Morgunblaðið - 26.11.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 26.11.2018, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018 ✝ Jón Sveinssonfæddist 17. september 1925 á Þykkvabæjar- klaustri í Álftaveri. Hann lést 17. nóv- ember 2018 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Sveinn Jóns- son, bóndi á Þykkvabæjar- klaustri, f. 1880, d. 1959, og Hildur Jónsdóttir ljós- móðir, f. 1890, d. 1981. Systkini hans eru Sigríður, f 1913, d. 2003; Signý, f. 1918, d. 2005; Jörundur, f. 1919, d. 1968; Sig- urður, f. 1922, d. 1994; Einar S.M., f. 1928, d. 2012; Steinunn, f. 1931. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Guðrún Jónsdóttir frá Húsavík í Vestmannaeyjum, f. 19. mars 1925. Þau giftu sig 31. desem- ber 1951 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar: Jón Auð- unsson, f. 1891, d. 1975, og Sig- ríður Jónsdóttir, f. 1888, d. 1968. Jón og Guðrún eiga eina dóttur, Þórunni Ósk, f. 15. júní 1951. Maki Þorsteinn Guð- mundsson. Börn þeirra: Ástþór Ragnar, f. 1973. Ester, f. 1975, sambýlismaður Jens Ívar. Barn þeirra Jón Albert, f. 2010. Ester á Þorstein Gretti, f. 1995, og Rann- veigu, f. 1998, með fyrrverandi eigin- manni, Óla Krist- jáni. Þórunn á dótt- ur með fyrrverandi sambýlismanni, Hinriki Ólafi Thor- arensen, f. 1948, d. 1975, Guðrúnu Jónu, f. 1970, maki Ragnar Þór. Börn þeirra: Diljá Líf, f. 1998, og Salka Rán, f. 1999. Jón lauk barnaskóla á Herj- ólfsstöðum í Álftaveri í V-Skaftafellssýslu 1939, Iðn- skólanum í Reykjavík 1947, sveinsprófi í vélvirkjun í Vél- smiðjunni Héðni hf. 1948, vél- stjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1950 og rafmagns- deild 1951. Hann var vélstjóri hjá BÚR 1952-56, vélvirki hjá Sveinbirni H. Pálssyni vél- virkjameistari 1956-61, Stál- umbúðum hf. 1961-64, vélstjóri hjá Hafskipum hf. 1964-85 og hjá Eimskipafélagi Íslands hf. frá 1986 þar til hann lét af störfum 1992. Jarðarför Jóns fer fram frá Áskirkju í dag, 26. nóvember 2018, klukkan 13. Nú er hann fallinn frá hann tengdafaðir minn. Hann var sómamaður í alla staði, svo stolt- ur og fastur á sínu. Það var gott að kynnast honum þegar ég var tvítugur að eltast við dóttur hans. Hann gaf mér samþykki sitt um giftingu okkar ’72 og upp úr því fóru kynni okkar að þróast. Hann var ávallt tilbúinn að hjálpa þegar hann var í landi. Ég man þegar ég fór með honum á sjó, sem smyrjari, hversu fágað og bónað vélarrúmið var. Ekki sást olíudropi. Eitt sinn var skip selt sem hann var á og kaupand- inn spurði hvort skipsvélin hefði einhvern tímann verið notuð, svo hrein var hún. Hann smíðaði sumarbústað í Kjósinni og var ég honum til aðstoðar. Þar lærði ég alla nákvæmni í smíðum og margt fleira. Hann gerði kart- öflugarð ofan í jörðinni með fjóra veggi sem veittu skjól og ekki var hann smár, 48 fermetrar. Hverjum dettur slíkt í hug? Auð- vitað honum Jóni kartöflubónda eins og við kölluðum hann. Hann reyndist mér líka sem faðir því þegar við unnum saman þá sagði hann: „þú gerir þetta svona“ sem ég gerði. Við vorum ekki alltaf sammála en lausnin kom ávallt undir lokin. Það voru forréttindi að kynn- ast honum, þessum mikla sóma- manni, og nú kveð ég tengda- föður minn með söknuði og sorg í hjarta. Þorsteinn. Fyrsta heimilið mitt var hjá afa og ömmu í Ljósheimum 2. Mamma mín eignaðist mig ung og þar sem foreldrar mínu skildu skömmu eftir að ég fæddist flutti ég inn í Ljósheima til afa og ömmu. Ég var skírð í höfuðið á þeim og fór skírnin fram í Ljós- heimum. Þá var nú gott að hafa yfirvélstjórann, sem var velvilj- aður, agaður og traustur. Hann tók mér opnum örmum og var óendanlega góður við mig. Ætti ég erfitt með að sofna á kvöldin bað ég afa að koma í bíltúr á Volkswagen-bjöllunni. Þá lagðist ég í skottið, afi keyrði um bæinn þar til ég sofnaði og hann bar mig svo inn í rúm. Fimm ára fór ég fyrsta túrinn af nokkrum á sjó með afa og ömmu. Sjóferðin stóð yfir í u.