Morgunblaðið - 21.11.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.11.2018, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 --- ALLT A EINUM STAD � HÓT E L R E K S T U R Komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegri verslun að Hátúni 6a Hágæða rúmföt, handklæði og fallegar hönnunarvörur fyrir heimilið Eigum úr val af sængurve rasettum Percale ofin – Micro bómul l, egypskri og indverskri bó mull Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is ICQC 2018-20 Það gengur mikið á og svomargt og margir koma viðsögu í öðrum hluta hinsnýja sagnabálks breska höfundarins JK Rowling að sumum áhorfendum þykir nóg um – og vissu- lega höktir frásögnin á stundum þeg- ar sífellt nýjar persónur (og sumar gamlar úr sagnaheimi Rowling) eru kynntar til leiks og tengsl þeirra skýrð á skjánum. Kannski myndi það hjálpa einhverjum við upplifunina ef ættartré fylgdi aðgöngumiðanum. En þótt jaðri við ofhlæði í frásögn- inni, og hún líði að vissu leyti fyrir, þá er annar hluti Fantastic Beasts- kvikmyndabálksins, Glæpir Grindel- walds, að mestu leyti glæsileg, ævin- týraleg og einstaklega hugvitsamleg kvikmyndaveisla. Nýjasta tölvu- tækni við kvikmyndagerð er hér nýtt til fullnustu við sköpun ævin- týraheims sem gleður sjálfsagt ekki síst þá ótal aðdáendur Harry Potters-sagnabálksins sem finna má úti um heimsbyggðina. JK Rowling er ekki einhamur höf- undur, afköst hennar síðustu tvo ára- tugi eru með ólíkindum. Á árunum 1997 til 2007 kom einstaklega vel lukkaður bálkur hennar um galdra- piltinn Harry Potter og Hogwarts- skólann út í sjö bindum; engin bóka- röð hefur selst jafn vel – 500 milljónir eintaka. Átta kvikmyndir voru síðan gerðar eftir sögunum og frumsýndar á árabilinu 2001 til 2011, einnig við fá- dæma vinsældir. Óteljandi börn og ungmenni ólust að vissu leyti upp með þessum sögum og kvikmyndum, biðu spennt eftir næsta skammti, og fullorðna fólkið oft með þeim, enda er þessi sagnaheimur heillandi, fjallar um klassísk átök góðs og ills, og er vel mótaður og byggður með tilvís- unum í allrahanda ævintýri og skrif annarra höfunda gegnum tíðina. Eftir að hafa lokið Potter-bálknum sneri Rowling sér að ritun saka- málasagna, og stendur sig einnig vel á því sviði, en unnendur eldri sagna hennar voru að vissu leyti skildir eft- ir í tómarúmi, þeir söknuðu ævintýr- anna, persónanna og spennunnar í galdraheiminum – þótt þeir geti allt- af lesið bækurnar og horft á mynd- irnar aftur. Rétt eins og gerðist með Stjörnustríðsævintýrið kallaði þessi þörf á fleiri kvikmyndir; markaður- inn var til staðar – og góð hagn- aðarvon fyrir framleiðendur, þeir sem höfðu ánetjast ævintýrinu vildu meira. Og Rowling brást við, ekki með því að skrifa bækur, heldur hef- ur hún farið beint í kvikmyndamið- ilinn að þessu sinni og skapað heim- inn sem hefur yfirskriftina Fantastic Beasts, eða Furðuskepnur. Rowling skrifar sjálf handritið og gagnrýni á fyrstu tvær kvikmyndirnar hefur ekki síst beinst að þeirri ákvörðun hennar. Hún er vitaskuld frábær æv- intýrahöfundur en fékk sérfræðing á því sviði, Steve Kloves, til að skrifa handrit Potter-kvikmyndanna. Per- sónufjöldinn og það hvernig athygli og áherslan dreifist í þessari nýju mynd, svo gangurinn er nokkuð rykkjóttur og þá sérstaklega framan af, má skrifa á handritið. En það er augljóst að kvikmyndirnar verða mun fleiri og í þessari er sagan tengd sífellt betur við Harry Potter- heiminn; þetta er forsaga atburða sem við kynntumst þar og tengingin er ekki síst í ungum