Morgunblaðið - 26.11.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.11.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Leiðsöguhundar eru sínu fólki ómetanleg hjálp. Með góðri þjálf- un og samvinnu eru hundarnir ótrúlega fljótir að nema leiðina sem fara skal og þræða af öryggi og ratvísi fram hjá öllum hindr- unum sem á vegi kunna að verða,“ segir Björk Arnardóttir hunda- og iðjuþjálfi. „Svo er líka einstaklega fallegt að sjá þau sterku tengsl sem myndast milli hunds og manns, einlæg og mik- ilvæg vinátta. Oft glímir blint fólk við depurð og félagslega einan- grun og í slíkum aðstæðum getur samband við dýrin gert ótrúlega mikið fyrir fólk.“ Laban er ljúfur Fyrir nokkrum dögum af- hentu fulltrúar Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerð- ingu, eins og stofnunin formlega heitir, þremur skjólstæðingum sínum hunda sem munu hafa sér til halds og trausts. Þetta eru labradorhundar frá Svíþjóð; fengnir af ræktunarstöð þar sem alinn hefur verið upp stofn hunda með leiðsögugen! Alls eru nú á Ís- landi átta leiðsöguhundar, allir keyptir af Blindrafélaginu en svo hefur þjónustumiðstöðin miðlað þeim áfram til þeirra sem helst þurfa. Hinn pólski Krzysztof Jerzy Gancareker einn þeirra sem nú hafa fengið leiðsöguhund og fyrir helgina var Björk að þjálfa sam- vinnu þeirra Kristof og Labans, en svo heitir hundurinn. Fór þrenningin saman í gönguferð um Hlíðahverfið í Reykjavík þar sem lögð var áhersla á að nema og læra á hindranir, svo sem tröpp- ur, gangstéttarbrúnir og fleira slíkt. „Við Laban, sem er ein- staklega ljúfur og góður, náðum strax saman,“ segir Kristof sem býr með Joönna Mariu Gancarek konu sinni í húsi Blindrafélagsins við Hamrahlíð í Reykjavík. Krist- of hefur búið á Íslandi síðastliðin tólf ár, en lengra er síðan hann missti sjónina af völdum sjúk- dóms. Sér reyndar aðeins skímu, en er lögblindur eins og það er kallað. „Ég vinn bæði hér á Blindra- vinnustofunni sem er hér í húsinu sem ég bý og einnig sem nuddari hjá Gigtarfélagi Íslands, sem er með starfsemi sína við Ármúlann. Að koma sér þangað héðan úr Hlíðunum hefur til þessa gengið upp og ofan en með hundinum verður þetta ekkert mál. Lengi stóð svolítið í mér að fara yfir fjöl- farnar götur eins og Kringlumýr- ar- og Háaleitisbrautir en Laban tekur þetta af öryggi og virðist þetta ekki ætla að verða nokkurt einasta vandamál.“ Eykur lífgæði og rífur einangrun í myrkrinu Björk Arnardóttir er dýra- vinur. Hún hefur lengi átt hunda og þjálfað þá meðal annars með Björgunarhundasveit Íslands. Þátttaka í því starfi segir iðju- þjálfinn Björk að hafi raunar allt- af verið sitt hálfa líf og nú geti hún í starfi með blindum sam- einað bæði áhugamál og vinnu. sem frábært tækifæri. „Fyrir utan að vera næmir á umhverfi sitt þurfa leiðsögu- hundar að vera sterkir ein- staklingar, sem láta ekki áreiti umhverfisins slá sig út af laginu. Að stóru leyti kemur þetta með þjálfun, sem bæði þarf að ná til skepnu og manns. Í dag hafa átta manns á Íslandi leiðsöguhunda og mikilvægt er að fleiri fái að njóta, því allt eykur þetta lífsgæði fólks og rífur einangrun í myrkrinu,“ segir Björk að síðustu. Einangrun blindra rofin og leiðin um götur borgarinnar verður greið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samvinna Björk Arnardóttir, Krzysztof Jerzy Gancarek og hundurinn Laban saman á æfingu í síðustu viku. Ratvísir hundar eru blindum mikilvægir  Björk Arnardóttir er fædd árið 1977. Hún útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Háskólanum á Akureyri 2004 og er með dip- lómu í heilbrigðisvísindum frá sama skóla 2016. Hún á að baki langan starfsferil, meðal annars við leik- og grunnskóla.  