Morgunblaðið - 14.12.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sá munur á afstöðu meirihluta sveit-
arstjórnar Reykhólahrepps og Vega-
gerðarinnar um legu Vestfjarðavegar
um Gufudalssveit sem kom upp á
þessu ári helgast af því að fulltrúar í
hreppsnefnd fengu álit norskrar
verkfræðistofu um að raunhæft væri
að leggja veginn um þorpið á Reyk-
hólum. Þannig myndi vegurinn tengja
Reykhóla betur við þjóðvegakerfið.
Vegagerðin bendir á að tilgangur
framkvæmdarinnar hafi verið og sé
annar, að tengja Vestfirði í heild við
Vesturland og höfuðborgarsvæðið
með öruggum vegi.
Tillaga Norðmanna um að leggja
veginn á brú utarlega í Þorskafirði og
fara um Reykjanes fékk stuðning í
nýrri skýrslu um valkostagreiningu
sem verkfræðistofan Viaplan gerði
fyrir Reykólahrepp. Hún er talin
vænlegasti leiðarvalskosturinn. Sú af-
staða grundvallast meðal annars á
öðru kostnaðarmati en Vegagerðin
hefur kynnt. Reykhólaleið R er þar
talin aðeins tæplega milljarði kr. dýr-
ari en Teigsskógarleið ÞH. Meðal
annarra röksemda er að þverunin
muni valda minni áhrifum á umhverf-
ið.
Vegagerðin stendur við sína út-
reikninga á kostnaði og telur að
Reykhólaleiðin yrði 4 milljörðum dýr-
ari en Teigsskógarleiðin. Fyrrnefnda
leiðin sé því ekki fullfjármögnuð. Guð-
mundur Valur Guðmundsson, for-
stöðumaður hönnunardeildar Vega-
gerðarinnar, segir að skýra megi
þennan mun á kostnaði með því að
ekki sé gert ráð fyrir endurbyggingu
Reykhólavegar á milli þjóðvegar 60
og þorpsins á Reykhólum í tillögu
Multiconsult og Viaplan. Nauðsyn-
legt sé að laga veginn og endurbyggja
að hluta áður en umferðin þrefaldast
með tilkomu Dýrafjarðarganga og
annarra samgöngubóta á Vestfjörð-
um. Þá segir Guðmundur að Vega-
gerðin geri ráð fyrir umtalsvert meiri
kostnaði við brúargerð yfir Þorska-
fjörð en verkfræðistofurnar.
Leiðin á milli Patreksfjarðar og
Reykjavíkur verður 4-5 kílómetrum
lengri á Reykhólaleið en Teigsskóg-
arleið.
Þarf að byrja frá grunni
Teigsskógarleiðin hefur verið und-
irbúin og aðeins er eftir að auglýsa
breytingar á skipulagi og gefa út
framkvæmdaleyfi. Ekki verður þó
hægt að fara strax í útboð fram-
kvæmda því gera má ráð fyrir kærum
og að það ferli standi fram eftir næsta
ári. Ef hreppsnefndin hættir við
Teigsskógarleið og ákveður að velja
Reykhólaleið þarf að hefja undirbún-
ing að nýju. Fara þarf í grunnrann-
sóknir í firðinum næsta sumar og at-
huga hvort gera þurfi umhverfismat á
hinum nýja hluta leiðarinnar. Guð-
mundur Valur telur skynsamlegt að
fara í fullt umhverfismat til að styrkja
útgáfu framkvæmdaleyfis þegar þar
að kemur. Vegagerðin hefur gefið það
út að matsskýrsla geti verið tilbúin í
fyrsta lagi vorið 2021.
Hvaða hagsmunir eiga að ráða?
Vegagerðin stendur við kostnaðarmat
á valkostum í leiðavali í Gufudalssveit
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Teigsskógarleið Leið ÞH liggur frá Melanesi, um Grónes og á Hallsteinsnes og þaðan um Teigsskóg í Þorskafirði.
Jólamarkaðurinn í Hjartagarðinum í Reykjavík var opnaður í gær. Þetta
er í þriðja sinn sem markaðurinn er haldinn og þar er alltaf jólalegt um að
litast á aðventunni. Líf og fjör var við opnunina, barnakórinn Graduale
Future söng jólalög og jólasveinar heilsuðu upp á gestina.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Allir í jólaskapi á markaðinum í Hjartagarðinum
Þorskur sem Akurey AK, togari HB
Granda, veiddi í Víkurálnum var
stór og góður og fullur af loðnu, að
sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra.
Það þótti honum vita á gott, að því er
fram kom í frétt útgerðarinnar.
Allir ísfisktogarar HB Granda eru
komnir í land vegna hlés sem verður
á veiðum og vinnslu yfir jólahátíðina.
Akurey AK kom síðust til hafnar í
Reykjavík í gærmorgun með rúm-
lega 130 tonna afla. Bræla var á mið-
unum þegar togarinn fór út en svo
fengu þeir ágætis veður í nokkurn
tíma. Ágætis þorskveiði var í Víkur-
álnum en þegar hún minnkaði fóru
þeir norður eftir Vestfjarðamiðum
þar sem fékkst ufsi og karfi. Þriðju-
dagurinn féll út vegna haugabrælu
en svo fengu þeir ágætis þorskveiði
út af Þverálshorni áður en haldið var
heim.
Eiríkur sagði í viðtali við vef HB
Granda að heilt yfir hefði árið verið
gott. Þeir eru farnir að sækja mun
meira á Vestfjarðamið en áður og
aflinn hefur verið jafn og góður.
Friðleifur Einarsson, skipstjóri á
Engey RE, tekur undir það og segir
að aukin þorskveiði togara HB
Granda kalli á að farið sé á Vest-
fjarðamið. gudni@mbl.is
Þorskur-
inn fullur
af loðnu
Vænn þorskur
fékkst í Víkurál