Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018SJÓNARHÓLL
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
KRISTINN MAGNÚSSON
Góður félagi minn segir að val á lífeyrissjóði séein af stóru ákvörðunum sem fólk stendurframmi fyrir í lífinu. Ekki geta allir valið sér
lífeyrissjóð því aðild að þeim er oft bundin í kjarasamn-
ingi en þeir sem hafa val ættu að vanda vel til verka og
taka vel upplýsta ákvörðun. Vegna mismunandi upp-
byggingar og sjóðfélagasamsetningar lífeyrissjóða get-
ur munað verulega hvaða eftirlaun fólk fær, hve mikill
sveigjanleikinn er við útgreiðslur og hvað fellur til erf-
ingja við fráfall. Ákvörðun um lífeyrissjóð getur því haft
veruleg áhrif á lífskjör að lok-
inni starfsævi.
Mismunandi eftirlaun
úr lífeyrissjóðum
Flestir lífeyrissjóðir ráð-
stafa öllu skylduiðgjaldinu,
sem er 12%-15,5% af launum,
í samtryggingu sem veitir mikilvæg tryggingaréttindi
eins og mánaðarleg verðtryggð eftirlaun út ævina, ör-
orkulífeyri og fjölskyldulífeyri við fráfall. Iðgjöldum í
samtryggingu má líkja við greiðslu iðgjalds til trygg-
ingafélags; bætur eru greiddar þegar ákveðnir atburðir
í lífi sjóðfélaga eiga sér stað. Við fráfall erfast hins veg-
ar hvorki iðgjöld í samtryggingu né ávöxtun þeirra,
ólíkt því sem gildir um iðgjöld í séreignarsjóði.
Ef við ímyndum okkur að sama iðgjald væri greitt í
alla sjóði og ávöxtun þeirra væri sú sama, þá myndu
sjóðirnir engu að síður greiða mismunandi eftirlaun,
m.a. vegna mismunandi sjóðfélagasamsetningar og ör-
orkubyrði. Lausleg athugun á niðurstöðum reiknivéla á
vefsíðum lífeyrissjóða sýnir að eftirlaun úr samtrygg-
ingu frá 67 ára aldri geta verið frá 69% til 89% af með-
allaunum sem greitt er af m.v. 15,5% iðgjald í 40 ár.
Þannig að þó að iðgjöld og langtímaávöxtun lífeyr-
issjóða hafi vissulega mikil áhrif á þau eftirlaun sem
fólk fær úr samtryggingu skiptir mismunandi sjóð-
félagasamsetning og uppbygging sjóðanna ekki síður
máli.
Allt að 78% skylduiðgjalds í séreignarsjóð
Nokkrir lífeyrissjóðir, eins og Frjálsi lífeyrissjóð-
urinn, skipta skylduiðgjaldinu milli samtryggingar og
séreignar og sjóðfélagar þeirra njóta kosta beggja
kerfa. Gantast hefur verið með að um sé að ræða eitt
best geymda leyndarmál lífeyriskerfisins því vitneskja
almennings um þennan valkost virðist vera takmörkuð.
Séreignin erfist, býður upp á sveigjanlega útgreiðslu-
möguleika og hægt er að ráðstafa henni í fjölbreyttar
ávöxtunarleiðir skv. vali sjóðfélaga.
Af opnum lífeyrissjóðum getur hlutfall séreignar af
15,5% skylduiðgjaldi verið frá allt að 23%-78%, eða
3,5%-12,1% af launum, og er Frjálsi lífeyrissjóðurinn sá
sjóður sem býður upp á hæsta hlutfall séreignar.
Sveigjanleikinn felst meðal annars í því að sjóðfélagar
geta ákveðið að fá greidd hærri eft-
irlaun á fyrri hluta eftirlauna-
áranna, á meðan heilsan er góð,
með því að fá greitt samtímis úr
samtryggingu og séreign, en lægri
eftirlaun seinni hlutann eftir að
gengið hefur á séreignina. Almennt
má segja að þörfin fyrir eftirlaun
minnki eftir því sem árin færast yfir og því líklegt að
slíkt fyrirkomulag henti betur en að fá sama verð-
tryggða lífeyrinn frá starfslokum til æviloka. Mikilvægt
er fyrir sjóðfélaga að kynna sér vel kosti og galla þess
að blanda saman iðgjaldi í samtryggingu og séreign
sem og útborgunarreglur séreignar.
Samanburður á lífeyrissjóðum
Á vef Landssamtaka lífeyrissjóða er að finna grunn-
upplýsingar um lífeyrissjóði landsins og þar kemur
fram að 10 sjóðir eru opnir öllum. Á vefsíðum lífeyr-
issjóðanna er jafnframt hægt að kynna sér réttindaupp-
byggingu sjóðanna og nýta reiknivélar á vefsíðum
þeirra til að meta áætlaðan lífeyri og uppsafnaða sér-
eign við starfslok. Aðrir þættir sem geta haft áhrif á
ákvarðanir um val á lífeyrissjóði eru m.a. söguleg ávöxt-
un, gæði þjónustu og upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna.
Þeir sem greiða í lífeyrissjóð með ábyrgð launagreið-
anda ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gera til-
raun til að skipta um lífeyrissjóð. Launagreiðandi, sem
er ríkið eða sveitarfélög, ábyrgjast lífeyrisréttindi sjóð-
félaga og í því felst verðmæt trygging fyrir sjóðfélaga.
Einnig er ráðlegt fyrir þá sem íhuga að skipta um sjóð
að bera saman mismunandi lífeyrisréttindi, sem þeir
eiga von á að ávinna sér fyrir framtíðariðgjöldin, og
uppbyggingu sjóðanna. Það þarf jú að vanda sig við að
taka eina af stóru ákvörðunum lífsins.
LÍFEYRISMÁL
Arnaldur Loftsson,
framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins.
Ein af stóru ákvörðununum
”
Ákvörðun um lífeyris-
sjóð getur því haft
veruleg áhrif á lífskjör
að lokinni starfsævi.
FORRITIÐ
Síminn er afskaplega persónulegt
tæki og hefur stundum að geyma
viðkvæmar upplýsingar. Á sama
tíma er síminn eitt af þeim verkfær-
um sem fólk notar við vinnu sína; til
að senda viðskiptavinum gögn eða
skiptast á skilaboðum við vinnu-
félagana.
Er því eins gott að draga skýra
línu svo að einkahluti símans bland-
isti ekki óvart saman við vinnuhlut-
ann.
Forritið SafeScan kemur þar í
góðar þarfir, og bæði greinir og fel-
ur ljósmyndir á símanum sem
óheppilegt væri að rötuðu óvart í
skeyti til kollega, ellegar sæjust fyr-
ir slysni á símaskjánum á meðan
verið væri að grúska í myndamöpp-
unni til að sýna yfirmanninum
myndir frá vel heppnaðri ráð-
stefnuferð.
SafeScan notar gervigreind til að
sigta út myndir sem sýna efni sem
öðrum gæti þótt dónalegt, og færir
yfir í lokaða möppu. Forritið skann-
ar og flokkar bæði þær myndir sem
fyrir eru í símanum og nýjar myndir
sem berast t.d. í gegnum spjall- og
stefnumótaforrit.
SafeScan er enn á prófunarstigi
og aðeins fáanlegt fyrir síma með
iOS stýrikerfið, í gegnum TestFlight
forrit Apple. ai@mbl.is
Vafasömu myndirnar
á öruggum stað