þ.b. þrjár vikur og hann hélt dagbók um ferðina sem hann gaf mér í lok ferðar. Þessi bók og fleiri slíkar geyma ómetanlegar minn- ingar. Þegar ég var átta ára ákváðu foreldrar mínir að byggja sumarbústað í Eilífsdal í Kjós með afa og ömmu. Í dalnum þurfti að grafa upp steina og rækta upp melinn og þar buðust góð verkefni fyrir kraftmikla stelpu eins og mig, um leið og fjölskyldan fékk tækifæri til að vinna saman að uppbyggilegu verkefni. Afi var örlátur maður sem naut þess að gleðja, hvort sem gjöfin var hjól, skíði, píanó eða hjólaskautar, og kom oft af sjó með bæklinga þar sem ég merkti við barbídótið sem mig langaði í. Það brást ekki að dótið kom eftir næsta túr. Ég fór oft með afa og ömmu í veiði og ótal sinnum í Kastala- brekku, en þar var systir afa, Steinunn Sveinsdóttir, bóndi ásamt manni sínum. Þar kynntist ég dætrum þeirra hjóna, Hjör- dísi og Jónu, sem voru á sama reki og ég. Það var alltaf gaman að vera í Kastalabrekku og í einni ferðinni þangað á unglings- árum mínum fór ég á sveitaball á Borg í Grímsnesi og hitti þar eig- inmann minn. Afi vaknaði klukkan sex alla daga, fór í Laugardalslaugina og synti 1.000 metra. Væri hann á sjó fór hann niður í vélarrúm og nýtti sér róðravél sem hann hafði þar. Hann var alla tíð meðvitaður um mikilvægi hreyfingar. Hann var fyrsta manneskjan sem ég þekkti sem átti hárgel, enda allt- af vel greiddur og aldrei órak- aður. Afi var vel menntaður maður og víðlesinn. Öll sín störf, hvort sem það var sem yfirvélstjóri, við handverk eða önnur verkefni, vann hann af metnaði og ná- kvæmni. Afi var góður við okkur barna- börnin og barnabarnabörnin sín og unnu þau honum. Vegir Guðs eru órannsakan- legir. Pabbi minn dó þegar ég var fjögurra ára, en Guð klikkaði ekkert gagnvart mér þá frekar en fyrr eða síðar, heldur sá til þess að tryggustu menn sem ég hef kynnst röðuðust í kringum mig og vildu allt fyrir mig gera. Afarnir mínir tveir og Steini pabbi. Það verður erfitt að kveðja, en trú mín færir mér vissu um við fáum að hittast aftur, elsku afi minn – og hafðu það sem allra best á meðan. Það er gott til þess að vita hvað það verður stutt að skjótast að leiðinu þínu í Sóllandi í hádeg- ishléinu í vinnunni minni á Sól- borginni í Fossvoginum. Guðrún Jóna Thorarensen. Þú varst svo góður afi, sá besti. Alveg eins og systur mínar fékk ég að fara á sjóinn með þér og ömmu. Það var mjög gaman og tívolíferðirnar skemmtilegar. Það var veisla þegar þú komst í land með dót og Quality Street og satt að segja þótti mér skemmtilegra að fá sælgæti en dótið. Í Ljósheimana var gott að koma og fá sér malt og appelsín og kíkja í kjallarageymsluna þar sem gosið og sælgætið var. Þegar ég varð eldri þótti mér vélstjórajakkinn þinn svo flottur og á endanum fékk ég að eiga hann. Það er minn heiður að þú hvílist í honum elsku afi minn enda glæsilegur í honum. Ég er búinn að búa í nítján ár í Noregi en í hvert skipti sem ég kom til landsins heimsótti ég ykkur ömmu. Í sumar áttum við góða stund saman og er ég þakklátur fyrir það. Hvíldu í friði, elsku afi. Ástþór Ragnar. Elsku afi minn, nú hefur þú fengið hvíldina. Ég fékk að fara með þér þrisvar sinnum í sjóferð til Kaupmannahafnar og þá var verslað og farið í tívolíið. Svo fékk ég oft að gista hjá þér og ömmu um helgar og þá fórum við eldsnemma í sund og svo bak- aríið í Álfheimum. Ég mun aldrei gleyma þegar við tókum slátur í Engihlíðinni, þú varst á nærboln- um með hálfan handlegginn niðri í bala að hræra og Signý systir þín lét mig sauma vambirnar. Mér fannst þetta ógeðslegt en gott að borða. Við eldhúsborðið í Ljósheimunum spiluðum við oft ólsen ólsen og svarta pétur og fengum okkur malt og appelsín og Mackintosh. Já, það fannst þér gott konfekt. Ég náði að spila við þig ólsen ólsen í síðasta sinn á ættarmótinu í sumar og þá var hann nafni þinn, Jón Albert, með okkur. Þú sýndir svo sann- arlega ást þína á okkur systk- inunum og þú varst svo þakk- látur fyrir öll barnabarnabörnin sem færðu þér mikla gleði. Þú áttir alltaf tíma fyrir okkur og þau. Þegar ég kom í heimsókn með Þorstein og Rannveigu var eins og þú hefðir unnið í lottói, og ekki breyttist það þegar hann Jón Albert mætti á svæðið. Eftir að þú varst búinn að synda þína 1.500 metra á morgnana varstu mættur til að skutla okkur Þor- steini Gretti til dagmömmu og mér í vinnuna því við áttum ekki bíl. Þú smíðaðir svo falleg hús- gögn fyrir mig og börnin, í dag sefur nafni þinn í fyrsta rúminu sem þú gerðir handa Þorsteini. Það verður skrítið fyrir hann að koma til langömmu sinnar núna og hitta engan langafa. Ekki má nú gleyma sumarbústaðarferð- unum okkar þar sem þú varst önnum kafinn í kartöflugarðinum en áttir þó tíma fyrir mig og skál með bláberjum og rjóma. Þegar amma var orðin þreytt á að spila badminton við mig tókst þú við. Svo þegar ég varð 16 ára kenndir þú mér að keyra í dalnum og eft- ir bílprófið fékk ég að hafa flotta Golfinn þinn á meðan þú varst á sjónum. Þeir voru margir rúnt- arnir sem við vinkonurnar tókum á þeim bíl. Þegar þú keyptir glæ- nýjan Golf hélt ég að dekrið væri búið, en auðvitað hélst þú áfram að lána mér hann. Í sumar var ættarmót og þar sýndir þú öllum hversu gjafmildur þú varst. Þar fengu ættingjar að velja sér verk úr tré eftir þig sem þeim þótti dýrmætt. Það er aðdáunarvert hversu góður þú varst og svo stoltur af öllu því sem ég gerði og ég fékk að heyra það í hvert skipti sem við hittumst. Elsku afi, ég er þakklát fyrir að hafa verið með þér síðustu stundina og við Jón Albert munum passa upp á ömmu fyrir þig. Ég sakna þín og vona að þú sért á góðum stað núna. Þín Ester. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga á fullorðinsárum langafa og langömmu. Hvað þá að fá að njóta samveru þeirra yfirhöfuð. Það vorum við barnabarnabörnin fimm. Langafi var hörkudugleg- ur og við vorum svo stolt og montin að eiga langafa sem synti þúsund metra á hverjum einasta morgni. Við munum langafa best uppi í sumarbústað í bláa vinnu- gallanum og grænu stígvélunum að taka upp kartöflur, smíða eða gróðursetja. Langafi hafði alltaf eitthvað fyrir stafni. Við frænk- urnar fengum hver og ein gjöf frá langömmu og langafa, það voru dúkkuhús sem hann hafði smíðað. Þá hafði hann einnig dundað sér við að smíða öll hús- gögnin inn í húsin og hún saum- aði litlar gardínur og sængur. Þessi dúkkuhús eru okkur svo mikilvæg og munum við ávallt passa vel upp á þau. Það var allt- af gaman að fara í heimsókn í Ljósheimana, en þangað fórum við barnabarnabörnin oft. Þá var spilað á spil og hámaðir í sig Mackintosh-molar. Það voru líka alltaf kandíssykurmolar uppi á borði en misjafnt hvað þeir féllu í kramið. Það var dótakassi hjá langömmu og langafa með alls konar bókum, böngsum og bílum og það var alltaf gaman að fá að leika sér með dótið sem mömmur okkar og amma ólust upp við. Á jólunum hengdi langafi upp spiladós sem spilaði lag þegar togað var í spottann, þá vildi hann dansa með okkur í hringi og syngja. Við reyndum eflaust á þolinmæðina í honum því við vildum alltaf láta hann toga aftur og aftur í bandið en hann lét það alltaf eftir okkur. Það var alltaf til malt og appelsín í ísskápnum hjá langömmu og langafa. Jón Albert man sérstaklega eftir því hvernig langafi opnaði gosflösk- ur, hann sneri þeim á hvolf til þess að hleypa engum kolsýringi út. Í ísskápnum leyndist líka allt- af suðusúkkulaði en honum fannst best að borða það kalt. Langafi sýndi okkur öllum mik- inn áhuga. Hann vildi alltaf vita hvað við vorum að bralla og læra. Ég man sérstaklega vel eftir því að langafi og langamma komu á allar lokahátíðir og sýningar hjá okkur þegar við æfðum eitthvað nýtt, hvort sem það var söngur, dans, myndlist eða leiksýningar. Það sýnir hversu stoltur hann var af okkur öllum. Við kveðjum langafa með mikilli sorg, en við erum svo heppin að eiga ótrúlega margar og góðar minningar með honum. Takk fyrir allt, elsku langafi, við elskum þig og minn- umst þín alltaf. Fyrir hönd okkar barnabarna- barnanna, Rannveig, Þorsteinn Grettir, Diljá Líf, Salka Rán og Jón Albert. Jón Sveinsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR EINARSSON, múrarameistari, Boðaþingi 1, Kópavogi, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 20. nóvember 2018. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju 28. nóvember klukkan 13. Þeim sem vildu minnast Einars er bent á styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Alda Ingólfsdóttir Hrefna Einarsdóttir Karel Helgi Pétursson Fanney Einarsdóttir Ingólfur Einarsson Áslaug Óskarsdóttir Erna Rún Einarsdóttir Ágúst Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi, GUÐBRANDUR EIRÍKSSON, lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík, föstudaginn 23. nóvember. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, fimmtudaginn 29. nóvember klukkan 14. Elín P. Alexandersdóttir Edvard Júlíusson og frændsystkini Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi, langafi og kær vinur, GUNNAR PÁLL KJARTANSSON, Vogatungu 51, Kópavogi, lést 20. nóvember á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Jarðsungið verður frá Digraneskirkju 30. nóvember kl. 13:00. Kjartan T. Gunnarsson Inga Magnúsdóttir Þorlaugur Gunnarsson Sesselja Friðjónsdóttir Gunnhildur L. Gunnarsdóttir Róbert B. Jóhannesson Kristján P. Gunnarsson Perla Sigurðardóttir Auðbjörg Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær fósturmóðir mín, amma og langamma, UNNUR JÓHANNESDÓTTIR, lengst af til heimilis að Fornósi 12, lést á hjúkrunarheimilinu Sauðárhæðum 23. nóvember. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju 30. nóvember kl. 14. Hanna Bryndís Þórisd. Axels Júlíus Helgi Sigurjónsson Ingimar Axel Gunnarsson Silja Ýr, Lydía Ýr, Kristrún Huld, Unnur, Kristófer Már og langömmubörn Ástkær eiginkona, móðir, dóttir, tengdadóttir, systir og mágkona, ÞÓRUNN ÁGÚSTA ÞÓRSDÓTTIR vélaverkfræðingur, Alveveien 13, Sandnes, Noregi, lést á krabbameinsdeild Åse, Noregi, í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 20. nóvember. Útför hennar fer fram laugardaginn 8. desember klukkan 14 frá Ísafjarðarkirkju. Gunnar Runólfsson Björg Jónína Björnsdóttir Sveinbjörn Hugi Gunnarsson Guðný Magna Gunnarsdóttir Álfhildur Jónsdóttir Þór Ólafur Helgason Guðný Gunnarsdóttir Guðný Ósk Þórsdóttir Jón Þór Guðbjörnsson Sædís Ólöf Þórsdóttir Gunnar Ingi Hrafnsson og fjölskyldur Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur og afi, PÉTUR GUNNARSSON blaðamaður, Bólstaðarhlíð 64, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 23. nóvember. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 3. desember kl. 13. Anna Margrét Ólafsdóttir Ragnheiður Ásta Pétursdóttir Kristján Oddur Sæbjörnsson Anna Lísa Pétursdóttir Hannes Pétur Jónsson Pétur Axel Pétursson Ragnheiður Ásta Pétursdóttir barnabörn og aðrir ástvinir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.