Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 ALMAR BAKARI BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18 SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fólk er ótrúlega fljótt að ná góð- um töktum á snjóskautunum. Sumir læra sportið á einum degi og treysta sér á fljúgandi fart í brekk- urnar,“ segir Ingi Freyr Svein- björnsson á Akureyri. Hann fór á dögunum með fimm öðrum til Aust- urlanda fjær sem þar tóku þátt í Bonefight-mótaröðinni á snjóskaut- um sem er haldin af Sled dogs Snowskates, norsku fyrirtæki sem framleiðir skautana. Fyrra mótið var haldið í kínversku borginni Harbin en hið síðara í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Keppendurnir sem utan fóru voru auk Inga Freys þau Aþena Marey Jónsdóttir, Katrín Karítas Viðarsdóttir, Viktor Smári Eiríks- son og systkinin Ísak Andri og Erla Kolfinna Bjarnabörn. Keppendur komu, auk Íslands, frá Finnlandi, Austurríki, Ameríku, Ungverja- landi, Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi, Tékklandi, Kína og Suður-Kóreu. Náðu átta verðlaunasætum Tilögun Bonefight-mótsins er sú að fjórir keppendur fara saman nið- ur braut á snjóskautum og tveir fyrstu komast áfram í næstu um- ferð þar til fjórir standa eftir í úr- slitaferðina. Keppt er í bæði karla- og kvennaflokki. Einnig er free- stylekeppni þar sem keppendur sýna listir sínar, oftast á stökkpalli. Óhætt er að segja að íslenski hópurinn hafi staðið sig vel með átta verðlaunasæti á mótunum tveimur. Náðu Íslendingar 1, 5. og 7. sæti í karlaflokki og í kvenna- flokki 2., 3. og 7. sæti. Í freestyle- hluta keppninnar sigraði Ingi Freyr í Kóreu og Ísak Andri varð í þriðja sæti en bar sigur úr býtum í Kína. Undir skósólunum Snjóskautar eru eins konar skíði sem eru undir sóla skónna. Allt er þetta létt og lipurt en í því felast einmitt töfrar íþróttarinnar. „Snjóskautaiðkun er hvarvetna í mikilli sókn og Norðmaðurinn Tommy Syversen, sem hefur verið brautryðjandi í þessu sporti, sér fyrir sér að þetta verði innan fárra ára ein þriggja aðalgreinanna í snjósporti, næst á eftir skíðum og brettaiðkun. Sjálfur hef ég farið víða um lönd með Syvertsen að kynna íþróttina, sem hefur verið mjög áhugavert,“ segir Ingi Freyr og heldur áfram: „Iðkendum um allan heim fer fjölgandi og á Íslandi eru þeir ein- hvers staðar í kringum 60. Hér á Akureyri er mikil gróska í sportinu enda höfum við frábærar aðstæður til iðkunar hér í Hlíðarfjalli og raunar kemur æði margt í íslensku vetrarsporti einmitt héðan að norð- an. Á mótinu Iceland Winter Gam- es, sem var hér fyrir norðan, var þetta ein af keppnisgreinunum og gerði góða lukku. Þetta er komið til að vera.“ Snjóskautasport slær í gegn  Skemmtun á skósólunum  Æfa í Hlíðarfjalli  Krakkar að norðan náðu góðum árangri á mótum í Kína og Kóreu  Kynna íþróttina víða um veröldina Skautasport Á myndinni eru, frá vinstri, Aþena Marey Jónsdóttir, Ísak Andri Bjarnason, Ingi Freyr Sveinbjörns- son, Erla Kolfinna Bjarnadóttir, Katrín Karítas Viðarsdóttir og Viktor Smári Eiríksson. Hópurinn fór til Austur- landa fjær á dögunum til að keppa í íþrótt sinni, náði þar virkilega fínum árangri og gerði þar garðinn frægan. Flug Katrín Karítas sýndi mikil tilþrif í brekkunum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir í yfirlýsingu um Samherja- málið að eftir fund sem hann átti með Gizuri Bergsteinssyni hrl. auk framkvæmdastjóra gjaldeyriseft- irlitsins í mars eða apríl 2013 hafi verið ljóst að Seðlabankanum hafi ekki verið heimilt að setja málið, eins og það lá fyrir, í sáttaferli. Mál- ið hafi talist vera meiriháttar í skiln- ingi laga um gjaldeyrismál. „Þvert á móti var það beinlínis embættis- skylda mín eins og lögin voru að senda málið áfram til sérstaks sak- sóknara. Ég tilkynnti Þorsteini Má í símtali þá niðurstöðu en við höfðum verið í símasambandi um stöðu málsins á fyrstu mánuðum ársins 2013,“ segir í yfirlýsingunni. Már rifjar upp orð sín við fjöl- miðla 25. nóvember sl. um að hann hefði látið kanna möguleikann á því að fara sáttaleið í Samherjamálinu í stað þess að kæra það til embættis sérstaks saksóknara eins og var gert 10. apríl 2013. Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja hf., hafi sagt í fjölmiðlum að hann efaðist um að þetta væri satt. Már segir það engu að síður vera satt. Már segir að sumarið 2012 hafi hann rætt við Þorstein Má í síma um stöðuna í málinu. Þá hafi verið rædd- ur sá möguleiki að setja málið í sáttaferli sem fæli m.a. í sér ein- hverjar breytingar á verklagi hjá Samherja sem myndu skapa traust á því að gjaldeyrisskil fyrirtækisins væru í lagi. Í framhaldinu kvaðst Már hafa beðið framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins að kanna þenn- an möguleika. Hún fékk lögfræðiálit frá Gizuri þar sem kom fram að Seðlabankanum væri heimilt að ljúka máli með sátt væri ekki um að ræða meiri háttar brot. Bankanum bæri hins vegar að vísa málum vegna meiri háttar brota til lögreglu. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Seðlabankinn Kærði Samherja vegna gjaldeyrismála. Sáttaferli var ekki heimilt  Yfirlýsing frá Má Guðmundssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.