Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stjórnvöld í Ír-an staðfestufyrr í vikunni
að þau hefðu gert
ítrekaðar tilraunir
með meðaldrægar
eldflaugar að und-
anförnu, en stjórnvöld í vest-
rænum ríkjum höfðu gagnrýnt
Íran fyrir meint tilraunaskot
hinn 1. desember síðastliðinn.
Viðurkenndi yfirmaður flug-
sveita byltingarvarðarins við
ríkisfréttastofu Írans við það til-
efni að Íranar gerðu á bilinu 40-
50 tilraunir með eldflaugar á
hverju ári.
Tilraunaskotið hefur sýnt
ljóslega þá annmarka sem voru
á kjarnorkusamkomulaginu við
Íran, sem undirritað var árið
2015, en það tók eingöngu á getu
Írana til þess að framleiða auðg-
að úran. Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna samþykkti raunar
ályktun fljótlega eftir und-
irritun samkomulagsins, þar
sem Íranir voru hvattir til þess
að forðast tilraunir með eld-
flaugar sem borið gætu kjarn-
orkuvopn. Ljóst var hins vegar
fyrir löngu að stjórnvöld í Te-
heran ætluðu sér ekki að taka
neitt tillit til þeirrar ályktunar.
Þá er einnig ljóst að hinar
ítrekuðu eldflaugatilraunir
ganga þvert á anda samkomu-
lagsins ef ekki innihald þess,
enda voru þær á meðal þeirra
ástæðna sem Trump Banda-
ríkjaforseti gaf þegar hann dró
Bandaríkin úr samkomulaginu
og setti aftur á refsiaðgerðir
gegn Írönum.
Þá gagnrýndu leiðtogar Evr-
ópuríkja Trump og sögðu að það
hlyti að vera hægt að semja um
tilraunirnar við írönsk stjórn-
völd. Heyrðust þá jafnframt lof-
orð frá forvígismönnum Evr-
ópusambandsins
um að leitað yrði
leiða framhjá við-
skiptaþvingunum
Bandaríkjanna, svo
áfram yrði hægt að
eiga viðskipti við Ír-
an.
Það hefur hins vegar dregist á
langinn. Mögulega hefur afstaða
einhverra ríkjanna breyst en
bæði Bretar og Frakkar kölluðu
saman fund öryggisráðsins eftir
tilraunina í desember. Þar
strandaði hins vegar á því að
Rússar halda hlífiskildi yfir
Írönum í krafti neitunarvalds
síns. Öryggisráðið mun funda
aftur í næstu viku til þess að
ræða framtíð kjarnorkusam-
komulagsins, og er líklegt að þar
muni eldflaugatilraunirnar bera
á góma.
Þegar samkomulagið við Ír-
ana var gert heyrðust viðvaranir
um að það gengi ekki nægilega
langt til þess að koma í veg fyrir
til lengri tíma að þeir kæmu sér
upp kjarnorkuvopnum. Þá var
einnig varað við því að stjórn-
völdum í Íran væri vart treyst-
andi til þess að standa við það,
hvað þá að aukin viðskipti við
ríkið myndu á einhvern hátt
temja hegðun þess út á við.
Auk þess að fara á svig við
samkomulagið hafa írönsk
stjórnvöld nýtt sér það gríðar-
mikla fjármagn sem fylgdi sam-
komulaginu til þess að ýta undir
átök og óeirðir víðsvegar um
Mið-Austurlönd.
Sú framkoma gefur ekki til
kynna að friðarhugur hafi fylgt
máli við undirritun samkomu-
lagsins. Eldflaugatilraunirnar,
sem framkvæmdar eru í óþökk
annarra ríkja, gefa heldur ekki
til kynna að mikil heilindi hafi
legið að baki.
Írönsk stjórnvöld
ganga sífellt lengra
í að kynda undir
ófriði}
Brotið gegn anda
samkomulagsins
Forsætisráð-herra og aðrir
forystumenn flokka
sem sæti eiga á Al-
þingi hafa lagt fram
frumvarp til laga
um breytingu á lög-
um um fjármál stjórnmála-
flokka. Með breytingunni eru
fjárhæðarmörk styrkja hækkuð,
en þó eru þeir enn mjög hófleg-
ir. Stjórnmálaflokkar munu því
áfram reiða sig mest á stuðning
ríkisins við starfsemina og birt-
ist sá stuðningur með ýmsu
móti, meðal annars með fjölgun
aðstoðarmanna af ýmsum toga.
Það er ekki af hinu góða að
stjórnmálaflokkar séu að lang-
stærstum hluta reknir fyrir rík-
isfé í stað þess að stuðnings-
menn þeirra sýni stuðning sinn í
verki með fjárframlagi. Það við-
horf að eitthvað sé
athugavert við að
fólk styðji í verki
þann málstað sem
það aðhyllist hefur
orðið til þess að
veikja stjórn-
málaflokkana og þar með stjórn-
málamennina sem þó er æski-
legt að hafi afl til að berjast fyrir
skoðunum sínum og stuðnings-
manna sinna.
