Morgunblaðið - 14.12.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Ertu klár fyrir
veturinn?
Við hreinsum úlpur, dúnúlpur,
kápur og frakka
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Ekki virðist jólaskreytingaæði
landans, sem Morgunblaðið greindi
frá í gær, hafa gengið það langt að
nágrannar sem telja sig hafa orðið
fyrir ónæði hafi kært til lögreglu.
„Fljótt á litið get ég ekki stað-
fest að ónæði af jólaskreytingum sé
neitt sérstakt vandamál né að mörg
svona mál komi inn á borð lögregl-
unnar. Lögreglan er ekki með
neina sérstaka skráningu um ónæði
vegna jólaskreytinga,“ segir Gunn-
ar Rúnar Sveinbjörnsson, kynning-
arfulltrúi lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu.
Gunnar Hilmarsson, aðalvarð-
stóri hjá lögreglunni við Dalveg í
Kópavogi, og Kristján Ólafur
Guðnason, stöðvarstjóri við Vín-
landsleið, kannast ekki við kvart-
anir vegna jólaskreytinga. Það
sama á við á Suðurnesjum þar sem
lögreglan segir jólaskreytingar
gleðja bæjarbúa og að sannkallaður
jólaandi ríki í bænum.
Fjölmargir hús- og íbúðareigendur skreyta híbýli sín hátt og lágt fyrir komandi jólahátíð
Jólaskraut
ekki á borð
lögreglu
Morgunblaðið/Hari
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Konur sitja ekki við sama borð og
karlar þegar kemur að búsetuúr-
ræðum í kjölfar meðferðar og end-
urhæfingar vegna fíknisjúkdóma og
það þarf að laga,“ segir Valgerður
Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkra-
húsinu Vogi, við Morgunblaðið. Hún
segir meðferð og endurhæfingu fyr-
ir konur í boði í 14 mánuði á Vogi,
Vík og göngudeild í Efstaleiti og á
Akureyri.
„Sérstök kvennameðferð hefur
verið í gangi hjá SÁÁ síðan 1995.
Síðastliðin tvö ár höfum við gert
miklar úrbætur á kvennameðferð-
inni og á Vík er áfallamiðuð nálgun.
Það eru færri sérúrræði fyrir konur
og það sárvantar búsetuúrræði fyrir
þær,“ segir Valgerður og bendir á
að konur séu ekki nógu margar til
þess að halda úti sérúrræðum en
vissulega þurfi að bjóða upp á slíkt.
„Konur í fíknimeðferð og endur-
hæfingu eru á mismunandi stað og
því er þeim sinnt á mismunandi hátt
með persónubundinni þjónustu.
Konur eru þriðjungur þeirra sem
koma í meðferð og þær eiga auð-
veldara með að komast í meðferð-
arúrræði en karlar,“ segir Valgerð-
ur sem er ósátt við að borgarstjórn
hafi 20. nóvember sl. fellt tillögu
sjálfstæðismanna sem fól meðal
annars í sér opnun á búsetuúrræði
fyrir konur með fíknisjúkdóma. Val-
gerður segir ríki og borg vita af
vandanum sem taka þurfi á.
Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ
hófu samtökin rekstur Vinjar bú-
setuúrræðis fyrir 24 karlmenn sem
lokið hafa meðferð og endurhæfingu
vegna fíknisjúkdóma árið 2008. Vin
er rekin samkvæmt samningi milli
SÁÁ og velferðarsviðs Reykjavík-
urborgar, en velferðarráðuneytið
greiðir 2/3 hluta samningsins og
borgin 1/3. Samningurinn er end-
urnýjaður árlega, um leið og fjár-
mögnun er tryggð frá velferðar-
ráðuneytinu.
Afsakar ekki skort
á úrræðum
„Búsetu- og meðferðarúrræði fyr-
ir tíu konur með alvarlega fíkni-
sjúkdóma var einn liður í tillögum
Sjálfstæðisflokksins um 140 millj-
óna kr. aukafjárveitingu til SÁÁ.
