Morgunblaðið - 14.12.2018, Qupperneq 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
Ég hef á tilfinningunni að viðséum að lifa efstu dagabókarinnar. Það er ekkibara innihald bókanna
sem mætir fálæti heldur er það bókin
sjálf sem hlutur. Bókina rekur út á
jaðarinn á menningu okkar,“ (161)
skrifar Ragnar Helgi Ólafsson í
Bókasafn föður míns. Og hann bætir
við að bókin sé
„úrelt tæki.“
Það má kallast
merkilegt að höf-
undur sem tjáir
jafn myrka sýn á
bókina og framtíð
þessa forms eða
miðils skuli velja
að fjalla um það í
bók, þessu úrelta
tæki. Og það í afar athyglisverðu, fal-
lega einlægu, marglaga og vel hönn-
uðu bókverki, sem hrífur á margs-
konar hátt. En við lesturinn kemur
líka smám saman í ljós að höfund-
urinn ann bókum, á sinn hátt – hann
er líka alinn upp við þær og hefur að
einhverju leyti af þeim lifibrauð, sem
höfundur og einn okkar fremsti bóka-
hönnuður. Hann segir líka að nautnin
við bókagerð felist ekki endilega í
veraldlegri umbun, kjarninn sé sá að
„það er gaman að gefa út bækur,
verknaðurinn sjálfur er stærsti hluti
launanna“. (140)
Á kápu bókarinar er hún sögð sálu-
messa og á titilsíðu er bætt um betur:
sálumessa (samtíningur). Uppleggið
þar með skilgreint; verkið hefur
ramma en innan hans rúmast margt
æði forvitnilegt. Í upphafi verksins
situr höfundurinn í bókaherbergi föð-
ur síns og hefur það hlutverk að leysa
upp um fjögur þúsund binda fallegt
og merkilegt bókasafn, hann á að
koma skræðunum út úr húsi, „í verð, í
réttan stað eða rangan – allavega
eitthvað annað.“ Og höfundurinn ætl-
ar ekki að taka neinar bækur heim
með sér, hann vill ekki hafa bækur í
kringum sig.
Það er líka ljóst að um leið og höf-
undurinn fer yfir safnið, veltir því fyr-
ir sér, flokkar og sendir út úr húsi, þá
er hann „að kveðja bókina sem hug-
tak og sem hlut.“ (11)
Þetta var bókasafn Ólafs Ragn-
arssonar bókaútgefanda, föður höf-
undarins, og ég kom eitt sinn þar
heim að taka af honum myndir og
sem unnandi bóka og bókasafna – og
jafnframt ástríðufullur bókasafnari! –
naut ég samtals um bækur og safnið.
Þessi bók er fögur og einlæg sálu-
messa yfir Ólafi því um leið og höf-
undurinn leysir bókasafn hans upp,
fjallar hann af mikilli hlýju um föður
sinn sem lést fyrir rúmum áratug úr
skelfilegum sjúkdómi, og um forfeður
hans á Siglufirði – sem einnig voru
ástríðufullir bókamenn. Ólafur og
forfeður hans standa hér sem bæði
unnendur og vörslumenn bóka- og
bókmenningar og höfundurinn skilur
þá vel, þótt hann sé svartsýnn á fram-
tíð bókarinnar og sjái að verðmæti
þeirra fer dvínandi. „Að horfa upp á
stæður eftir stæður af óseldum bók-
um í lagergeymslum, ár eftir ár, fyllir
engan mann tilfinningu fyrir verð-
mæti bóka, svo mikið er víst.“ (98)
segir hann.
Og Ragnar Helgi fjallar listavel um
bókasöfn sem fyrirbæri, og um söfn-
unina sem getur í sjálfu sér verið
skapandi: „Bókasöfn eru líka kom-
pósisjón. Það má flokka bækurnar
eftir margbreytilegum lögmálum.
Bókasafnarinn hefur mikið listrænt
frelsi.“ (92)
Það kemur höfundinum á óvart
hvað bækur um svokallaðan þjóð-
legan fróðleik eru stór hluti bóka-
safnsins. Hann hefur í upphafi lítinn
áhuga á slíkum skrifum, ekki frekar
en á skáldsögum, en fer samt að
kynna sér bækurnar og endar á því
að nota tilvísanir í þær sem stóran,
margradda og mjög áhugaverðan
hluta að þessari bók. „Og nú langar
mig ekkert að lesa nema meira af því
sama, meiri þjóðlegan fróðleik,“ (165)
segir hann undir lokin.
Vissulega er athyglisvert að lesa
um upplausn bókasafnsins og til að
mynda dvínandi verðgildi bóka.
„Framboðið á gömlum bókum eykst
veldisvíst á hverju ári. Og eftir-
spurnin er neikvæð spegilmynd af því
falli,“ (45) skrifar Ragnar Helgi og
skiptir sjálfur 22 fullum kössum af
bókum fyrir eina bók eftir Karl Ein-
arsson Dunganon greifa.
Bókasafn föður míns er vel skrifuð
og mótuð bók sem hrífur á margskon-
ar hátt og vekur lesandann til um-
hugsunar um minningar, hefðir og
söguna. Þetta er ánægjulestur þó svo
að höfundur spái því að lestur „langra
texta [verði] varla hversdagsíþrótt í
framtíðinni. Líklega verður slík iðja
skilgreind sem einhverskonar
sérfræðihæfni eða sniðugt hobbí …“
(145).