Þetta hefur einnig orðið til
þess að stjórnmálaflokkar eiga
erfiðara með að koma sjón-
armiðum sínum á framfæri í
kosningum sem aftur verður til
þess að draga úr áhuga almenn-
ings. Fleira ýtir vissulega undir
áhugaleysið, en það breytir því
ekki að sú þróun er varhugaverð
að ríkisvæða stjórnmálaflokk-
ana.
Stjórnmálaflokkar
og stjórnmálamenn
þurfa að geta staðið
fast í báða fætur}
Varhugaverð ríkisvæðing E
ftir áramót liggur fyrir Alþingi að
taka til afgreiðslu samgöngu-
áætlun næstu fimm ára. Sam-
gönguáætlun hefur verið í
vinnslu í þinginu frá september
sl. en á undanförnum vikum hefur ríkisstjórnin
boðað umtalsverðar breytingar á samgöngu-
áætlun. Engum dylst hversu mikil þörf er hvort
tveggja á nýframkvæmdum sem og viðhaldi á
samgöngumannvirkjum um allt land. Ýmist eru
vegir svo illa farnir að vegfarendur komast illa
leiðar sinnar, vegir ekki gerðir fyrir þann
ferðamannastraum sem liðast um allt land eða
eins og er hér á höfuðborgarsvæðinu, vegir er
tengja nærliggjandi sveitarfélög við miðju
höfuðborgar bera ekki þann umferðarþunga
sem nú er. Öryggi landsmanna og annarra veg-
farenda er í húfi sem og lífsgæði fólks víða um
land. Þörfin fyrir stórsókn í samgöngumálum er mikil og
það kostar mikið fé.
Ein af þeim hugmyndum sem nú þarf að ræða er hvort
fjármagna eigi samgöngubætur með veggjöldum. Hér á
Íslandi höfum við ekki mikla reynslu af slíkri gjaldtöku,
utan þeirra veggjalda sem nýverið lauk um Hvalfjarð-
argöng en þeir sem ferðast hafa utan landsteinanna hafa
víða kynnst hvoru tveggja veg- sem og jarðgangagjöldum.
Þær hugmyndir sem nú hafa verið lagðar fram snúast um
að veggjöld verði lögð á allar meginstofnæðar inn og út af
höfuðborgarsvæðinu, það er að segja um Reykjanesbraut,
Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. Þá eru uppi hug-
myndir um álagningu veggjalda um jarðgöng víðsvegar
um landið, hvort sem um er að ræða ný eða
eldri göng. Þá hafa einnig heyrst hugmyndir
um að veggjöld verði um einstaka vegi innan
höfuðborgarsvæðisins. Nú kann að vera að
mörgum svelgist á kaffinu, hugsi hvort rétt sé
að ríkisstjórnin ætli að leggja slíka skatta á
alla landsmenn, en nauðsynlegt er að við för-
um af alvöru og yfirvegun yfir þessar hug-
myndir sem nú eru komnar fram, verðmetum,
kostnaðargreinum, könnum hvort hægt sé að
tryggja að jafnræðis verði gætt sem og að ekki
verði um slíka gjaldheimtu að ræða að bitni
harkalega á þeim sem nú þegar hafa ekki nóg
milli handanna.
Hér er á ferðinni stórt prinsippmál sem þarf
að ræða. Eins og áður sagði er algjör nauðsyn
að fara í uppbyggingu á samgöngukerfinu um
allt land, enda hafa samgöngur, líkt og aðrir
innviðir hér á landi, fengið að molna niður á undanförnum
árum þrátt fyrir fádæma góðæri. Því miður verðum við að
súpa seyðið af þeim stjórnarháttum þannig að nú er komið
að skuldadögum og þá þarf að spyrja landsmenn hvort
þeir séu reiðubúnir að svona verði staðið að málum. Ég vil
hvetja landsmenn til að kynna sér tillögurnar og senda
sína skoðun á málinu á okkur þingmenn. Það er okkur
mikilvægt að fá umsagnir og athugasemdir sem flestra svo
við getum heyrt afstöðu landsmanna til þessarar stefnu-
breytingar í samgöngumálum.
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Veggjöld til umræðu
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Alls voru 6.265 brot afgreiddaf ákæruvaldinu á síðastaári. Þar af var ákært í4.959 málum, eða 79%
brotanna. Fallið var frá saksókn í
379 málum, 881 mál var fellt niður
en ákæru frestað í 46 málum. Inni í
þessum tölum eru ekki mál sem af-
greidd voru með lögreglustjórasátt-
um og mál sem vísað var frá eða
rannsókn hætt í. Þetta kemur fram í
ársskýrslu Ríkissaksóknara fyrir ár-
ið 2017.
Þetta er fækkun frá fyrra ári en
árið 2016 voru alls 6.277 mál af-
greidd af ákæruvaldinu. Það ár var
ákært í fleiri málum, alls 5.620 mál-
um eða 83%.
