Morgunblaðið - 26.11.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.2018, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018 ✝ Sigríður ErnaJóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 10. janúar 1942. Hún lést 13. nóv- ember 2018. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Gunnarsson, f. 25. ágúst 1917, d. 25. júlí 1982, og Kristín Karlsdóttir, f. 18. júlí 1919, d. 21. apr- íl 1994. Sigríður átti fjögur systkini, þau eru: Karla Karlsdóttir, f. 25. febrúar 1939, d. 13. september 2006, Kristinn Ágúst Jóhann- esson, f. 8. október 1949, d. 25. nóvember 2017, Egill Örn Jó- hannesson, f. 24. júlí 1944, og Sæmundur Karl Jóhannesson, f. 8. nóvember 1952. Hinn 17. apríl 1965 giftist Sig- ríður Guðmundi Ragnarssyni, f. 6. janúar 1932, d. 28. september 2005. Foreldrar hans voru hjónin Anna Mikkalína Guð- mundsdóttir, f. 16. júní 1909, d. 23. apríl 1993 í Reykja- vík, og Ragnar Þor- kell Guðmundsson, f. 7. desember 1908, d. 19. mars 1969 í Reykjavík. Kjördóttir þeirra er Erna Rós Kristinsdóttir, f. 12. júlí 1971, gift Haraldi Smára Gunnlaugs- syni, f. 4. október 1971. Börn þeirra eru: Guðmundur Karel, f. 9. september 1997, og Jóhanna Karen, f. 6. september 2003. Útför Sigríðar fer fram í Bú- staðakirkju í dag, 26. nóvember 2018, klukkan 13. Elsku besta Sigga mín, síðustu dagar hafa liðið eins og í móðu og hef ég þurft að þerra tárin hratt til að komast yfir öll þau verkefni sem bíða aðstandenda þegar jarð- vist lýkur. Í þessu puði er ég búin að heyra þig segja endalaust við mig: „Erna mín, sestu nú niður og slakaðu aðeins á,“ en þér þótti ég oft heldur virk á sama hátt og mér þótti þú stundum heldur hæg. En saman vorum við ágætis tvíeyki. Ég á svo bágt með að hugsa til þess að geta ekki heyrt í þér nán- ast daglega eins og samskipti okk- ar hafa verið í gegnum tíðina. Ég gat alltaf leitað til þín og létt á mér með hin ýmsu málefni og þú varst alltaf tilbúin til að hlýða á mig sama hvenær eða hvar. Þú varst dugleg að ráðleggja mér og veita mér leiðsögn sem nýttist mér oft- ast vel og þú studdir mínar ákvarðanir. Þú varst stór persóna með sterkar skoðanir og gast stundum verið óvægin ef þú varst ekki sammála og átti ég þá til að benda þér á það að þetta hefði nú mátt segja á mildari hátt. Þú tókst því vel og ég gat því endurgoldið leiðsögn í daglegu lífi. Ég er svo hamingjusöm og þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að alast upp í okkar litlu fjölskyldu, ég, þú og Diddi. Við vorum svo ólík en við vorum eitt. Þið sögðuð mér það ósjaldan að ég væri gleðigjafinn í ykkar lífi og þið voruð án efa mínir stærstu aðdáendur og hvatamenn. Það var sama hvað ég tók mér fyr- ir hendur, það var allt svo stór- kostlegt – þannig sáuð þið mig. Hamingjan náði hámarki þegar Guðmundur fæddist og síðar Jó- hanna, önnur eins einstök börn höfðu ekki fæðst. En hamingjan var einnig fólgin í því að þið feng- uð tækifæri til að njóta þeirra for- réttinda að fá að verða foreldrar, tengdaforeldrar, amma og afi. Þið Diddi hefðuð fengið öll ömmu og afa verðlaunin væru þau veitt en þið stóðuð ykkur stórkostlega í því að sinna því hlutverki með ást og umhyggju. Eftir að Diddi féll frá var sýn þín á lífið skýr, þú lifðir fyrir okkur fjölskylduna og tókst þátt í okkar daglega lífi og fylgdir okkur eftir í einu og öllu. Sem bet- ur fer þá töluðum við alltaf mikið saman og ég á fátt ósagt við þig, sem er einstaklega gott. Við höf- um farið í gegnum erfiða tíma síð- ustu ár í þínum veikindum sem höfðu mikil áhrif á okkur fjöl- skylduna en þessi tími gaf okkur jafnframt tækifæri til að njóta stundarinnar. Okkur fjölskyld- unni þykir svo sárt að þú hafir