Morgunblaðið - 14.12.2018, Side 11
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þegar þáverandi sjávarút-
vegsráðherra, Sigurður Ingi
Jóhannsson, lagði til á árinu
2015 að stjórnun makrílveiða
yrði lögfest var ekki miðað
við upphaflega aflareynslu,
það er að segja árin 2008-
2010, heldur aflareynslu árin
2011-2014 þegar kvótanum
hafði verið skipt á milli skipa
og útgerða sem mörg hver
höfðu enga aflareynslu á fyrri
viðmiðunarárunum. Var
þetta í trássi við álit setts um-
boðsmanns Alþingis sem þá
lá fyrir. Hæstiréttur hefur nú
nýlega komist að sömu niður-
stöðu og umboðsmaður og
dæmt íslenska ríkið skaða-
bótaskylt vegna hagnaðar-
missis tveggja útgerða sem
fengu of lítinn kvóta.
Makrílveiðunum hefur ver-
ið stjórnað frá árinu 2011 og
kvóta skipt á milli skipa með reglu-
gerðum sem gefnar hafa verið út ár-
lega. Fram hefur komið að þegar
fyrsta reglugerðin var sett fékk Jón
Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs-
ráðherra, ábendingar frá embætt-
ismönnum úr ráðuneytinu að reglu-
gerðin stangaðist á við lög. Hafa sex
ráðherrar komið að stjórnuninni á
þessum tíma og hafa væntanlega allir
eða flestir fengið sömu ráðgjöf en þó
haldið áfram að stjórna veiðunum á
sama grunni. Ráðherrarnir eru, auk
Jóns, Steingrímur J. Sigfússon, Sig-
urður Ingi Jóhannsson, Gunnar
Bragi Sveinsson, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir og núverandi ráð-
herra, Kristján Þór Júlíusson.
Steingrímur man ekki eftir að það
hafi komið upp í hans ráðherratíð að
reglugerðirnar stönguðust á við lög.
Hann bendir á það í skriflegu svari til
Morgunblaðsins að fyrirkomulagið
hafi haldist í öllum aðalatriðum
óbreytt frá tíð Jóns og hafi gert síðan.
Eitthvað hafi verið unnið með það í
ákveðnum reglum,“ segir
Sigurður Ingi.
Hann segir að það hafi ver-
ið skoðun ráðuneytisins að til
þess að bregðast við áliti um-
boðsmanns og breyta út-
hlutun þyrfti að setja lög.
Málshöfðun útgerðarfélag-
anna var þá einnig hafin.
Frumvarpið sem hann lagði
fram á vorþingi 2015 um að
kvótasetja makríl með tíma-
bundinni úthlutun til sex ára
mætti harðri andstöðu stjórn-
arandstöðunnar og fleiri afla.
Meðal annars var efnt til mik-
illar undirskriftarsöfnunar
um að ekki ætti að úthluta
makrílkvóta til útgerðar-
manna. Frumvarpið dagaði
uppi í nefnd þingsins. „Við
vorum komin í pattstöðu sem
aðeins þingið gat leyst úr.
Þingið neitaði að afgreiða
málið,“ segir Sigurður.
Í frumvarpinu var miðað
við aflareynslu á árunum
2011 til 2014, eins og fyrr segir, en
ekki 2008 til 2010. Sigurður segir að
það hafi verið álitamál við hvað ætti
að miða en mat ráðuneytisins hafi
verið það að myndast hefði ný afla-
reynsla á þeim tíma sem liðinn var frá
því fyrsta reglugerðin var sett.
Þröng staða
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
segist hafa skoðað það hvort mögu-
leiki væri að taka makrílinn sérstak-
lega út úr og setja lög um hann. Þá
hafi dómsmálið verið hafið og ekki
talið ráðlegt að stíga inn á þeim tíma.
Einnig hafi sáttanefnd með fulltrúum
allra flokka verið komin af stað og
ekki rétt að raska grundvelli hennar
með einhliða ákvörðun.
Sjálf segir hún að eftir lestur dóms
Hæstaréttar og álits umboðsmanns
sé ekki hægt að rengja niðurstöðuna
lagalega. Hins vegar hafi verið þröng
staða til að breyta lögunum í hennar
tíð. Löggjafarþingið þurfi að leysa úr
þessu.
ráðuneytinu á árunum 2012 og 2013
hvernig lagaumgjörð gæti orðið um
þetta mál til framtíðar litið þegar og
ef nýjar tegundir tækju að bætast við
í veiðum en það hafi ekki náð lengra
og ekki verið í samhengi við makríl-
reglugerðina.
Voru að tryggja rétt Íslands
Í áliti sem settur umboðsmaður Al-
þingis sendi frá sér sumarið 2014 er
stjórnun makrílveiða sögð stangast á
við lög. Sigurður Ingi Jóhannsson var
þá sjávarútvegsráðherra. „Ég var
eins og forverar mínir að slást við
Evrópusambandið og Norðmenn um
að fá hlutdeild í þessum stofni og
tryggja að sem mest af aflanum færi
til manneldis til að okkar rök væru
sem sterkust. Segja má að reglugerð-
in hafi tryggt það og ákveðið jafnræði
í nýtingu á nýrri tegund. Hins vegar
eru úthafsveiðilögin sem byggjast á
því að þeir sem leggja út í þann
kostnað að nýta nýjar tegundir eigi
að fá úthlutaðri hlutdeild samkvæmt
Töldu að ný afla-
reynsla hefði myndast
Makrílfrumvarpið sem lagt var fram 2015 mætti andstöðu
2009-2011
Jón Bjarnason
2013-2016
Sigurður Ingi
Jóhannsson
2016-2017
Gunnar Bragi
Sveinsson
2017
Kristján Þór
Júlíusson
2011-2013
Steingrímur J.
Sigfússon
2017
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
RÁÐHERRAR SJÁVARÚTVEGSMÁLA FRÁ 2009
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
Ísland, Noregur og Evrópusam-
bandið (ESB) hafa stigið stór skref í
loftslagsmálum, að því er segir í frétt
á vef norsku ríkisstjórnarinnar. Þar
segir að löndin tvö og ESB séu sam-
mála um næstu skref til samkomu-
lags um að uppfylla losunarmarkmið
fyrir árið 2030. Unnið verði sameig-
inlega að því að ná þessum mark-
miðum. Norðmenn ráði því sjálfir
hvernig þeir muni draga úr útblæstri
gróðurhúsalofttegunda.
Ola Elvestuen, loftslags- og um-
hverfisráðherra Noregs, lýsir
ánægju með að hafa náð samkomu-
lagi við ESB og Ísland um að hefja
formlega vinnu að því að ljúka texta
samningsins. Það að ná markmiðum
Parísarsamkomulagsins sé háð sam-
starfi um að ná markmiðum um los-
un gróðurhúsalofttegunda fyrir árið
2030. Norðmenn hafa tilkynnt að
þeir ætli að losa um 40% minna af
gróðurhúsalofttegundum 2030 mið-
að við losunina 1990.
Samkomulagið við ESB mun
leggja línurnar í norskri loftslags-
stefnu til 2030. Norðmenn muni
ákveða hvaða leiðir verða farnar til
að ná þessum markmiðum.
Næsta skref verður þegar EFTA-
ríkin senda tillögu um texta sam-
komulagsins til framkvæmdastjórn-
ar ESB. Uppkastið að samningstext-
anum mun byggjast á ákvæðum í
EES-samningnum. Alþingi Íslend-
inga, norska Stórþingið og ráð ESB
þurfa að samþykkja samkomulagið
áður en það tekur gildi.
Elvestuen segir að skýrsla lofts-
lagsnefndar SÞ um hlýnun sýni að
grípa þurfi strax til aðgerða. Samn-
ingurinn sýni að ESB, Ísland og
Noregur standi saman að metnaðar-
fullri loftslagsstefnu.
Samstarf Íslands,
Noregs og ESB
Vinna sameiginlega
að loftslagsmálum
Ljósmynd/Regjeringen.no
Loftslagsmál Umhverfisráðherrar
Íslands og Noregs og framkvæmda-
stjóri loftslagsmála ESB.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við fáum húsnæðið afhent 1. febr-
úar og stefnum að því að opna ölstof-
una 1. mars, á 30 ára afmæli bjór-
dagsins,“ segir Jóhann Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri The
Brothers Brewery í Vestmanna-
eyjum.
Fyrirtækið, sem rekur brugghús
og ölstofu við Vesturveg, hefur verið
í húsnæðisvanda allt þetta ár. Í vik-
unni skrifuðu aðstandendur þess
undir kaupsamning um nýtt hús-
næði í bænum. Framtíðarstaður
þess verður á Bárustíg 7 þar sem
bakaríið og kaffihúsið Stofan hefur
verið rekin um langa hríð. The
Brothers Brewery verður þar rekið
á 530 fermetrum.
Keyptu tvær fasteignir
„Framleiðslan er löngu sprungin
hjá okkur. Við erum í 220 fermetra
leiguhúsnæði og leigjum tvo gáma
sem geymsluhúsnæði. Svo erum við
með dót í geymslum hjá nánast öll-
um vinum og kunningjum. Við erum
því mjög ánægðir með að þetta sé í
höfn,“ segir Jóhann en eins og
Morgunblaðið hefur greint frá ósk-
aði fyrirtækið eftir að fá að byggja
sér húsnæði við höfnina í Vest-
mannaeyjum. Því hafnaði bærinn
þar eð starfsemin þótti ekki sam-
ræmast deiliskipulagi.
„Við vissum af þessu húsnæði og
vorum búnir að bjóða nokkrum sinn-
um í það á síðustu mánuðum. Við
enduðum á því að kaupa báðar fast-
eignir eigendanna til að greiða fyrir
kaupunum og erum búnir að selja
hina,“ segir Jóhann.
Framleiðslan verður aukin
Hann segir að fleiri tankar muni
bætast við í brugghúsið og fram-
leiðslugeta þess aukin á nýja staðn-
um. Þar verður svipuð stemning og á
þeim fyrri; ölstofa þar sem hægt
verður að sjá inn í brugghúsið og
fylgjast með starfsemi þar. Jóhann
kveðst vonast eftir að öll starfsemin
á nýja staðnum verði komin í gagnið
í apríl eða maí.
Ljósmynd/Ólafur Einar Lárusson
The Brothers Brewery Frá vinstri eru Hlynur Vídó Ólafsson, Hannes Krist-
inn Eiríksson, Kjartan Vídó Ólafsson og Jóhann Ólafur Guðmundsson.
Bræðurnir flytja í
fornfrægt bakarí
Brugghús á uppleið
» Upphaf The Brothers
Brewery má rekja til heima-
bruggs árið 2012. Framleiðsla
fyrirtækisins hófst svo árið
2016 með formlegum hætti.
» Í mars á síðasta ári var opn-
uð ölstofa í húsakynnum
Brothers Brewery. Á nýju ári er
stefnt að því að flytja starf-
semina í nýtt, 530 fermetra
húsnæði á Bárustíg 7 í Vest-
mannaeyjum.