Morgunblaðið - 26.11.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Leiðtogar Evrópusambandsins sam-
þykktu í gær samning Theresu May,
forsætisráðherra Bretlands, um
skilmála útgöngu Bretlands úr Evr-
ópusambandinu. Jafnframt vöruðu
þeir andstæðinga samningsins á
breska þinginu við því að kjósa gegn
samþykkt samningsins og ítrekuðu
að þetta væru bestu samningsskil-
málar sem Bretum byðust.
Sáttmálinn sem fallist var á er
lagalega bindandi milliríkja-
samkomulag sem nemur 585 blaðsíð-
um. Jafnframt var fallist á 26 blað-
síðna yfirlýsingu um hvernig
sambandi Bretlands við ESB skuli
háttað en sá hluti sáttmálans er ekki
lagalega bindandi.
Samningurinn verndar borgara-
og atvinnuréttindi Breta sem búa í
Evrópusambandinu og ríkisborgara
ESB-ríkja sem búa í Bretlandi.
Leyst er úr ágreiningi um landa-
mæri Norður-Írlands og Lýðveld-
isins Írlands með svokölluðum
„backstop“-samningi May. Það þýð-
ir að Norður-Írland muni áfram lúta
reglugerðum Evrópska efnahags-
svæðisins og að Bretland í heild
sinni verði áfram um hríð innan evr-
ópska tollabandalagsins.
Margir af harðari Brexit-sinnum í
Bretlandi eru mjög mótfallnir
„backstop“-áætluninni og telja að
hún muni hlekkja Bretland við
reglugerðir Evrópska efnahags-
svæðisins til frambúðar. Stuðnings-
menn þess telja það hins vegar
nauðsynlegt til þess að koma í veg
fyrir að landamæraeftirlit verði á Ír-
landi, en það gæti hleypt upp sam-
félagsóeirðum og ofbeldishrinu á
borð við það sem tíðkaðist í Írlandi
þar til samningur föstudagsins langa
var undirritaður árið 1998.
Samningurinn gerir ráð fyrir því
að Bretland greiði Evrópusamband-
inu um 39 milljarða breskra punda,
sem samsvarar um 6.210 milljörðum
íslenskra króna. Þessi „skilnaðar-
reikningur“ fer upp í fjárframlög
sem Bretland hafði skuldbundið sig
til að greiða ESB áður en ákvörð-
unin um að segja upp aðild var tekin.
Samningur á brauðfótum
„Þeir sem halda að með því að
hafna samningnum fái þeir annan
betri eiga eftir að verða fyrir von-
brigðum,“ sagði Jean-Claude Junc-
ker, forseti framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins, á blaðamanna-
fundi eftir að leiðtogar ESB lýstu yf-
ir stuðningi við samningsdrögin.
Þrátt fyrir að njóta stuðnings
bresku ríkisstjórnarinnar og leið-
toga ESB er alls ekki víst að samn-
ingur May verði samþykktur. Til
þess að hljóta viðurkenningu verður
breska þingið að greiða atkvæði með
honum og afar tvísýnt er um það
hvort meirihluti sé fyrir hendi fyrir
því. Jeremy Corbyn, formaður
Verkamannaflokksins, segir að
flokkur hans muni ekki styðja samn-
inginn. Frjálslyndir demókratar
hafa sömuleiðis lýst yfir andstöðu
gegn samningnum og norðurírski
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn
(DUP), sem ver minnihlutastjórn
May falli, hefur einnig gagnrýnt
hann. Arlene Foster, formaður
DUP, sagðist munu „endurskoða“
þingstuðning sinn við Íhaldsstjórn
May verði samningurinn sam-
þykktur.
Í ofanálag er vafamál hversu
mörg flokkssystkini May í Íhalds-
flokknum munu greiða atkvæði með
samningnum. Margir meðlimir
Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt
samninginn og segja hann ekki skila
því sem Bretum var lofað þegar þeir
kusu að ganga út úr Evrópusam-
bandinu árið 2016. Jeremy Hunt, ut-
anríkisráðherra Bretlands, viður-
kenndi í viðtali við breska dagblaðið
The Guardian í gær að það yrði mikil
„áskorun“ að koma samningnum í
gegnum þingið og útilokaði ekki að
ríkisstjórn May gæti fallið ef samn-
ingurinn hlyti ekki samþykki.
Litlu munaði að ríkisstjórn Spán-
ar beitti neitunarvaldi sínu gegn
samþykkt samningsins af hálfu
ESB-ríkjanna vegna ósættis um
stöðu Gíbraltarhöfða eftir að Bret-
land er farið úr Evrópusambandinu.
Pedro Sánchez, forsætisráðherra
Spánar, lét til leiðast á elleftu stundu
og samþykkti að útkljá ágreininginn
um Gíbraltar í tvíhliða samninga-
viðræðum við Bretland eftir að Bret-
land gengur úr ESB í mars á næsta
ári. Sánchez vonast til þess að geta
samið um að Spánn og Bretland deili
yfirráðum yfir Gíbraltarhöfða.
Enn uppi óvissa
Í samtali við mbl.is sagði Guð-
laugur Þór Þórðarson, utanríkis-
ráðherra Íslands, ljóst að ákveðin
óvissa væri enn uppi í málinu. Þá
sagði hann að íslensk stjórnvöld
hefðu lagt áherslu á þær ráðstafanir
sem Ísland þarf að gera vegna Brex-
it frá því að þjóðaratkvæðagreiðslan
fór fram árið 2016.
„Við höfum bæði verið að undir-
búa okkur hér heima í samráði við
þá aðila sem hafa hagsmuna að gæta
og sömuleiðis verið í miklum sam-
skiptum við bresk stjórnvöld og önn-
ur vina- og samstarfsríki okkar,
hvort sem er í EFTA eða ESB. Við
höldum bara áfram eftir þeirri línu
sem við höfum unnið.“
Eiríkur Bergmann stjórnmála-
fræðingur telur ekki að deilan um
Brexit muni reynast banahögg ESB
líkt og margir halda. „Aðildarríkin
27 hafa staðið algjörlega saman í
málinu. Það var stór hluti af áætlun
Breta að reyna að sundra samstöðu
hinna ríkjanna, það tókst ekki.“
„Líkt og forsætisráðherrann tók
fram í ávarpi sínu við evrópska ráðið
markar dagurinn í dag ávöxt samn-
ingaviðræða okkar við Evrópusam-
bandið,“ sagði Paul Begley, stað-
gengill sendiherra Bretlands á
Íslandi, í skriflegu svari til Morgun-
blaðsins. „Útgöngusamningurinn og
pólitíska yfirlýsingin njóta stuðnings
allra 27 leiðtoga Evrópusambands-
ins. Samningurinn sem gerður hefur
verið er í samræmi við niðurstöðu
þjóðaratkvæðagreiðslunnar, stend-
ur vörð um það sem Bretland metur
helst og stýrir okkur í átt til bjartrar
framtíðar.“
Leiðtogar ESB samþykkja
Brexit-samning Theresu May
Samningnum þó teflt í tvísýnu vegna andstöðu margra breskra þingmanna
AFP
Leiðtogar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fékk samþykki ESB-ríkjanna fyrir skilmálum um útgöngu
Bretlands úr ESB á leiðtogafundi í gær. Það gæti reynst þrautin þyngri að vinna stuðning breska þingsins.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Rússar skutu í gær á þrjú skip úkra-
ínska flotans í sundi nálægt Krím-
skaga og hertóku þau síðan. Þetta
staðfesti alríkislögregla rússneska
sambandslýðveldisins (FSB) í gær-
kvöldi eftir að úkraínski flotinn bar
fram ásökunum gegn Rússum.
„Til þess að stöðva úkraínsku her-
skipin var vopnum beitt,“ kom fram í
tilkynningu FSB um málið.
Átökin áttu sér stað í Kertssundi,
sem liggur á milli Krímskaga og
Rússlands og tengir Asovshaf við
Svartahaf. Að sögn Úkraínumanna
áttu tvö lítil herskip þeirra ásamt
togbáti leið um sundið í átt að hafn-
arborginni Mariupol þegar rúss-
neskt landamæravarðskip sigldi á
togbátinn. Rússar hafi síðan skotið á
skipin og tekið þau öll með valdi.
Rússar lokuðu jafnframt leiðinni út
úr Asovshafi með því að koma stóru
flutningaskipi fyrir undir brú á rúss-
nesku yfirráðasvæði í Kertssundi.
Evrópusambandið og Atlantshafs-
bandalagið hvöttu strax til þess að
slakað yrði á spennunni milli Rússa
og Úkraínumanna.
„Við ætlumst til þess að Rússland
opni aftur fyrir frjálsar siglingar í
gegnum Kertssund og hvetjum alla
til þess að hafa hemil á sér svo öld-
urnar lægi strax,“ stóð í orðsendingu
frá Evrópusambandinu. Atlants-
hafsbandalagið tók í sama streng og
bað Rússa að opna fyrir siglingar um
Kertssund í samræmi við alþjóðalög.
Samkvæmt frétt Reuters um at-
vikið hafa rússneskir fréttamiðlar
það eftir FSB að alríkislögreglan
hafi undir höndum „óyggjandi sönn-
unargögn“ fyrir því að Úkraínumenn
hafi átt frumkvæði að átökunum og
hyggjast birta þau almenningi von
bráðar. Petró Pórósjenkó Úkraínu-
forseti kallaði til fundar með hern-
aðar- og öryggisráðgjöfum sínum til
að ræða um atvikið.
AFP
Höfn Skip við akkeri í Mariupol.
Rússar
loka
Asovshafi
Skutu á og hertóku
þrjú úkraínsk skip