Morgunblaðið - 14.12.2018, Side 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
Skólar & námskeið
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 4. janúar
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA
fyrir fimmtudaginn 20. desember.
SÉRBLAÐ
Í blaðinu verður fjallað um
þá fjölbreyttu valkosti sem
í boði eru fyrir þá sem stefna
á að auka þekkingu sína
og færni.
–– Meira fyrir lesendur
Hve lengi menn
hafa reynt að búa til
fullkomið samfélag
fyllt réttlæti þar sem
allir búa við jafnræði
er ekki gott að segja.
Samt er ljóst að
hugsunin er fráleitt
ný og ekki ólíklegt að
hafi gengið lengi með
mannkyni. Markinu
er ekki enn náð og
verið að gera tilraunir
að fyrirmyndarsamfélagi og er hið
daglega viðfang á hinu háa Alþingi
Íslendinga sem ræður mestu um.
En hefur eitthvað áunnist af
allri þessari vinnu? Sjáum við ár-
angur? Fer eftir því hver svarar.
Sanngirnin segir: „Alveg hik-
laust.“
Um aldamótin 1900 var fátt um
opinber kerfi sem tóku á mál-
efnum fólks eins og í dag. Fáir og
engir opinberir staðir voru þá til
né sjóðir sem menn gátu komið til
og leitað sér aðstoðar hjá, hvort
sem var í formi íbúða eða fjár-
hagslegs stuðnings. Þá eins og nú
fóru menn aldursins vegna, og
heilsunnar, af vinnumarkaði og
fátt til ráða nema þiggja aðstoð
skyldmenna sem tóku fólkið að sér
og var partur samfélags þess
tíma. Ekki alvont kerfi. Til sveita,
og líka í þéttbýlinu, kom oft í hlut
eldra fólks að gæta yngstu
barnanna á meðan yngra fólkið sá
um vinnuna sem býlið bauð. Eng-
inn gerði neina athugasemd. Enda
um aldagamalt fyrirkomulag að
ræða sem ríkið engan veginn kom
að en auðvitað studdi þó hvergi
væri lagabókstafur til um verkið.
Var kerfið vont eða gott? Svarið
er að slíkt skipti engu máli í dag
af þeirri ástæðu að hlutirnir eru
ekki lengur gerðir með þessum
hætti og spurningin því út í blá-
inn.
Um aldamótin 1900 er enn
nokkuð um ólæsi og má vera að
þeir eldri, sem þá voru læsir, hafi
kennt barnabörnunum að draga til
stafs og lesa og notað innitímann í
verkið á meðan fólkið enn vann
útistörfin.
Tuttugasta öldin, alltént á Ís-
landi, er afskaplega
róttæk öld í sögunni
því á henni fæddist
margt sem við enn
njótum góðs af og
höfum frá þeim tíma
þróað og gert sumt að
vissri fegurð sem með
árunum gagnast öllu
fólki, þó að til að
byrja með hafi verkið
allt verið, segi ekki í
skötulíki, en því sem
næst.
Samtrygging-
arkerfin koma um og
eftir 1920. Þau gefa samfélaginu
færi á að breytast og að svara
kalli tímans og samfélagsins. Þá
komu grunnskólar og leikskólar.
Barnaheimili, dagvistun, voru og
reist sem taka við krökkum frá
heimilum landsmanna að
ákveðnum aldri og gæta þeirra á
meðan foreldrar sinna starfi sínu
á vinnumarkaði sem tekur stakka-
skiptum. Allar þessar breytingar
gera kröfu á ríkisvaldið um sinn
þátt. Margt fylgdi. Til að mynda
skólaskyldan með því að skólarnir
höfðu krakkana tiltekinn tíma
dagsins og notuðu tímann til að
kenna þeim lestur, draga til stafs
og reikna og önnur fög sem talið
var brýnt að vita skil á. Fyrir
tíma grunnskóla og lagabókstafs-
ins var þessi litla kennsla sem fyr-
ir var mest á höndum einstaklinga
heima fyrir. Grunnskólinn tók við
verkinu. Fram að honum var
kennslan svona „hipsum haps“ og
fráleitt gengið skipulega til verks
en það breyttist með inngripum
ríkisvaldsins og lögum Alþingis.
Í samfélaginu er skylda ríkis
veruleg og felst mest í að gera
grunna til frekari brúks. Ekkert
ríkisvald er til af því bara heldur
hefur það skyldum að gegna gagn-
vart fólki því sem landið byggir.
Ríki sem ekki stendur sig um
vissa grunnþætti hefur gleymt
skyldu sinni og hlýtur því að
starfa í óþökk Guðs sem segir,
Rómverjabréfið, 13. kafli, vers 4:
„Því að þau (ríkisvaldið, innskot
höfundar) þjóna Guði þér til góðs.
En ef þú gerir það sem illt er þá
máttu óttast, yfirvöld bera ekki
sverð sitt ófyrirsynju. Þau þjóna
Guði og er skylt að refsa þeim
sem illt fremja.“ – Skýrt kveðið.
