Morgunblaðið - 14.12.2018, Page 18

Morgunblaðið - 14.12.2018, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á 14. desember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.22 123.8 123.51 Sterlingspund 154.5 155.26 154.88 Kanadadalur 92.08 92.62 92.35 Dönsk króna 18.7 18.81 18.755 Norsk króna 14.348 14.432 14.39 Sænsk króna 13.465 13.543 13.504 Svissn. franki 123.93 124.63 124.28 Japanskt jen 1.0857 1.0921 1.0889 SDR 170.09 171.11 170.6 Evra 139.61 140.39 140.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.9565 Hrávöruverð Gull 1244.75 ($/únsa) Ál 1927.0 ($/tonn) LME Hráolía 60.67 ($/fatið) Brent ● Áætluð tekju- afkoma hins op- inbera var jákvæð um 1,8 milljarða króna á þriðja árs- fjórðungi 2018 eða sem nemur 0,2% af landsframleiðslu ársfjórðungsins. Þetta kemur fram í frétt á vef Hag- stofu Íslands. Á sama tíma árið 2017 var afkoman já- kvæð um 3,9 milljarða króna. Þá segir í fréttinni að fyrstu níu mán- uði ársins hafi tekjuafgangurinn numið 30,6 milljörðum eða 3,5% af tekjum tímabilsins.„Heildartekjur hins op- inbera jukust um 6,0% á 3. ársfjórð- ungi 2018 í samanburði við 3. ársfjórð- ung 2017. Á sama tíma var aukning í heildarútgjöldum hins opinbera 6,8%.“ Afkoma sveitarfélaga neikvæð Í frétt Hagstofunnar kemur einnig fram að heildartekjur sveitarfélaganna á 3. ársfjórðungi 2018 eru áætlaðar 90,8 milljarðar króna og heildarútgjöld 91,9 milljarðar. Tekjuafkoma ársfjórð- ungsins er því áætluð neikvæð um 1,1 milljarð króna. Á sama tíma 2017 var tekjuafkoman jákvæð um 0,3 milljarða króna. „Áætlað er að tekjur sveitarfé- laga hafi aukist um 7,9% frá sama tíma í fyrra en útgjöldin um 9,6%. Áætlað er að útsvarstekjur hafi skilað sveit- arfélögunum 58,9 milljörðum króna á 3.ársfjórðungi 2018, eða 64,9% tekna þeirra,“ segir jafnframt á vef Hagstofu Íslands. tobj@mbl.is Tekjuafkoma hins opin- bera dregst saman Plús Tekjur sveit- arafélaga jukust. STUTT VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Með þessum mjög svo erfiðu en jafn- framt nauðsynlegu aðgerðum erum við að fara í lággjaldabúninginn á ný. Hann reyndist okkur mjög vel fram- an af og var upphafleg sýn félagsins. Þá var markmiðið að verða leiðandi lággjaldaflugfélag yfir hafið,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, og lítur um öxl. „Við náðum mjög góðum árangri og vöktum mikla athygli, bæði í Evrópu og Banda- ríkjunum, og uxum mjög hratt framan af. Rekstraraf- koman var einnig mjög góð 2015 og 2016 og við skiluðum hagnaði fyrr en flestir höfðu búist við,“ segir Skúli. Félagið greindi frá því í gær að flot- inn yrði skorinn niður úr 20 þotum í 11 og stöðugildum fækkað um 350. Eftir uppsagnirnar munu rúmlega þúsund starfa hjá félaginu. WOW air hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Fjölguðu áfangastöðum Spurður hvar félagið hafi séð tæki- færi á markaðnum í upphafi rifjar Skúli upp að WOW air hafi verið með tvær þotur árið 2012. Þeim hafi síðan fjölgað jafnt og þétt. „Svo tökum við stórt skref árið 2015. Þá hófum við flug til austur- strandar Norður-Ameríku og fjölguð- um áfangastöðum, m.a. með flugi til Boston, Baltimore, New York og To- ronto. Og héldum þeirri stefnu áfram. Það gekk vel. Við jukum tíðnina enn meira 2016. Núna erum við aftur að fara í þann búning. Þarna vorum við eingöngu með Airbus 320 og 321 og engar breiðþotur.“ Skúli segir aðspurður að leiðakerfi félagsins árið 2016 hafi grundvallast á að tengja saman helstu borgir á aust- urströnd Bandaríkjanna og í Vestur- Evrópu. Félagið hafi síðan útvíkkað starfsemina, m.a. með því að taka í notkun Airbus-breiðþotur. „Það eru nánast helmingi stærri flugvélar en við höfðum verið með. Það er allt önnur starfsemi. Það má segja að við höfum vanmetið flækju- stigið sem því fylgir. Þetta er enda allt önnur og stærri flugvél. Það þýðir allt frá því að þurfa að vera með aðra varahluti. Því fylgir önnur sætaskip- an og fleiri farþegar á hvert flug, sem þarf að selja [flugmiða] til þess að fylla vélarnar. Í þessum stærri þotum komu líka stærri sæti. Afleiðingin [af innleiðingu breið- þotna] snerti nánast alla starfsemi fé- lagsins. Það var flóknara að ná teng- ingum, þ.e.a.s. þegar við flugum lengri flug, til að ná upp nýtingu á vél- unum, o.s.frv. Þetta voru margvísleg áhrif sem juku flækjustigið. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að ef horft er á svo til öll lággjaldafélög í heim- inum, þá eru þau öll með minni flug- vélar [e. narrow body]. Þær eru allar einsleitar til þess að hafa starfsemina sem einfaldasta. Grunnurinn í þessu öllu saman er að vera með einfalda starfsemi til þess að halda kostnaðin- um lágum, sem gerir þá kleift að bjóða hagstæðustu fargjöldin líka.“ Ofmetnuðust út af velgengni Spurður hvort hann hafi séð sér leik á borði með því að fara í breið- þoturnar og skapa WOW air sérstöðu sem lággjaldafélag segir Skúli þetta hafa verið sambland af því og hversu reksturinn gekk vel 2015 og 2016. „Þá má kannski segja að við höfum ofmetnast að einhverju leyti og verið óþolinmóð að komast lengra vestur og austur. Eina leiðin til að gera það er með stærri og langdrægari flug- vélum. Það er mjög mikilvægt að geta horfst í augu við vandamálin og það er líka eina leiðin til að geta tæklað þau.“ Spurður hvenær það hafi komið í ljós að hugsanlega væru þessar breytingar ekki að skila tilætluðum árangri segir Skúli að þetta ár hafi vandamálin stigmagnast. Ytri að- stæður, á borð við olíuverð og styrk- ingu krónu, hafi verið erfiðar. Miðvesturríkin brugðust Spurður um sókn félagsins á ný svæði árin 2017 og 2018 segir Skúli að áfangastaðir í miðvesturríkjum Bandaríkjanna hafi ekki reynst eins góðir staðir og félagið hafði vonað. Þ.m.t. St. Louis, Cleveland og Cincinnati. Flug til Detroit hafi hins vegar gengið mjög vel. Spurður hvort það verði áfram hluti af strategíu WOW air að sýna dirfsku og vera skrefinu á undan rót- grónari flugfélögum segir Skúli aðal- atriðið að flugfélögin sem vaxið hafi hraðast í öllum heimálfum síðustu 15 ár hafi verið lággjaldaflugfélög. „Það er viðskiptalíkan sem hefur virkað og þau hafa náð mjög góðum árangri víða í harðri samkeppni við gömlu flugfélögin. Þetta sáum við þegar við stofnuðum WOW. Og förum af stað með það að leiðarljósi en miss- um síðan því miður sjónar á því og það var – og ég harma mistökin – það sem við ætlum að leiðrétta. Nú ætlum við aftur að fara í harða lággjaldastefnu. Ég hef fulla trú á því. Þetta er mjög sársaukafull aðgerð en með því að taka þetta skref núna erum við að byggja grunninn að því að geta síðan vaxið áfram sem lággjaldafélag.“ Verða sífellt langdrægari Spurður hvar vaxtarfærin séu hjá félagi í varnartafli bendir Skúli á framfarir í flugvélasmíði. „Sókn er besta vörnin. Til lengri tíma litið eru Airbus 321-vélarnar sem við erum með alltaf að verða langdrægari. Þannig að í staðinn fyrir að taka inn breiðþotur, helmingi stærri vélar, þá erum við núna að nýta okkur og munum nýta okkur enn frekar, nýjustu kynslóð af slíkum þot- um,“ segir Skúli og bendir á að árin 2022 og 2023 komi næstu kynslóðir Airbus-þotna, 321 XLR. Þær verði með drægni líkt og breiðþoturnar. Skúli segir aðspurður augljóst að WOW air muni ekki flytja jafn marga farþega á næsta ári og í ár. „Við erum að fækka flugvélum úr 20 í 11. Við áætlum að vera með um það bil 2,1 milljón farþega á næsta ári en verðum með í kringum 3,5 millj- ónir farþega í ár,“ segir Skúli. Þá segir hann aðspurður meiri lík- ur en minni á að samkomulagið við In- digo Partners verði að veruleika. Varðandi tímaramma samninga- viðræðna segir Skúli að WOW air sé að uppfylla nokkur skilyrði. „Eitt af þeim var að endurskipu- leggja leiðakerfi og flota félagsins. Þessar aðgerðir eru liður í því.“ Vægi tengiflugs hefur aukist hratt hjá WOW air undanfarið. Slíkir far- þegar fara ekki af Keflavíkurflugvelli á leið sinni yfir hafið. Skúli væntir þess að tengiflug verði áfram lykilstarfsemi hjá félaginu. Þ.e.a.s. að nota Ísland sem tengistöð. Skúli segir WOW air fara í „lággjaldabúninginn á ný“  Afdrifarík mistök kalli á endurskipulagningu félagsins  Sóknarfæri á markaði Morgunblaðið/Eggert Vöxtur Félagið var með 2 þotur 2012. Þeim verður fækkað úr 20 í 11. millj. farþegar 2010-2019 Heimildir: WOW air og ársreikningar Icelandair Group (farþegafjöldi í alþjóðaflugi). *Spá greiningar- deildar Arion banka. Farþegafjöldi Icelandair og WOW air 4,0 3,5 3,0 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0 1.750 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018* 2019 Icelandair: Farþegafjöldi Starfsmenn WOW air: Farþegafjöldi Starfsm. 0,4 0,5 0,7 1,7 2,9 3,5 2,1 1,5 1,7 2,0 2,3 2,6 3,1 3,7 4,0 4,2 0,1 Skv. uppl. frá WOW air Starfs- menn Skúli Mogensen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.