Morgunblaðið - 26.11.2018, Page 12

Morgunblaðið - 26.11.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Með þessum nýja reiðvegiopnast okkur hesta-mönnum alveg nýjarslóðir í Heiðmörkinni. Raunar má segja að þetta sé góð viðbót, því víða um skógræktar- svæðið liggja slóðir og brautir sem gaman er að feta í lengri og skemmri útreiðartúrum,“ segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formað- ur Hestamannafélagsins Spretts. Félag á landamærum Á vegum Spretts hefur að und- anförnu verið unnið að gerð nýs reiðvegar um svonefnda Grunnu- vatnaleið í Heiðmörk; það er svæðið sem er norðan og austan við Vífils- staðavatn. Þetta er sömuleiðis í ná- grenni Kjóavalla, þar sem er hest- húsabyggð félagsmanna í Spretti. Reiðvegurinn nýi var svo opnaður formlega í síðustu viku við athöfn, þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra – og þess utan hestamaður og dýralæknir – klippti á borða og óskaði fólki góðrar ferð- ar. Hestamannafélagið Sprettur var stofnað 2012 með sameiningu Gusts í Kópavogi og Andvara í Garðabæ. Aðstaða félagsins er á landamærum þessara tveggja bæj- arfélaga og innan þeirra beggja. Á undanförnum árum hefur verið unn- ið að margvíslegri uppbyggingu á félagssvæðinu og segir Sveinbjörn reiðvegagerðina hluta af þeim pakka. Grunnuvatnaleið er innan marka Garðabæjar og því lagði sveitarfélagið fjármuni til verkefnis- ins. Frumkvæðið í málinu og undir- búningur allur hefur hins vegar ver- ið á hendi Sprettara, en í félaginu er sérstök reiðveganefnd þar sem málin hafa verið unnin áfram. Þéttriðið net í Heiðmörk „Grunnuvatnaleið er mikil sam- göngubót. Þarna er verið að búa til og opna sérmerkta reiðleið, en ann- ars er í Heiðmörk þéttriðið net af sérmerktum göngu- og hjólreiða- stígum sem og reiðgötur sem liggja um heiðarlönd, hraun, mosabreiður og skóga. Þetta er einstakt svæði en um margt falið, þó það sé nánast hér í túnfæti höfuðborgar- svæðisins,“ segir Sveinbjörn. Hann getur þess ennfremur að úr Heið- mörkinni liggi reiðvegur suður í Hafnarfjörð. Margir hestamenn velji hins vegar að fara stíginn sem liggur samsíða Flóttamannaleiðinni svonefndu; sem liggur úr Vatns- endahverfinu í Kópavogi og alveg suður í Setbergshverfi í Firðinum. Fjölmennasta félagið Hestamannafélagið Sprettur er nú það fjölmennasta á landinu en innan vébanda þess eru um 1.500 félagsmenn. Þá telst Spretturum svo til að á Kjóavöllum séu um 2.000 hross, eða sú verður staðan eftir nýár þegar fólk er búið að taka klárana á hús. Þá má nefna að reið- höll Spretts er sú stærsta á landinu og tekur um 900 manns í sæti. Bú- ast má við að þar verði haldnir um 30 viðburðir, litlir sem stórir, frá komandi áramótum og fram yfir páska. Sumir af þeim eru það sem kalla má hápunktar í hestamennsku landans og má þá reikna með fjöl- menni í höllinni – auk þess sem sjónvarpað verður beint frá nokkr- um þeirra. Hestamenn á nýjum slóðum Greið leið við Grunnu- vötn. Hægt er að brokka í Heiðmörk en ný reiðleið hefur verið opnuð. Sprett- ur er fjölmennasta hesta- mannafélag landsins og starfið mjög öflugt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Opnun Lengst til vinstri er Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Spretts, þá Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður hestamanna- félagsins. Knapinn í baksýn er Halldór Halldórsson, formaður reiðveganefndar Spretts. Morgunblaðið/Eggert Útreiðar Hestamenn í Heiðmörk, hér á fetinu við Rauðhólana frægu. Í tilefni af 70 ára afmæli Tónlistar- skóla Ísafjarðar er á vegum skólans í samstarfi við Óperu Vestfjarða verið að setja upp barnaóperuna Kalli og sælgætisgerðin eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Flytjendur eru nem- endur og kennarar Tónlistarskóla Ísa- fjarðar auk góðra gesta. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi ópera er flutt á Ísafirði, en Hjálmar samdi hana fyr- ir Tónmenntaskóla Reykjavíkur sem sýndi hana í tónleikauppfærslu í Ís- lensku óperunni árið 1993. Frumsýning á óperunni var á Ísa- firði í gær, sunnudag. Næstu sýn- ingar er á morgun, þriðjudag og, svo miðvikudag og fimmtudag og hefjast alltaf klukkan 18. Texti óperunnar er eftir Böðvar Guðmundsson, og byggist á sögunni Charlie and the Chocolate Factory eftir Roald Dahl. Hún segir frá fjöl- skyldu Kalla sem býr við mikla fá- tækt, Villa Wonka og hinni stórkost- legu sælgætisgerð hans, Mikka sjónvarpsglápara, dekurrófunni Veru Salt og aðgöngumiðunum gullnu. Hver hlýtur happið og fær að líta augum hina ævintýralegu og leyndar- dómsfullu sælgætisgerð? Óperuuppfærsla í Tónlistarskóla Ísafjarðar Sýna Kalla og sælgætisgerðina í tilefni af 70 ára afmæli skólans Ljósmynd/Aðsend Leikarar Valið fólk er í hverju hlutverki í þessari skemmtilegu óperu. -20% af allri gjafavöru í dag Í V E F V E R S L U N C A S A . I S Frumsýnd verður í Bíóhúsinu á Sel- fossi nú í vikunni heimildarmyndin Útvörðurinn sem er um Sigurð Pálsson, bónda og vita- og safn- vörð á Baugsstöðum í Flóa. Það var Gunnar Sigurgeirsson á Selfossi sem gerði myndina í samstarfi við Byggðasafn Árnesinga og Menning- arráð Suðurlands. Sigurður er fróð- ur um sagnaslóðir við ströndina frá Loftsstaðahól að Fornu- Baugsstöðum, sem eru skammt austan við Stokkseyri. Í myndinni er fléttað saman dag- legt líf Sigurðar og saga Flóans frá landnámsöld og til dagsins í dag. Í myndinni fylgir Sigurður áhorf- endum á söguslóðir við ströndina frá Knarrarósvita að Loftsstaðahól þar sem Galdra-Ögmundur varðist landtöku Tyrkja. Sagt er frá sjó- sókn á Loftsstaðasandi, Þuríði for- manni og sjávarflóðum á Eyrum. Rjómabúið á Baugsstöðum og Flóaáveitan koma við sögu. Einnig er sagt frá stríðsárunum og mann- lífinu í sveitinni. Saga staðarins er í hnotskurn sunnlenskrar bænda- menningar og þeirrar tæknibylt- ingar er átti sér stað með virkjun vatnsaflsins er vatnshjól Baugs- staðarjómabúsins fór að snúast ár- ið 1905. Þá segir Sigurður frá Knarrarósvita, sem er ein hæsta bygging á Suðurlandi. Myndin er sýnd í Bíóhúsinu í Hótel Selfossi 1., 2. og 3. desem- ber, klukkan 17 alla þessa daga. Aðgangur er ókeypis. Sunnlensk heimildarmynd Útvörðurinn á Baugsstöðum Ljósm/Egill Bjarnason Vitavörður Sigurður Pálsson horfir yfir lönd og höf úr Knarrarósvita.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.