ekki náð að koma til okkar eins og til stóð en það var svo stutt í það ferðalag og við hlökkuðum mikið til að sýna þér hversu vel okkur liði og hvernig daglegt líf gengi fyrir sig úti. Ég kveð með söknuði litlu fjöl- skylduna mína úr Melgerði 28 og lofa því að ást ykkar og alúð mun lifa með mínum afkomendum um alla tíð. Þín dóttir, Erna. Erna Rós Kristinsdóttir. Elsku Sigga mín, þá er kominn tími til að kveðja eftir töluverða baráttu. Þú munt eiga stóran stað í hjarta mínu um ókomna tíð því á þeim 27 árum sem ég naut þess heiðurs að þekkja þig koma orðin kærleikur, djúp væntumþykja, gjafmildi og skemmtilegheit fyrst upp í hugann. Þú varst vinsæl kona og fé- lagslega sterk. Þú vildir allt fyrir alla gera og það var gestkvæmt á þínu heimili. Fyrir okkur varstu dýrmæt og þær voru ófáar gæða- stundirnar sem við áttum saman fjölskyldan og alltaf varstu boðin og búin að aðstoða okkur þegar þess þurfti; sækja börnin í skól- ann, passa þegar foreldrarnir þurftu að sinna öðrum hlutum. Þú elskaðir að ferðast og við ferðuðumst mikið saman en hvert sem við komum hafðir þú komið þangað áður. Þú hafðir samt ekki komið til Seattle og það er sárara en orð geta lýst að þú getir ekki komið hingað til okkar og upplifað með okkur fjölskyldunni. Þín verður sárt saknað. Haraldur. Elsku amma Sigga. Ekki vissi ég að þetta gæti gerst svo fljótt, allt í einu ertu bara farin. Í gegnum tíðina hefur þú verið svo dásamleg amma og í rauninni hefurðu alltaf reynst mér sem mín önnur móðir. Þú átt svo sannar- lega gríðarstóran hluta af minni æsku og mínu uppeldi. Ég hef lært ótalmarga hluti af þér, einn af mínum ókostum þegar ég var ung að árum var óþolinmæði. Oft höf- um við beðið í langri röð eða setið í langri bílferð og ég hef verið svo óþolinmóð og spurt þig með pirr- ingstón í röddinni hversu mikið væri eftir, svar þitt var bara ein- falt „ekki er ég tímavörðurinn, Jó- hanna mín“. Einnig fékk ég ekki ólíkt svar þegar við vorum í búð- inni og ég spurði þig hvar ákveð- inn hlutur væri og þitt svar var „ekki er ég að vinna hérna, Jó- hanna mín“. Þessi einföldu svör fengu mig ávallt til þess að líta á hlutina frá öðru sjónarhorni, en þú kenndir mér að allt tæki sinn tíma. Þú varst svo sannarlega „frasa- drottning“ og áttir alltaf snilld- arsvar við öllu. Einnig hefurðu alltaf verið þekkt fyrir góðar sögur af fólki sem lét marga skella upp úr og öll- um fannst gaman að heyra. Það eru fjölmargir hlutir sem maður tengir ósjálfrátt mikið við þig. Oft þegar við fjölskyldan erum öll saman og spjöllum og einhver svarar ákveðinni spurningu eða sögn á sérstakan hátt, þá kemur bros á vör og rennur upp í huga okkar allra hvað þetta væri dæmi- gert svar frá ömmu Siggu. Þú munt lifa í huga mínum allt mitt líf og amma mín ég vildi að ég gæti sagt þér það einu sinni enn finnst ég vera svo heppin að hafa átt þig sem mína ömmu. Þegar ég lít aftur, er svo mikið af minningum sem að við deilum. Þar á meðal ákveðinn matur sem þú eldaðir oft, skartgripirnir sem þú hefur gefið mér, naglalökk vegna reglulegra naglasnyrtinga hjá þér sem þú skipulagðir einu sinni í viku fyrir þig, lagið „All About that Bass“ sem var popplag vinsælt á sínum tíma sem að ég man að þér hafi fundist sniðugt og margar minningar sem allt í einu renna upp fyrir manni. Gift varst þú honum Guðmundi Ragnarsyni eða afa Didda sem var þér og fjölskyldunni mjög kær. Hann lést þegar ég var aðeins tveggja ára og hef ég heyrt að hann hafi komið ásamt þér í heimsókn til okkar á hverjum degi, hann veitti þér mikla hamingju og þú ert ef- laust nú að skemmta þér í drauma- landinu með honum og öllum þín- um ástkæru vinum og ættingjum sem hafa kvatt