En kannski er einhver von fyrir
bókina. Í upphafi ætlaði höfundur
ekki að taka neinar bækur með heim
en svo rötuðu einhverjar í geymslu
hans – og mögulega lengra. Hann
skrifar í bókarlok: „Allt í einu finnst
mér það einkennileg skylda mín að
skilja eftir einhverjar bækur sem
börnin mín þurfi að fara í gegnum
einn daginn; að annað væri eigin-
girni.“ (177)
Bókina rekur út á jaðar-
inn á menningu okkar
Morgunblaðið/Ófeigur
Ragnar Helgi Bók hans „hrífur á
margskonar hátt og vekur lesand-
ann til umhugsunar um minningar,
hefðir og söguna.“
Minningasaga
Bókasafn föður míns bbbbm
Eftir Ragnar Helga Ólafsson.
Bjartur, 2018. Innbundin 197 bls.
Myndir, bókaskrá og nafnaskrá.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Tilnefningar til Íslensku þýðinga-
verðlaunanna voru kunngjörðar í
gær. Verðlaunin fyrir vandaða þýð-
ingu á fagurbókmenntaverki hafa
verið veitt árlega frá 2005 en til
þeirra var stofnað til að vekja at-
hygli á ómetanlegu framlagi þýð-
enda til íslenskra bókmennta.
Í ár voru tilnefndar sex þýðingar
og sjö þýðendur. Það eru Elísa
Björg Þorsteinsdóttir fyrir þýðingu
sína á Etýður í snjó eftir Yoko Ta-
wada sem Angústúra gefur út; Ingi-
björg Eyþórsdóttir fyrir Hin óró-
legu eftir Linn Ullmann sem Bjartur
gefur út; Gunnar Þorri Pétursson og
Ingibjörg Haraldsdóttir fyrir Hinir
smánuðu og svívirtu eftir Fjodor
Dostojevskí sem Forlagið gefur út;
Uggi Jónsson fyrir Sæluvíma eftir
Lily King sem Angústúra gefur út;
Einar Thoroddsen fyrir Víti eftir
Dante sem Forlagið dreifir og Hjalti
Rögnvaldsson fyrir Þetta er Alla eft-
ir Jon Fosse sem Dimma gefur út.
Um þýðinguna á Etýður í snjó
segir m.a.: „Fjallað er um hið mann-
lega og hið dýrslega, áþján og kúg-
un, en um leið er tekist á við stærstu
viðfangsefni nútímans… Elísu tekst
með næmi og lipurð að færa þessa
margbreytilegu menningar- og
tungumálaheima yfir á íslensku.“
Um Hin órólegu segir: „Þýðand-
inn þarf að takast á við margvísleg
form og túlka stórar persónur svo
þær fái að lifa (og deyja) án þess að
sérkenni verksins glatist. Ingibjörgu
tekst það af lipurð …“
Um Hinir smánuðu og svívirtu
segir: „Á máli sem er í senn gamalt
og nýtt opnar lifandi þýðing Gunn-
ars og Ingibjargar 19. aldar Rúss-
land upp á gátt fyrir íslenskum les-
endum.“ Um Sæluvíma segir:
„Textinn sem Uggi tekst á við er líf-
rænn, tjáir skynjun og ástand þess
sem flýr úr vestrænu menningar-
umhverfi í rakan og heitan frum-
skóginn. Á yfirvegaðan og sannfær-
andi máta tekst Ugga að fella
íslensku að heimi sem er flestum
okkar fjarlægur.“
Um Víti segir: „Áralöng glíma
þýðandans, Einars, við ítalska rím-
formið […] er virðingarverð og
reynir verulega á þanþol tungumáls-
ins. Þótt þýðandinn beri ætíð virð-
ingu fyrir upprunaverkinu verður
þýðingin á köflum gáskafull og
fjörug með óvæntum og oft grín-
aktugum tilvísunum …“ Um Þetta
er Alla segir: „Þýðing Hjalta virkar
áreynslulaus, á látlausu máli sem
fellur vel að efni og inntaki sög-
unnar.“
Sjö þýðendur tilnefndir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gleði Þýðendur veittu glaðir tilnefningum viðtöku í Borgarbókasafni í gær.
Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna í ár
Elly (Stóra sviðið)
Lau 15/12 kl. 20:00 182. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Lau 12/1 kl. 20:00 188. s
Sun 16/12 kl. 20:00 183. s Fös 4/1 kl. 20:00 186. s Sun 13/1 kl. 20:00 189. s
Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 187. s
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 14/12 kl. 20:00 24. s Sun 30/12 kl. 20:00 25. s Fös 4/1 kl. 20:00 26. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Fös 18/1 kl. 20:00 aukas.
Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Lau 19/1 kl. 20:00 20. s
Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Fös 25/1 kl. 20:00 24. s
Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s
Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s
Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tvískinnungur (Litla sviðið)
Sun 16/12 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðasta sýning!
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 15/12 kl. 13:00 7. s Lau 22/12 kl. 13:00 9. s
Sun 16/12 kl. 13:00 8. s Lau 22/12 kl. 15:00 aukas.
Aðeins sýnt á aðventunni.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Lau 29/12 kl. 20:00 Frums. Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s
Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s
Ég, tveggja stafa heimsveldi
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðasta sýning!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn
Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn
Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn
Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn
Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas.
Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn
Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka
Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka
Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fim 20/12 kl. 19:30 Fors. Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn
Fös 21/12 kl. 19:30 Fors. Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn
Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn
Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn
Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 16/3 kl. 15:00 15.sýn
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s
Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s
Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s
Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s
Lau 15/12 kl. 14:30 333.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Insomnia (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Sun 6/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00
Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Viðburðir