Morgunblaðið - 14.12.2018, Síða 7

Morgunblaðið - 14.12.2018, Síða 7
Nýjar og bækur eftir endurútgefnar Hugin Þór Grétarsson Íslenski hesturinn, lundinn, þorskurinn og ótal önnur dýr prýða þessa skemmtilegu bók. Börn læra að þekkja dýrin og nöfn þeirra. Bókin er bæði á íslensku og ensku. Tvær nýjar léttlestrarbækur. Í léttlestrarbókunum er unnið með forvitni barna. Fyrstu bækurnar í bókaflokknum hafa valdið mikilli lukku. Bækurnar eru stuttar og börn fyllast sjálfstrausti og ánægju með eigin árangur þegar þeim tekst að klára heila bók. Sagan um Nonna Nammigrís er komin út í nýrri útgáfu. Nonni lendir í ævintýri þar sem galdrakarl, tannpínupúki og nammitré koma við sögu. Hann fær illt í magann og tannpínu af sælgætisáti en fyrir vikið lærir hann að borða hollan og góðan mat. Hahahah! Híhíhí! Hohó! Brandarar og gátur 3 er komin út. Með þessa í jólapakkanum ábyrgjumst við hlátur og gleði yfir jólin. Litla ljúfa Skrímsla er barnabók sem fjallar um uppeldi; samskipti föður við litla prakkarann á heimilinu. Þó svo að litla stúlkan sé með ólæti og brjóti allt og bramli þykir pabba ekkert eins dásamlegt í heiminum og að eiga svona lítið ljúft skímsli. Það er leikur að læra. Í Stafaleiknum æfa börn sig í að hlusta eftir hljóðunum sem stafir mynda. Hvaða orð byrja á stafnum A? Amma, afi, afmæli ... og síðan æfa börnin sig í að lesa stök orð. Góður undirbúningur undir lestrarkennslu. Leikurinn er þannig að fyrst er nefndur litur. Til dæmis rauður. Síðan mega allir nefna allt það sem þeim dettur í hug sem er rautt á litinn. Þetta mega vera föt, matur, dýr eða hvað það sem kemur upp í hugann. Þannig gengur leikurinn áfram svo lengi sem hægt er að nefna fleiri hluti. Skemmtileg þrauta- og litabók um jólasveinana. Í eina tíð voru jólasveinarnir hrekkjóttir en nú hefur dæmið snúist við og óþekktarormar stríða jólasveinunum. Þessi bók er frábær gjöf í skóinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.