þennan heim. Ég elska þig svo mikið, alveg inn í hjarta, inni í bein og merg. Hvíldu í friði. Þín, Jóhanna. Elsku amma Sigga. Ég er alltaf að fara að hringja í þig eða bíða eftir símtali frá þér. Mér finnst þetta svo skrítið og svo ótrúlega sárt. Þú varst og verður alltaf stór partur af minni ævi. Það verður erfitt að taka stórar ákvarðanir í framtíðinni án þinnar ráðleggingar. Þú hafðir svo gott innsæi og vissir alltaf hvað ég var að hugsa áður en ég sagði það og á sama hátt vissir þú alltaf hvort ég væri að segja satt eða ekki. Ég er svo ótrúlega þakklátur að hafa átt þig að öll þessi ár og notið þinnar nærveru og leiðsagnar. Ég gleðst fyrir þína hönd að vera komin til hans afa sem þú hefur saknað svo sárt, við hin sitj- um eftir og höldum í allar góðu minningarnar um þig. Dúllinn hennar ömmu sinnar, Guðmundur Karel Haraldsson. Elsku Sigga. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég sá þig síðast að þú myndir kveðja stuttu seinna. En svona er lífið. Mennirnir ákveða, en Guð einn ræður. Þó síðastliðin ár hafi verið erfið fyrir þig, heilsunni hrakað og oft staðið tæpt hjá þér, reifstu þig alltaf upp hvað eftir annað okkur til mikils léttis. En eins og við vit- um þá er ekki hægt að sigra allt. Það er huggun harmi gegn að á þínum nýja stað líður þér vel og allar kvalir horfnar. Á stundum sem þessum situr maður og minn- ist. Ég minnist þín sem góðrar, hláturmildrar og gjafmildrar konu með mikla hjartahlýju sem ekkert aumt máttir sjá. Þú hafðir sterkar og sjálfstæðar skoðanir og það var gaman að ræða við þig um heima og geima þó við höfum ekki alltaf verið sammála. Þú bjóst manni þínum, honum Didda, og Ernu, sem var líf ykkar og yndi, fallegt og notalegt heimili. Minningarnar frá unglingsárunum eru góðar og ljúfar. Þá bjó ég í foreldrahúsum í Búðagerðinu og þið í Melgerðinu. Stutt var að labba á milli húsanna og vorum við Erna heimagangar hvor hjá annarri á þessum árum. Oft var glatt á hjalla í Melgerðinu þegar við Erna vorum saman. Hvort sem við héngum inni í her- bergi eins og unglingar gera, hlustuðum á tónlist og þóttumst vera að læra eða mála okkur og klæða okkur upp fyrir djammið. Þá komst þú svo oft í dyragættina og spjallaðir við okkur, dáðist að okkur, ráðlagðir okkur eða sagðir okkur hvað við værum glataðar. En það var alltaf stutt í brosið og hláturinn. Þó að unglingnum í okkur hafi fundist þú stundum pínu pirrandi þarna í dyragættinni fannst okkur innst inni alltaf skemmtilegt og notalegt þegar þú kíktir á okkur. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að koma til þín. Að eiga aldrei eftir að rekast á þig aft- ur hjá Ernu og fjölskyldu, í næsta afmæli, kaffi eða í næstu veislu. Það er líka sárt að eiga aldrei eftir að heyra röddina þína, hláturinn eða njóta nærveru þinnar í þögn- inni. Þú varst svo stór partur af til- veru okkar allra og þín verður saknað. Nú í haust flutti Erna með fjöl- skyldu sinni yfir hafið og ætlaðir þú að fara til þeirra nú í nóvember og dvelja hjá þeim í heimsókn fram yfir jól og áramót. Áfanga- staðurinn hefur nú breyst og ert þú nú farin í aðra ferð. Til Sum- arlandsins þar sem Diddi, Monsa og Tító taka nú á móti þér í blóma- brekkunni. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, elsku Sigga mín, og þakka þér fyrir samfylgdina í gegnum árin. Góða ferð. Þín, Drífa. „Sigga mín og Sigga mín, ég elska hana Siggu mína“, svona sönglaði yngsti sonur minn þegar hann sat í bílstólnum á leið í heim- sókn til Siggu frænku. Sigga var okkur fjölskyldunni mjög náin og órjúfanlegur hluti af nærfjölskyld- unni. Sigga átti lengst af heima í Mel- gerði 28 í Reykjavík, þar stendur hús minninganna, húsið sem afi byggði og heimili þar sem alltaf var heitt á könnunni og gesta- gangurinn mikill. Það virtist sem Melgerði væri í alfaraleið og stað- urinn hafði eitthvert óútskýran- legt aðdráttarafl. Þar bjuggu líka afi og amma áður og þar bjó ég sem barn. Heimilið hennar Siggu var snyrtilegt og hún átti marga fallega hluti. Í skápunum leyndist alltaf eitthvert góðgæti hvort held- ur sem það var fyrir menn eða hundana sem þá fylgdu manni. Sigga fylgdist vel með málefn- um líðandi stundar og hafði ákveðnar skoðanir á flestu. Fátt var henni óviðkomandi og að lenda í þrasi við hana vegna ólíkra skoð- ana var engin skemmtun. Hún var erfiður mótherji, ætlaði sko ekki að vera einhver „people pleaser“ eins og hún orðaði það. Sigga var ljúf og góð og börnum sýndi hún sérstaka þolinmæði og gæsku og hafði mikinn húmor fyrir þeim, það var því gaman að segja henni frá skemmtilegum uppátækjum sona minna. Óðagot og stress þoldi hún ekki og það virtist stundum eins og hún skildi ekki að það yrði bara að hraða sér. „Sjaldan skyldi seinn maður flýta sér“ sagði hún þá. Henni fannst sú heilsumenning sem hefur farið stigvaxandi síðast liðin ár og umræða um breytt mat- aræði vera komin langt fram úr hófi. Hreyfing fannst henni þó vissulega góð í hófi en trúði ekki á mikið meira en það. „Þetta er lík- ami fyrir lífið“ sagði hún jafnan og dró að sér smók. Þar með var þeirri umræðu lokið. Það voru svona staðreyndir sem hún hélt uppi og það var ekki alltaf sem maður var tilbúinn að taka slaginn í svona umræðum, heldur umlaði maður bara „já“ og breytti um um- ræðuefni. Þegar sonur minn benti henni á að hún gæti fengið krabba- mein ef hún reykti, þá svaraði hún til baka: „Ég er búin að fá krabba- mein.“ Dæmi um annað tilsvar átti sér stað stuttu eftir fráfall Didda, þá voru Siggu færð blóm og aðrar munir eins og gerist og gengur og meðal annars nokkrir englar. Í eitt skiptið sem hún strauk af hillunum hjá sér sagði hún við mig: „Ég skil ekkert af hverju allir eru að færa mér þessa engla. Ég er engin englapíka.“ Þetta var Sigga í hnot- skurn, beinskeytt og sagði það sem henni fannst umbúðalaust. Ferð hennar er nú heitið í Sum- arlandið eins og hún kallaði stað- inn þar sem við öll endum þegar þessari jarðvist lýkur. Nú þegar ég sit og skrifa þessar línur er ég þó fegin að hafa átt gott spjall við hana í síma skömmu áður en hún lést. Við vorum búnar að mæla okkur mót eftir helgina, kaffibollann og spjallið tökum við síðar. Ég er þakklát fyrir að hafa getað fylgt henni síðasta spölinn. Við kveðjum góða frænku með söknuði, Hanna Björk, Helgi Vattnes, Kristjón Örn, Sigþór Ari og Tómas Helgi. Sigríður Erna Jóhannesdóttir Kær bróðir er látinn. Hannes stóri bróðir minn lést í Svíþjóð 16. september og var jarðsunginn 3. október í Kallingen í Svíþjóð. Við systkinin og makar ásamt góðu fylgdarliði fórum og vorum við útförina og var það alveg ynd- islegt að geta fylgt honum síðasta spölinn, gott veður og allt gekk vel. Hannes var næstelstur í Hannes Bjarni Kolbeins ✝ Hannes BjarniKolbeins fædd- ist 29. september 1931. Hann lést í Svíþjóð 16. sept- ember 2018. Hannes var jarð- sunginn í Svíþjóð 3. október 2018. Minningarathöfn verður haldin í Fella- og Hóla- kirkju í dag, 26. nóvember 2018, og hefst athöfn- in klukkan 15. systkinahópnum, við vorum 10 og látin eru Jóhanna, sem var elst, Þorsteinn og Páll. Eins og við getum rétt ímyndað okkur var oft glatt á hjalla í Meðalholtinu, ég held að foreldrar okkar hafi haft nóg að gera með okkur öll en þeim fórst það vel úr hendi. Það var ekki nóg að Hannes væri elstur heldur var hann einnig stærstur, ég held að hann hafi verið 2,05 þegar hann var stærstur, enda