Hér sjáum við visst skipulag
sem krefur ríkið um sitt og okkur
þegnana um okkar þátt og að
hvort tveggja starfi saman í ein-
ingu. Við sjáum að ríkið getur
ekki verið sett fram gegn fólki né
fólkið gegn eigin ríki eins og mik-
ið er í tísku í dag að gera hvort
sem er í orði eða verki. Það stafar
af aukinni vanþekkingu á Jesú.
Hefur enda ríkið skatttekjur af
vinnu fólksins og landslög kveða á
um að svo sé. Sum verk eru
óframkvæmanleg og óheppileg
komi ríkið ekki að málum. Ríkið
lifir okkur öll. Einstaklingur deyr
og með honum verk hans sem með
tímanum molna og hverfa. Ríkið
og starfsemi þess er áfram.
Á tuttugustu öld eygja menn
loks aðskilnað við dönsku krúnuna
og fara að hugsa stærra. Smám
saman byrja verkin að tala hærra
og til meiri heilla þessari þjóð en
mögulegt var á tímum einokunar-
innar. Við hana var oftast talað
fyrir daufum eyrum, eins og gerist
þegar fólki er „slétt sama“.
Hér kemur fram mikilvægi
sjálfstæðis landa. Að þurfa að
bera allt undir aðra er deyfandi til
lengdar.
Tuttugasta öldin gaf Íslend-
ingum fullt sjálfstæði af sjálfstæð-
isbaráttunni sem staðið hafði í
nokkurn tíma og var dropinn sem
holaði steininn og klauf. Verulegur
ávinningur hefur orðið af öllu
þessu streði forvera okkar sem í
stóðu og við í dag búum enn að
með kerfum þeim sem af fæddust
og landsmenn geta sótt í og fengið
aðgang að og nýtt. Hvort nóg sé
gert er annað mál.
Skyldur ríkis og þegns
Eftir Konráð Rúnar
Friðfinnsson » Þá eins og nú fóru
menn aldursins
vegna, og heilsunnar, af
vinnumarkaði og fátt til
ráða nema þiggja aðstoð
skyldmenna sem tóku
fólkið að sér.
Konráð Rúnar
Friðfinnsson
Höfundur starfar í kirkju og við
kirkjuleg málefni.
Það verður nú að
segjast að það hefur
verið hjákátlegt að
fylgjast með umræð-
unni um Klausturs-
þingmennina svoköll-
uðu. Hræsnin hrein-
lega lekur af fólki
þegar það ræðst gegn
þingmönnunum og
heimtar höfuð þeirra.
Þingmennirnir eru í
ómögulegri stöðu, þeir geta ekki beð-
ist afsökunar rétt, ekki hjálpar ef þeir
taka launalaust leyfi til íhugunar
(kostar það þó Gunnar og Bergþór
fleiri hundruð þúsund). Virðist krafan
vera sú að þau missi vinnuna, öll sem
eitt, fyrir að talað var með ljótum
hætti í samsæti þeirra, jafnvel burt-
séð frá því hverjir létu orðin falla. Ef
fólk ætti að missa vinnuna fyrir að
tala ógætilega eða verða vitni að slíku
þá væri eflaust um fjórðungur lands-
manna atvinnulaus hverju sinni.
Fólk keppist við að lýsa yfir
hneykslun sinni og heilagleika vegna
þess að enginn eigi að tala svona.
Sannleikurinn er hinsvegar sá að
steinarnir fljúga úr glerhúsum lands-
manna. Margir geta ekki einu sinni
setið á sér í orðbragði á sama tíma og
þeir lýsa frati á þessa sex þingmenn
sem sátu Klaustursfundinn fræga.
Einstaklingurinn er gáfaður, en
hópurinn ekki. Það er þekkt að þegar
einhver lendir í vandræðum og hópur
fólks er viðstaddur þá hikar fólk við
að hjálpa og gerir jafnvel ekkert,
þetta kallast sjónarvottaáhrifin (e.
Bystander effect). Það þýðir ekki að
fólk sé vont, það eru aðrir þættir sem
hafa þar áhrif. Við höfum að sama
skapi flest tekið eftir því að í hóp get-
ur umræða stigmagnast. Fólk getur
sagt sterkari hluti í skjóli þess að ein-
hver annar talaði í líkum dúr og
þannig getur umræða stigmagnast,
ég tala nú ekki um þegar áfengi
skerðir dómgreind. Ekki ætla ég að
réttlæta tal Klausturshópsins en ég
skil hinsvegar að umræðan geti hafa
farið fram úr þeim.
