi í Hörpu.
Bill Burr með uppistand í Eldborg
AFP
Vinsæll Grínistinn Bill Burr.
Gunnar Gränz listmálari hefur
opnað myndlistarsýningu í hús-
næði Tryggingamiðstöðvarinnar á
Austurvegi 6 á Selfossi en þar má
einnig sjá verk annarra lista-
manna. Gunnar segir flest verka
sinna máluð þannig að pensillinn
fái að ráða. Hann segir einnig
koma upp í hugann myndir sem
birst hafi um hugsaða framtíð í
Árborgarmálum. „Málun hefst og
hið ótrúlega birtist á fletinum,“
skrifar Gunnar.
Sýningin er opin á sama tíma og
TM, frá kl. 9 til 16 virka daga.
Gunnar Gränz sýnir hjá TM
Abstrakt Hluti af verki eftir Gunnar.
Hvaða barn á Íslandi hefurekki efast um tilvist jóla-sveinanna þrettán semgleðja börnin með því að
setja eitthvað handa þeim í skóinn?
Jólasveinarannsóknin er barnabók
þar sem þrír uppátækjasamir og hug-
myndaríkir drengir leggjast í það
stóra rannsóknarverkefni að finna út
hvort foreldrar eða jólasveinar setji í
skóinn.
Jólasveinarannsóknin er fyrsta
barnabók Bennýjar Sifjar Ísleifs-
dóttur. Áður hafið Benný gefið út
skáldsöguna Grímu sem hlaut Ný-
ræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra
bókmennta 2018. Haft er eftir Benný
að tilurð bókarinnar hafi kviknað þeg-
ar níu ára sonur hennar nýtti sér
spjaldtölvu til þess að reyna að kom-
ast að því hver það væri raunverulega
sem setti í skóinn.
Í Jólasveinarannsókninni ákveða
vinirnir Baldur, Hjörtur og Elías að
komast að því hvort jólasveinar séu
virkilega til. Eins og oft vill verða eru
einhverjir krakk-
ar í bekknum
farnir að efast og
gera lítið úr þeim
sem enn trúa á
jólasveina. Vin-
irnir þrír eru hug-
myndaríkir og út-
sjónarsamir og
framkvæma rann-
sóknina af mikilli fagmennsku. Þeir
nota aðallega spjaldtölvur sem þeir
fengu úthlutað í skólanum í rannsókn-
ina. Þegar þeir fá órækar sannanir um
tilvist eða ekki tilvist jólasveinanna
setja þeir upplýsingar á netið sem á
eftir að draga dilk á eftir sér.
Höfundi bókarinnar tekst vel að
nýta söguna til þess að koma góðum
gildum til skila í umræðunni um netið,
umgengni á því og spjaldtölvuvæð-
ingu skólanna. Íslenskunni er gert
hátt undir höfði í sögunni, persónu-
vernd fær góða umfjöllun og einnig
hvernig það er að viðurkenna mistök
og biðjast afsökunar.
Söguþráður bókarinnar er
skemmtilegur og persónusköpun öll
trúverðug. Feluleikur jólasveinanna
eða fulltrúa þeirra og þörf barnanna
fyrir sönnun þess að jólasveinarnir
séu raunverulegir hefur ekkert breyst
í tímans rás. Skiptir þá engu hvað allri
tækni líður, síðustu þrettán dagarnir
fyrir jól eru þrungnir spennu. Jóla-
sveinarannsóknin er skemmtileg lesn-
ing fyrir börn og foreldra.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Benný Sif „Söguþráður bókarinnar er skemmtilegur og persónusköpun öll
trúverðug,“ segir rýnir um nýja sögu hennar, Jólasveinarannsóknin.
Feluleikur
jólasveinanna
Barnabók
Jólasveinarannsóknin bbbmn
Eftir Benný Sif Ísleifsdóttur
Bókabeitan, 2018. Innb., 140 bls.
