Morgunblaðið - 22.11.2018, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018FÓLK
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
TIL SÖLU
Einkahlutafélag sem á og rekur tvær ísbúðir
í Reykjavík og Hafnarfirði.
Upplýsingar veitir Óskar Traustason
í síma 659 2555.
Haukur Páll Finnsson var ekki lengi
að kveikja á perunni þegar hann
frétti að fyrirtækið Þykkvabæjar
sæti uppi með kynstrin öll af kart-
öfluskræli sem engin not væru fyrir.
„Forstjóri Þykkvabæjar nefndi þetta
við mig, og sagði í framhjáhlaupi að
úti í heimi hefði vín og jafnvel bjór
verið gerð úr kartöflum. Ég greip
hugmyndina á lofti enda mjög áhuga-
samur um að draga úr matarsóun og
líka mikill áhugamaður um bjór,“
segir Haukur glettinn.
„Ég held til fundar við hana, Báru
Hlín Kristjánsdóttur, og við ráðumst
í að gera frumathugun á hvort að
væri fýsilegt að brugga bjór úr ís-
lenskum kartöflum. Fyrstu útreikn-
ingar litu vel út og næst bættist Þór-
gnýr Thoroddsen í hópinn. Þórgnýr
hefur fengist við bjórgerð í mörg ár
og er formaður Fágunar, félags
áhugafólks um gerjun.“
Sjaldgæft er að bjór sé bruggaður
með kartöflum og lýsir Haukur því
að sögur af kartöflubjór hafi verið
sveipaðar hálfgerðum goðsagnablæ.
„En Þórgný tókst að leysa ráðgátuna
og þróaði uppskrift sem blandar
saman kartöflum, byggi og humlum.
Verður að segjast eins og er að allra
fyrsta tilraunin heppnaðist ekkert
sérstaklega vel en bragðgæðin juk-
ust með hverri atlögu og á endanum
varð útkoman afskaplega góður ljós
bjór. Við kynntum afrakstur erfiðis-
ins á fundi með félögum Fágunar og
fengum þar mjög góð viðbrögð sem
sýndu að við værum á réttri braut.“
Haukur, Bára og Þórgnýr stofn-
uðu saman félagið Álfur brugghús
(www.alfurbeer.com) og tóku á dög-
unum þátt í keppninni um gulleggið
þar sem þau komust í topp-10 hópinn
og hlutu sérstaka viðurkenningu
KPMG.
Að sögn Hauks er margt sem gef-
ur Álfs-bjórnum sérstöðu: bjórinn er
t.d. sá eini þar sem innlent hráefni,
annað en vatn, er að staðaldri notað í
uppskriftina, en aðrir bjórar sem
framleiddir eru hér á landi hafa al-
mennt verið bruggaðir úr innfluttum
humlum og byggi. Þá er verið að búa
til verðmæti úr kartöfluskræli sem
fram til þessa hefur verið dreift á
sandana nálægt Þykkvabæ til að
stemma stigu við jarðrofi.
Hráefnið sem Álfur brugghús nýt-
ir verður til við framleiðslu á frönsk-
um kartöflum og tilbúnum soðnum
kartöflum, og er um að ræða n.k.
kartöfluduft. Svo mikið magn fellur
til bara á Þykkvabæjarsvæðinu að
Haukur segir að það myndi duga til
að brugga 40 milljónir lítra af bjór á
ári. „Við höfum gert samning til
fimm ára um að fá kartöfluskrælið
án endurgjalds og dregur það úr
hráefniskostnaði enda mynda kart-
öflurnar tvo-þriðju hluta uppskrift-
arinnar á móti byggi og humlum.“
Kerfið mætti vera
sveigjanlegra
En að stofna brugghús er hægara
sagt en gert. Haukur segir að mikla
hjálp hafi verið að fá hjá íslenska
bruggsamfélaginu og hvert sem að-
standendur Álfs hafi leitað hafi allir
verið fúsir að veita leiðsögn og ráð-
leggingar. Fyrirtækið hafi aftur á
móti rekist á ýmsar flækjur og
hindranir í kerfinu sem gera nýsköp-
un erfiðari og kostnaðarsamari.
Þannig fylgi ýmis gjöld áfengisfram-
leiðslu sem íþyngi vöruþróun og
kynningarstarfi.
Það kostar nærri 170.000 kr að fá
leyfi til að framleiða bjór, og þarf
umsækjandi að skila inn þykkum
bunka af skjölum. „Það kom líka á
óvart að þó við fengjum inni í hús-
næði í Kópavogi sem þegar hefur
verið vottað og fengið leyfi fyrir
framleiðslu matvæla þá þurftum við
að sækja sérstaklega um leyfi fyrir
brugguninni okkar, m.a. fá eftirlits-
mann í heimsókn, framvísa teikn-
ingum og fullnægja ótal forms-
atriðum. Er leiðinlegt að láta mikinn
tíma, orku og fjármuni fara í það að
fást við kerfið frekar en að þróa vör-
una og koma fyrirtækinu á fram-
færi.“
Haukur ólst upp í matvælageir-
anum og sýnist að regluverkið sé
orðið töluvert flóknara en það var.
„Ég er ánægður með að einhver fylg-
ist með því að matvæli séu framleidd
með öruggum hætti, en öllu má of-
gera og væri rétt að skoða hvort að
sýna mætti nýjum og litlum framleið-
endum meiri sveigjanleika.“
Framundan er áframhaldandi
vöruþróun og kynningarstarf og er
Haukur bjartsýnn á framtíðina. Álfs-
bjórinn þykir aðgengilegur en um
leið áhugaverður og er að mati
Hauks hentugur upphafsreitur fyrir
þá sem vilja stíga sín fyrstu skref inn
í heim handverksbjórsins. „Við gæt-
um þess að koma sögu okkar og sér-
stöðu vel á framfæri og hanna fal-
legar umbúðir sem hæfa drykknum,“
segir hann og bætir við að gott væri
að byrja á útflutningi til Noregs,
Danmerkur og Svíþjóðar ef tækifæri
gefst. „Okkur langar að taka þátt í
Startup Tourism viðskiptahraðlinum
og nota sem stökkpall fyrir sölu á al-
þjóðamarkaði, samhliða því að þróa
einhvers konar bjórtengda upplifun
fyrir ferðamenn. Gæti útfærslan t.d.
verið að leyfa gestum að skoða sig
um í brugghúsi í nágrenni Þykkva-
bæjar. Miklu skiptir síðan einfald-
lega að koma bjórnum að á börum og
veitingastöðum, því að ef hann er fá-
anlegur þá selst hann alltaf í ein-
hverjum mæli.“
Gera góðan
bjór og draga
úr matarsóun
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Álfur brugghús nýtir kartöfluskræl sem áður fór til spillis
og bruggar úr því fyrirtaks ljósan bjór. Mikinn stuðning er
að fá hjá íslenska bruggsamfélaginu en flókinn gjalda- og
leyfafrumskógur hægir á áfengistengdri nýsköpun.
Bára, Þórgnýr og Haukur hafa þróað reksturinn langt á skömmum tíma. Kartöflu-bjórinn hefur vakið hrifningu.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Bara á Þykkvabæjar-svæðinu fellur til nóg af kartöfludufti til að brugga 40
milljón lítra af bjór. Til þessa hefur duftið aðallega nýst sem n.k. áburður.