Dumbledore, skólastjóra í Hogwarts, sem Jude Law leikur með stæl, óaðfinnanlega klæddur í tweed. Skrautlegt persónugallerí Persónur sem áhorfendur kynntust í fyrstu kvikmyndinni mæta annars margar til leiks að nýju. Sagan hefst í New York ári eftir að hinni lauk, 1927. Það hittum við fyrir hinn illa galdrakarl Grindelvald (Johnny Depp), sem er æðstiprestur myrku aflanna en hvítur ásýndum sem ásinn Baldur. Bandaríska galdramálaráðu- neytið hefur haft hann undir lás og slá síðan fyrstu kvikmyndinni lauk en í æsilegri og glæsilega mótaðri upp- hafssenu tekst honum að sleppa. Aðalpersónan, furðudýrahirðirinn Newt Scamander (Eddie Redmayne) er á sama tíma upptekinn í London við umhirðu og gæslu ævintýralegra skepnanna sem hann gætir og geym- ir sum í vösum sínum og tösku. Eftir ævintýri sín í New York í fyrri mynd- inni treystir galdramálaráðuneytið í Bretlandi honum illa og meinar hon- um að ferðast til annarra landa, þar sem hann vill ekki ganga í þeirra rað- ir sem skyggnir, eins og bróðir hans er. Fleiri kunnuglegar persónur tín- ast inn í meginsögurnar tvær, af Grindelwald og Scamander; syst- urnar Tina (Katerina Waterston), sem Scamander er hrifinn af, Quee- nie (Alison Sudol), sem mætir til leiks með unnustann Kowalski (Dan Fog- ler) sem er „muggi“ eða óbreyttur maður sem ekki kann að galdra, og skyggnirinn Leta Lestrange (Zoë Kravitz), fyrrverandi skólasystir Scamander í Hogwarts. Grindelwald leitast eftir að vinna traust unga mannsins Credence (Ezra Miller), þar sem draumar hans um völd og heimsyfirráð byggjast á samstarfi þeirra en Grindelwald vill rifta alda- gömlum samningi um frið við mugga og leggja heim þeirra undir heim galdramanna. Og hinn máttugi Dumbledore getur ekki beitt sér, þar sem þeir Grindelwald sórust ungir í fóstbræðralag og gott betur; gefið er í skyn að þeir hafi líka verið elsk- endur en Rowling hefur sjálf sagt skólastjórann vera samkynhneigðan. Hinn bjarti söguþáttur Scamand- ers, vina hans og stórkostlega vel heppnaðra og skemmtilegra furðu- skepnanna, blandast í Parísarborg við hinn myrka og illa þátt Grindel- walds og þeir tvinnast saman í ævin- týralegum og myrkum – en þó með hressilegum eldglæringum og sprengingum – hætti í Père Lachaise-kirkugarðinum í París. Á vegferðinni að lokauppgjörinu – að sinni, sagan er alls ekki öll – þá er víða komið við og miklu fleiri persón- ur en ofantaldar koma við sögu. Og það er vel valið í mörg þessara hlut- verka, sem bera sumar uppi mis- langar örsögur sem lifna á skjánum. Ein aukapersónan er ófyrirleitinn og harðleitur skyggnir, Grimmson, sem leikur skjöldum tveim en með hlut- verk hans fer Ingvar E. Sigurðsson. Við eigum eflaust eftir að sjá meira af honum. Þá fer Ólafur Darri Ólafsson skemmtilega með hlutverk sirkus- stjórans Skender sem stendur á götu í París fyrir sýningum á konu sem breytir sér í nöðru – þar er komin Nagini sú er mikið kom við sögu í fylgdarliði myrku aflanna í Harry Potter-ævintýrinu. Sjónræn veisla Sviðsmyndir Glæpa Grindelwalds eru margar hverjar stórglæsilegar og áhrifamiklar, og tölvutækni er meistaralega beitt við að stefna þekkjanlegum heimum borganna á þriðja áratug liðinnar aldar saman við furðuheimana sem Rowling hefur skapað. Einu sinni er þó skotið yfir markið, er galdrakarlinn illi bregður upp myndum á áróðursfundi með fylgjendum sínum og þar birtast sen- ur úr seinni heimsstyrjöldinni og af kjarnorkusprengju. Það þarf ekki að tyggja ofan í áhorfendur hvað það hefur í för með sér ef allt það góða, sem Scamander, vinir hans og furðu- dýrin standa fyrir, lýtur í lægra haldi fyrir Grindelwald; hann vill heims- yfirráð og um það snýst baráttan í þessu skrautlega ævintýri. Ævintýri þar sem ekki er alltaf farin bein leið, og frásagnagleðin leiðir áhorfendur stundum inn í öngstræti, en sjónrænt og í hljóðrás er þetta veisla frá upp- hafi til enda – og við getum hlakkað til framhaldsins og þess fyrir- sjáanlega uppgjörs góðs og ills sem haldið er áfram að undirbyggja. Að lokum: Textavélin hefur ekki verið í lagi þegar íslenskan var lögð við sýningareintökin hér, því nokkra stafi vantaði alveg í orðin. Credence hét þannig „redene“ í textalínunni, því c vantaði, auk fleiri stafa. Von- andi hefur verið bætt úr því. Og enn er barist við myrku öflin Galdrameistari Johnny Depp mjallhvítur í hlutverki Grindelwald sem svífst einskis í leit að heimsyfirráðum. Sambíóin, Laugarásbíó og Smárabíó Fantastic Beasts: Glæpir Grindelwalds bbbbn Leikstjórn: David Yates. Handrit: JK Rowling. Aðalhlutverk: Eddie Red- mayne, Katherine Waterston, Dan Fog- ler, Johnny Depp, Jude Law, Alison Su- dol, Ezra Miller, Zoë Kravitz og Callum Turner. Bandaríkin og Bretland, 2018. 134 mínútur. EINAR FALUR INGÓLFSSON KVIKMYNDIR Anders Olsson, starfandi ritari Sænsku akademíunnar (SA) sendi í vikubyrjun frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að SA hafi í sam- ráði við Nóbelsstofnunina (NS) ákveðið að stofna sérstaka Nóbels- nefnd skipaða tíu meðlimum sem hafi það hlutverk að velja Nóbels- verðlaunahafa í bókmenntum fyrir árin 2019 og 2020. Fulltrú- ar SA í nýju nefndinni eru Per Wästberg, sem verður for- maður, Horace Engdahl, Kristina Lugn, Anders Olsson og Jesper Svenbro. Þess utan taka fimm með- limir utan SA sæti í nefndinni, en það eru rithöfundarnir Kristoffer Leandoer og Gun-Britt Sundström, bókmenntagagnrýnendurnir Mikaela Blomqvist og Rebecka Kärde og þýðandinn og útgefand- inn Henrik Petersen. Í yfirlýsingu segir Lars Heiken- sten, stjórnandi NS, þátttöku með- limanna fimm sem ekki tilheyra SA mikilvægt skref í rétta átt að því að endurheimta traust SA. Líkt og greint var frá fyrr í haust setti NS það sem skilyrði fyrir því að SA mætti útdeila Nóbelsverðlaunum í bókmenntum að SA breytti vinnu- lagi sínu í vali á Nóbelsverðlauna- höfum og komið yrði upp nýrri val- nefnd sem væri algjörlega óháð þeim meðlimum SA sem gegnt hafa lykilhlutverki í krísu SA sem rekja má til ásakana um að Jean-Claude Arnault, eiginmaður Katarinu Frostenson sem setið hefur í SA frá 1992, hafi árum saman beitt konur kynferðislegu ofbeldi og þau hjón átt óeðlileg fjárhagsleg tengsl við SA gegnum bókmenntaklúbbinn Forum. Í því ljósi vekur seta Eng- dahl í nefndinni athygli, enda var hann ritari SA þegar Forum var sett á föst fjárframlög hjá SA á sín- um tíma og hefur lengi talað máli Arnault og Frostenson. Olsson tók í fyrstu fálega í kröfu NS, en fór fljótlega að tala fyrir þeirri málamiðlun sem nú hefur orðið reyndin. „Við neyddumst til að endurnýja okkur. Þetta er ekki einfalt ferli. Við eigum langa ferð fyrir höndum, þó að við séum kom- in yfir erfiðasta hjallann,“ segir Olsson við SVT þegar hann er spurður hvernig gangi að endur- heimta traust SA. Segir hann nefndina hefja störf 1. febrúar 2019 og að hann hlakki til. „Það hleypir nýju lífi í starfið hversu fjöl- breyttur hópurinn er, jafnt m.t.t. kynjaskiptingar og aldurs.“ silja@mbl.is Ný Nóbelsnefnd tekur til starfa 1. febrúar Anders Olsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.