GUÐRÚN
ERLINGSDÓTTIR
BÆKUR
The Guilty
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 82/100
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 18.00
Juliusz
IMDb 6,5/10
Bíó Paradís 17.45
Litla Moskva
Morgunblaðið bbbbn
Bíó Paradís 20.00
Cold War
Metacritic 90/100
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 18.00
Mæri
Metacritic 78/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 22.00
Blindspotting
Metacritic 76/100
IMDb 7,6/10
Bíó Paradís 22.00
Fashion Film Festival
2018
Bíó Paradís 20.00
Bohemian
Rhapsody 12
Morgunblaðið bbbbn
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Sambíóin Kringlunni 19.30,
22.15
Smárabíó 16.50, 19.50,
22.20
Háskólabíó 18.10, 20.30
Borgarbíó Akureyri 17.30,
19.30, 21.50
The Girl in the
Spider’s Web 16
Metacritic 48/100
IMDb 5,7/10
Smárabíó 20.00, 22.45
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 22.00
Hunter Killer 12
Metacritic 39/100
IMDb 6,6/10
Sambíóin Egilshöll 22.40
Halloween 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 68/100
IMDb 7,5/10
Laugarásbíó 22.00
Sambíóin Álfabakka 22.30
Lof mér að falla 14
Þegar Magnea 15 ára kynnist
Stellu 18 ára breytist allt.
Stella leiðir Magneu inn í
heim fíkniefna sem hefur al-
varlegar afleiðingar fyrir þær
báðar.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 8,8/10
Háskólabíó 17.50, 20.40
Undir halastjörnu 16
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 6,8/10
Háskólabíó 18.20, 20.50
Bíó Paradís 22.15
Johnny English
Strikes Again Metacritic 36/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 17.45, 20.00
Venom 16
Morgunblaðið bbnnn
Metacritic 35/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 22.40
The Grinch Trölli lætur það fara í taug-
arnar á sér þegar fyrrverandi
nágrannar hans byrja að
skreyta fyrir jólin, kaupa
gjafir og gleðjast.
Laugarásbíó 17.45
Sambíóin Álfabakka 16.00,
18.10, 20.20
Sambíóin Egilshöll 17.50
Smárabíó 15.00, 17.15
Háskólabíó 18.00
Borgarbíó Akureyri 17.30,
20.00
The Nutcracker and
the Four Realms
Metacritic 39/100
IMDb 5,6/10
Sambíóin Álfabakka 16.00,
18.10
Sambíóin Egilshöll 17.40
Sambíóin Kringlunni 17.20
Sambíóin Akureyri 17.20
Grami göldrótti
IMDb 5,5/10
Smárabíó 15.10
Smáfótur Snjómaðurinn Migo segir
sögur af kynnum sínum af
áður óþekktri goðsagna-
kenndri dýrategund, mann-
inum Percy.
Metacritic 60/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 16.00
Bönnuð börnum yngri en 9 ára.
Metacritic 57/100
IMDb 7,7/10
Laugarásbíó 17.00, 19.50, 22.30
Sambíóin Álfabakka 16.00, 16.45, 17.40,
19.30, 20.30, 22.15, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.00, 19.00, 20.00, 22.00
Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30, 22.15
Sambíóin Akureyri 16.45, 19.30, 22.20
Sambíóin Keflavík 19.30, 22.20
Smárabíó 16.00, 16.20, 19.00, 19.30, 22.00, 22.30
Fantastic Beasts: The Crimes of
Grindelwald 12
A Star Is Born 12
Kvikmyndastjarna hjálpar
ungri söngkonu og leikkonu að
slá í gegn.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Álfabakka 18.10,
20.20, 21.00
Sambíóin Egilshöll 20.00
Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30, 22.15
Sambíóin Akureyri 19.30
Sambíóin Keflavík 19.30
Overlord 16
Bandarískir fallhlífahermenn
fara á bakvið víglínuna til að
styrkja innrás bandamanna í
Normandí.
Metacritic 52/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.20
Sambíóin Akureyri 22.20
Sambíóin Keflavík 22.20
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio