Morgunblaðið - 14.12.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
Sigurður Már Jónsson blaða-maður fjallar um óhóflega
skattheimtu í pistli á mbl.is. Þar
nefnir hann að Bandaríkjamenn
vinni almennt meira en Evrópu-
búar og framleiði
20%-30% meira á
mann. „Nóbels-
verðlaunahafinn
Edward Prescott
hefur rakið þessa
staðreynd til þess
að í Evrópu séu
skattar, bæði bein-
ir og óbeinir, miklu
hærri en í Bandaríkjunum og
vinnuvilji og framtak að sama
skapi minni. Af þessu hafa menn
dregið þá ályktun að sé hærri
sköttum beitt í jöfnunarskyni sé
það á kostnað hagvaxtar sem leiði
til lægri tekna hinna tekjulægri
þegar til langs tíma er litið,“
skrifar Sigurður Már.
Hann bendir einnig á að fráárinu 2008 hafi verið gerðar
á þriðja hundrað breytingar á
skattkerfinu hér á landi og fjár-
magnstekjuskattur meðal annars
verið hækkaður í fyrra. Skatt-
stofninn hafi ekki verið endur-
skoðaður eins og lofað hafi verið,
hann sé enn breiður en skatthlut-
fallið hafi tvöfaldast.
Loks skrifar Sigurður Már:„Uppúr stendur að þegar
borin er saman skattheimta á
meðaltekjur nú og fyrir 10 árum
sést að skattbyrði þorra almenn-
ings er mun meiri en áður. Skatt-
tekjur ríkissjóðs á hvert heimili
hafa vaxið um tæpa eina og hálfa
milljón króna frá árinu 2011. Það
er spurning hvenær menn ætla að
staldra við og velta fyrir sér
hvort þessi þróun er til góðs.
Ekki síst þegar ríkissjóður er far-
inn að undirbúa vegafram-
kvæmdir með sérstökum gjöld-
um. Hvenær segja
skattgreiðendur, hingað og ekki
lengra?“
Sigurður Már
Jónsson
Hingað og
ekki lengra?
STAKSTEINAR
Langt er komið með að veiða kol-
munnaheimildir ársins og er búið að
landa yfir 275 þúsund tonnum í ár.
Alls er Íslendingum heimilt að veiða
tæplega 315 þúsund tonn að með-
töldum sérstökum úthlutunum og
flutningi á milli ára. Kjarasamning-
um samkvæmt eiga uppsjávarskipin
að vera komin til hafnar um miðja
næstu viku og mega ekki fara út aftur
fyrr en eftir áramót. Stóra spurningin
er hvað verður með loðnuveiðar á
nýju ári, en Heimaey VE er nú við
loðnuleit fyrir norðan land.
Venus NS og Víkingur AK, skip
HB Granda, eru á landleið með kol-
munna úr síðasta túr ársins. Unnið er
að framkvæmdum í verksmiðju fyrir-
tækisins á Vopnafirði og því landa
þau á Eskifirði. Þar landaði Huginn
VE einnig í vikunni. Síldarvinnslu-
skipin Beitir og Börkur eru á landleið
og hafa lokið veiðum í ár. Nokkrir
dagar eru síðan Bjarni Ólafsson AK
kom til hafnar í Neskaupstað.
Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er
haft eftir Hjörvari Hjálmarssyni,
skipstjóra á Berki, að lítið hafi verið á
ferðinni af kolmunna í færeyskri lög-
sögu að undanförnu. Veðrið hafi held-
ur ekki verið til að bæta úr skák. „Nú
er útlit fyrir brælu fram á sunnudag
og síðan á að koma bræla á ný á
mánudag þannig að það er skynsam-
legast að koma sér heim í jólafrí,“
segir Hjörvar. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Trollið hreinsað Víkingur er á landleið með síðasta kolmunnafarm ársins.
Áhafnir uppsjávar-
skipanna í jólafrí
Alls voru 44.156 erlendir ríkisborg-
arar búsettir hér á landi 1. desem-
ber síðastliðinn og hefur þeim fjölg-
að um 6.344 manns frá því á sama
tíma í fyrra eða um 16,8%, að því er
fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár
Íslands. Alls fjölgaði íbúum landsins
síðustu 12 mánuði um 8.454.
Flestir erlendir ríkisborgarar eru
frá Póllandi eða 19.190 og 4.094 ein-
staklingar eru með litháískt ríkis-
fang. Hér var búsettur 1.851 Letti,
1.509 Rúmenar, 1.289 Þjóðverjar,
1.227 Portúgalar, 1.006 Bretar og
980 Danir.
Pólskum ríkisborgurum hefur
fjölgað um 2.180 á síðastliðnum tólf
mánuðum eða um 12,8% og lithá-
ískum ríkisborgurum um 725
manns eða um 21,5%. Af þeim ríkj-
um sem eru með yfir 100 ríkisborg-
ara búsetta hér á landi hefur Króöt-
um fjölgað hlutfallslega mest
síðustu tólf mánuði eða um 88%, úr
352 í 663 manns. Írökum fjölgaði úr
86 í 165 manns sem telst vera 92%
fjölgun.
67,6% fjölgun á þremur árum
Frá 1. desember 2015 til 1. des-
ember í ár hefur erlendum ríkis-
borgurum fjölgað úr 26.387 í 44.156
manns. Þetta er fjölgun um 67,6%
Á sama tímabili hefur hlutfall er-
lendra ríkisborgara aukist úr 7,9% í
12,4%. aij@mbl.is
16,8% fjölgun erlendra ríkisborgara
Alls voru 44.156 erlendir ríkisborgar búsettir hér á landi 1. desember
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Vinnuafl Stór hópur erlendra ríkis-
borgara starfar í byggingariðnaði.
PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is
LeIðIsKrOsS
SeM ÞOlIr
ÍSlEnSkA
VeÐRÁTtU!
VERÐ 8.990 KR.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/