Ef rýnt er í flokkun brota á síð-
asta ári má sjá að brotum gegn vald-
stjórninni fjölgar umtalsvert milli
ára. Þau voru 63 árið 2016 en fjölg-
aði í 120 á síðasta ári. Þessi þróun
virðist hafa haldið áfram í ár sam-
kvæmt fréttum Morgunblaðsins frá
því í ágúst. Þar var vitnað í tölur frá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
þar sem fram kom að ofbeldis-
brotum gegn lögreglumönnum fjölg-
aði um 64% miðað við meðaltal ár-
anna 2015-2017.
Kynferðisbrot voru talsvert
fleiri í fyrra en árið á undan, 216
samanborið við 192 árið 2016. Alls
komu 203 þessara kynferðisbrota
inn á borð héraðssaksóknara í fyrra.
Athygli vekur að aðeins var ákært í
43% þeirra mála, eða 87 talsins. 104
mál voru felld niður, eða 51%.
Brotum í flokknum manndráp
og líkamsmeiðingar fjölgaði einnig. Í
fyrra voru þau 490 en 476 árið 2016.
Fjögur brot í flokknum landráð voru
til meðferðar hjá ákæruvaldinu árið
2017 en ekkert slíkt kom upp árið
2016. Öll málin fjögur voru á end-
anum felld niður.
Auðgunarbrotum fækkaði um-
talsvert milli ára. Þau voru 1.211 í
fyrra en árið 2016 voru þau hins veg-
ar 1.514. Brotum er lúta að pen-
ingafalsi fækkaði sömuleiðis. Aðeins
eitt slíkt brot kom upp í fyrra en
þrjú árið áður. Skjalafalsbrotum
fjölgaði hins vegar úr 85 í 93 milli
ára. Flest þeirra komu upp á Suður-
nesjum, 58 talsins.
Mikil fjölgun var í brotum á
skattalögum. Þau voru 37 árið 2016
en fjölgaði í 131 árið 2017. Brotum á
lögum um ávana- og fíkniefni fækk-
aði úr 823 í 665. Þá fækkaði brotum
á lögum um fiskveiðar og lögum um
siglingar og útgerð umtalsvert.
Alls voru brot á umferðar-
lögum, öðrum en ölvunar- og fíkni-
efnaakstri, 1.376 í fyrra. Það er tals-
verð fækkun frá árinu 2016 þegar
þau reyndust vera 1.546. Fleiri voru
staðnir að ölvunarakstri en árið áð-
ur, 319 í fyrra á móti 296 árið áður.
Litlu færri brot voru í flokknum
fíkniefnaakstri en árið á undan, 729 í
fyrra en 741 árið 2016. Tvöfalt fleiri
voru hins vegar ákærðir fyrir lyfja-
akstur, 24 í fyrra en 12 árið 2016. Sú
þróun hefur haldið áfram í ár eins og
Morgunblaðið hefur greint frá.
Karlar í miklum meirihluta
Á síðasta ári sættu alls 2.286
einstaklingar og 21 fyrirtæki ákæru.
Hlutfall karla var 80,8% ákærðra,
hlutfall kvenna 18,2% og fyrirtækja
0,9%. Þegar rýnt er í aldursskipt-
ingu ákærðra kemur í ljós að flestir
eru á aldursbilinu 20-24 ára, 17,9%
og næstflestir á aldrinum 25-29
ára, 17%.
Af hinum ákærðu höfðu 1.784
íslenskt ríkisfang. Næstflestir höfðu
pólskt ríkisfang, 144, 77 voru frá
Litháen, 47 frá Albaníu, 32
frá Georgíu, 27 frá Lett-
landi og 17 frá Bandaríkj-
unum.
Fleiri kynferðisbrot
og grunur um landráð
Í ársskýrslu Ríkissaksóknara
kemur fram að árið 2017 voru
alls kveðnir upp 142 gæslu-
varðhaldsúrskurðir hér. Tóku
þeir til 139 einstaklinga. Þetta
er fjölgun frá 2016 þegar 130
gæsluvarðhaldsúrskurðir voru
kveðnir upp. Samtals náðu
þessir úrskurðir til 13.901
dags í gæsluvarðhaldi en þeg-
ar upp var staðið sættu við-
komandi gæslu í 11.800 daga.
Flestir þessara gæslu-
varðhaldsúrskurða voru án
takmarkana. Takmark-
anir eru heimsókn-
arbann, einrúm,
bréfaskoðun, fjöl-
miðlabann og
vinnubann. Ef beitt
er þremur eða
færri af umræddum
liðum kallast það
einangrun en algjör
einangrun ef fjór-
um liðum er
beitt.
139 í gæslu-
varðhaldi
FJÖLGUN MILLI ÁRA
Sigríður J.
Friðjónsdóttir
Morgunblaðið/Hari
Hæstiréttur Færri mál voru afgreidd hjá ákæruvaldinu í fyrra en árið áður.