langur og mjór fram eftir aldri. Hann var alltaf svo flottur, beinn í baki og bar sig vel. Hannes talaði oft um það hvað var gott að vera á Bóli í Biskups- tungum hjá þeim Maríu og Bjarna, en hann fór ungur þangað með Katrínu móðursystur okkar sem fór ung í fóstur til þeirra hjóna og þegar Katrín fluttist í Fellskot í Biskupstungum var hann og hjá þeim hjónum, Katr- ínu og Þórarni, og undi hag sínum vel. Ég man þegar Hannes tók bílpróf þá var mamma með kaffi- boð fyrir fjölskylduna, hún þurfti að halda upp á það eins og annað á gleðistundum, Hannes var með mikla bíladellu eins og bræður mínir og átti alltaf mjög flotta bíla. Ég man eftir flottum Merc- uri-bíl, gulum, svörtum og rauð- um, þvílík kerra í þá daga. Hann- es var mjög viljugur að keyra okkur fjölskylduna, við fórum oft í Biskupstungur til Kötu fræknu og síðan í Haukadal til Sigurðar og Sigrúnar og svo var komið við í Hveragerði hjá Eiríki á Bóli og Sigríði konu hans, þetta var mjög gaman. Hannes var ökukennari og var farsæll í sínu starfi. Hann var leigubílstjóri hjá BSR til fjölda ára og var lánsamur maður í því starfi því það er ekki hættulaust að vera bílstjóri til margra ára en hann slapp vel frá því. Hann var einnig í stjórn SÍBS og Astma- félagsins til fjölda ára. Margar minningar eru um allar þær sam- verustundir sem við höfum átt með þeim hjónum, bæði hér heima og í Svíþjóð, eins og þegar við Maggi minn, Eyjólfur og Gunna fórum til Svíþjóðar til Hannesar og Guðrúnar. Þau fóru með okkur um allt til að sýna okk- ur allt það markverðasta og mörg voru kaffihúsin sem við heimsótt- um. Þau voru mjög ánægð með veruna í Svíþjóð. Í ferðinni veikt- ist Maggi minn alvarlega og var lagður inn á sjúkrahús í Karlsk- róna. Þau voru sko betri en eng- inn, Guðrún reddaði öllu og Hann- es keyrði mig til og frá sjúkrahúsinu daglega. Ég er þeim ævinlega þakklát fyrir það. Hann- es og Guðrún undu hag sínum vel enda börnin ekki langt undan og einnig voru börnin hér á Íslandi dugleg að heimsækja þau. Ég sendi börnunum, tengda- börnum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Hvíl í friði, elsku Hannes minn. Ég læt hér fylgja bænina sem mamma kenndi okkur: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Þóra Katrín (Kata). Í dag hefði ást- kær bekkjarsystir okkar, Ólöf Krist- jana Gunnarsdóttir, orðið 52 ára, en hún lést úr krabbameini síðastliðið sumar, langt fyrir aldur fram. Við minnumst hennar sem glaðværrar bekkjarsystur, með smitandi hlátur og prakkaralegt blik í augum. Hún var glókollur í fjöruferð í barnaskóla, uppá- tækjasamur unglingur sem fann ástríðu sína í bílum og loks hetja í baráttu við illvígan sjúkdóm. Ólöf var líka mikil fjölskyldu- manneskja. Í minningunni var æskuheimili hennar alltaf opið og allir velkomnir þangað. Þessa eig- Ólöf Kristjana Gunnarsdóttir ✝ Ólöf Kristjanafæddist 26. nóvember 1966. Hún lést 14. ágúst 2018. Útför hennar fór fram í kyrrþey. inleika tók hún með sér út í lífið. Hún fann lífsförunaut sinn, Benedikt Sig- fússon, ung og smullu þau saman eins og tvö púsl í púsluspili. Þau eign- uðust stóra fjöl- skyldu og sinntu henni af samheldni og þrótti líkt og sam- eiginlegum áhuga sínum á bílum og bílaíþróttum. Hún bjó að þeim eiginleikum að standa með sjálfri sér og láta ekki mótlæti stoppa sig eða slá sig út af laginu. Þetta kom hvað skýrast fram undir það síðasta þegar hún tókst á við veikindi sín af aðdáun- arverðu æðruleysi og horfði bjart- sýn fram á veginn. Við kveðjum kæra skólasystur og sendum aðstandendum hennar innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd árgangs 1966, Arnbjörg Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.