Morgunblaðið - 14.12.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.12.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 ol pium 350Nú jóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras ym maxipodium 500 b Veður víða um heim 13.12., kl. 18.00 Reykjavík 8 rigning Hólar í Dýrafirði 7 alskýjað Akureyri 8 alskýjað Egilsstaðir 7 súld Vatnsskarðshólar 8 rigning Nuuk -6 skýjað Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló -5 snjókoma Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur 0 snjókoma Helsinki -2 alskýjað Lúxemborg -1 heiðskírt Brussel 1 heiðskírt Dublin 6 rigning Glasgow 3 heiðskírt London 2 heiðskírt París 2 léttskýjað Amsterdam 1 léttskýjað Hamborg 2 léttskýjað Berlín 2 rigning Vín -1 þoka Moskva -1 snjókoma Algarve 16 léttskýjað Madríd 7 skúrir Barcelona 10 skýjað Mallorca 13 rigning Róm 7 léttskýjað Aþena 7 skýjað Winnipeg -4 skýjað Montreal -14 léttskýjað New York 0 rigning Chicago 0 þoka Orlando 19 alskýjað  14. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:15 15:31 ÍSAFJÖRÐUR 12:00 14:56 SIGLUFJÖRÐUR 11:45 14:37 DJÚPIVOGUR 10:54 14:51 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Suðaustan 10-18 og skúrir vestantil, talsverð rigning suðaustanlands. Hiti 1 til 6 stig. Á sunnudag Austan og norðaustan 5-13. Rigning eða slydda, en þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. Suðaustan 8-13 m/s og úrkomulítið, en bætir í vind þegar líður á daginn með rigningu, einkum suðaustanlands. Suðaustan 13-20 í kvöld, hvassast sunnan- og austantil. Hiti 1 til 7 stig. breytast?“ spyr Skarphéðinn en með tengiflugi vísar hann til farþega sem millilenda á Íslandi, án þess að koma inn í landið. „Það er líka spurning hvernig aukningin hjá Icelandair skilar sér. Það var ójafnvægi í leiða- kerfinu. Það vantaði talsvert upp á afkastagetuna til Evrópu. Þeir eru að mæta því ójafnvægi með því að auka framboð á flugi til Evrópu. Ice- landair hefði allt eins getað brugðist við þessu ójafnvægi með því að draga úr Ameríkuflugi. Það eru því horfur á auknu framboði á mörk- uðum, eins og Þýskalandi, sem voru talsvert að gefa eftir. Það mun skila fleiri sætum fyrir ferðamenn á leið til Íslands,“ segir Skarphéðinn. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir ekki sjálfgefið að gengi krónu muni gefa eftir vegna erfiðleika WOW air. Óvissan hafði áhrif á gengið Óvissan í ferðaþjónustu, einkum vandi WOW air, sé meginskýringin á að gengi krónunnar hafi gefið eftir í haust. Sú óvissa hafi einnig haft áhrif á hlutabréfamarkaðinn. Hann segir aðspurður „ekki ólík- legt“ að hægt verði á uppbyggingu hótela vegna þessarar aðlögunar. Á móti komi að vísbendingar séu um minni notkun á Airbnb-íbúðum. Uppgangur WOW air hefur haft mikil áhrif á Suðurnesjum. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, segist hafa verið í sambandi við Vinnumála- stofnun vegna stöðu WOW air. „Við höfum velt fyrir okkur hvort ástæða sé til að setja saman að- gerðahóp. Það hafa ekki verið tekn- ar ákvarðanir um það. Menn hafa vonast til að þetta gengi til baka. Nú er staðfest að það verða fjölda- uppsagnir í fluginu. Þá fara menn að bregðast við því,“ segir hann. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir ekki ljóst hvernig leiða- kerfi WOW air verður. Því sé ótímabært að greina áhrif breytinganna. „Við hjá Isavia erum að fara yfir þær áætlanir og aðgerðir sem WOW air greindi frá. Ekki er komið á hreint hvaða áhrif fréttirnar hafa á starfsemi Isavia. Ekki er komið fram hvert endanlegt leiðakerfi verður, eða á hvaða tímum er áformað að flogið verði frá Keflavíkurflugvelli. Þetta mun skýr- ast á næstu vikum og þar með áhrif þessa á starfsemi okkar og farþe- gaspá Isavia fyrir næsta ár,“ segir Guðjón og víkur að þeim áformum Isavia að verja á annað hundrað milljörðum í uppbyggingu flugvallarins á næstu tíu árum. Spáir Isavia að farþegum fjölgi úr 10 milljónum í ár í 14,5 milljónir um miðjan næsta áratug. „Hvað varðar framkvæmdaáform okkar til næstu ára þá er unnið að hönnun og undirbúningi fyrir næsta hluta þeirra, þ.e. gerð tengibygg- ingar milli norður- og suðurbyggingar flugstöðvarinnar og þar með breikkun gamla landgangsins sem áætlað er að verði lokið 2023. Undir- búningsvinna og hönnun halda áfram og hefur verið gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist haustið 2019. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er allt of lítil fyrir þá starfsemi sem fer þar fram óháð þeim ákvörðunum sem WOW air kynnti í dag,“ sagði Guðjón síðdegis í gær. Áform um stækkun óbreytt ÁFORMUÐ UPPBYGGING Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Mikil óvissa í ferðaþjónustu  Ferðamálastjóri segir óvíst að ferðamönnum fækki með niðurskurði WOW air  Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir myndun aðgerðahóps vera til skoðunar Brottfarir frá Keflavíkurflugvelli 2003-18 og mögulegar sviðsmyndir 2019-20 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0 Milljónir erlendra ferðamanna Rauntölur um fjölda ferðamanna* Fjöldi ferðamanna miðað við óbreytta fjölgun* Miðað við árlega fækkun ferðamanna 5% 10% 15% árleg fækkun 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 0,31 0,35 0,36 0,40 0,46 0,47 0,46 0,46 0,54 0,65 0,78 0,97 1,26 1,77 2,20 2,32 2,45 2,21 2,09 1,97 2,59 2,10 1,88 1,68 *Miðað við að í des. 2018 og allt árið 2019 og 2020 verði sama fjölgun og 2017–2018 eða 5,6% 240.000 færri ferða- menn menn færu um Keflavíkurflugvöll á næsta ári miðað við 5% fækkun í stað óbreyttrar fjölgunar 1.000.000 færri ferðamenn færu um Keflavíkurflugvöll samtals á næstu tveimur árum miðað við 10% árlega fækkun BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikil óvissa er um fjölda erlendra ferðamanna á næsta ári. Greinendur hafa almennt spáð áframhaldandi fjölgun ferðamanna næstu ár. Hún verði þó hægari en síðustu ár. Útlit er fyrir rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna í ár, eða rúm- lega milljón fleiri en 2015. Samtök ferðaþjónustunnar hafa spáð 3-5% vexti í ferðaþjónustu á næsta ári. Ef vöxturinn verður rúm- lega 5% næstu tvö ár mun erlendum ferðamönnum fjölga í um 2,6 millj- ónir árið 2020. Fækki þeim aftur á móti um sama hlutfall, eða meira, verður bilið milli áætlaðrar aukn- ingar og raunfjölda mikið. Þessi tölfræði er hér sýnd á myndrænan hátt en tekið skal fram að um ímynduð dæmi er að ræða. Ekki er víst að ferðamönnum fækki. Fram kom í Morgunblaðinu í fyrra- dag að áformað er að taka 15 hótel í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Er þeim ætlað að mæta eftir- spurn vegna fleiri ferðamanna. Hátt hlutfall tengifarþega Fram kemur í samtali við Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í dag að farþegum félagsins muni fækka úr 3,5 milljónum í ár í 2,1 milljón á næsta ári, eða um 40%. Hann væntir þess að hlutfall tengifarþega – þeirra sem fara ekki út af Keflavíkurflugvelli á leið yfir hafið – verði áfram hátt. Hvaða áhrif þessar breytingar á farþegafjölda WOW air hafa á fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi mun skýrast á nýju ári. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir ekki sjálfgefið að erlendum ferðamönnum muni fækka með breyttri flugáætlun WOW air. Icelandair hyggist auka framboð á flugi verulega á næsta ári, ásamt því sem önnur flugfélög geti fyllt í skarðið. „Það er spurning hver nettóáhrifin verða. Það mun koma í ljós hvernig þetta vegur hvað á móti öðru,“ segir Skarphéðinn. Þekkja ekki samsetninguna Hann segir aðspurður of snemmt að svara því hvort spár um vöxt ferðaþjónustunnar á næsta ári séu raunhæfar. Ekki sé rétt að draga miklar ályktanir fyrr en meiri upplýsingar liggja fyrir. „Við vitum ekki hver samsetn- ingin í flugi hjá WOW air verður. Félagið var komið með yfir 70% af sinni starfsemi í tengiflugi. Mun það Indigo tjáir sig ekki » WOW air er í viðræðum við Indigo Partners um samstarf en WOW air boðar tíðindi af viðræðunum fljótlega. » Talsmaður Indigo Partners vildi ekki tjá sig um málið. Fari svo að WOW air nái samn- ingum við Indigo um fjárfestingu þess síðarnefnda í flugfélaginu, þá fyrst fær Icelandair alvöru sam- keppni. Þetta eru orð viðmælenda Morgunblaðsins á flugmarkaði. Eins og Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri Wow air, sagði í tölvu- pósti til starfsmanna í gær, þá við- urkenndi hann mistök í rekstrinum, og sagðist hafa „misst einbeit- inguna“. Félagið hyggist nú, sem sé hluti af þeim skilyrðum sem sett eru í áframhaldandi viðræðum við Indigo, fara aftur í ræturnar og verða ofur-lággjaldaflugfélag, með einsleitari flugflota, sem saman- standa mun í byrjun af 11 flug- vélum, en í dag er flotinn 20 vélar. „Það jákvæða við þetta er að þetta sýnir að viðræður við Indigo eru enn í gangi,“ segir einn heimild- armaður blaðsins. Ekkert líktist lággjaldafélagi Vandamál Wow air var, að mati viðmælenda Morgunblaðsins, ná- kvæmlega það sem Skúli viður- kennir nú að hluta, að ekkert í rekstri þess hafi í raun líkst því sem einkennir alvöru lággjaldafélög, hvað þá ofur-lággjaldafélag eins og nú er stefnt að. Hafa aðilar á flugmarkaði til að mynda furðað sig á því að „ofur- lággjaldafélag“ sé með skrifstofur á mörgum hæðum í einni dýrustu skrifstofubyggingu á landinu, turn- inum í Katrínartúni. Heimildir Morgunblaðsins herma að félagið hafi nú, sem hluta af þessum að- gerðum, sagt upp skrifstofu- húsnæði sínu á sjöundu hæð í turn- inum fyrir ofan Hamborgara- fabrikkuna og hyggist flytja allar skrifstofur í turninn við hliðina, þar sem félagið er líka með skrifstofur. Eins og tíundað hefur verið í fréttum af Wow síðan í gær, þá sagði félagið upp 111 fastráðnum starfsmönnum í gær, auk verktaka og starfsmanna með tímabundna ráðningu, alls um 350 manns. Segja heimildir Morgunblaðsins að upp- sagnirnar hafi náð þvert á félagið, og fólk á flugrekstrarsviði, í við- haldsdeild og á upplýsinga- tæknisviði hafi misst störf sín. Annað dæmi um það hvernig fé- lagið hafði misst sjónar á uppruna sínum sem lággjaldafélag er að sögn heimildarmanns það að í upp- lýsingatæknideild unnu nálægt 80 manns, sem sé meira en helmingi fleiri starfsmenn en gengur og ger- ist hjá sambærilegum félögum. tobj@mbl.is Sam- keppnin harðni  Wow air skilar skrifstofuhúsnæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.