Morgunblaðið - 22.11.2018, Blaðsíða 1
LÍKIST KLOVNMEÐ DERHÚFU40TONN AF PLASTI
upandi með fingur af stærðinni 5 gæti keypt demantshring. 4
Unnið
Nýjar kynslóðir plastkassa gætu í
sumum tilvikum leyst frauðplast-
öskjur af hólmi í sjávarútvegi. 7
VIÐSKIPTA
4
Ka
í samvinnu við
Tvöföldun á stærð hugbúnaðarfyrirtækisins Kolibri
á tveimur árum hafa fylgt alls kyns áskoranir segir
Ólafur Örn Nielsen framkvæmdastjóri.
FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf
Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík
ey.is
Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta
Veðkall og bréfin hækkuðu
Samkvæmt traustum heimildum Við-
skiptaMoggans var gert veðkall í
hlutabréfum Laugavegar ehf., félags í
eigu fjárfestisins Sturlu Sighvats-
sonar, í leigufélaginu Heimavöllum á
dögunum. Bréfin voru í kjölfarið seld
á markaði, í um 140 milljóna króna
viðskiptum. Þar með hafi Sturla misst
yfirráð yfir langstærstum hluta af
bréfum sínum, og öllum sem voru hjá
Kviku í gegnum framvirka samninga
þar.
Veðkall er það kallað þegar fjár-
festir þarf að leggja fram viðbótar
tryggingar fyrir láni sem liggur til
grundvallar skuldsettri fjárfestingu.
Nái hann ekki að leggja fram slíkar
tryggingar selur viðkomandi fjár-
málastofnun bréfin til greiðslu skuld-
arinnar.
Sturla, sem er einn af stofnendum
Heimavalla og fyrsti forstjóri þess,
hefur verið í fréttum að undanförnu
vegna nauðungarsölu á eignum. Í
frétt Stundarinnar frá því fyrr í mán-
uðinum er sagt að fjöldi fasteigna í
hans eigu hafi verið boðinn upp til
nauðungarsölu undanfarna mánuði.
Þá er fasteignafélag hans sagt ógjald-
fært og sum dótturfélög í mjög alvar-
legum vanskilum, eins og það er orð-
að í frétt Stundarinnar.
Heimildarmenn ViðskiptaMoggans
á markaðnum segja að í kjölfar veð-
kallsins, og eftir að Kvika hóf sölu á
bréfunum í Kauphöllinni á genginu
1,08, eða á lægsta verði sem bréf
Heimavalla hafa verið skráð á síðan
félagið fór á markað síðastliðið vor,
hafi verð bréfanna hækkað mikið.
Telja menn að lengi hafi verið vitað af
fjárhagsörðugleikum þeim sem tíund-
aðir eru í frétt Stundarinnar, og
mögulega hafi gengið tekið kipp eftir
að ljóst var að Laugavegur ehf. hyrfi
úr hluthafahópnum.
Miðað við eldri hluthafalista
Heimavalla má gera ráð fyrir að nafn-
virði bréfa Laugavegar ehf. í Heima-
völlum hafi numið á bilinu 200 – 250
milljónir króna, sem er um 2 – 2,5% af
heildarvirði Heimavalla.
Flutti sig til Arion banka
Sturla Sighvatsson hafnar því hins-
vegar í samtali við ViðskiptaMogg-
annn að um veðkall hafi verið að
ræða, og segir að framvirkur samn-
ingur um ákveðin bréf hafi ekki verið
framlengdur, eins og vaninn hefur
verið á 30 daga fresti til þessa. Hann
segist einfaldlega hafa skipt um
banka, og hyggst kaupa öll bréfin aft-
ur með framvirkum samningi hjá Ar-
ion banka. „Þeir eru að kaupa bréf
fyrir mig núna og út þessa viku. Ég
mun á endanum eiga sama magn
bréfa og ég átti áður, og jafnvel meira.
Ég hef mikla trú á Heimavöllum til
framtíðar,“ útskýrir Sturla.
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Hluti af ástæðu mikilla
verðhækkana á bréfum
Heimavalla í vikunni er
sagður vera vegna sölu á
bréfum stórs hluthafa.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Gengi Heimavalla hefur hækkað mikið í vikunni, en lokagengi félagsins í Kaup-
höll í gær var 1,17 og hafði hækkað um 5,41% í 46 milljóna króna viðskiptum.
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
1.400
22.5.‘18
22.5.‘18
21.11.‘18
21.11.‘18
1.756,21
1.679,44
140
135
130
125
120
123,45
141,05
Sveinn Björnsson, framkvæmda-
stjóri Íslenskra fasteigna, sem hefur
umsjón með byggingu lúxusíbúð-
anna í Austurhöfn við hlið Hörpu,
segir að þær mörgu stóru íbúðir sem
boðnar verða til sölu séu hluti af sér-
stöðu verkefnisins. Sala íbúðanna
hefst eftir áramót að sögn Sveins.
„Við munum bjóða nokkrar stærðir
af íbúðum. Um 20% íbúðanna eru á
bilinu 50-100 fermetrar, 34% íbúð-
anna eru á bilinu 100-150 fermetrar
og svo eru hin 46% sem eftir standa
á bilinu 170-360 fermetrar.“
Sveinn segir að fjórar stærstu
íbúðirnar verði á bilinu 300-360 fer-
metrar. „Þetta eru þakíbúðirnar.
Um 30% íbúðanna eru annars á
bilinu 170-210 fermetrar.“
Þá segir Sveinn að nálægðin við
Marriot Edition-hótelið sem er í
byggingu við hliðina sé mikill kostur.
Íbúar geti nýtt sér þjón-
ustu hótelsins.
360 fm þakíbúð í Austurhöfn
Morgunblaðið/Hari
Sveinn Björnsson segist spenntur að
sjá viðtökurnar við nýju íbúðunum.
Sala lúxusíbúða Austur-
hafnar hefst í byrjun 2019.
Stærð íbúðanna er ein
helsta sérstaðan.
8
Leiðtogar atvinnulífsins
hafa, því miður, ekki endi-
lega mikið fram að færa á
vettvangi stjórn-
málanna.
Forstjórar haldi
sig fjarri pólitík
10
Rekstur Victoria‘s Secret
gengur ekki vel um þessar
mundir og gæti fyrirtækið
þurft að losa sig við
verslanir.
LEX: Brátt í
blúndunærbrók
11