Morgunblaðið - 14.12.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.12.2018, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 4. D E S E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  294. tölublað  106. árgangur  Þvörusleikir kemur í kvöld 10 jolamjolk.is dagar til jóla MYND UM TVEGGJA HEIMA MANN KSÍ FÆR EKKI KRÓNU BJÖRGUÐU HUNDRUÐUM FLÓTTAMANNA AFREKSSJÓÐUR ÍSÍ ÍÞRÓTTIR 200 MÍLUR 48 SÍÐURÞVERT Á TÍMANN 36  Þingsályktunartillaga Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps hefur hlotið neikvæð viðbrögð allra sem sent hafa Alþingi umsögn um hana. Tillagan var áður borin fram á tveimur síðustu þingum en náði ekki fram að ganga. Hún hlaut einnig óblíðar viðtökur í heilbrigð- iskerfinu. Lyfjahampur er heiti sem þing- menn Pírata nota yfir kannabis eða hampjurt í læknisfræðilegum til- gangi. Í tillögu þeirra er heilbrigð- isráðherra falið að semja laga- frumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps. Í umsögn Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga segir t.d. að af texta tillögunnar og greinargerðarinnar megi ráða að verið sé að opna fyrir almenna notkun og ræktun kanna- bis hér á landi. »14 Morgunblaðið/Kristinn Kannabis Þingmenn Pírata tala um lyfja- hamp þegar jurtin er notuð til lækninga. Ræktun svonefnds lyfjahamps fær dræmar viðtökur  Þorsteinn Víglundsson, þingmað- ur Viðreisnar, segir „vissulega greinar í siðareglum alþingismanna sem heimfæra má með einum eða öðrum hætti“ upp á mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar, en hann sýndi af sér óviðeigandi framkomu í garð konu. Hann segir málið hins vegar hafa komið upp utan vinnutíma þing- mannsins og því sé það t.a.m. ólíkt Klausturmálinu svonefnda. »2 Heimfæra má reglur upp á mál Ágústs Ólafs Íslenska sjávarútvegstæknifyrir- tækið Naust Marine hefur gengið frá samningi um framleiðslu vindu- búnaðar fyrir sex nýja rússneska togara. Um er að ræða langstærsta verkefni fyrirtækisins til þessa og hljóðar samningurinn upp á um tvo milljarða króna. Frá þessu greinir Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine, í samtali við 200 míl- ur, en blaðinu í dag fylgir 48 síðna sérblað 200 mílna um sjávarútveg. Einnig er í samningnum ákvæði upp á mögulega fjögur skip til við- bótar að sögn Bjarna Þórs. Íslensku tæknifyrirtækin í sjávar- útvegi hafa að undanförnu sótt í auknum mæli á Rússlandsmið, þar sem ljóst er að þar í landi er hafin vinna við að endurnýja úr sér geng- inn fiskiskipaflota. Markaðurinn er stór og útgerðirnar og skipin sömu- leiðis, eins og Bjarni hefur reynt. „Þessi útgerð sem við erum að semja við núna er með eina 40 tog- ara. Það segir ýmislegt. Þetta eru gríðarlega stórar útgerðir og hafa farið stækkandi.“ Til samanburðar voru 44 togarar skráðir hérlendis við lok síðasta árs. »200 mílur Vindur fyrir tvo milljarða Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samið Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine.  Stærsta verkefni Naust Marine til þessa  Sex togarar  Alls voru 6.265 brot afgreidd af ákæruvaldinu á síðasta ári. Þar af var ákært í 4.959 málum, eða 79% brotanna. Þetta er fækkun frá fyrra ári en árið 2016 voru alls 6.277 mál afgreidd af ákæruvald- inu. Það ár var ákært í fleiri mál- um, alls 5.620 málum eða 83%. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rík- issaksóknara fyrir árið 2017. Brotum gegn valdstjórninni fjölgaði úr 63 árið 2016 í 120 á síð- asta ári. Kynferðisbrot voru tals- vert fleiri í fyrra en árið á undan, 216 samanborið við 192 árið 2016. Fjögur brot í flokknum landráð voru til meðferðar hjá ákæruvald- inu árið 2017. Öll málin fjögur voru á endanum felld niður. »22 Ákært í færri mál- um en árið áður Messudagur heilagrar Lúsíu var í gær, 13. des- ember. Þá er til siðs í Svíþjóð og víðar á Norð- urlöndum að efna til hátíðar. Lúsíudagsins var minnst í sænska sendiráðinu í Reykjavík í gær- morgun og sungu stúlkur með kertaljós söng Lúsíu og sjálf Lúsía var með kertakórónu. Boðið var upp á hefðbundnar sænskar kræsingar á Lúsíuhátíðinni. Fyrirsögnin er tekin úr þýðingu Elsu E. Guðjónsson á söng Lúsíu við ítalskt lag. Morgunblaðið/Eggert „Birtir af kertum brátt, blíð mærin eyðir nátt“ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir tengiflug áfram verða lykilþátt í starfsemi flugfélagsins, þ.e.a.s. að nota Ísland sem tengistöð. Með niðurskurði á leiðakerfinu muni far- þegum félagsins fækka úr 3,5 millj- ónum í ár í 2,1 milljón á næsta ári. Það yrði 40% samdráttur milli ára. Félagið hyggst fækka þotum úr 20 í 11 og er það hluti af samþættingu leiðakerfis félagsins og væntanlegs samstarfsfélags, Indigo Partners. Við þetta fækkar störfum hjá WOW air um 350 og verða um þúsund. Skúli segir sókn WOW air til mið- vesturríkja Bandaríkjanna ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Þá hafi rekstur breiðþotna flækt reksturinn. Þær hverfi nú alfarið úr flotanum. Afturhvarf til fyrri áherslu Framundan sé uppbygging félags- ins á þeim grunni sem lagður var 2015 til 2016 er leiðakerfið miðaðist við að tengja saman vesturhluta Evrópu og austurströnd Bandaríkj- anna. Nú verði reksturinn treystur með sókn. „Sókn er besta vörnin. Til lengri tíma litið eru Airbus 321-vélarnar sem við erum með alltaf að verða langdrægari. Þannig að í staðinn fyrir að taka inn breiðþotur, helm- ingi stærri vélar, þá erum við núna að nýta okkur og munum nýta okkur enn frekar nýjustu kynslóð af slíkum þotum,“ segir Skúli. „Sókn er besta vörnin“  Skúli Mogensen segir nýja kynslóð langdrægra farþegaþotna skapa tækifæri  WOW air muni reka „harða lággjaldastefnu“  Farþegum fækkar um 40% Mögulega endurráðið » Fram kom á starfsmanna- fundi WOW air í gær að hluti starfsmanna yrði mögulega endurráðinn, þ.m.t. flugfreyjur. » Ferðamálastofa telur ekki gefið að erlendum ferðamönn- um á Íslandi muni fækka vegna breytinganna hjá WOW air. MWOW air … »4 og 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.