Flestir hafa orðið vitni að óhefluðu
orðbragði þegar fólk í skjóli „einrým-
is“ talar ógætilega um aðra, breytir
engu máli í hvaða flokki það fólk hef-
ur verið. VG, XB, XD, XP og XS, eng-
inn af þessum flokkum hefur verið
svo heilagur að ekki hafi menn þar
innanborðs talað frjálslega og ógæti-
lega í trausti þess að það sem þeir
segi komi ekki fram opinberlega. Það
hefur ekki skort mannfyrirlitningu af
hálfu margra réttsýnisriddara gagn-
vart þeim sem hafa aðrar skoðanir en
þeir, menn hafa jafnvel opinberlega
sakað samstarfsmenn sína á þingi um
að hata annað fólk, vera glæpamenn
og þaðan af verra, allt í nafni „rétt-
lætis“. Það virðist vera þannig að ef
þú hefur „rangar“ skoðanir þá megi
gefa út skotleyfi á þig. Það þýðir ekki
að fólk sé vont, það þýðir bara að við
séum mannleg.
Aðstæður orðræðu skipta máli. Að
vera í ákveðnum aðstæðum þar sem
umræðan magnast upp getur verið
snjóbolti sem viðstaddir hafa enga
stjórn á. Ég hygg að slíkt hafi hent í
tilfelli Klaustursþingmanna. Ég hef
ekki trú á því að þau séu öðrum verri,
þau gera mistök eins og
aðrir og gleyma sér í að-
stæðunum. Slíkt hið
sama virðist vera að
gerast í opinberri um-
ræðu um þingmennina.
Það hoppa allir á vagn-
inn og leyfa sér sífellt
stigmagnaðri orð um
þetta fólk, það nýjasta
er að þau séu ofbeld-
ismenn. Það er sorglegt
að sjá samfélagið for-
dæma þá og fara svo í
sama pyttinn til að ganga frá þeim.
Að draga samræður úr kvöldi yfir í
dagsbirtu mun sjaldnast fá sann-
gjarna meðferð.
Fólk gleymir sér svo mikið að
horfa á trén í þessu máli að það sér
ekki skóginn. Hvað er það sem skipt-
ir höfuðmáli? Vissulega töluðu þessir
þingmenn með ósæmilegum hætti, en
við skulum ekki gleyma aðilanum
sem með einbeittum brotavilja sat í
yfir þrjá klukkutíma að hlusta á og
taka upp einkasamræður fólks, það
er eftir minni bestu vitund lögbrot
sem nauðsynlegt er að bregðast við
sem fordæmi fyrir framtíðina. Hún
bítur svo höfuðið af skömminni og
sendir upptökurnar á fjölmiðla sem
bregðast ábyrgðarhlutverki sínu og
birta fréttir úr þessum upptökum.
Fjölmiðlar hafa í þessu máli brugðist
ábyrgðarhlutverki sínu og dottið í
hlutverk gulu pressunar og Gróu á
Leiti. Þetta eru ekki fréttir sem eiga
upp á borð almennings. Eina sem
telja má að ætti erindi var gáleys-
islegt tal Gunnars Braga um veitingu
sendiherraembættis, allt annað er
slúður sem enginn heiðvirður fjölmið-
ill hefði átt að birta.
Með þessu hafa átt sér stað ákveð-
in griðrof í þjóðfélaginu. Fólki finnst
þetta í góðu lagi þar sem þetta eru jú
þingmenn og starfa hjá þjóðinni, allt
skal uppi á borðum og þau skulu enga
friðhelgi eiga, þrátt fyrir að vera
venjulegt fólk. Það sem fólk gleymir í
þessu samhengi er að þegar búið er
að rjúfa þessi vé þá er enginn óhultur.
Það má alltaf réttlæta upptökur og
birtingar með einhverjum hætti ef
vilji er til. Það er nauðsynlegt að
þessi þróun sé stöðvuð.
Ég vona að við berum gæfu til að
sjá stærsta málið í þessu og það eru
griðrof upptökunnar og birting henn-
ar. Það er þróun sem við verðum að
stöðva, við getum ekki samþykkt
þess háttar vinnubrögð. Því miður er
það svo að fólki finnst of gott að
smjatta yfir óförum annarra og fagn-
ar þangað til röðin kemur að því, þá
allt í einu verður veröldin ósanngjörn.
Reynum að læra áður en það gerist
og leyfum ekki fjölmiðlum að gera sér
mat úr efni sem á ekkert erindi upp á
borð.
Húrrandi
klikkuð umræða
Eftir Ólaf
Hannesson
Ólafur Hannesson
» Við skulum ekki
gleyma aðilanum
sem með einbeittum
brotavilja sat í yfir þrjá
klukkutíma að hlusta á
og taka upp einka-
samræður fólks.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Var þessi afsökunarbeiðni þá dauð og ómerk?
Varst þú ekki að biðjast afsökunar fyrir hönd þingsins?
Maður fer ekki að lögsækja þann sem maður biður fyrirgefningar.
Var þjóðin ekki beðin afsökunar?
Eða er Bára Eymundsdóttir ekki hluti af þjóðinni!?
*
Og umræddir þingmenn þá ekki hluti af þinginu!?
Elísabet Jökulsdóttir
Fyrirspurn til forseta Alþingis
Höfundur er skáld.