Björg byrjaði að starfa með Björgunarhundasveit Íslands fyrir16 árum og er formaður þar og leiðbeinandi. Björk hef- ur sl. eitt og hálft ár aðstoðað aðstoðað notendur leiðsögu- hunda og var fyrir skemmstu ráðin til Þjónustu- og þekking- armiðstöðvar blindra og sjón- skertra gagngert til að sinna því verkefni. Hver er hún? Guðni Ágústsson, fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins, lagði til á fjölsóttum fundi Íslendinga á Ensku ströndinni á Kanaríeyjum að Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrver- andi forseti, yrði gerður að vernd- ara landbúnaðarins og matvæla- öryggis Íslands. Fundurinn var á vegum Sturlu S. Þórðarsonar, en hann sér um fundina sem eru haldn- ir hvern laugardag á þessum slóð- um. Hátt í 200 manns sóttu fundinn og var vel tekið í hugmyndina en auk þess hefur Guðni borið tillöguna undir Ólaf Ragnar sem tók henni vel. „Við höfum orðið þess vör að fyrr- verandi forsetar og stjórnmálamenn taka að sér að vera í fararbroddi í umræðu um þýðingarmikil mál, þar má nefna Vigdísi Finnbogadóttur, verndara tungumálanna og sér- staklega íslenskunnar. Ólafur er öfl- ugur talsmaður og hefur lagt mikið til umræðu um ýmis mál, t.d. tengd norðurskautinu. Hann er framúr- skarandi í að halda utan um sín bar- áttumál eins og við sáum í Hörpu.“ Á málþingi um þjóðaröryggi og fullveldi sem fram fór í Hörpu um helgina fjallaði Ólafur Ragnar um stöðu bænda og að matvælin væru einn mikilvægasti þátturinn í öryggi þjóða. Á þinginu voru landbúnaðar- málin aðalumfjöllunarefnið og tekur Guðni fram að allar ræðurnar hafi verið afburðagóðar en að mál mat- vælaöryggisins, sem Ólafur tók fyr- ir, hafi einkum verið athyglisvert. „Matvælaöryggið og sú sérstaða sem við búum við ásamt góðu ástandi matvælanna og íslensks landbúnaðar eru landinu gríðarlega mikilvæg, við megum ekki fórna þessu fjöreggi. Auk þess benti hann á að það gæti gerst þess vegna inn- an fárra ára að lönd sem farin væru að leggja aukna áherslu á heilsu, hollustu og heilbrigðar landbún- aðarvörur, gætu hreinlega boðið hærra verð í alla íslenska fram- leiðslu af kjöti og fleiru,“ segir Guðni. veronika@mbl.is Ólafur hvattur til að gerast verndari  Landbúnaður og matvælaöryggi í brennidepli á borgarafundi á Kanarí Ræða Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Pétur Gunnarsson blaðamaður lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi föstudag- inn 23. nóvember 58 ára að aldri. Pétur fæddist í Reykjavík 18. mars 1960. Foreldrar hans voru Ragnheiður Ásta Pétursdóttir og Gunn- ar Eyþórsson, og fóst- urfaðir Jón Múli Árna- son. Pétur var elstur fjögurra systkina. Pétur lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1980 og starfaði í kjöl- farið í fáein ár hjá Lögreglunni í Reykjavík. Um miðjan níunda ára- tuginn hóf hann störf sem blaða- maður hjá Morgunblaðinu og starf- aði þar fram að stofnun Frétta- blaðsins, þar sem hann varð fyrsti fréttastjóri blaðsins. Hann var einnig fréttastjóri Viðskiptablaðsins um hríð og stofnaði síðar vefmiðilinn Eyj- una, sem hann rit- stýrði. Pétur sinnti einnig félagsstörfum og starfaði bæði fyrir Framsóknarflokkinn og síðar Samfylk- inguna. Síðast starf- aði hann sem ritstjóri hjá SÁÁ. Pétur kvæntist árið 1980 æskuástinni sinni, Önnu Margréti Ólafsdóttur leik- skólastjóra. Pétur lætur eftir sig þrjú börn þeirra Önnu; Ragnheiði Ástu (1980), Önnu Lísu (1983) og Pétur Axel (1995), og fimm barna- börn. Banamein Péturs var krabba- mein en hann greindist með sjúk- dóminn í júlí í fyrra. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 3. desember klukkan 13. Andlát Pétur Gunnarsson Byggingarnar á Landsbankareitnum svo- nefnda á horni Hverfisgötu og Barónsstígs eru langt komnar. Myndin til vinstri var tekin í nóvember 2016, þegar verið var að fjarlægja malbik á bílastæðinu sem tilheyrði Landsbank- anum og fleiri fyrirtækjum við Laugaveg 77. Þar fóru um 100 bílastæði en bílakjallari er undir hluta af nýju byggingunum með pláss fyrir 45 bíla. Í byggingunni, sem er við Hverf- isgötu 94-96, er gert ráð fyrir verslunum og veitingahúsum á jarðhæð. Á efri hæðum verða alls 38 íbúðir, sem eru 70-170 fermetrar að flatarmáli. Félagið SA-Byggingar hefur reist húsið á undanförnum tveimur árum. Upphaf- lega stóð til að afhenda íbúðirnar í haust en einhverjar tafir hafa orðið á því. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýbyggingar við Hverfisgötu 94-96 langt komnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.