Morgunblaðið - 26.11.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 26.11.2018, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018 Er saga góð ef lesandi þarfað melta hana í nokkurntíma að lestri loknum ogveit í fyrstu ekki hvað honum finnst um hana? Ef svarið við þessari spurningu er já, þá er Hornauga tvímælalaust góð saga. Ásdís Halla Bragadóttir skrifaði Tvísögu árið 2016 þar sem hún fjallaði um dramatískt lífs- hlaup móðurfjölskyldu sinnar og föðurleit án þess að draga nokkuð undan. Í Hornauga skrifar Ásdís Halla um nýfundinn föður sinn og lífshlaup föðurfjöl- skyldunnar án þess að draga heldur nokkuð und- an. Við frásögnina bætast svo flóknar tilfinningar sem kvikna milli Ásdís Höllu og hálfbróður hennar þegar þau hittast í fyrsta sinn sem fulllorðnir einstaklingar. Nafn bókarinnar Hornauga mót- ast af því að langamma höfundar, Ingibjörg Hjartardóttir Líndal, var litin hornauga í samfélaginu eftir að hún hagaði sér á skjön við ríkjandi viðhorf. Frásögn Höllu af samskiptum við bróður sinn telur hún að sé hugsanlega á skjön við ríkjandi viðhorf og gjörðir þeirra gætu verið litnar hornauga. Hornauga hefst þegar Halldór Hjartarson hefur samband við Ás- dísi Höllu og segir að hann gæti verið faðir hennar. Í samræðum við Halldór kemst Ásdís Halla á snoðir um ævi Ingibjargar Líndal lang- ömmu sinnar sem var áhugaverð persóna sem ekki kallaði allt ömmu sína. Lífsbarátta Ingibjargar var hörð og áhugavert að lesa um sorg- ir og sigra, hvernig drengjunum hennar reiddi af og samskipti hennar við fyrrverandi eiginmann sinn, langafa Ásdísar Höllu. Saga Ingibjargar er byggð á gögnum sem Ásdís Halla aflaði sér. Hornauga er margskipt bók sem flakkar um í tíma og rúmi og á köflum er saga Ingibjargar bæði sögð af Halldóri og Ásdísi Höllu. Samskipti Ásdísar Höllu og hálfbróður hennar eru alltumlykjandi í bókinni og gagn- rýnandi fékk þá tilfinningu að farið væri í kringum þau eins og köttur í kringum heitan graut þar til í lok bókarinnar. Ásdís Halla segir í byrjun bókarinnar að hún sé Dramatískt lífs Skáldverk/ævisaga Hornauga bbbmn Eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. Veröld, 2018. 255 bls. innb. GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR BÆKUR ROYAL KARAMELLUBÚÐINGUR ... OG FÆST Í ÖLLUM BETRI MATVÖRUVERZLUNUM LANDSINS A�taf góður! VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það er gaman að því hvernig örlögin draga fólk stundum aftur á kunnug- legar slóðir. Heiðar Kári Rannvers- son er nýtekinn til starfa sem sýning- arstjóri hjá Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn, og á leið sinni til vinnu ferðast hann framhjá skól- anum þar sem það rann upp fyrir honum fyrir hálfum öðrum áratug að það ætti ekki fyrir honum að liggja að verða arkitekt. „Arkitektaskólinn er í næstu byggingu við Norðuratl- antshafs-bryggjuna hér úti á Holmen í Kristjánshöfn. Þar hætti ég í námi eftir að hafa varið nokkrum árum í að uppgötva að ég hefði ekkert sér- staklega mikla hæfileika á sviði byggingarlistar og ákvað að snúa mér í staðinn að myndlist. Er sér- stakt að vera kominn aftur á þessar slóðir fimmtán árum seinna „back with a vengeance“,“ segir Heiðar og hlær. Menning í stað nýlenduvara Nordatlantens Brygge er vest- norræn menningarmiðstöð sem tók til starfa árið 2003 í gömlu pakkhúsi. „Í þessu húsi fór fram öll verslun með vörur frá nýlendum Dana í norðri og vel til fundið að byggingin skuli núna gegna því hlutverki að flytja inn menningu frá þessum sömu löndum,“ segir Heiðar en til viðbótar við menningarstarfið hýsir byggingin sendiráð Íslands og skrif- stofur heimastjórna Grænlands og Færeyja. Heiðar er fyrsti Íslendingurinn sem gegnir stöðu sýningarstjóra hjá menningarmiðstöðinni. Áður hefur hann komið víða við í íslensku lista- lífi, starfaði m.a. um alllangt skeið hjá Listasafni Reykjavíkur í Hafn- arhúsi og hefur undanfarin ár verið sjálfstætt starfandi listfræðingur. Staða hússins að styrkjast Að vonum er Heiðar ánægður með nýja starfið og þykir ekki amalegt að vera aftur fluttur til menningarborg- arinnar Kaupmannahafnar. „Nord- atlantens Brygge er kannski ein af þeim stofnunum sem mætti fara meira fyrir í menningarlandslaginu hérna, en staða hússins er óðum að breytast til batnaðar og munar þar ekki síst um nýja göngu- og hjólabrú sem tengir okkur beint við Nýhöfn. Brúin hefur breytt flæði fólks um svæðið og skapað áhugaverð tæki- færi fyrir húsið.“ Aðspurður segir Heiðar að menn- ingarstarfsemin í Nordatlantens Brygge skiptist tiltölulega bróður- lega á milli Íslands, Færeyja og Grænlands en Íslandi hafi þó verið gert hærra undir höfði undanfarna mánuði í tilefni af 100 ára fullveldis- afmæli. Meðal fyrstu verkefna Heið- ars sem sýningarstjóra verður ein- mitt að fylgja úr hlaði sýningunni High & Low sem verður opnuð 30. nóvember. Þar verður borið á borð úrval af íslenskri samtímalist frá miðjum 8. áratugnum fram til okkar daga. „Það má kalla sýninguna litla glefsu úr íslenskri listasögu og eru verkin eftir ólíka listamenn af ólíkum kynslóðum sem vinna með ólíkan efnivið,“ útskýrir Heiðar en meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni má nefna Hildi Hákonardóttur, Magnús Pálsson, Unu Björgu Magnúsdóttur og Arnar Ásgeirsson. Þá verður efnt til málþings um íslenska samtíma- myndlist 5. desember. Áhugaverð list verður til hjá fámennum þjóðum Það er synd að listsköpun Fær- eyinga og Grænlendinga skuli vera Íslendingum eins fjarlæg og hún er. Ef dæmigerður Íslendingur væri beðinn að nefna færeyskan lista- mann á nafn yrði sennilega fátt um svör, og helst að landinn þekki fær- eyskt tónlistarfólk eins og Jógvan Hansen eða Eivøru Pálsdóttur. Enn erfiðara væri að fá Íslending til að nefna eða muna nafnið á grænlensk- um listamanni. Heiðar segir vestnorræna frænd- ur okkar hafa margt áhugavert fram að færa. „En skiljanlega er lista- samfélag þeirra minna en á Íslandi enda fámennari samfélög. Bæði Færeyingar og Grænlendingar eiga þó, rétt eins og Íslendingar, marga öfluga listamenn og eru merkilegir hlutir að gerast um þessar mundir hjá yngri kynslóðinni: við sjáum stíga fram í sviðsljósið fólk með mikinn metnað sem hefur menntað sig meira og betur en eldri kynslóðir lista- manna í þessum löndum og lært list  Meðal fyrstu verka Heiðars Kára Rannverssonar sem sýningarstjóra hjá Nordatlantens Brygge er að fylgja úr hlaði sýningu um íslenska samtímalist  Tenging við Nýhöfn hefur bætt aðgengi að húsinu  Íslendingar mættu kynnast betur áhugaverðri listsköpun Grænlendinga og Færeyinga Stökkpallur Nordatlantens Brygge er í merkilegri byggingu og hefur frá árinu 2003 boðið Kaupmannahafnarbúum að kynnast því besta frá íslensku, grænlensku og færeysku listafólki. Útrás vestnorrænnar listar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.