Morgunblaðið - 26.11.2018, Page 9

Morgunblaðið - 26.11.2018, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018             Eitt mesta urval landsins af t<Ekjum til lfkamsr<Ektar fyrir heimili, fyrirt<Eki, skip og lfkamsr<Ektarstoovar         l>rekhj6I .&. NordicTrack VR21 Recumbent Vandao prekhj61 sem tengist snjallsfma eoa spjaldtolvu meo Bluetooth. Moguleiki a iFit tengingu. Pulsm�lir handfongum.. Vero 179.990,- Fjol�jalfi Proform 450 LE ► Frab�r fjolpjalfi meo mjukum hreyfingum og miklum pyngdar­ moguleikum. Vero 139.990,- ◄ l>rekhj6I Proform 210CSX Einfalt og vandao prekhj61 sem hentar vel til heimilisnota. Vero 69.990,- ◄ Hlaupabraut Proform 3001 Frab�r braut fyrir hlaup, gongu og f heimanotkun, samanbrj6tanleg. Vero 149.990,-         !" #!$ % "&' $('$) #*( !" ! #!&" !+  *&$$ +) "$,-$!. R6cJravel NordicTrack RX800 ► Stillanleg loftm6tstaoa 20 �fingakerfi Auovelt ao f�ra, a hj61um Vero 129.990,- Vero 299.990,- Meiri hreyfing fyrir al/a fjolskylduna  STOFNAD 1925 Faxafeni 8, Sfmi 588 9890 Gerum tilboa - Eingongu toppmerki - Cybex - Matrix - Nordic Track - Proform Opi8 virka daga   Laugard.  -Visa-og Eurora5g - Netgfr6 -www.orninn.is Íslenska kokkalandsliðið hlaut gullverðlaun á heimsmeistara- móti í matreiðslu í Lúxemborg um helgina. Liðið fékk 9,1 stig í einkunn af 10 mögulegum, frammistaða, sem tryggði því gullmedalíu. Þau elduðu fyrir dómnefnd og 110 manns í sitj- andi borðhaldi. Íslenska liðið var meðal fyrstu liðanna til að stíga á svið. Keppn- in heldur áfram næstu daga en Ísland hefur hér með lagt sitt af mörkum. „Við náðum þeim markmiðum sem við settum okk- ur,“ segir Björn Bragi Bragason sem er forseti Klúbbs mat- reiðslumeistara. Hann er stoltur af liðinu. Liðið er vel að þessu komið. „Það hefur verið gríðarlegt álag á okkur og að baki þessu liggja mörg þúsund klukkustundir af ötulli vinnu,“ segir Björn. Liðið hittist tvisvar í mánuði til að æfa og tekur hver æfing þrjá daga. Þá er fundað reglulega. Að ferðast á svona mót er mik- il fyrirhöfn. Liðið tekur með sér allt hráefni og öll matreiðslu- tæki. „Þetta eru sjö vörubretti af græjum, fyrir utan svo allt hrá- efni. Þetta er hellings útgerð,“ segir Björn. Heimsmeistaramótið er liður í Expo Gast 2018 sem er alls- herjar matargerðarsýning sem er haldin ár hvert í Lúxemborg. Á fjögurra ára fresti er keppt á heimsmeistaramóti líku því sem hér um ræðir. snorrim@mbl.is Kokkalandsliðið fékk 9,1 og gull á heimsmeistaramóti Ljósmynd/Kokkalandsliðið Gullverðlaunahafar Liðið stillir sér upp eftir frækna frammistöðu. Með þeim: Eliza Reid forsetafrú og verndari liðsins. Næst á dagskrá liðsins er Ólympíumótið 2020. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborg- arsvæðinu var kallað út skömmu fyrir hádegi í gær vegna elds í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Tilkynning barst Neyðarlínu frá vegfaranda sem varð eldsins var skömmu fyrir klukkan 11. Sam- kvæmt upplýsingum frá varðstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kom upp eldur í lyftara inni í hús- næðinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var strax að því loknu haf- ist handa við að reykræsta húsið. Engan sakaði í eldinum og að sögn varðstjóra slökkviliðsins eru eldsupptök ókunn. Eldur í iðnaðarhús- næði í Hafnarfirði Morgunblaðið/Eggert Verkefni lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu um helgina voru af ýmsum toga. Mörg þeirra tengdust ölvun eða fíkniefnaneyslu fólks og nokkuð var um slys. Þetta kemur fram í dagbók lög- reglu. Til dæmis voru fjölmörg tilvik þess að ökumenn væri teknir grun- aðir um að aka undir áhrifum áfeng- is eða fíkniefna. Tilkynnt var rúðu- brot í húsi í miðbænum og erlendur ferðamaður var handtekinn fyrir að fara inn í bifreið í bílastæðahúsi í miðbænum. Reyndist hann vera ósjálfbjarga vegna ölvunar og gat ekki sagt lögreglu hvar hann gisti. Tilkynnt var um meðvitundar- lausan karlmann á skemmtistað, annar karlmaður datt á höfuðið og rotaðist og sá þriðji datt á höfuðið á götu í miðbænum og var hann flutt- ur á slysadeild til aðhlynningar. Á fjórða tímanum um aðfaranótt sunnudags var ekið á bifreið í mið- bænum og stakk tjónvaldur af frá vettvangi. Skömmu síðar urðu lög- reglumenn varir við bifreiðina sem tjóninu olli, ökumaður hennar sinnti hvorki ljós- né hljóðmerkjum lög- reglu og endaði för hans með því að hann velti bifreiðinni. Hann reyndi að komast undan á hlaupum, en lög- reglumenn hlupu hann uppi innan skamms. Þá þurfti lögregla að koma leigu- bílstjóra til aðstoðar eftir að farþegi neitaði að greiða honum uppsett far- gjald og 16 ára unglingur var stöðv- aður við akstur. Fjölbreytt verkefni lögreglu um helgina Lögregla Verkefnin voru mörg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.