Við felldum tillöguna vegna þess að
við teljum það hlutverk ríkisins að
veita heilbrigðisþjónustu og fíkni-
meðferð er hluti af henni. Reykja-
víkurborg fyrir utan Akureyri er
eina sveitarfélagið sem gert hefur
þjónustusamning við SÁÁ til að
styðja við þá velferðarþjónustu sem
borgin á að veita samkvæmt lög-
um,“ segir Heiða Björg Hilmisdótt-
ir, formaður velferðarsviðs borgar-
innar, og bætir við að
samstarfssamningur við SÁÁ um
rekstur Vinjar sé að mestu fjár-
magnaður af ríkinu. Reykjavíkur-
borg greiðir 1/3 af samningnum
þrátt fyrir að um sé að ræða heil-
brigðismál.
„Ef ríkið tekur af skarið með
sambærilegt búsetuúrræði fyrir
konur þá kæmi vel til greina að
borgin kæmi að málinu. Konur virð-
ast hafa sótt minna í þjónustu en
það afsakar ekki skort á úrræðum
fyrir þær. Við vinnum nú að því að
finna úrræði fyrir konur með tví-
virkan vanda, sem haldnar eru bæði
fíkni- og geðsjúkdómum,“ segir
Heiða og bendir á að borgin sé
nýbúin að gera samning við SÁÁ til
ársins 2020 og nú fari fram vinna
við stefnumótun fyrir heimilislausa
og utangarðsfólk þar sem samstarf
við ýmsa aðila sé í skoðun.
Sárvantar búsetuúrræði fyrir konur
Morgunblaðið/RAX
Meðferðarheimili SÁÁ telur brýnt að koma á búseturúrræðum fyrir konur
sem lokið hafa meðferð og endurhæfingu vegna fíknar sem allra fyrst.
Ríki og borg koma að búsetuúrræðum karla eftir meðferð og endurhæfingu vegna fíknisjúkdóma
Kemur til greina hjá Reykjavíkurborg að koma að slíku úrræði fyrir konur ef ríkið tekur af skarið
Ungur karlmaður hefur verið dæmd-
ur í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðg-
un sem átti sér stað í maí í fyrra. Var
maðurinn þá 17 ára gamall og fórn-
arlamb hans ólögráða, en dómurinn
féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Fram kemur í dómnum að stúlkan
hafi farið með frænku sinni, kærasta
hennar og hinum dæmda í skemmti-
ferð austur í sveitir. Þegar til baka
var komið fór kærastinn heim til sín
en hin þrjú heim til frænkunnar og
sváfu þau öll uppi í sama rúmi. Svaf
maðurinn upp við vegg, þá brotaþoli
og loks frænkan. Öll voru þau klædd
bol og nærbuxum.
„Brotaþoli kvað þau hafa sofnað
en hún hefði vaknað við að ákærði
hefði verið að káfa á henni innan-
klæða,“ segir í dómnum, en stúlkan
kvaðst hafa ýtt manninum frá sér og
hætti hann þá og baðst afsökunar.
Þau sofnuðu aftur en svo segist
stúlkan hafa vaknað „við að ákærði
hafi verið búinn að draga nærbuxur
hennar niður á læri og hefði verið að
reyna að setja liminn inn í leggöngin
á henni þar sem hún hefði legið með
bakið í hann. Hún kvaðst hafa sofnað
aftur en vaknað á ný við það að
ákærði var að setja liminn inn í leg-
göngin á henni. Þá kvaðst hún hafa
„frosið“ og þá hefði ákærða tekist að
koma limnum inn og byrjað að hafa
við hana samfarir. Hann hefði svo
hætt þegar frænkan hefði vaknað.“
Frænkan segir í vitnisburði sínum
að hún hafi vaknað við það að rúmið
hreyfðist fram og aftur og eins hefði
hún heyrt stunur. Fyrst hafi hún
ekki skilið hvað var að gerast, en er
hún sneri sér við sá hún brotaþola
liggja þar stjarfa og tár láku úr aug-
unum á henni.
Stöðugur framburður hennar
Ungi maðurinn neitaði sök í mál-
inu og segist ekki hafa haft samræði
við stúlkuna eða önnur kynferðisleg
afskipti. Dómurinn taldi framburð
brotaþola hins vegar trúverðugan og
stöðugan frá upphafi. Við ákvörðun
refsingar var meðal annars tekið til-
lit til ungs aldurs mannsins.
Átján mánuðir fyrir að
nauðga ólögráða stúlku
Maðurinn neitaði sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur