Morgunblaðið - 22.11.2018, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018FRÉTTASKÝRING
bílakjallaranum 1.127 að tölu. „Bílastæðin undir
Hörpu, Landsbankanum, Austurhöfn og Mar-
riot Edition verða öll tengd saman. Þetta er
flóknasti bílakjallari sem við hjá Íslenskum fast-
eignum höfum haft aðkomu að,“ segir Sveinn og
brosir.
Hægt verður að keyra ofan í kjallarann frá
nokkrum stöðum. „Þetta er umtalsverð fjölgun
bílastæða í miðbænum. Hægt verður að aka eft-
ir Pósthússtræti til að mynda, og beint ofan í
bílakjallarann og einnig verður hægt að keyra
beint niður af Hafnarbakkanum, og svo auðvitað
áfram niður hjá Hörpu. Kjallarinn verður opinn
Mikil uppbygging hefur staðið yfir um skeið í
Austurhöfn í Reykjavík, á byggingareitunum á
hafnarbakkanum á milli Hörpu og Hafnartorgs.
Þrjár byggingar munu á endanum standa þar og
eru þær smátt og smátt farnar að taka á sig
mynd. Fyrst ber að telja Marriot Edition-
lúxushótelið sem standa mun næst Hörpu. Þá
kemur sex hæða íbúðabygging með 71 íbúð af
ýmsum stærðum, og í þriðja lagi nýjar og glæsi-
legar höfuðstöðvar Landsbankans. Þær eru enn
á hönnunarstigi, en vonast er til að bygging-
arframkvæmdir geti farið að hefjast bráðlega.
Undir öllu saman er svo bílakjallari á einni til
tveimur hæðum sem tengist bílakjallara Hörpu
og Hafnartorgs, og verður sá stærsti á landinu.
Umsjón með uppbyggingu hótelsins og íbúð-
anna hefur fasteignaþróunarfélagið Íslenskar
fasteignir ehf., en eigandi hótelsins sjálfs er
fasteignafélagið Cambridge Plaza Hotel Comp-
any ehf. Eigendur Austurhafnar, sem reisir
íbúðabyggingarnar, eru hinsvegar Hreggviður
Jónsson og Eggert Dagbjartsson ásamt Arion
banka með 20%.
Flóknasti bílakjallarinn
Blaðamaður fékk kost á því á dögunum að
kynna sér framkvæmdirnar í fylgd Sveins
Björnssonar, framkvæmdastjóra og eins eig-
enda Íslenskra fasteigna, og tók því boði fegins
hendi, enda um sögulega og spennandi upp-
byggingu að ræða, og eina mestu breytingu á
miðbæ Reykjavíkur sem um getur í seinni tíð.
Eftir viðkomu í vinnuskúr þar sem menn
settu upp hjálma og fóru í skærlit öryggisvesti,
var haldið af stað inn á byggingarsvæðið.
Við stöldruðum fyrst við fyrir framan hótelið,
þar sem Sveinn benti blaðamanni á miklar fram-
kvæmdir sem ná langt niður fyrir sjávarmál,
þar sem m.a. bílakjallarinn kemur til með að
vera. Nýju stæðin sem þarna eru í smíðum eru
samtals 582 talsins og teygja sig frá Tryggva-
götu í suðri og upp að Hörpu í norðri. Þar af eru
100 einkastæði beint undir íbúðunum í Austur-
höfn og tilheyra þeim, hvert og eitt með mögu-
leika á rafhleðslu fyrir bílinn. Í Hörpu eru stæð-
in 545 og allt í allt verða því stæðin í
24 tíma á sólarhring alla daga ársins og verður
hann vaktaður með öryggisgæslu. Allur frá-
gangur tekur mið af frágangi í bílakjallara
Hörpu ásamt fullkomnu leiðsagnakerfi.“
37 þúsund fermetrar
Sveinn segir að um töluvert heildar bygging-
armagn sé að ræða ofan og neðan jarðar. „Hót-
elið og íbúðirnar ásamt bílakjallara eru í heild-
ina um 37.000 fermetrar. Með því eru eins og
fyrr sagði þessi einkastæði í bílakjallara, sem
okkur fannst mjög mikilvægt að geta boðið upp
á.“
Sveinn segir að uppsteypa íbúðanna klárist
fyrir árslok, og uppsteypa hótelsins í janúar –
febrúar nk.
Þegar komið er inn í íbúðirnar má sjá að út-
sýnið er einstakt. Horft er beint út á höfnina og
Faxaflóann úr stofuglugga, en hinum megin er
útsýni í átt að Hafnartorgi og miðbænum.
Sveinn bendir á að íveruherbergin snúi út að
þakgarði sem verður með glæsilegra móti. Sval-
ir eru á báðum endum og alrými (stofa og eld-
hús) rúmgóð. „Þessi staðsetning hússins hérna
megin Geirsgötunnar þýðir að íbúðirnar eru í
skjóli frá skarkala miðbæjarins. Þetta er ein-
Mest í mun að væntingar ka
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Framkvæmdir í Austurhöfn í
Reykjavík, á byggingarreitnum við
hlið Hörpu, ganga samkvæmt áætl-
un. Ístak er að ljúka við uppsteypu
húsanna og stefnt er að því að full-
klára fimm stjörnu Marriot Edition-
hótelið og sex hæða íbúðarblokk
með 71 íbúð fyrir lok árs 2019. Auk
þess styttist í að bygging nýrra höf-
uðstöðva Landsbankans á reitnum
hefjist.
Lúxusíbúðirnar í Austurhöfn munu
líta svona út í endanlegri mynd.
Þær verða fullbúnar í lok árs 2019.
Horft niður á þakgarðinn sem tilheyrir íbúum Austurhafnar. Bilið milli húsanna þar sem sést yfir á
Hafnartorg er seinni tíma breyting. Upphaflega áttu að vera þar íbúðir.
Mikið er lagt upp úr sérsmíði og vönduðum frágangi íbúðanna, hvort sem um er að ræða 50 fer-
metra íbúð eða 360 fermetra þakíbúð. Stærð íbúðanna er ein helsta sérstaða verkefnisins.